Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 4
A VISIR Þriðjudaginn 27. október ISiS DAGBLAÐ ( Ritstjóri; Hersteinn Pálsson. • Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstófur: Ingólísstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSTR HJF Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Aðhald stúdenta vii nám. Það mun mörgum stúdcntum þykja einna mestur kostur við að vera lausir úr menntaskóla og byrjaðir nám í Háskól- anum, að í æðstu menntastofnun landsins eru menn lausir við að vera færðir í fjarvistabækur, ef þeir koma of seint í kennslu- stund eða alls ekki. Þarna njóta menn þess frelsis, að vera að miklu leyti sjálfum sér ráðandi að því er tímasókn snertir, en slíku er vitanlega ekki að heilsa í öðrum skólum, svo að um jnikil viðbi'igði er að sjálfsögðu að ræða. j. Þetta hefur óumflýjanlega haft þær afleiðingar, að stud- entar leggja mjög misjafnt kapp á námið. Binir iðnu og fram- gjövnu sækja tima reglulega og reyna að hagnýta sér kennshma á allan hátt, en aðrir, er geta í rauninni verið alveg eins góðir námsmenn, slá slöku við, af því að þeir þurfa að hafa eitthvað yfir höfði sér, til þess að þeir hagnýti sér ekki um of hið nýfengna frelsi, sem er mikil viðbrögð eftir aðra skóla, þar sém ríkt er gengið eftir því, að nemendur stundi námið af kostgæfhi. Þetta aðhaldsleysi veldur svo því, að hluti stúdenta dregst aftur úr félögum sínum. nv er þá altaf sú hættan, að þeim vaxi síðar í augum, hve lar i þeir eru orðnir á eftir og hætti námi. , í ræðu sinni á háskólahátíðinni á Iaugardag — fyrsta vetrar- dag — skýrði próf Alexander Jóhannesson, rektor Háskólans, frá því, að athugun hefði verið gerð á því, hversu margir stúd- entar lykju nárni af þeim, sem innrituðust í öndverðu. Mun mörgum hafa brugðið í brún, er þeir fréttu um niðurstöður þeirrar athugunar, því að hún leiddi í ljós, að meira en helm- ingur þeirra, er útskrifast úr menntaskólanum og innritast í Háskólann, hverfa frá námi á fyrstu þrem árunum. Kennurum liáskólans er manna bezt kunnugt, að eitthvao verður að gera til þess að ráða bót á þessu máli, sem er bein- línis vandamál að því er marga stúdenta snertir, og þá sem eiga að greiða námskostnað þeirra. Af því leiddi að reynt var að fá það lögfest á árinu sem teið, að stúdentar skyldu sækja ákveðinn tímafjölda. Snerust þeir öndverðir gegn því, og þo mun íþróttaskyldan hafa verið þeim mestur þyrnir í augum. Ættu þeir þó að vita manna bezt, að heilbrigð sál verður að búa í hraustum líkama, og að kyrrsetumönnum — eins og flestir stúdentar eru, af eðlilegum ástæðum — er nauðsynlegL að stæla líkama sinn með fimleikum af ýmsu tagi. En svo fór, að frumvarpið náði ekki fram að ganga, og geta stódentar þakkað sér það að miklu leyti, því að svo mjög reru þeir gegn því. Þrátt fyrir þessi örlög frumvarpsins er það ljóst, að hér verður að gera breytingu, og er það stúdentum sjálfum fyr-ir beztu, að það sé gert, enda þótt alltaf megi gera ráð fyrir, að nokkur hópur verði að stunda vinnu með náminu, og geti þvi ekki sótt tíma af sama kappi og aðrir. En er þannig stendur á, er sjálfsagt að taka tillit til þess. Hinu eiga stúdentar ekki að ráða — hvað sem anríars má segja um „akademiskt frelsi“ — hvernig kennslu skólans skuli hagað, því að þar er um hags- ínuni fleiri aðila að ræða en þeirra einna. Háskólinn hefur ekki síður skyldur við þjóðina, sem stendur utan dyra og þarfnast starfskrafta stúdenta að námi loknu, en stúdentana, sem hann veitir þá fræðslu, er þjóðin hetur bezt að bjóða, og það verða stúdentar að skilja. Sjátfhelda við Adríahaf. K-etar og Bandaríkjamenn munu liafa litið svo á, að ekki mundi mikill vandí að leysa þrætuna um Trieste, sem staðið hefur frá styrjaldarlokum. Þess.ar þjóðir vildu höggva á þann Gordions-hnút, sem staða borgarinnar var í alþjóða- málum og láta Jtalíu hafa. hana til eignar og um-ráða í fram- tíðinni. :: En málið reyndist ekkl eins áuðvelt viðfangs og ætlað var i upphaíi, því að Júgóslavar hafa risið öndverðir gegn’ þmní órétti sem þeir telja sig beita með þessu móti, og eins og sakir . standa nú, virðast ekki horfur á öðru en að styrjöld brjótist út við Adríahaf, ef af því verður, að ítaþr fá borgina afhenta. Eru stórveldin nú komin í sjálfheldu þarna, sem þeim mun reynast erfitt að losna úr. þótt auðveít hafi verið í að komasí, og sýnú' þetta þeim, að það mun ekki vera alveg takmarKalausi, sem hægt cr.að 'segja öðrum fyrir verkum eða. ráðstafa því, feem aðiar þjóðir deila um. En eins og áður héfur verið sagt, gæti styrjöld við Adríahaf dregið dillc á eftir sér, og reynir nú á allar þær þjóðir, sem þarna eiga hlut að máli, hversu mikill! samstarfsvilji þeirra er og ósk um að forðast hættulé^ár vaer- j jngar. ' í Fyrstn vexk Olavs Kiellands • eftir ”að hann tólc aftur við' stjórn Sinfóníuhljómsveitar- innar í haust, var að æ'fá' aítur passaqagliu Páls ísólfssonar í f- moll fyrir afmælishátíð Páls. Að því loknu hófst svo undir- búningur undir hljómleikana, sem haldnir voru á vegu.m út- varpsins á þriðjudaginn var. oru tvö viðfangsefnanna gömul, Egmont-forleikur Beethoven og 2. symfónía Brahms, en ný- æfðu verkin voru eftir Grieg: þrjú sönglög, sem Guðmundur Jónsson fór prýðisvel með, og ,,Kveld pá fjöllkiddi" fyrir strengjasveit, óbó og horn. Tókst flutningur þess mjög vel, eigi sízt vegna frábærs leiks Pauls Pudelskis óbóleikara. Hámarki sínu náði konsert- inn með lokaþættinum, hinni stórbrotnu sinfóníu Brahms, sem að ýmsu leyti er fegurst sinna fjögurra systra. Stóðst hljómsveitin þá eldraun mjög vel og.nýtur að sjálfsögðu góðs af göritlum kynnum við verkið. Skilnihgur: Kiellands á verki ;þessu er víða frábrugðinn Jiinni, venjulegu túlkun og írávikin stundum snjöll en ekki alltaf til bóta. Samanbúrður á' slíku ei» að vísu fróðlegur en hinsveg- ar þess eðlis, að erfitt er að gera grein fyrir honum nema í of. löngu máli. Kielland er svo •sérstæður músíkpersónuleiki, að erfitt er að vera honum alltaf sammála. Hinsvegar verður honum aldrei brugðið um tóm- læti gagnvart viðfangsefnum, sínum né um vanhugsaða eftir- öpun erfðakenninga. Engu að síður hefðu sumir kosið meira svipmót af Brahms og minna af Kielland. Það verður tæplega gert of lítið úr ágætu tónskáldi, sem raunar er fyrir margt þekktari en sinfónskan skáldskap sinn, þó að í mestu hógværð sé beðið um ofboð lítið mirmi Grieg lílta. Af norskum tónsmiðum eru nú- tímafnennimir Sæverud og Valen til dæmis ólíkt. forvitni- legri, en sama og ekkert af verkum þeirra hefru heyrzt hér. Sænsk blöð flest sammála um útblutun Nobelsveð'Síaunanna. áðcin§ eitt algjörle$|a andví^t. Eins og kunnugt er, veitti sænska akademían Sir Winston Churcliill Nobelsvcrðlaunin fyrir bókmenntir að pessu sinni. Verðlaunin hlaut hann fyrir snilld hans á sviði sagnritunar og leiftrandi mælsku („lysande talekonst“), sem hann hefur beitt í vörn sinni fyrir háleit- um, mannlegum verðmætum, eins og segir í boðskap aka- demíunnar. Flest eða öll blöð Svíþjóðar birtu greinar um þessa ákvörð- o*aunatr víta aO gæfan tylgt hringunum frú 'JGLltÞÖR, Hafaaoatræti 4 Margar gerðír tyriraaai'mat 17 1Z A. D. — Sauinafundur í kvöld kl. 8.30. Kaffi. Ferða- þáttur frá Geng. Hugleiðing. — Allar • konuí’! velkómnár.1 un akademiunnar hinn 16. okt- óber s. 1. Flest blöð Svíþjóðar eru ánægð með þessa úthlutun. Blaðið „Ny Tid“ telur Chur- chill einn mesta meistara enskrar tungu, sem nú er uppi í heiminum. „Göteborgs- Posten“ segir, að ræður hans og. rit leiftri eins og vitar á hin- um válegustu tímum. Herbert Tingsten segir í „Dagens Nyheter”, að sænska akademían hafi sýnt víðsýni Við úthlutunina. f svipaðan streng tekur Knut Hagbérg í „Svenska Dagbladet“, „Stoclc- holmstidningen“ telur og eðli- legt, að Churchíll skuli hafa hlotið verðlaunin, K. O. í „Göteborgs Handels- och Sjö- fartstidnihg“ segir, að Chur- chill sé með mestu rithöfundum heims í glæstu formi, málsmeð- ferð og stíl. „Svenska Dag- bladet“ fagnar því, að Chur- chill skuli hafa hlotnast verð- launin. — Hins vegar leggst Erwin Leiser í „Morgon-Tidn- ingen“ gegn akademíunni vegna þessarar úthlutunar, og telur hana eins konar gjaldþrotayfir - lýsingu. Vetraráætlun FAA. Flugfélagið Pan American World Airways hefur gefið úí verarflugáætlun sína um við- komu í Keflavík. Koma flugvélar félagsins' alla þriðjudagsmorgna frá New York til Keflavíkur og halda þaðan áfram til Prestvíkur og London. En frá London og Prestvík koma þær svo alla miðvikudagsmorgna til Kefla- víkur á leið sinni til New York. Umb'iðsmenn Pan American World Airwaýs hér á lándi er G. Helgason & Melsted h.r. og aígreiða þeir einnig flugpant- anir með hvaða fiugfélagi sem er, enda þótt P.A.A. hafi ekki1 áæflurí til ákvörðuharsta’ðar. I Þaö cr bczl að hcfja mái sitf á því að leiðrctta það, sein niis- sagt .var i gær um lýsinguuit á Austnrvelli. Mcr hefur verið JienJ á. að komið liafi verið fvr- ir ka.stl.ió.siun á tvéim hornhm við Ansturvöii. cr kasli lurSÚ á líkiicskju Jóhs SigiHrSssonar. — þcgar cg gekk uin þar seúiast, varð cg ckki var við þcssi Ijús, cn rctt cr að það koíni fiv.in strax að ég liafi ekki farið með rctl mál að öllií lcyti í gær. Góðir ökumcnn. . ' ■ Oit cr talað um það, að is- lenzkir bilstjórar séu glannar, en siuuir balda því líka frarn «ð þeir scu öruggir ökumcnn, ef á Jiéildina crjitið. Eg er á síðari skoðnninni, og'hcf. daglega fyrir mér dæmi, sera benda i þá átt. Faðir scndir mér bréf og ræðir þetta, og er það á þessa leið: „Mig langar til þess að biðja þig úm að bjrta fyrir mig nokktvr orð um reykviska bilstjóra. Oft finnst mér að ástæðulausu í þá; hnjóðað. Fyrir nokkru var rætt í dáikinum lijá þér um umferð- arslys og bent á að oí'tast yæri gerl ráð fyrir því fyrir fram, að ökumönnum væri iím að kenna, ef illa færi. Börnin á götunni. Eg lief kynnt mér þétta dálítið, og hef sannfrétt að í þeim til- ^’clhim, þar sem umferðarslys liafa komið til úrlausnar dóm- stóla, mun ábvrgðin af slysiuu skiptast hér um bil jafnt milli bílstjóra og annarra vegfarenda. Eg held nefniíega að flestir leigú bilstjörar og ekki sízt þeir, sem hafa stundað þá atyinnu um ára- bil, séu gætnir menn. Þar seiii ég bý c'r fjölfarin umferðargata og þröng. Börnin eru oft að leik á götunni, vegna þess að liúsa- garðar eru litlir og lélegir. Um þessa götu aka fjölmargit- bil'ar á dag, og hef ég tekið fcftir því lað bílstjórarnir vita að margt barna leikur sér á þessari götu, og þeir liægja alltaf á þar, sem gera má ráð fyrir börnum. í Slys líka fátíð. Við þessa götu eru slys fátið, og reyndar hreinar undantekn- ingar. Það tcl ég vera bílstjór- unum og gætnum akstri þeirra að þalika. Það er annar þáttur þessa máls, hve algengt það er að börn séu að leik á götumun. iVarla verður þvi lengur kennt um, að ckki séu nægilegir barna- leikvellir, því þeir eru uin allan bæ. Aftur á móti liafa liúshiæður oft lítinn tíma til þess að fara nieð börnin á leikvellina, og þvi eru þau að leik á götunum. Eg get svo slegið botninn í þetta rabb mitt handa þér, þvi allt stendúr til bóta, og miklu minna ber á leik barna á götunum ffieð hverju ári er líður.“ Lokaorð. Eg þakka bréfið og er að öllu lcyli sammála því, er þar steml- ur. Það eru Jíka sjaldnast at- vínnubilstjórar, sem verða fyrir |)ví öláiii að valda slysi, öftar þeir, sem sjaldnar aká. Annars ern umferðar.slysin liér fcnn ó- fcðlilega tíð, og mun oftast mega rekja orsökina lil ókunnugleika á umferðarreglum, ekki sí/.t gangandi fólks. Og'svo eru lika slysin, Sem ölvaðir ökumenn valda, en þau cru sérstaks eðl- is og sjaldnast nein afsplum fyr- ir þeim. — kr. Fiölritun og vélritun F.jölrituharstbfa F. Briem Tjarnangötu 24, sími 2256.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.