Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tii mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR Föstudaginn 23. október 1953. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist áskrifendur. Hressingarhæli NLFÍ ver&ur í Hveragerði, kostar 2,5 millj. Verzlun opnuð í Rvík á næstunni með vöru við hæfi náttúrulækningamanna. Fjórða landsiþing N.L.F.Í. var háð í Reykjavík, Verzlunar- mannaheimilinu, Vonarstræti 4, dagana 17. og 18. október 1953. Þingið sótti 31 fulltrúi frá 7 íélagsdeildum af 11. Samkv. skýrslu stjórnarinn- ar hafa félagsdeildir verið Ætofnaðar á Akranesi, Akureyri, Blönduósi, Dalvík, ísafirði, Ól- afsfirði, Reykjavík, Sauðár- lcróki, Siglufirði, Stykkis- :hólmi og Suðureyri við Súg- andafjörð. í þrjú sumur hefir verið gerð tilraun til að reka hressingar- Leinúli samkv. kenningum nátt- njtrulækningastefnunnar og hef- ir það gefið góða raun. Árin 1951 og 1953 var heimilið rek- ið í Hveragerði, en 1952 á Varmalandi í Stafholtstungum. TSÍú hefir félagið fengið land í Hveragerði undir slíkt fram- tíðarheimili og eru fram- kvæmdir þegar hafnar þar að því, að koma heimilinu upp. Er ætlunin að gera það í áföng- um eftir því sem fjárhagurinn leyfir, en handbært fé heilsu- hælissjóðsins er, því miður, af skornum skammti og því mikil þörf fyrir traustan stuðning úr sem flestum áttum, því að á- ætlað er að heilsuhælisbygg- ingin, án húsgagna og búnað- ar, l^osti allt að 2% millj. kr. Á þinginu kom fram áskorun irá einum þingfulltrúanna til félagsmanna sambandsins, að þeir legðu fram sjálfboðavinnu, •eftir því sem ástæður leyfðu, -til að koma upp væntanlegri ■byggingu. Þingið samþykkti að reynt skyldi svo sem hægt væri að liraða byggingu hressingar- 'hælisins, svo og að skora á allar deildir N.L.F.f. og stjórn s^mbandsins, að efla sem mest ■fjársöfnun til hælisins. Matstofa sú, er félagið rak um nokkurra ára skeið hér í bænum, varð að hætta vegna -vöntunar á viðhlítandi hús- næði. Útvegun heilsusamlegra matvæla hefir félagið reynt að styðja eftir föngum. Einn liður í því er að útvega kornmyllur til mölunar á korni jafnóðum og nota á, og fá innflutt ómal- að korn. Þannig hafa félags- deildirnar á Akranesi, Akur- eyri, Blönduósi, ísafirði og Siglufirði fengið slíkar korn- myllur. Hér í Reykjavík eru þegar nokkrar slíkar myllur starfræktar. Er innflutningur Ttorns og heimamölun vafalítið einn þýðingarmesti árangur- inn af starfi N.L.F.f. og neyzla brauða úr því fer stöðugt vax- andi. Framh. a' 6. síðu. Dags Sameinuðu þjóðanna minnzt. Dagur Sameinuðu þjóðanna er á morgun, 24. október, en verður minnzt hér í útvarpinu í kvöld. Hinn 24. október er einskon- ar afmælisdagur Sameinuðu þjóðanna, en þann dag árið 1945 gekk stofnskrá þeirra í gildi. í útvarpinu í kvöld verður dagskrá þessa afmælisdags S.þ. með þeim hætti, að ávörp flytja forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og dr. Kristinn Guðmundsson utanríkismála- fáðherra, en að lokum flytur Sigurður Hafstað, stjórnar- ráðsfulltrúi, ritari Félags S.þ., ávarp. Um'allan heim er starfsemi Sameinuðu þjóðanna kynnt með einhverjum hætti hinn 24. október, m. a. í skólum, og svo mun einnig verða hér. Kabarettsýning- arnar ornar 20. Gífurleg aðsókn hefur verið að kabarettsýningum Sjómanna dagsráðs í Austurbæjarbíó. Sýningar eru nú orðnar 20, og hefur jafnan verið húsfyilir. Mun láta nærri, að sýningar- gestir séu orðnir 14—15 þúsund talsins. Nú fer að líða að lokum kab- arettsins, en til þess að gefa sem flestum kost á að sjá þessa furðulegu fjöllistamenn, hafa forráðamenn kabarettsins ákveðið að hafa fjórar sýning- I ar á morgun og aðrar fjórar á sunnudag, kl. 3, 5, 7 og 11, báða dagana. Barnasýningar verða á þessum dögum kl. 3, og eru það síðustu barnasýningarnar. Sumir fjölleikamannanna hafa verið ráðnir annars staðar, eins og t. d. Oswinos, fótfim- leikamennirnir snjöllu, en þeir eiga að byrja að sýna í Palladi- um í London. Þeir munu þó verða hér eins lengi og nokkur er kostur. DeValera hefir sigur sem fyrr. London (AP. — Almennar þingkosningar fóru fram í gær í Norðufeírlandi. Sambandsflokkurinn (íhalds- flokkurinn) bar sigur úr býfum. Hann hafði fengið yfir 30 þing- sæti af 52, er síðast fréttist. ■— Fullnaðarúrslit verða ef til vill 'kunn í kvöld. — Flokkurinn hef- ur alla tíð liaft völdin frá stofn- un frírikisins. Efni til að varna spírun kartaflna útvegað. Fusarex, efni, sem eykur geymsluþol kartaflna, og varn- ar að þær spíri, mun bráðlega koma á markaðinn liér. Erlendis hafa um margra ára skeið verið gerðar tilraunir með notkun slíkra efni og hef- ur notkun þeirra farið vaxandi. Fyrir nokkrum árum munu og hafa verið gerðar einhveijar tilraunir með slík efni hér, en ekki leiddi það til almennrar notkunar þeirra, en vafalaust um framför að ræða í fram- leiðslu þeirra síðan. — Græn- metisverzlun ríkisins mun flytja eitthvað af þessu efni inn, bæði til eig'in nota og sölu. ■ il"“ ■— - Barnaverndardagurínn er á morgun — fyrsta vetrardag. Fræðsla um afbrigðileg börn og bætt upp eidisskilyrði þeirra markmið barna- verndarfélaganna. Allir benzín- geymar tómir. Btlum fækkar á götum Lundúna. London (AP). — Innanríkis- ráðuneytið brezka hefur til at- hugunar víðtækar ráðstafanir til að halda uppi flutningum, ef öku menn olíuflutningabifreiða hverfa ekki þegar til vinnu. Benzíngeymar allra stöðva 50 kin. vegarlengd frá miðhluta Lundúnaborgar, cru nú tómir. Þriðji hver strætisvagn mun hverfa af götunum í dag, og lielm ingur annarra bifreiða er þcg'ar horfinn af þeim. Byrjað er að útliluta læknum og ljósiwcðrum benzíni. Verkfallsmenn efna til fjólda- fundar i dag. Verkfall þeirra er gert i trássi við sambandsstjórn- ina, sem hefur hvatt bá til að hverfa til vinnu þegar. Segja verk fallsmenn, að hún hafi ekki stutt kröfur þeirra, og þeir hafi því orðið að grípa til sinna ráða. * tr' y ‘ >. Olögmætír leigusamn- ingar á 5 stöðum. Nýlega lét Reykjavíkurbær framkyæma rannsókn liér í bæ uni það, livort bandarískir hertnenu hafi hiísnæði á leigu og úthýsi þar með Islending- um, sem eru í húsnæðishraki. Var rannsókninni hagað þannig, að athugaðir voru leigu- samningar í hverju húsi, sem hefur rafmagn eða hitaveitu, en þau þægindi má heita, að nær öll hús bæjarins hafi. Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra gaf ýmsar upplýsingar um þessi mál á þingi í gær, sem byggðar voru á athugunum þessum. Leiddu þær í ljós, að aðeins á fimm stöðum í bænum voru leigu- samningar ekki gerðir lögum samkvæmt. Hér er um að ræða 4 íbúðir og eitt einstaklingsher- bergi, og hefur það nú verið kært. Starfsmenn sendisveita í bænum hafa á leigu 21 íbúð, en auk þess dvelja hér nokkrir erlendir sérfræðingar, t. d. hjá I Áburðarverksmiðjunni og Raf- veitunni, en auk þess hafa ís- I lenzkar konur, giftar Banda- ríkjahermönnum, leyfi til þess að hafa hér íbúðir á leigu. Barizt í Indónesíu. Haag (AP). — Hersveitir Indónesíu eru um það bil að hefja sókn gegn ofstækismönn- um af Mohameðstrú. Hafa þeir stofnað sjálfstætt ríki norðarlega á Sumatra, og sagt sig úr lögum við aðra hluta Indónesíu. Ætlar miðstjórnin að berja mótþróa ofstækis- mannanna niður með harði'i hendi. Lkkjan dó eiiinig af slysfnriim. Einn þekktasti hershöfðingi Bandaríkjanna í síðasta stríði var George Patton. Hann dó af slysförum í Þýzka landi eftir stríðið. Nýlega and- aðist ekkja hans, einnig af slys- förum. Datt hún af hestbaki, og dró hesturinn hana, unz hún var örend. Barnaverndardagurinn verð- ur að vanda fyrsta vetrardag, en þann dag hafa barnavemd- arfélögin helgað helgað sér til starfsemi sinnar. Þau eru ung- ur en vaxandi félagsskapur, sem hefir þegar látið mikið gott af sér leiða. — í Lands- sambandi íslenzkra barna- verndarfélaga eru nú 10 félög. Þau eru á Akureyri, Akra- nesi, Hafnarfirði, Húsavík, ísa- firði, Keflavík, Neskaupstað, Reykjavík, Siglufirði og Vest- mannaeyjum. — Hvert þeirra um sig sinnir éftir mætti stað- bundnum vandamálum og við- fangsefnum, en samstarfið inn- an bandalagsins að sjálfsögðu mikill styrkur. Félögin njóta ekki opinbers styrks og þess fjár, sem þau hafa yfir að ráða afla þáu sér sjálf með merkja- sölu og bókaútgáfu á barna- verndardaginn. Þann dag eru merki félagsins seld og ritið Sólhvörf, sem gefið er út í 3000 eintökum, og nú kemúr út í þriðja sinn, og er höfundur þess Ragnheiður Jónsdóttir. Efni er við barna hæfi að sjáifsögðú bg hefir ritið jafnan selst upp. : ■■■ v ■ . y_--y. Verkefnið. Félagssamtök sem þau, er hér um ræðir, geta ekki reist háar hallir til starfsemi sinnar, því áð fjárráð þeirra eru takmörk- uð, en þau geta sinnt hinum mikilvægustu störfum í þágu barnanna og gera það, og það er oft starf, sem lítið gengur í augun, en er jafn mikilsvert fyrir því, og allt miðar það að bættri framtíð, og er enn eðli- lega á sumum sviðum undir- búningsstarf til meiri átaka síðar. Hér er um að ræða „sam- tök manna, sem vilja vernda börn gegn lieilsufarslegum og siðgæðislegum hættmn. L.I.B. stuðlar að fræðslu um afbrigði- leg börn og að bættum upp- eldisskilyrðum handa þeim.“ Stjórn bandalagsins ræddi við fréttamenn í gær og hafði dr. Matth. Jónasson orð fyrir henni aðallega. Ræddi hann þörf fyrir þá hjálp, sem félagið miðar að. Tilgangslaust væri að hugsa um stórar fram- kvæmdir, fjárskorts vegna, og yrði því. að Jleggja áherzlu á upplýsinga- og' fræðslustarf- semi, hafa læknar og sálfræð- ingar verið fengnir til þess að flytja erindi, og leitað hefð’ verið samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, sem tvívegis hefð; lánað uppeldislegar kvikmynd- ir, sem eru mikilvægar í starf- inu, og hafa þær verið sýndar. þar sem barnavemdarfélögir starfa. Bók Pearl S. Buck. Þá verður nú í haust gefin ú< lítil bók eftir Pearl S. Buck. skáldkonuna heimsfrægu, „The Child who never grew“, en það er eins og nafnið bendir til bóP um barn, sem aldrei náði eðli- legum andlegum þroska, skrif- uð af list og næmum skilning’ — en það er um sitt eigið barn sem Pearl S. Buck skrifar Þeir dr. Matthías Jónasson, dr. Símon Jóh, Ágústsson og síra Jón Auðuns hafa unnið að þýð- ingunni. Mun þessi bók án vafa vekja verðskuldaða athygli. Kennarar studdir til sérnáms Þá er þess að geta, að þrátt fyrir lítil fjárráð hefur félagið stutt fjóra kennara til fram- halds-sérnáms. Björn Gestsson hefur dvalizt við háskólann í Zurich og lært kennslu fávitabarna og Magnús Magnsson lært kennslu tor- næmra barna. Svandís Skúla- dóttir hefur fengið styrk til að kynna sér leikvallastarfsemi, og Bjöm Guðmundsson hefur verið í 2 ár í Danmörku og Nor- egi til að kynna sér hversu xná lagfæra málgalla og læra kennslu lesblindra barna. — Börn, sem þurfa sérstakrar kennslu- og uppeldisnieðfei-ðar, - munu furðumörg í bæ. eins og Reykjavík, og þegar t. d. um.: lesblind börn er að ræða, niunu þau oft vera eins vel gefin og önnur börn, en kannske. talin löt eða miður gefin, af þv; að' ekki er vitað; áð þau eru les- blind. Slíkum börnum.sern fleir um þarf að hjálpa og starísemi Barnaverndarfélagsins er vísir að víðtæku hjálparstarfi í þeim efnum. Páfinn mælir með göfugu víni. Píus páfi 12. tók nýlega á móti 300 fulltrúum \4nfram- leiðenda. í ræðu, sem páfi hélt til gest- anna, lagði hann ríkt á við þá að framleiða göfug vín. Hann minnti þá á, hversu oft væri talað um vín í biblíunni og Jesú hefði verið fylgjandi vín- nautn en í hófi þó. Að lokum veitti páfinn vinnu vínfram- leiðendanna blessun sína. Fara á smokkfisk- veiðar vestra. 6 bátar fóru fyrir og um seinustu lielgi vestur á Arnar- f jörð til þess að reyna að veiða smokk, sem er tálbeita. Draga þeir hann á færi. — Afli hefur verið tregur. Einn er kominn að vestan með 20 tn.' eftir viku, en hinir sumir búnit’ að fá 9—11 tunnur. Hvanneyrarskéli fullskipaður. Bændaskólinn á Hvanneyri var settur sl. laugardag og er fullskipaður. í bændaskólanum eru 54 nemendur og 9 í framhalds- deild. Allir nemendurnir eru piltar og hefir aðeins ein stúlka stundað nám í Hvanneyrar- skóla frá upphafi vega, Anna Gunnarsdóttir, sem lauk þar fullnaðarprófi skömmu eftir 1930, og búið hefir um all- langt árabil með manni sínum að Borgum í Svalbarðshreppi, Þistilfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.