Vísir - 31.10.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 31.10.1953, Blaðsíða 1
.. ;na?3ff& 43. árg. Laugardaginn 31. október 1953 249. thl. freyju" frnmsýnt á famtudag. A fimmtudaginn verður frum sýning í Þjóðleikhúsinu á fyrsta íslenzka leikritinu, sem leik- húsið sýnir í vetur. Er það Valtýr á grærmi treyju eftir Jón Björnsson rit- höfund. Hafði hann áður" gef- ið út skáldsögu, sem f jallaði um sögnina af Valtý, en samdt síð- an leikrit upp úr sögunni, og hefur það verið æft af kappi miklu síðustu vikurnar. .Leik- ritið er í lengra lagi, sviðskipt- ingar margar, og hlutverk einnig mörg. Vísir hefur fengið þær upp- lýsingar hjá Þjóðleikhússtjóra, að veigamestu hlutverkin séu í höndum Vals Gíslasonar, Jóns Aðils og Gests Pálssonar. Ann- ars mun blaðið væntanlega geta sagt nánar frá hlutverka- skipun og öðru eftir helgina. 1—1 x/i OTiIllj. pisitfna vænt&n- iegar að vori úr £:!kógjæktcr- stöðvumrjn. Bandaríkjamenn bera fram þakkir. Sehdiherra Bandai'íkjanna og yfirmaður varnarliðsins hafa tjáð utanríkisráðherra þakkir sínar fyfir margvíslega aðstoð, er íslendingar létii í té í sam- bandi við tilraunir til þess að bjarga áhofn amerísku flugvél- arinnar, sem fórst suður af ís- landi 18. október s. 1. Bera þeir fram sérstakt þakklæti til þeirra, sem gengur á fjörur á suðurströndinni og til flug- björgunarsveitarinnar, (Frá utanríkisráðuney tinu). Grænlendingar eiga nú tvo fulltrúa á þjóc!þingi Dana. Þeir heita Frederik og Augo Lynge, og sjást. þeir hér á myndinni í heimsókn á lömunárveikihæli í Hornbæk, þar sem lítill landi þeirra var fyriiv Njósitarar Riíssa feknir. Voru starfandi á Norður-ítalíu* Biðskákir tefldar. Biðskákir úr 1. umferð meist araflokks á Skákþingi Reykja- víkur voru tefldar í gær. Fóru leikar þannig að Guð- jón M. Sigurðssdn vann Egg- ert Gilfer, Jón Pálsson vann Óla Valdimarsson, Ingi R. Jó- hannsson vann Steingrím Guð- mundsson, en Ingvar Asmunds son og Ingimundur Guðmunds- son gerðu jafntefli. Næstu umferðir verða tefld- ar n.k. þriðjudag og míðýiku- dag. f Tryggðiit fékkst ú London (AP). — Það hef- ur löngum yerið haft fyrir satt, að LÍoyds í London ; tryggði allt, en nú er komið á daginn, að svo er ekki. Bankastjórinn Ernest Ce- ford, 64ra ára, vildi nefni- lega fá Lloyds til að tryggja, «ð konan hans, 23ja ára, væri honum trú. Umboðs- maður kom, til þess að at- huga það, sem tryggja átti, íeit á hina fögru, ungu konu og neitaði um umbeðna tryggingu. Nu hefur frúin stefnf Lloyds, þar sem hún 'telur sig freklega móðgaða með því að neitað var um trygginguiia. Róm. (A.P.). — Það er von ítölsku stjórnarinnar, að tekizt hafi að uppræta njósnahring kommúnista. ítalska leynilögreglan hefir mánuðum saman verið að und- irbúa handtökur njósnara þess- arra, sem starfað hafa víða á ítalíu, en haít miðstöð sína í norðurhluta landsins, þar sem iðnaður er mestur og fram- leiðsla fyrir stjórnina á her- gögnum og vopnum. Voru að- albækistöðvarnar í Torino, og þar voru tíu menn handteknir fyrir nokkrum dögum. Það er vitað, að sumir þess- arra manna höfðu verið gerðir út sérstaklega til að afla her- vægilegra upplýsinga fyrir Rússa, og höfðu þeir verið látn- ir ganga í skóla, sem rússneski herinn hefir í Prag, til þess að þjálfa njósnara sína. Voru þetta allt ungir menn, sem gengið höfðu í kommúnistaflokk ítalíu á stríðsárunum og verið sendir í skólann nokkru eftir að stríð- inu var lokið. Þótt helztu menn njósna- hriiigsins hafi verið handtekn- ii', er rannsókn málsins ekki lokið, því að í fórum njósnar- anna fundust skilríki, er benda á marga menn, seni þeir stóðu í sarnbandi við víða um landið. Flestir þeirra eru horfnir, en lögreglan leitar þeirra. London. (A.P.). — Hundruð manna leita nú að úraníum í Norður-Ástralíu. Ríkisstjórnin hefir tilkynnt, að bannað sé að gefa út kort, þar sem sýndir sé staðir, þar sem úraníum finnst, eða gefa applýsingar um slíka staði. Miðað við venjulegt árferði og engár óveiijulegar kringum- stæður má vænta þess að plöntuuppeldið í Gróðrarstöðv- um Skógræktar ríkisins og Fossvogsstöðinni nemi 1—1 V-> milljón plantna á næsta vori. Er það miklu meira plöntuppeldi en nokkru sinni áður. Og mikið verkefni bíður framundan við að gróður- setja allar þessar plöntur, því það er-talið um 4000 dagsverk duglegra manna að setja niður eina milljón plantna. Hefur gróðursetningin jafnan hvílt á herðum Skógræktarfélaganna , og mun að sjáifsögðu gera það áfram, en að vori má búast við að þau fái stærra verkéfni en nokkuru sinni fyrr. " í viðtali sem Vísir. átti við Hákon Bjarnason skógræktar- síjór'a skýrði hann frá því að í, vor hafi um 100 manns unnið á vegum Skógræktar rikisins,- auk allmargravsem starfa hjá' einstökum skógræktarfélögum. Yfir sumarið minnkar vinnan og þá er aðeins unnið að hirð- ingu gróðrarstöðvanna. Á haust- in eykst vinnan að nýju,. og einkum eru haustverkin erfið og dýr þegar illa árar, eins og hér á Suðvesturlandi í haust. Þá ríkti sífejld ótíð frá því fyrir miðjan september og fram til fyrsta dags í vetri. Til gamans má nef na það, að „vorstörf" hófust fyrsta vetrar- dag hjá Einari G. Sæmundsen skógarverði í Fossvogsstöðinni með því að sáð var fjöl- mörgum runna- og plöntu- tegundum, Þ- á m. 40 tegundum frá Alaska og eru margar þeirra alveg nýjar af nálinni hér á landi, enda þótt lítilsháttar reynzla sé fengin af öðrum. Trjá- og runnategundir hér á landi skipta orðið mörgum tugum. Meðal annars er vitað um 25 trjátegundir og eru þrettán þeirra — eða helming- uririn- t_\ barrtré. Komin er fjöldaframleiðsla á 6 barrtrjár- tegundir og tvær bætast í hóp-» inn.ánæsta ári. Síðastliðið sumar var gott , vaxtarsumar hvað trjágróður snerti, en þó ekki jafh gott og suni önnur surnur. Skógræktar- stjóri taldi að sumarið 194C^ : hefði verið eitt bezta vaxtar- sumar, sem hann vissi um.. Vár sumarið næsta áður (1939) 'ó-. venjuhlýtt og meðalhitinn mánuðina júní—september var 11.75 stig hér i Reykjavík. Nú er vitað að tré safna forðanær- ingu í góðum sumrum, sem þau npta næsta sumar á eftir.. Þess vegna kvaðst skógræktar- stjóri vona, að næsta sumar ýrði qúxí béti-a vaxtarsuinar fyrir -trjágróður' heldur en þó það, sem nú var að líða> • Þrátt fyrir góðæri nú, var óvenjulítið um birkifræ í haust„ gem stafar af köldum undan- förnum árum. Aftur á mótierui elztu ráuðgrenitrén hér á lándil' byrjuð að bera fræ og má vænta. f ramhalds á, því i yaxandi mæli. dun i deg * Kaldbakui missti af kveldflóðinu í gær, St&wwmww* h&f&w te&fjö sifjliwtgwM, skipsiwws. Einkaskeyti til Vísis. Grimsby, í nótt. Kaldbakur náði ekki kvöldflóðinu í gærkvöldi, og komst því ekki inn til þess að landa afla sínum. Verður því ekki landað-. Úf skipinu fyrr en á mánu dag. Þetta hefir valdið mikl um vonbrigðum eins og von legí er, og miklU fjárbags tjóni. — Slæmí veður og naumur tími, sem ætlaður var til ferðar Kaldbaks, mun hafa valdið töfímii. Jack Vincent forstjóri, einn helzti formælandi lönd- unarbannsins, sagði í fyrra- dag, að hann myndi hvetja íií 'íiess, að banninu yrði af- létt í mánuð, ef ríkisstjórn fslands féngizt þá til þess að ræða málið betur og leita samninga. Þórarinn Olgeirsson ræð- ismaður, umboðsmaður ís- Ienz.ku togaranna í Grims- by, segir þeíta Sierbragð brezkra togaráéige-ndá' til bes's að freísta þess að vinna aftur það, sem þeir hafa þegar tapað. Segir Þórarinrí, að vitanlega verði að aflétta banninu skilmálalaust áður en nokkrar samningaumleit- anir geti hafizt, en þá komi til kasta ríkisstjórnanna að semja. Dawson segir einnig, að banninu verði , að aflétta skilyrðislaust, en annars muni hann rjúfa það alger- Iega. „Eg sem ekki Vopna- hlé, þar sem brögð eru P.ð baki," mælti Etawson. B. Jak. Hátt á 4. hundbð kíghóstatilfetli í ár. Það sem af er 'þessu ári hafai samtals 377 kíghóstatilfelli komið fyrir hér í Reykjavík. Hefur kíghóstatilfellum: fjölgað frá því í fyrra, því þá. voru þau aðeins 115 að tölu. En mesti kíghóstafaraldur... sem komið hefur í mörg ár, geísaði í hitteðfyrra. Náði hann hámarki í apríl því í þeim eina mánuði voru skráð 5.20' tilfelli hér í Reykjavík,.en sam- tals 1885 á öllu árinu. Síðan: þá hefur kíghósti stungið sér meira og minna niður í hverjum mánuði og töluvert meira í ár en í fyrra. Hafa tilfellin verið fæst30 á mánuði í ár, en flest sjötíu. Fv. drotining opnar sér æð. Um þessar mundir erú Pétur fyrrum Júgóslavíukonungur og Alexándra kona jhans áð fá skilnað í París. Þegar mál þeirra kom fyrst fyrir rétt þar í borg, yar Álex- andra með umbúðir um úlnlið vinstri handar. Sagði lögfræð- ingur hennar, að hún hefði reynt að opna sér , æð til a.ð fi-emja sjálfsmorð vegna hryggðar yfir^ skilnaðinum. Hafði hún þó farið frá mannt sínum — eftir 9 ára'sambúð.. Úranus kom - .af Grænlandsmiðum í morgun með fullfermi áf karfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.