Vísir - 07.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 7.. návember 1953. VÍSIR C. B. KeHand. giæfrakvendi og andlitssvipur hans tók nokkrum breytingum. Hann hafði búizt við, að hér væri í mesta lagi um nokkur hundruð dollara að ræða, en hér var hvorki um meira né minna en 20.000 dollara að ræða. „Áður en við útkljáum þetta vildi eg mega spyrja nokkurra spurninga, ungfrú Villard." Anneke taldi víst, að það væri frekara forvitni en gætni hins reynda bankamanns, sem hefði knúið fram þessa spurningu, en hún hneigði höfði alvarleg á svip. „Hvers óskið þér að spyrja, herra Ralston?“ „Eg minnist þess ekki, að hafa heyrt yðm- neínda á nafn fyrr. Erað þér einn af íbúum San Francisco?“ „Það er ætlun mín að setjast hér að og verða einn af íbúum borgariimar. Þess vegna hefi eg leigt mér hús hér.“ „Ásamt fjölskyldu yðar, ungfrú Villard?“ „Eg á enga ættingja. Við vorum tvö ein eftir, faðir minn og eg, en hann er nú látinn. Og eg væri ein míns liðs ef ekki væri Hephzibah. Eg er borin og barnfædd í Hardin-héraði, herra Ralston." Hún brosti blíðlega og hélt áfram: „Það var einnig fæðingarhérað Abrahams Láncolns. Þeir, sem gáfu mér góð ráð, töldu hyggilegt að eg hefði handbært nokkurt reiðufé, til brýnustu þarfa, þar til eg tæki lokaákvörðun um, hvort eg settist að í San Francisco fyrir fullt og allt eða ekki.“ Af orðum hennar og framkomu, virtist mega ráða, ályktaði Ralston bankastjóri, að verðbréfið sem lá fyrir framan hann, væri ekki nema hluti eigna hennar, en ekki aleiga hennar, eins og reyndin var. „Leyfið mér að spyrja, ungfrú Villard, hvers vegna þér völduð San Francisco, sem er langt frá bemskustöðvum yðar? Það hef- ur þurft talsvert hugrekki til þess að slíta sig upp með rótum úr sínu gamla umhverfi og byrja á nýan leik meðal ókumiugra. Þess vegna spyr eg aftur, hvers vegna völduð þér San Franc- isco?“ Þetta var spurning, sem Anneke hafði vonað, að hann mundi bera upp. „Sökum þess,“ svaraði hún, „að eg vildi snúa baki við mínum gamla heimi og öllu, sem þar er að finna. Eg var staðráðin í að fara þangað, herra Ralston, þar sem eitthvað er að gerast, þar sem allt er nýtt, nýir lifnaðarhættir, nýr andi, nýr hugsunar- háttur ríkjandi, Sökum þess, hen'a, að San Francico er heill- andi borg, þar sem — að eg hygg — margt og mikið mun gerast, sem ánægjulegt verður að vera vitni að — og taka þátt í.“ Haxm hlýddi á mál hennar með vaxandi athygli. Þessi stúlka bjó yfir sérkennilegum persónuleika, var stefnuföst og vilja- sterk, — á því var ekki minnsti vafi —- ekki bara ung, falleg stúlka, sem ekki gat státað af neinu, nema fegurðinni. „Þér mælið af áhuga — og hrifni.“ „Sláið mér ekki gullhamra, herra Ralston,“ svaraði hún og skipti lítið eitt litum. „Og hver haldið þér, að verði framtíð borgar okkar?“ spurði Ralston bankastjóri og var ekki í vafa um svarið. „Þessi borg,“ sagði hún, „er borg ævintýranna. Hún var reist af frumherjum, — ekki af mönnum, sem héldu kyrru heima fyrir og urðu eins og trénaðir stönglar, heldur af mönnum sem buðu ótal hættum byrgin á leið sinni yfir óbyggð landflæmi, þar sem hættur voru við hvert fótmál, eða sigldu yfir úfin höf, til þess að grafa gull úr jörðú. Sumir þessara manna áttu fram- sýni eigi síður en dugnað, og þeim tókst að afreka það, sem virt- ist ald-rei geta orðið nema draumur einn. Þeir lögðu járnbrautir yfir fjöllin, um landsvæði, þar sem villtir Rauðskinnar gerðu þeim allt til miska, er þeir máttu, og þessum framsýnu, dug- miklu mönnum er það að þakka, að nú er hægt að ferðast á- hættulaust frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Þetta var í mínum augum hið mikla ævintýri. Aðrir hafa leitað og fundið auðugar námur. Eg nefni „The Comstock Lode“! Nýir menn, sem hafa Jólasveinar einn og átta •lólakoriin* sem börnin lita sjálf. — EHefu kort kosta aðeins 10 krónur. Fást í flestum bókaverzlunum wVWVWWWWWV FVWUWW Beztu Lækjartórgi úrin hjá Bartels Sími 6419 V BllIÐCiEÞÁTTlIR V á 4 4 VÍSIS $ Lawsn á Britigt»-þi'4ín t: * Á, 8, 7, 6 V Á, G, 3 * 8, 7, 6 * 8, 4, 2 A K, G, 10 V 9, 7 ♦ Á, K, D, 10, 2 * K, 10, 6 A D, 9, 4, 3, 2 V 8 ♦ G, 9, 3 * G, 7, 5, 3 A 5 V K, D, 10, 6, 5, 4, 2 ♦ 5, 4 <¥» Á, D, 9 Suður spilar 4 hjörtú, en vestur hefir sagt tígul. Útspil er tígulkóngur og síðan ás og drottning í tígli. Hvernig á suð- ur að spila spilið? Vonir suðurs um vinning byggist á því, að geta fengið tvo slagi í laufi. Suður hefir þó ekki nægar innkomur til þess bæði að spila spaðann í botn og spila laufi frá borði. Suður verður því að gera ráð fyrir að vestur hafi aðeins 3 spaða. Suður tekur tíguldrottn- ingu með hjartafjarka, tekur síðan spaðaás og drepur spaða- sex með hjarta. Kemst inn á borði á hjartagosa og di-epur spaðasjö með hjarta og spilar borðið imi á hjartaás. Þar sem spaðakóngur fellur hjá vestur spilar suður út laufatvisti úr borði. Setji austur gosa, drep- ur suður með drottningu. Vest- ur tekur á kóng og verður ann- að hvort að spila laufi eða tígli, sem hvorugur merkir. Setji austur lágt á lauftvist, dugar laufnia hjá suður með sama árangri. M07 TVIBURAJÖRÐBN — eftir Lebeck og Wllliams. Sá var ekki feigur. Á sex vikum hefur það fjór- um sinnum komið fyrir, að bif— reiðár í sprengjuflútningum vestan hafs, hafa sprungið í loft upp. Síðast gerðist þetta í Ne- braska-fylki, og sprungu þá 17 lestir af sprengjum, sem vöru- bifreið var að flytja. Heyrðist gnýrinn í 30 km. fjarlægð og í veginn myndaðist 15 feta djúpur gígur. Eifreiðin sundr- aðist en ökumaðurinn slapp ó- meiddúr. Þessi sjónvarpssími þeirra Tvíburajarðarmanna er merki- legt áhald. — En þaS,: sem mesta furðu vekúr, er þó ekki tækið sjálft. Hið merkilégasta við þetta er það, að tækið fær orku sfna úr gúfuhvolfínu sjáifu. Um slika uppfinntogu hefur okkur mettotaa drteymt fram á þenna dag, Rannsófcnlr á þvS verða pJS bíða, Nó e* urn að gere að finna áðal-sendistÖflí Cihu Aimi Oar.... Urn þessar mundir fyrir 35 árum geisaði Spænska veikin í Reykjavík, en var þó í bvrjun. Þá mátti lesa eftifarandi í aug- lýsingu í Vísi: Dagblöðin geta ekki komið út næstu daga vegna veikinda starfs- manna. Merkustu tíðindi verður reynt að birta á fregnmiðum víðsvegar um bæinn. Kaupend- ur blaðanna geta látið vitj'a fregnmiða á afgreiðslu blað- anna og verða þeir enn fremur til sölu á götunum. Nauðsyn- legum auglýsingum veitt mót- taka á afgreiðslum blaðanna. Rvík 6. nóv. 1918: FRÉTTIR Gúðm. Guðmundsson. MORG- UNBLAÐIÐ Vilh. Fdnsén. VÍSIR Jakob Möller. um vinninga í vöruhapp- drætti S.Í.B.S. í 11. flokki 1953. Kr. 50.000.00, nr. 46.201. Kr. 10:000, nr. 37.821. Kr. 10.000, 42.683. Kr. 5.000, nr. 9099, 10489, 32392, 32649. Kr. 2000, nr. 2277, 16698, 24664, 27277. Kr. 1000, nr. 3554, 8153, 10674, 15898, 24875, 31606, 36727, 40744, 41138, 46993. Kr. 500.00, nr. 2247, 2742, 3129, 3625, 5289, 6290, 8145, 9221, 9431. 10034, 10042, 11575, 12172, 13532, 14122, 14450, 15008, 15014, 15654, 16119, 17518, 18880, 19719, 19783, 21999, 22062, 23263, 25624, 26225, 27161, 27356, 28322, 28880, 29620, 30233, 30428, 31084, 31198, 33158, 33831, 34195, 35144, 35294, 36675, " 40889, 41637, 42482, 43332, 43389, 44350, 44905, 45334, 46836, 48733. Permanentetofan Ingólfsstræti 6, sími 4109. NYKOMIÐ: JMynoiraður VEjLOUJR vínrauður og rústrauður. Ír@r3Íunin JFratn IUapparstíg 37. Sími 2937.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.