Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 2. nóvember 1953 VÍSIR 0 Ottaslegin eiginkona. cftir Œknelart. 3f> „Læknirinn sagði, að bezt væri að bíða til morguns. Það var nýbúið að gefa henni svefnskammt, þegar Billy kom í leitirnar.“ Skamma stund, meðan drukkið var úr einu glasi, sagði Close honum frá nokkrum atriðum, nægilega mikið til þess að fylla í nokkrar éyður. — Að því er bezt var vitað liafði drengurinn ekki séð hver mofðinginn var. Hann mundi aðeins eftir hávað- anum og að einhver kastaði frá sér skammbyssu. Hann var svo hræddur, að í bili þofði hann ekki að hreyfa sig. Svo hljóp hann niður til Hellingers óg Hellinger háttaði hann niður í rúm sitt, áður en hann kallaði á lögregluna. „Hvenær honum var mútað til þess að fela hann veit eg ekki. Og við fáum sennilega aldrei vitrieskju um það,“ sagði Close, „en það var vafalaust eitthvað gott í Mike Hellinger — en hann komst að því, of seint, að hann var flæktur í mái, sem hann gat ekki hreinsað sig af, og þegar di'engurinn var flúinn, var öll von úti, nema hann kæmist burt. Hann kom eftir töskum sínum, en fékk kúlu í höfuðið.1 Close geispaði, er hann stóð upp. „Jæja, eg er sannast að segja líka orðinn þreyttur og' svefn þurfi. Það var stundum auglýsing í gömlu knæpunum: „Farðu heim með eina tylft af steiktum ostrum handa konunni.“ En konunni minni fellur ekki bragðið að þeim.“ 11. kapituli. Þegar menn eru úxvinda af þreytu, andlega og líkamlega, sofa menn tíðast draumlausum svefni, og eins var um Forsythe. Þeg- ar hann vaknaði var hann útsofinn og fann ekki til neinna höfuðþyngsla. Hann lá kyrr í rúminu nokkra hríð og hugsaði um Önnu. — Það var ekki nema vika síðan hún kom í skrif- stofu hans. Það voru níu ár síðan dansleikurinn var haldinn og Bill hafði leitt hann til hinnar óframfærnu systur sinnar, sem var klædd hvítum kjól, sem fór henni ekki sein bezt, og hann hafði dansað við hana. Einn dans, en hún hafði ekki gleymt því. Hverjar voru hugsanir hennar nú í hans garð? Væri ekki ónærgætnislegt af honum að ympra á því nú, eins og ástatt var? — Hann var viss um sínar eigin tilfinningar nú, en í vafa um hennar. Og hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hafði orðið ástfanginn af henni daginn, er hún lét höfuð sitt hniga fram á skrifbórð hans og grét hástöfum. Hann vaknaði upp úr þessum hugleiðingum við að sagt var kurteislega: „Eg vona, að eg hafi ekki vakið þig. Það er enginn kominn á fætur,“ sagði Billy. Billy, klæddur svefnfötum, stóð við höfðalag hans. „Vitanlega ekki. Hvemig svafst þú?“ „Ágætlega. Miké segist aldrei hafa þekkt neinn, sem sé eins duglegur að sofa og eg.“ Það fór eins og hrollur um Forsythe, þegar hann hugsaði um það, sem gerzt hafði daginn áður. „Af hverju kemurðu ekki upp í?“ spurði Forsythe. „Það er kalt í herberginu. Eg skal færa mig.“ Billy skreið upp í og vafði um sig ábreiðunum. Það yljaði Forsythe, að drengurinn bar traust til hans. „Það verður kannske of þröngt um þig,“ sagði Billy. yfirbyggður til sölu. — Til sýnis við Laufásveg 8 kl. 4—6 í dag. Opemóöncjihóll Sigurðar Skagfield í Gagnfræðaskóla Áustur- bæjar, sími 6124. Laugarneshverfi íbúar þar burfa ekki að fara lengra en í Bókabúðma Laugarnes, Laagarnesvegi 50 til að koma smáauglýsingu í Vísi. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. MAGNUSTHORLACIUS hsestaréttarlögmaður Málflu tningsskrif s tof a Aðalstræti 9. — Sími 1875. ?-*=?!ÍfiíS*SÖ3 Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaöur. Skrifstofutími 10—12 og 1—>. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Alm. Fasteignasalan Lánastarfsemí Verðbréfakaup Austurstræti 12. Sími 7324. PELSAR 0G SKINN Kristinn Kristjánsson, Feldskeri, Tjarnagotu 22. Sími 5644. = = =?\ —■. — Hafið bér nokkurn tima reynt að enda góða mállið með nokkrum ostbitum? Osiur er ekki aðeins svo Ijúffengur, að matmenn laka bann fram fyrir aðra tylliréHi, beldur er hollusta hans mjög rriikil. Sænsku heilbrigðisyfirvöldin hafa t.d. gefið |?au ráð í barátf- unni gegn tannsjúkdómum, að gott sé að „enda máltið með osti, sykurlausu brauði og smjöri . .. " - Látið ostinn atdrei vanta á matborðih! AFURÐASALAN -VVVVWVVVVVVVWVVVVVVrtrtíWSí ■ Skipstjora- og \ stýrimannafélagið „ Ældan “ Minnimfjjav- spfjöld styrktarsjóðsins fást hjá undirrituöum: V eiðarfceraverzluninni Geysir, Hafnarstrœti. Verzl. Guðbjargar Bergþórs-', dóttur, Öldugötu 29. Verzl. Málning og Járnvörur,', Laugaveg 23. Verzl. Jáson og Co. í Efstásundi 27. \og \verzl. Gísla Gunnai ssonar, Hafnarfirði. '.■.-.W.W.V.SSS-.V’.VJ-VW,-, Tökum föt í litun þennan mánuð. Eín tfi Sa uff in ^KÉMIKO _ Laugaveg 53 A, sími 2742. CiHU AíMí ite/v... Meðal bæjarfrétta Vísis hinn 2. nóvember 1918, voru þessar: Katla heldur enn áfram að gjósa. Á miðvikudaginn og í fyrra- kvöld hafði atgangurinn eink- um verið mikill, að því er Vísi var sagt í síma austan úr Vík í gær. Uppfyllingin, sem Kötluhlaupið hefir mynd- að fram af Mýrdalssandi, nær hér um bil eina sjómílu út í sjóinn á svæðinu frá Múlakvísl og fjórar sjómílur austur fýrir Hjörleifshöfða. Á landi eru há- ar jökulhrannir, sem líkjast húsaþyrpingum séðar frá sjó. Sjórin er íslaus og hættulaust að sigla í einnar sjómílu fjar- lægð frá ströndinni. 50 metra dýptarlínan virðist óbreýtt, að því er haft er eftir skipstjór- anum á Geir. C & SunouqhAi TARZAN Copr ISSO.Edg.r Rlce Burrovighs.In«,—Tm.litS-U.S.Pil.Oíf. Distr. by United Featurc Syndieate. Inc. „Gerum nú ráð fyrir að mérúak- ist að flýja undan ljóninu?", sagði Tarzan. „Þú getur aldrei komizt undan ljóninu“, svaraði várðmaðurinn. „Þínir dag'ar eru taldir og þér verður ekki bjargað." Á meðan Tarzan gekk fram milli varðmannanna, mældi Tarzan fjarlægðina til skógarins. Honum varð þegar Ijóst að honum tækist ekki að komast til skógar. Þegar haim kom að yzta varðmanninum, tók Tarzan til fótanna eins hratt og hann gat. Um leið var Belthar sleppt og múgurinn. rak upp mikið óp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.