Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. wi SIR VXSIR er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 *g gerist áskrifendur. Þriðjudaginn 27. október 1953 Miklar Iramkvæuadii* ingarsainviiinulélaganna. Hafiii verðtxr framieiðsðíi á alumkium giugguni. Margra hæða síórbyggingar erit Stúsiii. sexn koina sKtilai. Þrjú stærstu byggingarsam- vinnufélögin í Reykjavík hafa nýlcga hafið byggingu á 56 :íbúðum fyrir félaga sína, auk iþess hafa svo hin minni bygg- lingasamvinnufélög nokkrar í framkvæmdir með liöndum. Vísir hefir aflað sér upplýs- inga um þessar framkvæmdir hjá framkvæmdastjóra Sam- bands íslenzkra byggingafé- laga (SÍBA), Borgþóri Björns- syni, og hefir hann einnig skýrt blaðinu frá því, að í undirbún- ingi sé hér framleiðsla á alu- . miniumgluggum efth' sviss- neskri fyrirmynd. Er talið að þeir séu miklu varanlegri og lítið eða ekkert dýrari en harð- viðargluggar. Að öðru leyti fórust Borgþóri -orð á þessa lund: Þrjú félög byggja 56 íbúðir. „Eins og kunnugt er, slakaði Ejárhagsráð nokkuð á eftiriiti með íbúðarhúsabyggingum á sl. vori og mátti heita að þeir •sem gátu fært sannanir fyrir, að umsækjandi hefði möguleika á að hefja framkvæmdir og koma upp íbúð yfir sig og sína, fengju leyfi ráðsins. Við þessar ‘ tilslakanii' kom nokkur skriður á starfsemi byggingafélaganna hér í bænum. Þrjú stærstu byggingafélögin hér, Bygginga- samvinnufél. Rvk., Bygginga- fél. verkamanna og Bygginga- samvinnufél. starfsmanna rík- isins hafa þegar byrjað á um 56 íbúðum, sem félögin sjálf standa fyrir, auk eirtstakra smáíbúða, sem byggð eru með .aðstoð félaganna, þ. e. meðlim- ir samvinnubyggingafélaga eiga rétt til ríkisskuldabréfa allt að því 75% af kostnaðar- verði hússins. Sala skuldabréfa verður þó að mestu í höndum þeirra sem byggja og seljast fremur dræmt og með afföli- ‘um, meðan svo tilfinnanlegur skortur er á fjármagni til allra íramkvæmda. Lögreglumenn / byggja. Þá hefir Byggingasamvinnu- fél. lögreglunnar í Reykjavík 12 íbúðir í smíðum, 6 við Skaftahlíð og aðrar 6 annars staðar og vinna lögregluþjón- amir mjög mikið sjálfir við smíði þeirra, en vinnu þeirra er þannig farið, að með því að leggja hart að sér og stytta svefntímann geta þeir notað sér dagvinnu tíma, t. d. þeir, sem em á nætur- eða kvöld- vöktum, við hús sin. En eins og vitað er eru lögreglumenn burðamiklir og’ afkastamemi við fleira en löggæzlu, enda hafa sumir þeirra áður unnið við svipuð störf. Ódýrustu byggingarnar. Gerð þeirra húsa, sem fé- lögin hafa nú í smíðum, er ekki verulega frábrugðin eldri hús- um þeirra. Byggingafél. verka- nianna, sem hefir byggt að undanförnu margar húsaraðir í Rauðarárholtinu, er með svip- aðar gerðir í ár og áður, nema hvað íbúðirnar eru nú sex í hverri blokk í stað fjögurra áð- ur og verða tvær þeirra litlar íbúðir. Þetta byggingafélag hefir náð beztum árangri í byggingum sínum og byggt fyrir mikið lægra verð en al- mennt gerist hér í Reykjavík og er það bæði því að þakka, að félagið fær ákveðið fjárfram- lag til sinna bygginga frá ríki og bæ með mjög hagkvæmum kjörum og getur það þess vegna haft um hönd samhangandi framkvæmdir, sem er stórlega þýðíngarmikið atriði. Rúm- metraverð í húsum félagsins í V. 11. sem lokið var fyrrihluta ársins 1952 varð alls með vöxt- um og öllum kostnaði kr. 474.00. En verð þeirra húsa í VI. fl. sem nú eru senn á loka- stigi má ætla að verðið sé ná- lægt kr. 600/00 á ms og koma þá fram verð-breytingar vegna gengisbreytingarinnar o. fl. og er það mikið lægra en talið er meðalverð hér í bæ, og þó ení þetta hin vönduðustu hús, án alls íburðar og óþarfa. Stærð þeirra er 80 ferm. að flatar- máli, hver íbúð, auk þæginda í kjallara eða risi. Rúmmál 356 m::i. Samtals gólfflötur 145 m2. Frh á 5. s. íbúðarhús brennur ÍMiðfirði. A sunnudaginn kom upp eldur í íbúðarhúsinu Móberg í gMiðfiríU, og brann húsið til kaldra kola, en innbúi var að mestu bjargað. Eldurinn kom upp með þeim hætti,. að lítill drengur missti logandi eldspýtu í tréspæni og varð húsið brátt alelda. Eftir þrjá tífná. var allt brunnið. sem brunnið gat innan úr húsinu, en þetta var steinhús, en gólf og skih-úm úv timbri. Lengsta bókahilla Bókabúðar ísafoldar er 19 m. á lengd. Þessi ^amla og virðúrlega verxiisit iiefir Íærzí í nýjan ®g ^læsilegan baning. í gær var Bókaverzlun ísa- foldar í Austurstræti opnuð á nýjan leik, að þessu sinni í nýjum og óvenju glæsilegum búningi. Færri umscknii um sparifjáruppbætur en búizt var við. Á laugardaginn rann út um- sóknarfrestur um sparifjárbæt- ur, og verður nú tekið að vinna úr umsóknunum. Það er feikna mikið verk og er ekki að búast við því, að útborgun uppbótanna komi til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir hefur fengið hjá Lands- banka íslands urðu umsóknirn- ar um sparifjáruppbæturnar færri en búist var við, en að sjálfsögðu er enn ekkert vitað með vissu hve umsóknirnar eru margar, né hvað uppbæturnar koma til með að nema miklum fjárhæðum, þar eð umsóknirn- ar hafa verið lagðar inn hjá bönkum og sparisjóðum út um allt land. Geymslur fengust fyrir allar kartöflur. Tekist hefur að útvega geymslurúm fyrir kartöflur þeim garðræktarmönnum hér í bænum, sem óskað hafa eftir fyrirgreiðslu bæjarins í því efni. Vísir hefur spurst fyrir um þettá hjá ræktunarráðunaut bæjarins, E. B. Malmquist. Kvað hann mál þetta hafa verið til athugunar um nokkurt skeið undanfarið og um seinustu helgi var grennslast eftir því hverjir þyrftú á aðstoð að halda. Óskuðu hennar 120 menn, sem rækta kartöflur í leigugörðum bæjarins eða á erfðafestulöndum, fyrir sam- tals 1400 poka. Geymsla fyrir þetta magn hefur verið útveg- . Hús Byggingafélags verkamanna í Holtunum, en það munu vera ódýrustu hús, sem hér eru byggð. Sigurður Sigurbssou opnar sýningu i kvöid. Sigurður Sigurðsson listmál- ari opnar sýningu í Listamanna- skálanum í kvöld kl. 8.30. Sýnir Sigui'ður 50 olíumál- verk, auk nokkurra pastel- mynda og vatnslitamynda. Eru þetta í senn iandslagsmyndir, andlitsmyndir og uppstilling- ar og allt myndir, sem ekki hafa verið sýndar hér áður, flestar frá sl. ári. Landslags- myndirnar ex-u víða að m. a. austan af Síðu, úr Þjórsárdaln- um, nágrenni Reykjavíkur, heimahögum listamannsins, Skagafirðinum og' víðar að. Sigurður hefur einu sinni áður haft hér sjálfstæða sýningu; það var ái'ið 1947, en auk þessa hefir hann tekið þátt í mörgum samsýningum bæði ytra og' hér heima, m. a. hefir hann tekið þátt í norrænum samsýningum, sýnt á Charlottenborg og víðar. Sigui'ður hefir fengið ágæta dóma, bæði hér, en þó einkum yti-a. —■ Sýningin vei'ður opin til og með 9. nóv, og er. opin daglega kl. 11—23. Miklar bi'eytingar hafa ver- ið gerðar á búðinni, sem nú nær milli tveggja gatna, Aust- urstrætis ög Vallarstrætis, og er þar því rúmgott og smekk- í.egt, svo að bókavinum má vera sérstök ánægja að líta þangað inn. í búðinni er vafa- laúst lengsta bókahilla lands- ins með öðrum langveggnum, um 19 m. á lengd. Með lúnu nýja fyrirkomulagi er ástæðu- lítið að óttast þrerigsli, en menn geta í næði gengið um og skoðað bækur, tímarit og nnn- að, sem þá vanhagar uni. Bókaverzlun Isafoldar á sér langa og merkilega sögu, stofrx uð af Birni Jónssyni ráðherra um 1880, en áður hafði hann stof nað ísaf oldarprenf smiöju, én jafnan hafa verið mikil tengsl milli þeii'ra fyi'irtækja, enda þótt sérstakt hlutaféiag reki bókabúðina. Bókabúðih hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu, og í gær hafði Pét- ur Ólafsson framkvæmdastjórr, 1 orð fyrir henni, og bauð gesti velkomna. Aðýa ræðu flutti Gunnar Einarsson, prentsmiðju stjóri ísafoldar, og skýrði hann frá því, að í tilefni opnunar að í 6 mánuði, á býlinu Brekku hinnar glæsilegu búðar, hefði við Sogaveg, og er farið að ( ísafoldarprentsmiðja gefið út taka á móti kartöflunum. Af- fimm bækur: Skáldsöguna greiðsla þessara mála er í Máttur lífs og moldar, eftir skrif stofu Ræktunarráðunauts, í Ingólfsstræti 5. Má telja, sagði E. B. M., að þarna sé um örugga geymslu að ræða, fram undir vor eða þar til í apríl. Er þarna stein- steypt fjós- og hlöðubygging, sem notuð verður til geymsl- unnar, og verður lögð hitalögn í hlöðuna, til þess að unnt vei'ði að hafa hæfilegan hita á kar- töflunum vetrai-mánuðina. Guðmund L. Fi'iðjónsson bónda, .Rauðskinnu sr. Jóns Thoraren- sens, Niðjatal Staðarbræðra og Skarðssystra eftir Óskar Ein- arsson lækni, IV. bindi rit- safns B. S. Gröndals og Tvær rímur eftir Símon Dalaskáld. Vísir óskar eigendum Bóka- búðar ísafoldar til hamingju með hina, glæsilegu búð. Verzl- unarstjói-i þar er Oliver Steinn. Undbúiialarsteftia Eisenhower- stjóraarinnar óvinsæl. Oslgnr repulilikana I Wiseonsin getur haít víðtœkar aileiðingar. Kosningaósigur republikana í Wisconsin fyrir skemmstu er mikið ræddur í erlendum blöð- um, og athyglin beinist nú mjög að aultakosningu, sem fram fer í Kaliforniu 10. nóv. Þar ver'ður kosinn eftii'maður Norris Poulson, sem sagði af sér þing'meAnsku, er hann varð borgarstjóri Los Angeles. Demokratar leggja nú kapp á að sigra einnig þar, og láta jafn- vel skína í að Harrys ■ S. Tru- man fyrrv. fox-seti og Adlai Stevenson flytji þar kosninga- ræður. Og vissulega er enginn ágreiningur um, að ósigur þar vrði áfall fyi'ir i-epublikana. En hver var orsök ósigursins í Wisconsin? Megn óanægja bænda með stefnu Bensons landbúnaðarráðherra, sem kveðst ekki munu hvika frá stefnu sinni, en þegav heyrast raddir um, að hann verði að fara frá, ef republikanar eigi að geta haldið fylgi bænda. Demokratinn Johnson, er kjörinn var, flutti fáar kosn- ingaræður, en harm kom á mörg bændabýli og á fundi með verkamönnum, og naut stuðn- ings verklýðsfélagasamband- anna AFL og CIO. Vikurit, sem hefur kynnt sér álit ýmissa kjósenda, fékk þau svör, að þeir hefðu kosið Eis- enhower í forsetakosningunum, en söðlað um nú, vegna þess að kreppt væri að bændum með núvei'andi stefnu í landbúnað- ai’málum, vegna þess „forsetinn aðhafist ekki neitt“, en láti að- stoðarmenn sína „taka allar á- kvarðanirnar“ og þar fram eft- ir götunum. Einn af leiðtogum republik- ana i Washington sagði eftir að kosningaúrslitin í Wasconsin urðu kunn: „Okkar eina huggun er, að við fengum þetta áfall nú — en ekki í þingkosningunum eins og þeim, sem fram eiga að fara haustið 1954“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.