Vísir - 24.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 24.10.1953, Blaðsíða 5
, ILaugardaginn 24. október 1953. vism Brezkur almenningur hefir samúð með fslendingum í fiskdeilunni. sem almenningur Fiskur sá, fær, er næsta iélegur, Viðtal vi5 Bár5 Jakobsson. Báröur Jakobsson, sem dval- ið héfir um skeið í Bretlandi, er nýfarinn þangað aftnr, og átti Vísir tal við hann áður en hann fór, og innti hann eftir ýmsu, sem ætla mætti að les- endum Vísis væri akkur í að kynnast. Meðal annars spurði Vísir, hvort Bárður hefði hugboð um skoðanir brezks almennings á löndunarbanni því, sem sett var á íslenz-kan togarafisk. „Á sínum tíma reyndi eg til þess að kynnast afstöðu manna í Bretlandi til þessa máls. Eg rak mig fljótlega á það, að al- jnenningur- vissi næsta lítið um íslenzk mál eða deilur íslend- inga og brezkra togaraeigenda. Um þær mtindir, sem fslending- ar tóku ákvarðanir í landhelg- is- og fiskiveiðamá.lum sínum, áttu Bretar í útistöðum við aðrar þjóðir liér og hvar. Deilan um fiskveiðimörkin við Noreg' var nýafstáðin, Egyptar og Afríkanar voru með uppsteit, en einkum var olíudeilan við Persa ofarlega á baugi, og skyggðí þetta allt mjög á rimm- una við Íslendínga og löndun- arbannsmálið. Þá er þess að gæta að varlega er byggjandi á stuttum viðræðum, sem oft urðu af hendingu einni, því að kurteisi við framandi mann getur oft ráðið tilsvörum, ekki sízt vegna þess, að þegar þetta mál bar á góma fór eg ekki dult með þjóðerni mitt og skoðanir. Mér var og er málið viðkvæmt, þó ekki væri nema fyrir það, að eg ólst upp og sótti sjó þar sem ágangur togara var að eyðileggja fiskimið. Eg kann því að hafa verið hlutdrægur í skoðunum og lagt annan skiln- ing í orð brezkra manna og skrif en rétt var, og auk þess er vafasamt hvort eg geti sagt að eg hafi kynnst skoðunum „almennings“ í Bretlandi. „Stikkprufur" hér og hvar eru hæpnar forsendur fyrir al- mennurn ályktunum. Samúð með íslendingrum. Reynsla mín af viðræðum Við brezka menn er sú, að þeir höfðu samúð með málstað fs- lendinga og andúð á lÖndunar- banninu. Eg talaði við marga og af mörgurn stéttum og í mörgum stöðum, og aðeins einu sinni fékk eg kaldar kveðjur og óvandaðar. Það var hjá fisk- sala í London, einn af sjö, sem eg tálaði við. Síðar fékk eg að eg held skýringu á gremju hans og heift í garð fslendinga. Kárl mun eitt sinn hafa verið „til sjós“, og menn taka því sjaldan með þökkum að vera nef- brotnir eða svo, jafnvel þótt það sé í Vestmannaeyjum. En hárt' er að vera vísað til hel- vítis og beðinn að standa þar við vegna snoppungs, sem gef- inn var í hugsunarleysi fyrir hér unr bil 30 árum einhvers- stáðarj á ísiandi. (Eg gat ekki alveg • !»áðiSi i í tif '■ t •JýfeSíiguí t hMen staðurimr var). Menn ættu að. fara varlega í að kjaftshögga’ erlenda sjómenn, kvenholla með meiru. Víkkun landhelg- innar sjálfsögð. Mig langar til þess að geta þess sérstaklega, að fiskimemv t.d. Great-Yarmouth, Lowestoft og Brixham, þeir er eg átti tal við, töldu ákvarðanir íslend- inga til verndunar fiskstöðva sinna bæði réttmætar og raun- ar sjálfsagðar. Þeir hafa lílta hlotið slíkar búsifjar af ágangi togara á fiskislóðum sínum, að þeir skilja og finna hvar skór- inn kreppir í þessum efnum. Um löndunarbannið sjálft voru þeir fáorðir, énda bar þar margt til. T. d. er vaíasamt hvort brezkum fiskimönnum er hags- muna- eða kappsmál að fá ís- lenzkan gæðafisk á markaði sína til þess að keppa þar við horuð lýsukóð úr Norðursjó eða bláglæra Ermarsunds- brosmu, eða hvað mundi ís- lendingum sýnast ef dæmin.u væri snúið við? Hvað sem því líður hygg eg löndunárbannið yfirleitt illa þokkað í Bretlandi, jafnvel hrein ósvinna. En eg vil ítreka það, að þekking mín nær of skammt til þes§ að draga af henni almennar ályktanir “ Hvernig er háttað fisksölu og dreifingu í stórborgum Bret- lands? „Eg hefi í smíðum grein um „Billingsgate“, én þar hefir verið fiskmarkaður Lundúna í meira en þúsund ár, og gefst lesendum Vísis ef til vill kostur á að kynnast þessu efni innan tíðar.“ Aðalfæða almennings. Hverjir borða helzt fiskinn? . „Alþýða manna í iðnaðar- og verzlunarborgum og héruðum." Hvernig er hann seldur? „Aðallega nýr úr fiskbúðum, 'oótt orðið „nýr“ sé hæpið að ninni hyggju í þessu sambandi. Máske má segja, að farið sé „að •lá í það“! Auk þess er fiskur rnikið seldur steiktur á mat- sölústöðum, sérstaklega svo- nefnt „Fish and Chips“.“ Hvert er smásöluverð fiskjar miðað við aðra matvöru? ; „Ja, nú fór í verra. Eg veit sem sé ekki mikið um það efni, því áð eg get ekki etið fisk í Bretlandi sem ekki ér von, bolvíksk fiskætá. Þó veit eg áð góð og sæmilega holdug ýsa, fáist hún á annað borð, er jafn- vel dýrari flestu kjötmeti, a. m. lc. í London. Flotsteiktur fiskvellingur með kartöfluflís- um (Fish and Chips) mun vera fremur ódýr „réttur“. Á einum stað í London hefi eg fengið íslenzkan saltfisk. Hann var dýr, enda keyptur til Lon- don frá Bai-ceiona á Spáni!“. almenningur hlynntur til- Taun Dawsóns? laust við að mér fyndist ein- staka Bretum sárna út af því máli, enda líta þeir á Nörð- menn sem frændur sína ná- komna, hálfgerða bræður. Nokkuð er það, að Ólafur kóngur helgi (Gerplu-Ólafur) á kirkjur á Englandi, eg held einar þrjár í London, og er í hávegum hafður.“ Álitið á Rússum. Eru menn trúaðir á friðar- vilja Rússa? „Fyrir þrem árum eða svo var styrjaldarótíi í brezkum ahnenningi. Nú heyrist nær aldrei á styrjöld minnzt, utan smávegis í sambandi við Kóreu og staðbundið brauk og braml hér og hvar. Og um Rússa — menn yppta öxlum. Hver veit hvað um hvern?“ Er Churchill jafn vinsæll og forðum? „Churchill er of mikill jöt- únn heimsmálanna til þess að geta vei'ið „vinsæll“ í eigin- legri merkingu þess orðs. Hann. er þó nokltur ofstopi, ráðríkur i betra’lagi, orðhvatur og orð- vís og neyðarlegur og skörung- ur skörunga. Slikir menn verða sjaldan vinsælir. En Churchill er dáður, dýrkaður, eg er ekki fjarri því að menn, ekki ein- ungis Bretar, hafi hálfgerðan átrúnað á þessum einstaka manni, hvað sem stefnu hans í stjómmálum líður eða skoð- unum. Mér kemur í þessu sambandi í.hug „Fjallið Einbúi“ Stephans G. Stephanssonar; „Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa, .. “ — Á styrjald- arárunum í næstliðinnx „heims- styrjöld“ var hann „Skarphéð- inn“, nú er hann líkastur „post- ulanum Páli“, og „það eru mín- !„ir menn“, eins og kella sagði.“ Bárður Jakobsson. „Það held eg. Megi nokkuf ráða af ummælum eins’takr; manna, þingi-æðum, blaðaskrif- um og húsmæðrafélagasam- þykktum, þá er talið æskilegt, að togai-aeigendur setji ofan í löndunai'bannsmálinu, hvort heldur fyrir „tilraun" Daw- sons eða atbeina annarra að- ila.“ Hefir áróður togaraeigenda áhrif á brezkan almenning, eða er hann líklegur til þess að spilla sambúð þjóðanna? „Einhliða áróður hefir náti- úrlega alltaf einhver ,,áhrif“. En í þessu falli held eg að hann hafi öfug áhrfi við það, sem til var ætlast. Eg held að kúg- unarbrölt og rætni togaraeig- enda í gax-ð íslendinga hafi auk- ið þekkingu alþýðu manna á íslandi og samúð með málstað þess. Og aldrei hefi eg mætt öðru en velvild og greiðvikni brezkra manna, með þeirri undantekningu, sem áður var r.efnd.“ Bandar ík j amenn á Bretlandi. Eru Bandaríkjamenn vin- sælir á Bretlandi? „Eg veit lítið um þetta, utan það, sem allir geta séð í blöð- um. Mér heyrist þeir fáu menn, sem eg hefi heyi't minnast á Bandaríkjamenn, tala um þá nánast með hógværri kímni, svona svipað og menn tala um yngri frændur sína, sem þeim finnst full áburðarmiklir og fyrirgangssamir. Svo er það auðvitað þetta með náttúruna í mannfólkinu, hún virðist svip- uð í Noi'folk, Englandi, og Keflavík, Íslandi. Hins vegar held eg, að Bretar leggi almennt ekki öþokka á Bandaríkjá- menn af þessum sökum. Fyrst og iremst vita Bretar mæta vel að þarlendar stúlkur eiga sinn þátt í sukkinu, jafnvel íheira en hérmennirnir. Auk þess skilja Brelar manna bezt hvað það er að vera „útlagi“ að óvilja sín- um í framandi landi. Annars eru Bretar fáorðir og fáskiptnir og umtalsgóðir um aðrar þjóðir það eg bezt veit. Eg varð t. d. aldrei var við það, að Persar yrðu fyrir teljandi aðkasti í Bretland; meðan á olíudeiluxmi stóð. Sama er að segja meðan fiski- veiðadeilan v-ið’ Norðmenn var ofarlega á baxigi. Þó var. elcki n Almenninpr alira landa þrálr frið og farsæid." A A * Avarp forseta Islaods, herra Asgeirs Ásgeirssonar, vegna dags Sam. þjó5anna. Góðir íslendingar. Mér er það ljúft að ávarpa yður í tilefni af degi hinna Sameinuðu þjóða, eins og oft óður með nokkrum inngangs- orðum. Það var stofnað til sam- taka hinna Sameinuðu þjóða í lok heimsstyrjaldar í þeim til- gangi, að varðveita friðinn og efla hag einstakra þjóða. Á moi'gun, hinn fyrsta vetrardag, er átta ára afmæli þessai'a miklu samtaka. Tíu ára afmælið nálgast, þegar á að endurskoða stofnskrána, hvað sem úr verð- ur. Dómarnir um átta ára staii eru að vísu ærið misjafnii', og þá munu fáir, ef nokkrir, held- ur kjósa, að aldi'ei hafi verið stofnað til þessa alþjóðafélags- skapar. Það vill eirginn kasta voninni fyrir borð, heldur halda áfram í nafni friðarins og batnandi alþjóðahags. Allur almenningur allra þjóða þráir frið og farsæld. Það em meir foringjarnir sem stundum eru grunaðir um græzku. Og því er ekki að neita, að þess eru dæmi, að tekizt hafi að espa heilar þjóð- ir upp ýmist í ótta eða yíir- læti, sem leiðir til yfirgangs og mikilla hörmunga. Þessa er jafnan hætta, þegar stþrir hóp- ar manna gei’ast siðlausir, hvort sem það eru hagsmuixa- eða skoðanaf lokkar, stórþj óðir, ;sem aldrei seðjast, eða illvígar smá- þjóðir, sexn lileypa skriðum aí stað. Það þai'f möi'g skilyrði til þess að friðurinn varðveitist, i og þá fyrst og fremst einlægan, 'friðarhug, því ef friðúrinn býr, ekki hið innra með oss, þá tjáir ekki að leita hans annars- staðai'. Smáþjóðunuin er minnst hætta á því, að hafa í frammi yfirgang við aðrar þjóðir, af þeiri'i einföldu ástæðu, að þær skortir afl. Útaf fyrir sig er það engin dyggð. Stórþjóðir neyta ekki heldur alltaf afls- munar. Það er innrætið og sið- menningin, sem ti'yggir friðinn. Þjóðunum vei'ður ekki i þessu efni i*aðað eftir stærð, Það er því ekkert úrræði áð sameina .smáþjóðir gegn stórþjóðum, heldur verða allir þeir, sem af heilum hug unna friði og þrá farsæld að treysta samtök sín og efla þann mátt, sem nauð- synlegur er til að skakka leik og hrinda árásum í þessum heimi, þar sem fullkomins ör- yggis er enn langt að bíða. Slík samtök vei’ða að byggj- ast á lýðræði, því almenningur er meðal allra þjóða stöðugast- ur í sínum friðarvilja. Þau verða einnig að byggjast á lýð- ræði þjóða á milli, ef svo má segja, en ekki á forsjá stórvelda einni saman. Þjóðirnar þurfa og að hafa þann þrpzka pg gagn- kvæmt traust, að leggja hin. viðkvæmustu mál í gerð og; skuldbinda sig til að hlyta úr- skurðum á sama hátt eg þegar Þergeir Ljósvetningagoði var kallaður til við kristnitökuna.. í alþjóðaskiptum þarf að brjóta odd af oflæti sínu, þó liætt sé við, að sjaldan verði únnið jafnmikið til sætta og Hallur af Síðu gerði, er hann lagði sort sinn ógildan. Meðal hinna Sam- einuðu þjóða er þó til sá kost- ur, að allur þingheimur bæti' skaða, og hefur sú leið verið farin, og mun því oftar beitt, sem Sameinuðu þjóðunum vex; meira traust og fiskur um. hrygg. Vér skulum vona að hinar Sameinuðu þjóðir megí búa við batnandi hug og endur- bætt skipulág. Þær ínega sér ekki til skammar verða, því hér er um að ræða hin síðustu og stórfelldustu samtök, sem sem gerð hafa verið í sögu mannkynsins til eflingai'! friði og farsæld. Það getur hver og einn lagt sitt litla lið, því það eiJ eins uni friðinn og Guðsríkið,. að hann býr „hið innra með yður.“ BEZT AÐ AUGLTSAI VlSIr MARGT A SAMA STAБ LAUGAVEG J0 - SIMI 3SS7'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.