Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 27. október 1953 Ví SIR f falsað kvittanir og lagt fram í bankanum? Hafði liann nokkurn tíma unnið hjá Gotham Trust? En jafnvel þótt svo hefði verið — Hann gekk aftur að rúmi Önnu og brosti til hennar. „Reyndu að bera traust til okkar allra, vina mín,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera allt í lagi með drenginn. Eg er alveg sann- fræður um það. Hvernig ætti annað að vera? Ekki getur neinum stafað hætta af drengnum?“ „Hann kann að hafa séð hver hleypti af þessum skotum?“ „Manstu ekki, að þú sagðir, að hann hefði verið í sínu her- bergi. Hann hefir orðið hræddur og kannske bara hlaupið niður stigann og út.“ Það var eins og henni væri einhver svölun í að hugsa um þetta. En er hann spurði hana um Mörthu Simmons varð hann engu nær af svörunum. „Martha Simmons minntist aldrei einu orði á sjálfa sig eða sín einkamál. Hún hlýtur að hafa miklar áhyggjur — út af útvarpsdagskránni. “ Hann rétti úr sér, horfði í augu henni og reyndi að segja sem hressilegast: „Eg hefi hitt hana, Anna. Hún elur engar áhyggjur.“ Svo kvaddi hann hana. Hann hafði á meðvitundinni, að hann væri nauða lélegur leikari. Honum féll þungt, að þurfa að leyna hana nokkru, og honum var fyllilega ljóst, að hugur hans mundi hér eftir jafnan hjá konunni, sem hann hafði nýskilið við: Hann reyndi að hringja til Closes, en gat ekki haft upp á honum, og nú flaug honum fyrst í hug að fara aftur í stóra, óhreina húsið í Miðstræti, en hann mátti engan tíma missa. Ef Hellinger hafði lokkað drenginn burt horfði allt Öðru vísi við. Hann mundi ekki hafa gert það, nema di-engurinn hefði séð hann með byssuna í hendimri, og ef svo var þá var drengur- imi í hættu — og ef til vill var orðið of seint að koma honum til hjálpar. Hann lagði leið sína að ibúðarhúsinu og hringdi dyrabjöll- unni sem ákafast, en enginn kom til dyra. En allt í einu kom frú Kerr gangandi og fór þegar að leita að lyklinum í tösku sinni. Hún brosti vinsamlega til hans. „Það er víst enginn heima. Ekki einu sinni Mike.“ „Eg þurfti einmitt að spjalla við hann.“ „Mig og manninn langar líka til þess að hafa tal af honmn. Mike sinnti aldrei starfi sínu af alúð, og nú virðist jörðin hafa gleypt hanm Maðurinn minn hefir lagt í miðstöðina. Og ef hann hefði ekki gert það hefðum við drepist úr kulda.“ „Hvað er langt síðan Mike fór?“ „Hvenær var það nú, sem vatnskraninn fór að leka hjá okkur — æ, það er nú sama — jæja, hann var í lagi þar til í gær. Nú erum við búin að fá meira en nóg hér og ætlum að flytja. Og þau á þriðju hæð ætla líka að gera það. í svona byggingu verð- ur að vera regla á hlutunum. Og þetta er hræðilegur staður og eg vil komast héðan.“ Forsythe hikaði. Ef Hellinger hefði falið drenginn kynnu einhver merki þess að sjást í herbergi hans. Honum fannst nauðsyn til bera, að rarmsaka hvernig þar væri umhorfs. „Það hefir enga þýðingu að bíða eftir honum hérna,“ sagði hann. „Kannske ætti eg að skrifa nokkur orð á miða og skilja eftir handa honum.“ Hún brosti og svaraði: „Eg held, að það sé tilgangslaust, en hann hefir tvö herbergi í kjallaranum. Það er farið þarna niður stigann. Eg held, að j hann skiiji' þau eftir ólæst. Hann hefir víst ekkert verðmætt ' þar.“ En þau voru iæst. Forsythe varð að fika sig áfram í myrkinu og kveikja á eldspýtu, og sá loks, að hann var kominn í stóra geymslu. Hann kom nú auga á rafmagnskveikjara og er hann hafði kveikt sá hann, að, miðstöðvarherbergið vissi út að göt- unni, en baka til var íbúð Hellingers. Hann tók í hurðarhún- ana, árangurslaust, og reyndi að sparka í þær, en þær voru traustar, og engin leið að komast inn. Er hann hafði sparkað tvisvar, heyrði hann kallað, ofan úr forstofunni: „Er það þú, Mike?“ „Afsakið,“ sagði Forsythe vandræðalega, „eg datt urn eitt- hvað. Hann er ekki hérna.“ „Jæja, hann ætti að fara að skila sér og leggja í miðstöðina,“ var sagt reiðilega. „Þetta er eins og í útihús,“ Sá er talaði var á leið niður stigann og er hann kom niður glápti hann á hann. Það var Jamison og hann var nærsýnn. „Nú, hvað er þetta, er það herra Wade? Eg er smeykur um, að Hellinger sé ekki heima. Hann er sjaldan heirna. Get eg gert nokkuð fyrir yður?“ Forsythe varð að taka skyndiákvörðun, það var honum ljóst, og flýtti sér að svara: „Frú Collier vantar dálítið, sem hún þarfnast í sjúkrahúsinu. Eg þarf að komast inn í íbúð hennar.“ „Þá er eg smeykur um, að eg geti ekki orðið yður að liði. Vilj- ið þér koma inn til mín og fá eitt glas?“ „Þakka yður fyrir, en eg verð að komast heim. Eg hefi verið að heiman í allan dag. Hafið þér náð yður eftir fallið á dögunm?“ „Að mestu. En eg haltra .enn dálitið. Þetta var „gildra“, herra Wade. Eg er viss um það,“ sagði hann alvarlega, „og eg hefi tals- verða ástæðu til að ætla, að hún hafi verið lögð fyrir mig.“ Hann útskýrði þetta ekki frekara og fór svo að fika sig upp stigann. Forsythe var mjög hugsi. Hvers vegna hélt Jamison, að einhver vildi hann feigan? Það virtist sannast að segja ólík- legt. Forsythe virtist Jamison vera meinleysismaður, og athygli hans beindist brátt að öðru og hami gleymdi honum gersamlega. Hann hafði nefnilega veitt athygli venjulegum eldhússtól — í miðstöðvarherberginu, það var eins og hann hefði verið settur þar til þess, að einhver gæti setið þar i makindum. Hann var rétt hjá kolabingnum og Forsythe hélt áfram að stara hugsi á stólinn. Hafði drengurinn verið falinn þarna morðnóttina, þar til lög- reglan var farin? Hann hafði einhversstaðar verið til kl. 4 um nóttina. Og stóllinn hafði ekki verið þarna lengi. Það var ryk á honum, en ekki kolaryk. Forsythe komst að þeirri niðurstöðu, að Hellinger kynni að hafa falið drenginn þarna, ef til vill bund- ið harm og keflað. Sex ára drengur á slíkum stað? Hann var svo æfur af tilhugsuninni, að á þessari stundu hefði hann getað myrt Hellinger með köldu blóði. Um leið og hann fór út mætti hann Joe Kerr. Kerr leit sem snöggvast á hann, sá að hann var reiður, og ætlaði að ana á- fram, en Forsythe greip í handlegg hans. „Andartak,“ sagði hann. „Eg þarf að spyrja yður spurningar. Heyrðuð þér barn gráta kvöldið sem Collier var myrtur?“ „Barn gráta?“ „Það var það, sem eg spurði um.“ „Hvernig ætti maður að veita nokkrum sköpuðum hlut at- hygli með alla þessa lögreglumenn í kringum sig.“ „Já, því ekki það, það eru þunnar fjahr í gólfunum hérna. Furðulegt, að þér og kona yðar skyldu ekki heyra þessi skot —“ ,Eg hefi sagt lögreglunni allt, sem eg veit — og kona mín. Ef við heyrðum eitthvað mun það hafa látið í eyrum eins og „skot“ úr bíl — það er ekki óalgengt, að slíkir skothvellir heyr- ist utan af götunni inn til manns —“ „En varla ofan af lofti,“ svaraði Forsythe stuttlega og hvass- lega. En Kerr svaráði því engu. Hann skellti hurðinni að stöfum að baki sér. Tíundi kafli. Á leiðinni heirn hringdi Forsythe til Closes úr götusíma. „Eg held eg hafi komizt að því hvar Billy var falinn til kl. 102 eftir Lebeck og Williams. MHILE THE CHIEF'S ™ ÖFFICE UNPER- GOES REMOPELINS, AN OSSERVATORVOF LATEST PESISN IS BEING IN5TALLEP ON THE ROOFOFTHE F.B.I. BUILPINS... / VVELL, CHIEF, I 6UE55 v ASTRONOMV IS NOW GOJKi’G VOU'SE MIXINS TO EE INCUJPEJP |N THE J, ASTgOLOSV - F. B. I. TRAiNINS; v;-' WT» ASTRONOMV, COURSE. WHATSI6N ; A GARRV, BUT WHO WEREVOU BORNtlNPER? 7 KNOWS-WE A\AY ________________ HAVE TO RESORT WBmWSmhV TOTHAT.TOO. / THI5 PLACS HAS ý BEEN A MAPHOUSE EVER SINCE VOU ARRIVEP, J . MISS VANA. AMWillwuy Þetta hefur verið eins . og I Nú er unnið kappsamlega að geðyeikrahæli. síðan þú kqmst,! því að gerbryyta skrifstofu Vana. —- Mér þykir.mjög fyrir lögregluforingjans ; og koma því segir vana. fyrir nýtízku kíki á þakinu. Garry: Ætli stjörnufræði verði nú ekki tekin upp sem námsgrein í skóla lögreglu- manna. Undir hvaða tákni eruð þér fæddur? : Lögregluforinginn: Nú ruglið þjér saman stjörnufr'aeði og stjörnuspám, en hver veit nema við verð.um að fást við þær líka. M.s. Dronning Alexandrme fer frá Kaupmannahöfn 4. nóv- ember til Færeyja og Rcykja- víkur. Flutningur óskást til- kynntur sem fyrst til skrif- slofu Sameinaða í Kaupmanna- höfn. — Héðan fer skipið 10. nóvember um Grænland til Kaupmannahafnar. — Tekið á móti flutningi. Skipaafgreiðsia Jes Zímsen - Erlendnr Pétursson - tnmmmsmmmr BEZT AB AUGLYSA í VISI Tire$fone FrostlögurL i Laugaveg 166. Gísli Einarsson liéraðsdómslögmaður Laugavegi 20B. Sími 82631. CiHu Mmi tiar..., Um þetta leyti fyrir 35 árum, mátti lesa þetta í bæjarfréttum Vísis: Úr eldsveitunum. Gísli Sveinsson sýslumaður sagði í símtali í gær, að þá væri öskufall svo mikið í Vík, að ekki sæist handa skil. Land- skjálftar og drunur og dynkir eru nú mirníi en áður, og má af því ráða, að eitthvað sé farið að sljákka í Kötlu aftur. — Á föstudaginn fóru nokkrir menn austur á sandinn úr Vík og. ætluðu að reyna að komast austur yfir til fá 'fregnir af á- standinu eystra. Hefir ekkert til þeirra spurzt síðan, og halda menn því, að þeir hafi komizt heilu og höldmi leiðar sinnar, ög' ekkert liefir heyrzt um ný jö'kulhlaúp. Vondaufur var sýslumaður um, að för björg- unarskipsins Geh's. myndi tak- ast vel. Skipið óhentugt. til þeirrar farai’, ef léngi þarf að bíða lags. Ef til vill hefði þó mátt koma tómum tunnum í lahdl:; á' dögunum,. i þegar. Geir kom fyrst austur, með þvi að ryðja þeim í sjóinn. Nú. liggur Ge-ir í Vestmannaeyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.