Vísir - 10.11.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 10.11.1953, Blaðsíða 5
Æ>ri3judagmn 10. nóvember- 1953 VÍSIR I t»a5 er engin nýung a5 hún ierti þanga5 og í fir5ina, sem ganga úr honum. Niðurl. Ég vai' þá oít á rerð i Grund- árfirði Qg giati þá alltaf hjá Jóni i Gröt'. Einu sinni kom ég þar um ré.ttir, eða eftir mrðjan' september. Um kvöldið barst síldin í -tal, og sagðist Jón vera hándviss um, að nú væri mikið af henni í í'irðinum, og kvaðst hafa lagt netstúf, skammt undan kampinum, fram undan bænum í Gröf. Þegar birti um mprguninn fór Jón að vitja um netjð, og þegar ég reið á stað, sýndi hann. ,mér veiðina, sem var 1 Vz tunna af spegilfagurri stórri hafsíld, sem hafði ánetj- azt í netstúfimi um nóttina. Ég varð að trúa mínum eigin augum og var helöur ekki frá taví, að dreyma sömu drauma og Jón, um síldarsöltun, bryggjur og plön með fram öllum löndum í Grundarfirði, en um síidarverksmiðjur var þá ekki farið að tala. Hihri rnikli síldarútgerðar- maður Konráð Hjálmarsson á Norðfirði kom eitt haust vestur í Grundarfjörð, á þessum árum og var nokkra daga hjá Jóni í Gröf. Hann hafði frétt, að síld- in væri þarna og vildi kaupa jörðina af Jóni og' flytja þang- að útveg sinn að austan, en þá var orðin síldartregða á Aust- fjörðum. Konráði leizt vel á sig í Grundarfirði. Fyrsta morguninn, sem hann var í Gröf, sagði hann þegar hann út og leit fjörðin spegilsléttan og' lifandi aí fugli: „Satt er það, síldarlegur er hann.“ Úr þessu ráðabruggi Konráðs varð svo ekkert. Jón var tregur til að selja jörðina. Konráð var orð- inn roskinn og tapaði miklu fé nokkru síðar. Síra Ólafur Stephensen, síð- ast prófastur í Bjarnarnesi, bjó embættislaust ó Grund i Grundarfirði rúm 10 ár. Hann var duglegur sjómaður, enda alinn upp við sjóferðir í Viðey, og svo var hann mesta aflakló og útsjónarsamur. Hann hefur efiaust verið vanur síldveiðum, þegar hann var að alast upp og tekið þátt í að ausa síldinni upp í sundunum fyrir innan Viðey. Hann hafði mikinn hug' á að koma upp útgerð í Grund- arfirði og hafði óbilandi trú á staðnum sem veiðistöð og þá ekki sízt sem síldarveri. Hann var í sambandi við tvo Norð- emnn, sem einu sinni komu til Grundarfjarðar til þess að skoða staðinn. Annar þeirra var Brekke ræðismaður Norðmanna 4 Hull, en hinn hét Sekse og hafði verið mörg ár skipstjóri og stjórnað alls konar veiði- slcap. Þessir menn voru báðir nokkuð við aldur, en Brekke ræðismaður var flugríkur og var með fyrirætlanir um að setja ó stofn veiðistöð (togara- útgerð o. fl.) í Grundaf., en Sekse var ráðunautur hans og félagi. Brekke ræðism. hafði keypt jörðina Grund með kaup- manninum, í þessu skyni. Þess- um norsku mönnum leizt mjög vel á sig þarna, en af einhverj- um ástæðum varð ekkert úr framkvaarodum, og seldi sonur Brekkes . þessar eignir sínar aftur, mörgum árum seinna. Stefáni, syni síra Ólafs Stephensen. kaupmarmi í véiðarfæraverzluninni Verð- andi í Reykjavík, senr áþær nú.' Síldin í Kolgrafarfirði. Það er öllum kunnugt, að í kjölfar sildar fara alltaf hvalir, smáir og stórir, og svo hefur þetta verið á * Grundarfirði. Einkum var það alltítt á árum áður, þegar fór að líða á sumar, að stórhvelir sáust þar daglega og hafa þá auðvitað veiið að eita síldartorfur. Þannig var þetta líka fyrir örfáum árum, að þrjú eða fjögur stórhveli voru að haustlagi að svingla fram og aftur í Grundarfirði í heila viku, og hefur þá eflaust verið mikil síld í firðinum, þó að enginn tilraun væri gjörð til þess að veiða hana. | Fyrir innan Grundarfjörð 1 skerst Kolgrafarfjörður inn úr Breiðafirði, en fremst á nesinu milli þeirra er Hallbjarnareyri. Hann er mjög þröngur að fram- an og má heita, að hann lokist að mestu af tveimur oddum eða töngum, Hjarðarbólsodda og Berskerseyri, sem ganga út í hann framanverðan og er þar aðeins um mjóa rennu á milli þeirra að ræð'a, um háfjöru. Inni á þennan fjörð fer síld oft seinni hluta sumars og er þar allt haustið og fram eftir vetri. — Þetta hefur víst gengið svona til frá því að menn muna, og hafa þá stundum stórfiskar elt síldina inn á fjörðinn og verið þar á sveimi, íram og aftur, svo að vikum skipti. Þá hafa þeir, þegar þeir voru bún- ir að eta nægju sína, komizt út og fengum milljónir fyrir.“ Mér er þetta svo minnisstætt, þvi að karlinn var svo hressilegur og bjartsýnn, og svo þótti- mér, sém var svo ungur, gaman að því að tala um milljónir og sjá þær í hillingum, \ ‘ ' Sem;.dæmi þess, hversu síld- inni fiefur stundum dvalizt lengi í Kolgrafarfirði, minnist ég- þesá, að einu simii var það um vetur, þegar ég var í Hólm- inum í febrúar eða marz, að maður kom þangað gangandi undan Jökli. Það hafði.snögg- lega hleypt í hörkufrost og allir firðir hlaupið i hellu, og var ísinn glær og sjórinn tær, svo að sást til botns þar, sem. grunnt var. Maðurinn gekk firðina beint á ísnum, en á miðjum Kolgrafarfirði sá hann silfurgljáandi síldártorfu frosna í isnum. Maður þéssi sagði mér söguna sama kvöldið, sem hann gekk fjörðinn, og hef ég enga ástæðu til að halda, að hann hafi skrökvað að mér. Dr. Bjarni Sæmundsson rannsakaði mjög fiskigöngur hér við land, sem kunnugt er, og þá ekki sízt hvernig síldin hagaðí sér. Dr. Bjarni var sam- vizkusamur vísindamaður, sem venjulega sagði ekki meira en hann gat staðið við, og því leggjum við trúnað á það, sem hann sagði. Doktorinn getur þess í einu skrifi sínu um síld- ina, að það líti svo út, að síld- in hafi tilhneigingu til þess, að halda sig við árósa og fram undan þeim, t. d. sé hún oft í þéttum torfum framundan ós- um Þjórsár og Ölfusár; ' og kemur þetta heim við álit ann- arra athugulla manna. Kannske heíur Otto Wathne verið búinn að komast á snoðir um þetta, þegar hann ætlaði að setja síld- arstöðina sína á Kleppi í ná- munda við ósa Elliðaánna og við sundin sléttu. um fjarðaropið á flæði, en stundum hafa þeir hlaupið upp á grynningar að sunnanverðu | i firðinum og sprungið þar, og Austanlands þetta skeði síðast fyrir rúmum 0g vestan. “0, m um' Það héfur sagt mér áreiðan- I Landnámu er Kolgrafar- legur maður< að j ósa geyðis- íjorður nefndur Urthvalafjörð- fjaröarál. sem rennur uni ur, og bendir það til þéss aS kaupstaðtó hafj oft hlaupiö í upphafi Islandsbyggðar hál'i loðna eða' smá'síld £ svörtum þar verið hvalir á svingli og þá torfum Þannig er letta líka , ei'lausl, a eftir síld. Búðarós á Snæfellsnesi. Þar var í mörg sumui', á útvegi Finn- boga Lárussonar, fyrir 30 árum, greinagóður sjómaður, Ársæll Þorsteinsson, ættaður af Suð- urnesjum, þaulvanur öllum veiðiskap. Hann segir mér, að á hverju sumri, sem hann var þar, mafi gengið oft dag eftir dag þegar fór að líð'a á sum- ar, hafsíld i ósinn, með hverju aðfalli, en svo farið út aftur með straumnum. Eitthvað hef- ir verið af síld í Faxaflóa þau sumurihn. Ég hef hér að' framan lýst nokkuð síldinni í fjörðunum, að sunnanverðu í Breiaðfirðiri- úm, en nú kemur upp úr kaf- inu, að síldin hefur líka gjört vart við sig í hinum þröngu fjördum, sem skerast inn í Barðaströndina að norðan- verðu úr Breiðafirðinum. Þann- ig var það eitt haustið fyrir nokkrum árum í Þorskafirði. Ofan í fjarðarbotninn fellur Þorskafjarðará, og er þar bær, sem Kollabúðir heitir. Þar voru stjórnmálafundirnir og þingið haldið til forna. Dag nokkurn sá bóndinn á Kollabúðum glytta I eitthvað logagyllt í árósnum, þegar féll út, og þegar að var gáð, var þetta síld. Hann hirti 4 eða 5 steinolíuföt og hafði til skepnufóðurs. Þorskafjörður er mjór og skerst inn í landið eins og áll, og hefur hann þetta haust, án efa, verið fullur af sild, sem enginn hagnýtti sér, enda voru allir á þéim „ástandsins" árum með fulla vasa af peningum og nægur gjaldeyrir, svo að menn sinntu öðru meira en haustsíld, sem mörgum hefur hingað til hætt við að líta á með mestu fyrir- litningu. Ég held að gamla Norðmanninum, sem vildi lolca Kolgrafarfirðinum, og ég gat um hér að í'raman, hefði ekki þótt nein frágangssölt að þver- girða Þorskafjörðinn, jafn mjór og hann er og ausa svo upp úr honum milljónaverð- mæti. Oscar Clauscn. Permanentftofan Ingólfsstræti 6, sími 4109. PásuitíMr vttú mS gosfan tylg&j hrtnotinum fri ^IGURÞOR. Hafnar-teetí 14, Marvttr orriftr TvrirligQjanttí MARGT A SAMA STAÐ B£ZT AÐ AUGLYSAIVÍSI NYKOMIÐ: Mynsiraöur VELOUR vínrauður og rústrauður. \rerslwiin Fmwn Klapparstíg 37. Sími 2937. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.S. HerðnbreiS austur um land til Bakltafjarð- ar i vikulokin. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfj arðar, Fáskrúðsfj arð- ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar i dag óg á taorgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. „tsja" „Við lokuðum firðinum.“ Síldin í Kolgrafarfirði hefur víst oftast verið smá, kópsíld eða ársgömul hafsíld (10 cm.), en hefur þótt góð til beitu.) Því hafa.bátar af Vestíjörðum oft brugðið sér þangað suður til síldveiða, einkum þegar lítið hefur verið um beitusíld að haustinu, og oft náð nokkrum afla. Tilraun hefur _ líka verið gjörð að, salta síldina úr Kól- grafaffirði og senda til út-. ianda og heppnazt sæmilega. Þegar Norðmennirnir, sem áður getur, þeir Brelcke ræðis- maður og Sekse skipstjóri, voru á ferð í Grundarfirðinum, hafði ég tal af þeim. Haustið áður hafði Kolgrafarfjörður verið fullur af smásíld, og barst það í tal við Sekse skipstjóra. Þá sagði hann: ,Ef þetta væri í Myndin sýnir eitt atriðið úr kvikmynd þeirri, sem Guðrún Noregi, þá lokuðum við firð- Brunborg sýnir nú í Nýja Bíó. Kvislingurinn, sem gengur undir inum með járnneti og svo jys- dulnefninu „StrámaSurinn“, hefui- verið handtekinn af föður- um við síldinni upp allan vetr iandsvinum. Myndin er mjög spennandi og vcl lcikin. Eru í urínn, syðum hana niður í dós- henni leikarar frá þrem þjóðum. — Frú Brunborg er nú senn ir og sendum út um aiian heiro, | á förum héðan, svo að ekki er vísí, hvc sýningar standa lengi enn. vestur um land hinn 14. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætl- unarhafna vestan Akureyrar, í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. — M.s. Skjaidbreið vestur um land til Akureyrar hinn 16. þ.m. Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, Húnaflóa- og Slcagafjarðar- hafna, Ólafsfjarðar og Dalvík- nur á morgun og fimmtudag. Farseðlar seldir árdegis á laug- ardag. „Skaftfelfingur" fer til Vestmannaeyja í kvöid. Vörumóttaka daglega. Wright4ræ5ur langt á eftfr ftííssum. Wilbur og Orville Wright urðu alls ekki fyrstir til þess að fljúga vélflugu, segir í tíma- riti rússnesk flughersins hinn 28. október sl. Enginn neitar því, að Wright- bræður hafi smíða'ð flugvél-ár- ið 1903“, segir í hinu rússneska tímariti. „Hins vegar sýna ná- kvæmar rannsóknir, að rúss- neski uppfinningamaðurinn A. E. Mozhaislcy smíðaði flugvél í Rússlandi 20 árum á undan Wrightbræðrum. Hann fekk einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni hinn 3. nóvember 1881, rrieðah- Wríghtbræður ‘ ‘ voru unglingar, en flugvélina reyndi hann á tímabiiinu 1882—1835.“ ‘Þá veit maður það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.