Vísir - 26.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 26.10.1953, Blaðsíða 8
I Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. WBUEWL VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist áskrifendur. Mánudaginn 26. október 1953 Radio-amatörar hér tala við eyjadteggja á Kyrrahafi. Stundum heyrist ágætlega til radio- vina á Tahiti eða í Ástralíu. Vafalaust er, aS Félag radíó- amatöra er með óvenjulegri samtökum á landinu, en við- fangsefni þess fróðlegt og heillandi. Vísir hefur átt stutt tal við Árna Egilsson loftskeytamann, sem er formaður þessa félags. í stuttu máli er þessu þannig farið, að um allan heim eru menn, sem hafa ánægju af að hafa samband hver við annan úm óraleiðir með sendi- og móttökutækjum, sem eru allt að 50 vött að styrkleika. Sam- bandið er ýmist með morse- merkjum eða tali. Með þessu móti hafa íslenzkir „amatörar“ hafa samband við fjarlægustu og ólíklegustu staði á hnettin- um, og þeir eiga „rádíó-yini*‘ í Ástralíu og um allt Kyrrahaf, "■til dæmis á Tahiti, Fiji-eyjum, * Guam og Wake-ey, svo að ein- hverjir fjariægir staðir séu nefndir. 60—80 virkir félagar hér. I hinu íslenzka félagi eru 60—80 virkir félagar, en um 10-—15 tæki munu vera x notkun hér. Ekki mega aðrir starfrækja, slík tæki en þeir, sem tekið hafa próf hjá Lands- símanum í meðferð þeirra, og viðskiptin eiga sér stað á sér- stökum öldulengdum, á stutt- bylgjum. Skilyrði til hlustunar óg sendingar eru mjög mis- .munandi, og nokkuð tímabila- 'bundin vegna sólbletta og ann- arra truflana. Víða um heim stendur félags- .skapur radíó-amatöra með miklum blóma, t.d. í Banda- ríkjunum, en þar munu þeir vera um 80 þúsund. Radíó- amatörar um allan heim hafa meö sér samtök, sem nefnast 'lntemational Amateur Radio Union, en aðsetur þeirra er í New York eins og stendur, en formaður þeirra er kjörinn í hinum ýmsu löndum til skiptis. ' Þá er heiminum skipt í tiltekin svæði, t.d. hafa Evrópuþjóðir sérstakan félagsskap, og eru ís- lenzkir amatörai' í honura, o. s. frv. Deila má um, hvort hagnýtt gagn sé af slíkum samtökum, en alla vega æfir það menn í meðferð og byggingu slíkra tækja, sem oft og einatt má smíða með tiltölulega litlum til- kostnaði, séu menn lagtækir og útsjónarsamir. Stundum vinna radíó-amatörar mikið gagn, eins og t.d. í Ameríku, þar sem þeir hafa getað haldið uppi sambandi milli ýmissa staða, ei' steypiflóð eða aðrar ham- farir hafa rofið venjulegt sam- band. Stjóim Félags radíóamatöra er skipuð þessum mönnum: Árna Egilssyni loftskeytamanni form., Magnúsi Blöndal, Sig'urði Firmbogasyni, Sveini Guð- mundssyni Kristni Guðbjörns- syni, Stefáni Þórhallssyni og Axel Jóhannessyni. „Musica sacra“ í frtkirkjunni. í kvöld verða í fríkirkjunni aðrir tónleikarnir í flokknum „Musica sacra“. Er það félag organleikara, sem gengst fyrir þeim, og mun Páll Hallgrímsson, organleik- ari Hallgi'ímskirkju, stjórna þessum hljómleikum, en kór Hallgrímssóknar mun taka þátt í þeim. Fluttur verður m. a. sálmur eftir Pétur Gudjohn- sen. Hætta smokkfisk- veiðum vestra. Akranesbátar eru nú hættir smokkfiskveiðum vestur á Patreksfirði. Höfðu átta bátar verið send- ir þangað, til að afla þessarar beitu, en aflinn vai'ð xnjög rýr, eða aðeins um 100 tunnur alls, svo að veiðunum hefir verið hætt. Benzíndreifmg er að færast í eðfilegt herf í London. 9 anillj. lítra dreift í gær. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Benzínframleiðsla er að fær- ast í eðlilegt horf í borginni. Verkfallsmenn munu taka á- kvörðun um það á fúndi í dag, hvort þeir skuli hverfi tií vinnu siunar aftur þegar, meðan sam ið er um deiluatriðin. Verkfallsmenn héldu tvo fundi x gær, annan í Vestur-, hinn í Austur-London. — Á fundinum í Vestur-Lor.don var samþykkt með naumum meiri- hluta, að hverfa aftur til vinnu, til að greiða fyrir viðræðum um deiluati’iðin. Á fundi í Austur-London var hins vegar •samþykkt ályktun, þar sem | sett voru skilyrði, er fyrirfram i yrði að ganga að. Horfurnar I eru því taldar lítið breyttar. ] Á sameiginlegum fjöldafundi verkfallsmanna í dag í V,- og A.-London mun verða gengið til atkvæða um hvað gera skuh. 4000 hermenn bættust á laug ardagskvöld og aðfaranótt sunnudags í tölu þeirra þús- unda hei’manna, sem byi’jaðar voru að starfa að flutningum og di’eifingu á benzíni, og var dreift um 9 milljón litrum 1 London í gær. Var svo komið í gæi’kveldi, að hvergi gat að líta raðir bifreiða við benzín- stöðvar og afgreiðslan fai'in að nálgast það, sem hún var fyrir verkfallið. Fi*í» háskólahátíðinni: 3 af hverjwn 5 stúdentum er hefja nám, Ijúka ekki prófi. Breytingar á námstilhögun væníanlcgar. Flest blöð Frakklands og víðar í Evrópu hafa birt myndina hér að ofan upp á síðkastið. — Hún er af telpunni Agnes Crzelczak sem varð yngsta móðir Frakklamfs í sumar, er hún ól 11 marka dóttur, er hún var sjálf 12 ára og 10 máixaða gömul. Anunan er 34 ára og hin .yngsta i Frakklandi. Fað irinn var 16 ára unglingur. Vígsla Sóivangs É I gær var vígt í Hafnari'irði ellihéimilið Sólvangur, sem stendur á Hörðúvöllum. Hefur byggin'gifi' verið all- lengi í smíðum; en hefur nú verið tekin -í notkun, en þar er heilsugæzludeild, auk þess sem þar er rúm fyi'ir 60 vist- merin. Vígslan í gær fór fratn í við- urvist margra gesta, svo sem forseta íslands og frúár hans. heilbrigðismálaráðherra, Ing- ólfs Jónsonar o. fl. Var þeim boðið að skoða bygginguna, en síðan var sétzt að kaffidrykkju. Flutti þá formaður byggingar- nefndar, Guðmundur Gissur- arson, ræðu og rakti sögu by gg ingarmálsins, en síðan fór fram guðsþjónusta, þar sem sr. Garðar Þorsteinsson predikaði. j Helgi Hannesson bæjarfógeti J flutti þá ræðu, síðan talaði Ing} ólfur Jónsson ráðherra, og [ færði Hafnfirðingum hamingju' óskir, og loks tóku einnig til máls og fluttu kveðjur þeir sr. Sigurbjörn Á Gíslason og sr. Kristinn Stefánsson. Yfir 750 stúdentar eru nú innritaðir í Háskólann, en sé f(“ir meðtaldir, sem eru við náni erlendis, mun láta nærri, að 1000 íslenzkir stúdentar sé við nám. Háskólahátíðin fór fram fyrsta vetrardag, eins og venja er, og var þar marg't manna samankomið. Meðal gesta var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgirsson. Rektor háskólans, Alexander Jóhannesson, minnt ist í upphafi ræðu sinnar Árna Pálssonar prófessors og Sigur- geirs Sigurðssonar biskups og heiðruðu viðstaddir þá með því að rísa úr sætum. Þá gat rektor þéss, sem nefnt er hér að framan um fjölda stúdenta, en auk þess gaf hann mjög merkilegar upplýsingar um það, hversu margir stúd- entar lykju námi, er hæfu það. Mun láta nærri, að þrír af hverjum fimm , stúdentum heltist úr lestinni á fyrstu þrem’ árum námsins, svo að' einungis um 40% ganga undir burtfar- arpróf. Þessar athuganir urðu m. a. til þess, að hásólaráð æskti heimildar í lögum á s.li ári til að skylda stúdenta til að sækja tíma, en frv. til laga um þetta hefði mætt mikilli mót- spyrnu stúdenta og varð ekki að lögum. Væri það þó hagur stúdenta og þeirra, er stæðu undir námskostnaði þeirra, að þeir hefðu slíkt aðhald. Væru t. d. gerðar strangar kröfur í þessum efnum í erlendum há- skólum, og slíkt ætti einnig að vera hér. Væri nú til athugun- ar að hafa próf tíðari en verið hefur, e. t. v. á hverju vori, og mætti vænta einhverra breyt- inga í þessum efnum. Próf. Ólafur Lárusson flutti' erindi um skaðabætur, én að endingu ávarpaði rektor ný- stúdenta. Söngur og, hljóðfæi'asláttur var milli ræðnaiina. Sýndu kjamorku- fallbyssur. London (AP). — f Mainz, Vestur-Þýzkalandi, sýndu Bandaríkjamenn fyrir hélgina 6 fallbyssul', scm skjóta má af kjarnorkukúlum. Tvær aflmiklar dráttarvélar geta dregið slíkar fallbyssur um rnishæðótt landslag með allmiklum hraða. Fallbyssurnar draga 30 km. Þeir minnast Ei Alcimein. Síðastl. föstudag var 11. minningardagur Breta um or- ustuna við E1 Alamein. Viðstaddir voru Eden og hershöfðingjarnir Montgomery (sigurvegarinn frá Alamein) og Grúnther. Churchill er vanur að sitja hófið, en var svo önnum kafinn, að hann gat ekki, setið það nú. Þrír knattspynuiielkir í gær. Hraðkeppnimót í knatt- spyrnu hófst hér á íþróttavell- inum í gær og fóru þá fram þrír leikir. Sex lið taka þátt í mótinu frá fjórum félögum. Er sitt liðið frá hvoru félaganna, K.R. og Þrótti, en Valur og Fram senda hvort um sig 2 lið til keppninnar, bæði í meistara- og 1. flokki. Mótið hófst kl. 1.30 e. h. í gær og stóð fram í myrkur. — )Tyrst kepptu K.R. og Þróttur, ,er lauk með sigri þess fyrr- nefnda, 1:0. Þar næst kepptu meistaraflokkslið Fram og Vals og lyktaði með jafntefli, 3:3, eftir framlengdan leik. Verða þau að keppa aftur. Síðasti leikurinn var milli 1. flokksiíða sömu félaga og þar sigraði Valur með 3 mörkum gegn 2. Var komið myrkur þegar þeim leik lauk. Hraðkeppnismótið heldur á- fram á sunnudaginn kemur. Bækur Isafold Bókaverzlun ísafoldar í Aust urstræti hefur nú aukið húsa- kynni sín til stórra muna frá ^því sem áður var. Er þama um rösklega helm- úngs stækkun að ræða og ræð- ur verzlunin því nú yfir meirí húsakynnum en nokkur önn- ur bókaverzlun í bænum og þar með einnig stærsta bóka- verzlun landsins. . í tilefni af þessu sendi ísa~ íoldarprentsmiðja h.f. frá sér þ nýjar bækur, sem koma á fnarkaðinn í dag. Þessar bækur eru Ritsafn Gröndals 4. bindi, Rauðskinna síra Jóns Thorar- ensen 1. og 2. hefti III bindis. Er Suðurnesjaannáll frá árinu 1000 og fram til 1800 í þessum heftum. Þriðja bókin er niðja- . tal Staðarbræðra og Skarðs- systra eftir Óskar Einarsson lækni, fjórða bókin Tvennar rímur eftir Símon alaskáld «g sú fimmta stór skáldsaga „Máttur lífs og moldar“ eftir Guðmund Friðfinnsson bónda að gilsá í Skagafirði. Ágreiningur á fyrsta fundi. Rætf um Kóreufundinn í Psnmunjom í ntorgtm. Einkaskeyti frá AP. Tokyo í morgun. Fundur var haldinn í Pan- munjom í morgun til undirbún- ings fyrirhugaðri stjórnmála- ráðstefnu. — Ágreiningur kom strax upp um dagskráratriði. Arthur Dean fulltrúi Banda- ríkjastjórnar sagði eftir fund- inn, að hann væri þó „enn þeirr ar skoðunar, að stjórnmálaráð- stefna yrði haldin“. Sambandsliðsforingjar komu fyrst sarnan til þess að ræða fyrirkomulagsatriði, en því næst var haldinn fundur. sem fitóð 7 5 mxn. Kommúnistar hófu þegar máls á því, að hlutlaus ríki, einkum Asíuriki, ^ættu að fá aðgang að furidinum, en Dean vildi að tekið yrði fyrir hvar ráðstefnan skyldi haldin og hvenær hefjast. Benti hann á, að gert hefði verið ráð fyrir, að hún hæfist eigi síðar en 23. nóvember, og þyrfti hún und- irbúning, sem nokkurn tíma tæki, og vænti hann þess, að hún gæti hafist eigi síðar en 1. des., eins og Bandaríkja- stjórn hefði látið í Ijós. Eftir fundinn sagði Dean, að um annað hefði hann ekki um- 1 þoð til að semja en hvenær j ráðstefnan skyldi haldin og i hvar, og vænti hann þess að ■ tímanum yrði ekki eytt í karp | um röð á málaskrá eða það, 1 sem hann gæti ekki samið um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.