Vísir - 24.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 24.10.1953, Blaðsíða 7
Laugardagmn 24. október 19.53. VÍSIR in £fu- VI.-, f^alertá IQhinehart. legur lögfrseðingur og betri borgari, svo að honum þótti óhætt að láta ungfrú Potter hleypa blaðamönnum inn. Það voni séx blaðamenn og tveir ljósmyndarar í hópnum. sem ruddust inn til hans, og honum leizt ekki á blikuna,’ þegar hann virti þá fyrir sér. „Engar myndatökur, ef þér viljið gera svo vel,“ sagði hann. „Ef það er ósk ykkar, að eg segi ykkur eitthvað, þá má engar myndir taka. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði.“ Ljósmyndararnir mótmæltu þessu harðlega, en létu svo undan og fóru leiðar sinnar, en hinir skipuðu sér í hálfhring umhverfis skrifborðið hans. „Okkur þykir leitt að gera yður þetta ónæði, lögfræðingur góðm',“ sagði einn þeirra, „en okkur hefir skilizt, að þér 'hafið fundið líkið af mvrtu konunni í gærkvöldi." „Það er alveg rétt,“ svaraði Forsythe rólega. „Eg var að vinna að rannsókn skattamáls, og konan, sem ungfrú Simmons leigði hjá, réð mér til að leita að henni á skrifstofu hennar. Hún sagði, að það væri ekki venja ungfrúarinnar að vera að heiman á sunudögum, svo að hún var áhyggjufull hennar vegna.“ „Hvernig var líkið útlits, þegar þér funduð það?“ Það var einn mannanna frá æsifrættablöðunum, sem spurði þessarar spurningar, og Forsythe lét sem hann heyrði ekki til hans. Ann- ars trúðu þeir yfirleitt því, sem hami skýrði þeim frá. Hann hefði ekki verið tekinn til yfirheyrslu. Hann þekkti Close lögregluforingja frá fornu fari, og þeir hefðu þess vegna viljað ræða málið. En einn blaðmannanna, slyngur náimgi, hafði þag- að lengi, meðan hann virti Fórsythe fyrir sér. „Er eitthvert samband milli þessa morðs og Collier-morðs- ins?“ spurði hann. „Mér hefir skilizt, að þér þekkið frú Collier." „Eg þekkti bróður frúarinnar, meðan við gengum í skóla saman forðum daga,“ svaraði Forsythe stuttur í spuna. „Hvað það snertir, að málin sé rannsökuð samhliða eða réttarhöld fari fram á þeim í einu lagi, þá verður lögreglan að sjálfsögðu að taka ákvarðanir um það. Eg er aðeins venjulegur lögfræð- ingur og ræð engu um það.“ „Og hvernig tókst yður að fá þetta glóðarauga, sem þér eruð með?“ „Nú, það,“- svaraði Forsythe og brá næstum á glens. „Eg rakst á hurð, ef eg man rétt.“ Þeir hlógu að þessu og fengust loks til að fara leiðar sinnar. Þegar þeir voru farnir, fann Forsythe, að hann þurfti að þerra af sér svitann. Þetta hafði tekið á taugarnar, en hann hélt, að sér hefði tekizt sæmilega að hafa áhrif á blaðamennina. Hann reyndi að vinna um morguninn, en það gekk illa. Ekki bætti úr skák, þegar Margei-y hringdi til hans og virtist næstum hafa fengið móðursýkiskast. „Eg var einmitt að sjá blöðin, Wade,“ stundi hún. „Eg trúi ekki þvi, sem þar stendur.“ „Það er svo sem ekkert fallegt, Margery, en það er þó ekki of slæmt, að því er mig snertir. Eg var til dæmis aldrei hand- tekinn.“ „En vírinn, Wade. Var hánn — var hann eins og vírbútur- inn, sem þú varst að leita að um daginn?“ En nú missti Forsythe alveg þolinmæðina, enda þurfti ekki mikið til þess. „Drottinn minn dýri! Heldur þú kannske, að eg hafi kyrkt hana?“ sagði hami reiðilega. „Eg vona annars, að þú hafir vírinn enn á öruggum stað? Eg stakk honum í vasann á einum jakkanum mínum, þegar eg hafði fundið hann í sorp- tunnunni." „Það var einmitt vegna þéss, sem eg hringdi,“ sagði Margery og gat þó varla stunið orðuhum upp. „Jafnskjótt og eg hafði les- ið blöðin, leitaði eg að virnum og fleygði honum í ána. Nú vill lögreglan endilega fá hann til athugunar.“ „Ágætt — alveg dásamlegt!" hrópaði hann í símann. „Ef mað- ur aðeins á systur til að hjálpa sér, þá er manni óhætt. Þakka þér fyrir, Margery. Ef þú fréttir ekki frá mér mjög bráðlega, þá er það sennilega vegna þess, að eg hafi verið settur inn.“ Hann skellti símatólinu á og sat lengi hreyfingarlaus, meðan hann velti fyrir sér, hvað hann ætti að gera næst. Það var þá svo komið, að Close væri farinn að tortryggja hann. Þeir höfðu sennileg'a reynt paraffin-prófið á höndum Öimu, svo að þeir vissu, að hún hefði ekki hleypt af byssunni, sem hafði verið notuð til að myrða Collier. Hann varð að játa, að aðstaða sjálfs hans var ekki of góð, þegar búið var að söltkva vírnum í Aust- urá. Honum létti nokkuð, þegar Close hringdi til hans klukku- stund síðar eða þar um bil. Lögregluforinginn virtist jafnvel í bezta skapi, sem var óvenjulegt. „Við höfum náð í dálítið,“ sagði hann. „Það er ekki mikið, en þó nokkuð. Við höfum fundið leigubílstjóra, sem ók karlmanni og litlum dreng til Bronx-hvérfis kvöldið, sem um er að' ræða. Það virtist allt í betza lagi með drenginn. Bílstjórinn hélt, að hann hefði verið að gráta í fyrstu, en svo varð hann hressari. Hann hléypti þeim úr bílnum á Fordham-vegi, skammt frá Jurtasafninu.“ „Hefur hann ’gefið nokkra lýsingu á manninum?" „Þetta gæti verið Hellinger eftir þeirri lýsingu, sem maður- inn gaf. Hann var meðalmaður á hæð, svo að þú kemur ekki til greina. Bílstjórinn tók þá upp um klukkan fjögur um morg- uninn á Lexington Avenue. Hann var á leiðinni heim til sín, annárs hefði hann elcki getað tekið þá upp í. Hann býr í Bronx.“ „Klukkan fjögur um morgunin! Hvar hefir drengurinn eigin- lega verið allan tímann?“ „Hvað heldur þú? Drengurinn hefir séð eitthvað, svo að það hefir þurft að láta hann hverfa um tíma.“ „Eða fyrir fullt og allt,“ mælti Forsythe gremjulega. „Það er annars rétt, að þú vitir það, að peningar Önhu eru horfnir. Annað hvort hafa þeir aldrei verið lagðir í bankann eða þeir hafa verið lagðir inn þar á öðfu nafni.“ En Close starfaði við mórðdeildina, svo að hann hafði engan áhuga fyrir því, að peningamir fyndust ekki. En honum var skemmt af einhverju. „Þú átt sannarléga góða systur,“ sagði hann eins og út í hött. „Henni þykir vænt um þig, er það ekki?“ „Við hvað áttu eiginlega?“ spurði Forsythe snögglega. „Ekki nema það, að þetta fór ekki alveg eftir áætlun með vírinn. Hann festist í gömlu drasli og fljótalögi'eglan náði í spottann og afhenti okkur.“ „Svo að fljótalögreglan er líka komin í spilið?“ „Já, og þú gætir verið þakklátur fyTÍr það,“ sagði Close þurrlega. „Þetta kemur sér kannske illa fyrir þig, nema þú eigir „rúllu“ einhvers staðar, og hafir af nógu að taka.“ Forsythe, sem sat við skrifborð sitt, hallaði sér aftur, og reyndi að komast að skjótri niðurstöðu. Sumt var deginum ljósara. Til dæmis það, að hótun Önnu um að gera erfðaskrá, og leggja fram nauðsynleg skilríki í bankanum þar að lútandi, hafði komið Mörthu vægast sagt mjög óþægilega, þar sem af því hlaut að leiða, að upp run hana kæmist. En það var og ljóst orðið, að.einhver væri í vitorði með henni. Hvar sem pen- ingarnir voru niður komnir, gat honum vart til hugar komið annað en að hún hefði tekið þá út, ef til vill í reiðu fé, og læst þá í fjárhirzlu sinni. og svo, þegar hún ætlaði að flýja með þá, hefði samverkamaður hennar komizt að flóttaáforminu og drépið hana. Hann þóttist vita fyrirfram, að ekkert myndi á því að græða, en hringdi samt í bankann, og fekk lista með nöfnum bókhald- aranna. Það var heil tylft, en hann kannaðist ekki við nafn neins þeirra — og að tveimur undanteknum voru þeir allir heilbrigðh' og að störfum. Annar var í Florida að ná sér eftir inflúenzu, en hinn lá í sjúkrahúsi. Hann tók til starfa af kappi, því að ér hann leit á dagatalið Á kvöidvökunnr. Gestur á veitingastað við þjóninn: Gætið þér ekki sagt mér hvað þessir svörtu deplar eru, sem fljóta í mjólkinni? Þjónn: Nei það get eg ekki. En eg get hugsað mér að þeir sé eitthvað af þessum svoköll- uðu ,,vitaminum“, sem svo mikið er talað um nú á dögum, ® Mamma er að þvo af hurð- unum svört fingraför og segir: „Anna mín, ert þú óhrein á höndunum? Hefir þú sett fingraför á hurðina?“ Anna litla: „Nei, nei, þau geta ekki verið eftir mig. Eg sparka alltaf í hurðina þegar eg opna. Bridge-þátturinn er birtur hér aftur vegna prentvillu, sera var í honum í gær. A Á-G-5 V Á-8-2 J í ♦ K-7-6 ; ' j * Á-8-7-6 ■ - i Útsnil A K A K, 7, 6 V K-Ð-G-10-9 ♦ Á-D-G# * 5 Suður spilar 7 V og Vestur lætur A K út. Hvernig á að spila spilið? Géir er í ketilhreinsun og fer aftur á karfaveiðar að henni lokinnn Sansu, sanddælingarskipið, kom frá Hornafirði í gær, og er í dag inni í -Sundum til athugunar á skilyrðum, til þess að dæla upp steypusandi. Mun koma aftur í kvöld. ioi - TVÍBURAJÖRÐIN — eftir Lebeok og Williams. ALL 0UAR7EP.5 OPTHE SKY.AÍSE SCAMNEP PROM VARIOUS POINTS T. V. SKY) 60 BROKE AHPTRANSMlTTBPj MAP?/ BUILPIMG 70 ONE MA5TER SCREEN. Lögregluforinginn: Nú er ég að láta setja upp öflugan atjöniukíki á íþakinú þama. Vana: Þið ættuð- að koma fyrir. fullkomnum sjónvarps- móttökutækjum - hjá ykkur, éins og tíl eru á Tvíburajörð- inni. Með þeim má skoða alla hluta himinhvolfsins, en árangurinn sést svö á einu tjaldi. i Garry og lögregluforingjan- uni vex þetta mjög í augum, og lögregluforinginn heldur, að það mýndi reynast þeim' öfviða. Cmu ÁihHí Meðal bæjarfrétta Vísis himti 23. októbér 1918 voru þessar: Öskufall á Akureyri. Símað var fró Akureyri í gær, að öskufall hefði verið þar svo mikið í fyrradag, að menn héldust ekk'i við á götum úti. Vindur var sunnan og all- hváss; V.b. Mínerva kom hingað í fyrrakvöld norðan af Akureyri. Hafði bát- urinn hreppt illt veður fyrir Vestfjörðum og þar sökk annar vélbátur, sem var honúm sam- ferða, en skipshöfninni var bjargað. Báturinn, sem sökk, hét Vísir. Milljónirnar, sem bærinn ætlaði að taka til láns í Danmörku til hafnarinn- ar, eru.enn ófengnar. Er þess tfl. getið,; að það iriúni. dragast. þangað til séð verður, hvernig atkvæðagreiðslunni um sam- bandslögin lýkur, en fleira get- ur táfið en það. Alm. Fasteignasalan Lánastarfsemi Verðbréíakaup Austurstræti 12. Sími 7324. PELSAR OG SKINN Kristinn Kristjánsson, feldskeri, Tjarnagötu 22. Sími 5644.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.