Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 4
 VISIR VXSIH D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR ELF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. : , Félagsprentsmiðjan h.L Ríkisútgeri togara. Asíðasta þingi var reynt að fá það samþykkt, að ríkið gengi í ábyrgð fyrir ýmis bæjar- og sveitafélög úti um land, sem hofðu hug á að afla sér togara, sem hefði svo bækistöð í þeim, legði þar afla á land og fjörgaði atvinnulífið á ýmsan hátt. Er það mála sannast, að atvinnulíf víða um land er harla bágborið á ýmsum tímum árs, svo sem bezt hefur komið í ljos af því, hve ríkissjóður hefur orðið að verja miklu fé síðustu árin, til þess að auka atvinnumöguleika á ýmsum stöðum. Er jafnvel ekki séð fýxir endann á slíkum styrkveitingum ríkis- sjóðs, og er ekki ástæða til að amast við þeim, ef þessar „blóð- gjafir“ bera tilætlaðan árangur, en úr því verða tíminn og reynslan að skera. Þegar Alþingi hafði þetta ábyrgðamál til meðferðar, var bent á það hér í blaðinu, að ef af þessu yrði, væri farið inn í vafa- sama braut, er gæti smám saman haft þær afleiðingar, að ríkið yrði að taka að sér rekstur togara, sem lítil og févana bæjar- félög hefðu komizt yfir vegna bakábyrgðar ríkissjóðs, en gætu svo ekki haldið úti 17 ndi þá verða vá fyrir dyrum í þeim sveitarfélögum, er hefuu aflað hinna dýru framleiðslutækja, því að kostnaðurinn við þau væri mikill, og mundi verr farið en heima setið, ef illa gengi útgerð þeirra.. Flestir þingmenn munu hafa gert sér grein fyrir því, að slík ráðstöfun gæti verið mjög tvíeggjuð og þótt hún næði ekki frarn að ganga í það skipti, má þó heita, að hún sé afturgengin á því þingi, sem nú situr. Hafa Alþýðuflokksmenn og einn Fram- sóknarmaður borið fram tillögu um, að ríkið efni til togara- útgerðar, til þess að bæta úr árstíðabundnu atvinnuleysi á ýmsum stö&um úti um land. Telja flutningsmenn tillögunnar, að með því mótí megi bæta úr þessum vandræðum, og er það vissulega rétt, að grípa verður til ráðstafana, tíl þess að bæta lífsafkomu manna á ýmsum stöðum, þar sem atvinna er lítil sem engin á sumum tímum árs. En það er mikið vafamál, hvort xíkisútgerð er rétta úrræðið. Flutningsmenn tillögunnar benda á, að útgerð geti verið ábatavænleg, en þeir viðurkenna þá jafnframt, að alltaf geti brugðið til beggja vona á því sviði atvinnulífsins. Samt finnct þeim ekkei’t athugavert við það, að ríkið leggi í þá áhættu, sem þessu fylgir, því að þeir telja aðalatriðið, að skipin leggi aflann á land hingað og þangað, þar" sem þörfin er mest fyrir vinnu hverju sinni. Þeir staðir, er tækju við aflanum, mundu hafa af því hag, en ríkið mundi verða að greiða hallann af skipunum, eí einhver yrði, að samkvæmt annari reynslu manna hér af ríkis- rekstri er næstum óhætt að gera ráð fyrir taprekstri. Alþýðuflokksmenn eru ekki myrkir í máli, þegar þeir tala um það, hvernig ríkissjóður skattleggur alþýðu manna í landinu, en þeir gera sér þó væntanlega grein fyrir því, að ríkisútgerð gæti kannske — og raunar mjög sennilega — gert fjárþörf ríkissjóðs enn meiri, þegar standa þyrfti undir hallanum af útgerðinni. Tapið er jafnvel fljótara að koma en gróðinn, er illa gengur. Hitt væri miklu útlátaminna og einfaldara, að ríkið hlutað- ist til um það að þeir togarar, sem einstaklingar og bæjarféóg eiga, komi þar að landi, sem þörfin er mest hverju sinni, ef það .brýtur ekki í bága við hagsmuni heimahafna þeirra. Nýtt leikhús í Reykjavík. Otjórn Leikfélag Reykjavíkur hefur skýrt frá þvi, að félagið hafi hug á því að koma upp leikhúsi hér í bænum. Hefur félagið áratugum saman haft aðsetur sitt í Iðnó við Tjörnina, en nú er húsnæði alít orðið of þröngt þar og óhentugt, fullnægir ekki kröfum timanna, svo að Leikfélagið vill sjálft ráðast í að koma upp byggingu fyrir starfsemi sína. Vitanlega hljóta þessar fyrirætlanir að eiga langt í land; bvi að byggingin hlýtur að verða dýr, en félagið er ekki efnað, enda þótt það muni hafa safnað nókkrum sjóðum á síðustu árum, þar sem leiklistaráhugi hefur verið meiri en nokkru sinni, og sýn- ingar þess margar og fjölsóttar á hverjum vetri. En húsnæðið hefur staðið félaginu fyrir þrifum að ýmsu leyti, því að það setur f'taginu stólinn fyrir dyrnar við val leikrita, sem fengur gæti vcrið að kynnast. Leikhús Leikfélagsins —- ef það kemst upp — verður keppi- nautur Þjóðleikhússsins, og ætti það að geta orðið til þess, að enn meira fjör færist í leiklistina. Þess vegna ber að fagna þvi, að félagið skuli vera svo'stórhuga, og. vónandi tekst því að Jirinda fyrirætlunum sínum í í'namkv**pd. ,, „ t!n; -t>- Arthur Wint, Jafliaðcahlauparinn heimsfrægi, hættur keppni. Hann er að Ijnka lœknisfræðiprófi^ og kverfiir nií áíl !ieimalanil« §íns. Jamaicamaðurinn Arthur Wint er nú sagður hættur þátt- töku i kappmotum, en hefir til skamms tíma verið einhver snjallasti 800 og 400 metra hlaupari heims. ■ Var hann kvaddur opinber- lega með viðhöfn í White-City leikvanginum í London fyrir um það bil ári síðan. Wint þessi varð annar í 800 m. hlaupi á olympíuleikunum í London árið 1948, á eftir Bandarkja- manninum Mal Wihtefield, sem sigraði á 1.49.2 mín. Hins vegar sigraði Wint í 400 m. hlaupi, öllum á óvænt, á 46.2 sek., á undan landa sínum Herb McKenley. A olympíuleikunum í fyrra varð hann enn annar á 800 m., á eftir fýrrnefr.dum Whit- field, og fimmti í 400 m. hlaupi. Hins vegar vann hann í hinni glæsilegu boðhlaupssveit á Ja- maica á 4X400 m., ásamt þeim George Rhoden, McKenley og Leslie Laing, og settu þeir fé- lagar um leið glæsilegt heims- met. Aíthur Stanley Wint á feikna vinsældum að fagna í Bretlandi, en hann hefir verið í flughern- um, var m. a. flugmaður í or- ustuvélum. Nú mun hann vera í þann veginn að ljúka em- bættisprófi í læknisfræði, en að því loknu mun hann hafa í hyggju að hverfa heim aftur til Jamaica, til konu sinnar og dóttur, og stunda lækningar í heimalandi sínu. Arthur Wint er engin smá- smíð, því að hann er 1.95 m. á hæð, en skreflengd hans í keppni er 2.59 m. Nú er hann því miður horfinn af hlaupa- brautinni, segja Bretar. Erlander og Kekkonen fróðir um íþréttir. Forsætisráðherra Svía og Finna þykja vita Iengra en nef þeirra nær í íþróttum. Fyrir nokkru ger'ðu þeir það sér til gamans að spá um úrslit í landskeppni þessara landa í frjálsum íþróttum, og komust nær hinu rétta en flestir íþróttafréttaritarar. Tage Er- lander, forsætisráðherra Svía spáðí sigri Svía, 206 gegn 204 i stigum. Urho Kekkonen, for- j sætisráðherra Finna, spáði Finnum sigri, 212 st. gegn 198. t Úrslit urðu þau, að Svíar unnu með 217 gegn 193 stigum. — Kekkonen er annars gamall hástökksmeistari Finna. Bróðlr M Matiiias iíkEegnr tii afreka í tugþraut. Honum er spáð glæstum ferli í sambandi yið OL Í956, Bob Mathias, sem sigrað hefir í tvennum tugþrautum á Olympíuleikunum í London 1948 og í Helsinki í fyrra, ætl- ar nú að setjast í helgan stein og hætta keppni. Hefn hann lýst yfir þessu í viðtali við íþróttafréttaritára vestan hafs. Vera má þó, að hann skipti um skoðun, enda kornungur, eins og alkunna er. Hins vegar hefir frétzt, að Mathias-ættin sé eltki dauð úr öllum æðum, því að yngri bróð- ir Bobs, Jim að nafni, þykir einkar efnilegur tugþrautar- maður, og líklegur til mikilla afreka. Jim þessi stundar nám í Occidental College í Los An- geles í Kaliforníu. Frjáls- íþróttaþjálfari skólans hefir látið svo um mælt, að Jim verði skæður keppinautur beztu tug- þrautarmanna heims á olym- þíuleikunum 1956, ef allt fer áð vonum. Þó er viðurkenr.t, að Jim eigi margt ólært af Bob „stóra bróður“, ekki sízt í spjótkasti og 110 m. grinda- hlauþi. Til gamans skulu tilfærð hér afrek þeirra bræðranna í tug- þraut: 400 m. hlaup: 51.4 sek. 110 m. grind: 17.2. Kringlukast: 45.47 m. Stangarstökk: 3.35 m. Spjótkast: 48.39 m. 1500 m. hlaup: 4.51.0. Afrek Bobs í sömu röð eru, þessi: 10.9, 6.98, 14.30, 1.90, 50.2, 14.7, 46.89, 4.00, 59.21, 4.50.8. •w Jim: 100 m. lilaup: 11.1 sek. Langstökk: 6.27 m. ICúluvarþ: 14.69. Hástökk: 1.80. Enn einn Ðaninn keppir fyrir ítali. ítalska stjórnúi lagði nýlega bann við freka'ri innflutningi érlendra knattspyrnumanna til landsins. Þó tökst enn eiiium Dana að komast1 í • ítalskt knáttspyrnu- félag sem atvjnnum^ur .Per nokkrum Jensen írá K-.B., kunn um miðframherjá og landsliðs- manni. Jensen fær þó ekki nema um 9000 st.erlingspund fyrir tveggja ára þjónustu. -—• Þessu var komið þannig á kring, að Jensen er í F. C. Trieste, en Triest-borg er nú talin utan ítalíu, enda rísa málaferli út af þessu tiltæki Jensens og Triestfélagsins, með því að önnur knattspyrnufélög hafa mótmælt. Mánudaginn 2. nóvember 1953 Hér fer á eftir bréf frá les- anda Hergmáls á Akurcyri. Bréf ritarinn nefnir sig „Grámaiin Akurcyrar*1 og hefur áður sent mér pístil, eins og kcmur fram i upphafi. Að þessu shini verð- ur aðeins birtur kafli úr bréfi vinar mins fyrir norðan. ' „Þökk fyrir góðar viðtökur bréfs míns, sem Bergmál birti 14. okt- óber s.l. Öskuhaugar og hákarl er ekki eina umræðuefnið hér nýrðra, eins og við má búast. Bækur ræðast t. d. hér mjög og þökkum við einkanlega þai-ft og gott rit, sem kom Iiingað i'vor. Þeirra eigin orð. i Heitir það „Þeirra eígin orð“, i og hefur stórmikinn lærdóm að flytja um rauðu pestina, seni m. a. spýtir á helga dóma, svo sem orð og gjörðir slíkra manna vilna, staðfest í blöðum og ritum, sent geymast á söfnum og heimilum, óafmáanleg, söguleg merki um niðurlægingu hugarfars hjá viss- um jtakmörkuðuni hluta fslend- inga, um allar ókomnar aldir . “ Hér fer á eftir kafli um bækur, sem ég sleppi. En siðan minnist bréfritarinn á Dag Akureyrar, sem hann kallar „Dag“, og litla birlu leg'gi af. Flugur í bréfpoka. „..Kemur góður þá getið ei\ eða hitt þó heldur! Það er verið að bera út Dag. Eg sá að ösku- haugarnir eru þar nefndir, og er þar ritdómur um þjóðsöguna um flugurnar í brélpokanum, sem við Akureyringar fengum að kynnast á okkar eigin „þjóðlifs'* vettvangi í sumar. Ekki meira um það. Því ef við ræddum slík blöð af alvöru, værum við orðþ- ir gamansamir um of. Við verð- um nefnilega að muna trúna á mannkynið má aldrei bresta, þótt syrti í álinn. Það nnm koma skírt úr deigln nútimans, varþa af sér annarlegmn ismum og ó- gúðlegum, og stefna liærra og lengra út i ljósið og daginn frá nótt álaga og mannliaturs. Því kjarni þjóðar vorrar er annars eðlis en „toffar“ og „koffar** ,í gerzku ævintýrunum liinum óg- urlegu ....“ Vélar án varahluta. Fátt er raunalegra er véluni viðkemur, én beuzínlaus bill- þegar á að grípa til hans, nema það væri þá raltblaðalaus rak- vél, eftir að búið er áð loka búð- um og eigandinn stendur al- skeggjaður og albúinn til að raka sig fyrir framan spegilinn. Yfir- leitt er hægt að bæta úr þessmn ágöllum með því að fylla benín- géýmslu bílsins eða kanpa sér rakblað í vélina, þegar næst er ní|gl að komast í búð. Hér verð- "r'ekki rætt almennt óhagræSið. •íáf ]>ví að flytjá inn' alls konar vélar, sem erfit't er að fá vara- hluti i, en aðeins lekið sem dæini óhapp, sem kunningi minn lenti i ekki alls fyrir löngu. Kaupmaðurinn hafði betur. Þessi kiníningi níinn þurfti að kaupa nýja rakvél,1 óg sá éina forkunnarafrga í verlun einni, og fylgdu lienni nokkui* blöð. Þár sem vélin var frekar ódýr fésti hann kaup á henni, þegar í stað, og uggði ekki að sér að um nokk ur el'tirkaup gæti verið að ræða. Þegar hann hafði notað rakblöð- in, sem vélinni fylgdu, fór liann í sömu verzlun og ætlaði að kaupa sér nýjar birgðir. Þá kom sannleikurinn í Ijós, því blöð i þessa íorlátarakvél voru blátt á- frani ekki flutt inh, nema nokkur blöð með . hy.erri véj.. Veslings .þunuingi minn' vgrð. algerlcga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.