Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 5
Fjöstoðagina; -23. október 1953... VlSlE 9 i -Mami Athugasemdir um peningamál, AHeilmg óbreyttrar stefnu í penhtgamákim verórýrnun penínganna. í síðastliðnum maímánuði skrifaði 'égiéftirf arándi athuRa- setndir: ; Peningamál vor íslendinga eru næsla bágborin, svo að ekki sé meíra sagt. Vegna stöðugrar verðrýrnunar gjaldmiðilsins virðfet sparifjársöfnun þvi. nær stöðvuð, en eftirspurn eftir lánsfé svo gengdarlaus, að orð- rómur gengur um það, að pen- ingar séu teknir að láni hjá einstaklingum gegn öruggum trygginguni íyrir allt að 40% ' p. a. Þetta viðhorí almennings til peningamálanna er ofur eðli- legt, þegar á það er litið, að þeir, sem keyptu hentugar fasteignir hér í bænum fyrir 3 árum, geta selt þær nú fyrir allt að 50% hærra verð, og tog- ' arar, sem keyptir voru fyrir 7 árum fyrir 3,5 millj. kr., eru nú seldir á 5,5 millj. kr. Hvert stefnir. Því virðist ekki vera gaumur gefinn sem skyldi, hvert stefn- ir í . þessum málum. Útlán bankanna þriggja námu þann 31 /3. 1953 1,473 millj. kr. og sparisjóðanna 151 millj. kr. eða samtals 1.624 millj. kr. Á sama tíma árið sem leiö nániu þessi Útlán 1.423 millj. kr., og liaí'a því hækkað um 201 millj. kr. Auk útlána banka og sparí- sjóða áttu helztu vátryggingar- féiög, tryggingarstofnanir og lífeyrissjóður í verðbréfum samtals um 152.millj. kr. þann 31./12. 1951. (Skýrslur unj þetta voru ekki fyrir hendi fyrir ári'ð 1952). Að auki eiga sumar þess- ar stofnanir miklar útistand- andi skuldir, sem einnig má telja til útlána. Kaunveruleg lækkun. Þann 31. marz 1952 námu spariinnlán banka og sparisjóða alls .627 millj. kr. og hlaupa- reikningsinnlán o. fl. 273 millj. kr. eða samtals 900 millj. kr. Árið 1953 námu spariinnlán á sama tíma 737 millj. kr. og hlaupareikningsinnlán o. iT. 200 millj. kr., samtals 937 milij. kr., eða alls 37 millj. kr. meira en árið áður. (Raunverulega hefur því sparifé lækfeað á þessu tímabili, því að það er venjulega talin lækkun, ef vext ir bætast ekki við árlega, en ætla má, að ársvextirnir þetta ár hafi numið rúmlega 40 millj. kr.). Ekkert verður um það fullyrt, hve mikið fé hefúr verið flutt úr hlauparéikning- um í sparisjóðsbækur,'en líkur benda til, að. það sé ekki eins mikið og ætla má við lauslega athugun, því að vegna lánsfjár- takmarkana, einkum til verzl- ana, er hætt við, að margir hafi orðið að minnka hlaupareikn- ingsinnstæður sínar, og sé því raunveruleg sparifjái’aukning eitthvað meixi en virðast kann í fljótu bragði. Á timabilinu, sem hér um l'aeðir (31./3. 1952—31./3. 1953) hefur séðlaútgáfán hækkáö tini' 27 millj. kr.,; mótvihðísSjóSur um 22 millj. kr. og afstaðan gághvart útlöndúm versnað um 80 millj. kr. Skuldir á reikn- ingum ríkissjóðs og ríkisstofn- aha, sem ríkissjóður stendur straum af, víð Seðlabankann hafa hækkað um 20 millj. kr., en innstæður á sömu reikning- um lækkað um 19 millj. kr. Þessar lausaskuldir ríkisins hafa farið síhækkandi undan- farin ár. Endurkeyptir víxlar hja Seðlabankanum voru 31./3. ’53 275 millj. kr., en á sama tíma 1952 177 millj. kr. Auk þess hafa bein lán til. banka og' sparsjóða (aðallega Útvegs- bankans og sparisjóðsdeildar Landsbankans) hækkað á þessu tímabili um 5 millj. kr. Lánsfjárþrot. Það, sem þessar tölur sýna fyrst og fremst, er 1) að við- skiptabankarnir eru komnir í þrot með lánsfé, þrátt fyrir gífurleg og sívaxandi endur- kaup Seðlabankans, 2) að lán til ríkissjóðs og ríkisstofnana hafa hækkað, 3) að mótvirðis- sjóður er allur í útlánum (end- urkaupum), 4) að seðlaútgáfan hefur hækkað umfram venju og fer hækkandi, og 5) að gjald- eyrisbirgðir eru engar, þrátt, fyrir „óeðlilegar“ gjaldeyris- tekjur, og er það ef til vill alvarlegasta atriðið í sambandi við peningamálin. Tilgangurinn með þessari greinargerð er aðeins sá að vekja athygli á því, að brýna nauðsyn ber til að taka þá hlið f jármálaástandsins til alvar- legrar athugunar, en hingað til virðast aðgerðir stjórnarvala- anna í f járhagsmálum þvi næi eingöngu hafa beinzt að verzl- unarmálum og atvinnumálum, en peningamálin verið vanrækt. Að vísu hefur viðskiptamála- ráðherra sýnt fullan skilning á nauðsyn þess að takmarka út- lán og veitti einnig virðingar- verða aðstoð við vaxtapólitík Landsbankans (vaxtahækkun- ina). En þetta hefur ekki borið verulegan árangur, sem að ein- hverju leyti kann að stafa af því, að bankarnir hafi verið of tómlátir við takmörkun útlána. En mestu ræður þó, 'að ríkis- stjómin hefur gert siauknar kröfur um hækkun útlána, bæði til framkvæmda og til fránr- léiðslunnar (hækkuð útlán, einkuni til útgerðar og út a t'ramleiddar sjávarafurðir o.fl.). Þá hefur það einnig varanleg verðbólguáhrif, að fjárlög fara árlega hækkandi, og sarría máli gegnif með: útgjöld Reykj'a- víkurtaæjar. Það ér áreiöanlegá misskilnirígur að ætla, að það valdi ekki verðbólgu, ef fjárlög séu greiðsluhallalaus, þó að þau hækki ár frá ári. Háir skattar geta unnið á rnóti verðbólgu, ef útgjöldum er stillt í hóf og afgangur sá, sem við það mynd- ast, er ,,bundinn“, annað hvort með því að greiða lausaskuldrr eða á annan hátt, þannig að peningúnum, sem afgangs ''vferðö. igé ékki véitÞ' á ný úf tií- almennings. Bráð hætta franuutdan. Af því, serrí fram er tekið í greinárgerð þessári, niá það ljóst vera, að péningamál þjóðarinnar eru í bráðri hættu. Viðskiptabankarnir eru' pen- ingalausir, og auk þess hafa þeir endurselt Seðlabankanum alla þá víxla, sem sú stofnun telur endurkaupahæfa, - og er þar teflt á tæpasta vaðið, því margir af þessurn víxlum greið- ast ekki fyrr en eftir 1—2 ár. Viðskiptabankarnir ættu helzt ekki að þurfa að endurselja víxla. Það, að þeir þarfnast þess, sýnir, að sparifjársöfnun- in er algerlega ófullnægjandi til að standa undir núverandi útlánum. Þótt ástæður viðskiptabanka og sparisjóða séu alvarlegar, þá er Seðlabankinn í enn meivi hættu. Eins og þegar er fram tekið, eru allir peningar i vörzlu bankans í útlán- um, að mestu í endur- keyptum vrxlum og hjá ríki og ríkisstofnunum. Mótvirðissjóð- ur er þannig allur í útlánum. Nú er búið að ákveða með lög- um, að mótvirðissjóður verði afhentur Framkvæmdabank- anum smátt og smátt tii útlána. Takist Seðlabankanum ekki að lækka útlán sín tilsvarandi, með því að draga úr lánum til ríkisins eða rninnka endurkaup á víxlum frá viðskiptabönkun- um, er blásið að kolum verð- bólgunnar Varanleg verðrýrmm peninganna. Sé ekki hægt að halda útlán- um Seðlabankans betur í skefjum en nú er gert — hvað þá, ef ástandið versnar — þa verður afleiðingin ófrávíkjan- lega varanleg verðrýrnun pen- inganna og aukin vantrú al- rnennings á peningaeign. En þeirri vantrú fylgir aukin eftirspurn eftir lánum og hóf- laus eyðsla og fjárfesting. Verði ekki einhver meiri háttar breyting á meðferð pen- ingamálanna, er hætt við, að þess verði ekki langt að bíða, að varanleg verðlækkun peninga komi til framkvæmda. Fjár- hagsstuðningur við fiskibáta- flotann, ,,bátafrílistinn“ svo- kallaði, getur varla endað með öðru en varanlegri gengislækk- un, eirikum ef flei'ri greinar út- flutningsframleiðslunnar öðl- ast sömu fríðindi. Að vísu geta þau „höpp“ að höndum borið, að hægt sé að afnema þessi „ín'ðindi“, en hæpið er að treysta því. Affarasælla til góðs árangurs væri það að byrja nú þefgar að 'vinna -á • rnóti vérð- ból'guríni, svo að hægt s&; að draga úr „bátagjaldeyrisfríð- indunum“; En eg er enn þeirrar skoðunar, sem eg hefi jafnan verið og gert tillögur urn, að affarasælla fyrir fjármálalííið í landinu væri að alnerna „bátafrílistann", en afla í þess stað tekna i sérstakan „styrkt- arsjóð“ með aðflutningsgjaldi eru aðrir, scm slíkra fríðinda njóta, þegar breýtt verður um styrktarfyrirkomúlag, helming aðflutningsgjaldsins strax þegar framleiðsluvör- urnar eru afhentar til sölu, en hinum helmingi aðflutn- ingsgjaldsins sé úthlutað eftir á, eftir þvi sem þörf framleiðenda krefur, enda færi þeir sönnur á nauðsyn sína til aukins fjárstyrks. Þetta fyrirkomulag er lik- legt til að draga úr verðbólgu og létta fyrir því að iosna við „styrkjapólitíkina", sem engum ef til varanlegra liagsbóta ög sízt framleiðendum. Atriði, sem koma til greina. Hér hefur að öðru leyti ekki verið gerð tilraun til aö benda á leiðir, sem leitt gætu til um- bóta á öngþveiti peningamál- anna. En nefna má nokkur atriði': 1. að bankarnir dragi úr út- lánum,sérstaklega að Seðla- bankinn dragi úr endur- kaupum. 2. að hækka vexti. 3. að ríkissjóður byrji að greiða lausaskuldir sínar og „frosnar“ skuldir ríkisfyrir- tækja. 4. að undanþiggja sparifé skattgreiðslu til ríkis, bæja og sveitafélaga. 5. lögð verði höfuðáherzla á söfnun erlendra gjaldeyris- innstæðna (dollara og E. P. U.-gjaldeyris). Seðlaveltan er nú (16./10. 1953) um 260 millj. kr.. Það er 42 miljj. kr meira en á sama tíma árið sem leið og tuttugu- föld seðlaútgáfan á sama tíma 1938. Reykjavík, 16. október 1953. Jón Áruason. Sex menn verba RF. Forseti Islands lxefir nýelga, að tillögum orðunefndar, sæmt þessa rnenn Fálkaorðunni sem liér segir. Hinn 29. sept. sl.: Sigurjón Á. Ólafsson, fyrrv. alþingis- marin, Reykjavík, stjörnu stór- riddara. Þórarin Olgeirsson, vararæðismann íslands í Grimsby, stórriddarakrossi. Kjartan Ásmundsson, gullsmið, Reykjavík, riddarakrossi. Hinn 2. okt. sl.: Egil Sandholt, skrifstofustjóra, Reykjavík, Magnús Jochumsson, móst- mefetara, Reykjavík, og Ólaf T. Sveinsson, skipaskoðunar- stjóra, alla riddarakrossi. Liíla efnalaugin, Mjóstræti 10, hefurnúverið opnuð aftur Eslenzk tonlist erlendis. í tímaritinu „Musikblátter'“r héfti, er grein eftir Gerhard Krause um íslenzka, eistlenzka og pólska tónlist. Segir þar m. a.: Hallgrímur Helgason, sem ný'tur viður- kenningar frá ríkinu til rann- sókna á þjóðlegri söngmennt, er tónskáld, sem vert er að taka éftir; á eg þar við sjálfstæðan stíl hans, er kernur fram í Már- íuvísu eftir hann, sem minnir dálítið á okkar mikilsmetna Joseph Marx; máske er þetta auðmjúk trúarjátning höfund- arins í tónum. — Jón Leifs ját- ar líka trú sína á því, er vekur lotningu olckar. í kirkjulögum. hans birtast ekki óljósar kennd- ir heldur raunveruleg trú, en án hennar er enginn þess um- kominn að verða guði þóknan- legur.“ Ina Garffius frá Hamborg mun á næstimni á hJjómleikurp sínum „Rödd þjóðanna“ ásamj Carl-Heinz Lautner í Stuttgart, flytja verk eftir Hallgrím Helgason og Jón Leifs í ýms- um þýzkum borgum. Á næstu „alþjóðlegri tón- listarviku", er fram fer í Vín, tekur Vera Velkov frá Belgrad 2. píanósónötu Hallgríms til meðefrðar. Sömu sónötu leikur Dr. Friedrich Brand frá Braunschweig í útvarpið í Hannover. í Osló flytur norski kammer- kórinn, undir stjórn Rolfs Karlsen mótettu Hallgríms „Gróa laukar og lilja“, og söng- konan Aslaug Kristensen flyt- ur í norska útvarpið flokk sönglaga eftir sama höfund. Þá hefir bandalag tónlistar- manna í Múnchen (Munchener Tonkúnstlerverband) undir stjórn Dr. Seheidemandel, boð- ið Hallgrími Helgasyní að taka þátt í hljómleikum á vegum félagsins í lok nóvember. Mun ungverski bassasöngvarinn, Franz Váradi, flytja þar átta einsöngslög með aðstoð höfund- ar. -— í Beromúnster útvarpi í Sviss mun Barbara Preisker frá Frankfurt syngja nokkrar tónsmíðar Hallgríms í næsta mánuði. .eftir brunann, sem varð þav i sumar. Vitað er að brotist var inn í efnalaugina nóttina, sem brann. og leikur grunur á að sökudólgarnir hafi einnig kveikt í, annað hvort viljandi eða af gáleysi, en þetta hefur þó ekki verið uuplýst ennþá. á tilsvarandi vörum og nú á bátafrílista. Úr þessum sjóði íengju fi'amleiðendur bátaíisks svo og Þetia er nýjasta útgáfan af Standard-bílunum brezku, og er liúii nefrid „ájþýftuvagninn“ í daglegu táli. HréyfiIÍinn er 28 ha. og bíllinn nær 80 km. hraða írá kyrrstöðu á fáeinum sek.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.