Vísir - 12.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 12.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. wisiift Fimmtudaginn 12. nóvember 1953 VlSœ er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Skautaféiagið ræður kennara í hrað- og listskautahlaupi. Vafni verftor clalí á leikvelli svo að uuglingar gcti iðkað skautahlaup. Á aðalfundi Skautafélags Rvíkur í fyrradag var ákveðið að skipta æfingahópum félags- ins í tvo flokka og verða kenn- arar ráðnir að báðum. Annar flokkurinn getur æft listskautahlaup undir hand- leiðslu og kennslu frú Dolly Hermannsson, sem bæði hefur sýnt listhlaup á skautum og kennt það vestur í Bandaríkj- um. Hinum flokknum verður gefið tækifæri til þess að iðka hraðskautahlaup. Kennari í því verður Kristján Ámason skautakappi, en hann hefur lagt stund á þessa íþrótt úti í Noregi. Með skautahlaupskennslu Keidar Lieklevs, Ólympíumeist ara, sem skautafélögin í Rvík og á Akureyri fengu hingað í samráði við Í.S.Í., í fyrravetur, hófst nýtt tímamót í sögu skautaíþróttarinhar hér á landi. Og verður haldið áfram á þeirri sömu braut í vetur með fram- angreindri kennslu bæði í list- og hraðskautahlaupi. „Þurræfingar" kenndar hér. Reidar Liaklev kenndi aðal- lega á Akureyri í fyrra vegna óhagstæðrar veðráttu og að- stæðna hér syðra. Þó kenndi hann hér svokallaðar „þurr- æfingar“, þ. e. æfingar á víða- vangi og einnig nokkuð innan- húss. Samskonar æfingum verður haldið áfram í vetur. Stjórn Skautafélagsins hefur farið þess á leit við bæjaryfir- völdin að vatni verði sprautað á nokkra bamaleikvelli hér í ‘bænum á komandi vetri, 'bæði til þess að auðvelda börnum og unglingum aðstöðu til skauta- iðkana, og til þess líka að þau geti æft þessa íþrótt á óhultum og hættulausum stað. Fræðslu- fulltrúi Reykjavíkur hefur tek- ið vel í þessa málaleitan og gef- ið fyrirheit um að tilraunir verði gérðar um þetta. Á aðalfundinum var sam- þykkt áskorun til bæjaryfir- valdanna um að sett yrðu upp stór ljósker eða ljóskastai-ar á Tjarnarbakkanum er lýst gætu upp skautasvellið. Sömuleiðis var sömu aðilum send áskorun um að flýta eftir föngum byggingu skautasalar, sem fyrirhugað er að komi upp í sambandi við æskulýðshöllina margumtöluðu. Slíkan sal má jafnframt nota til samkomu- halds og hvers konar sýningar. Skautafélagið hefur samið við Ferðaskrifstofu ríkisins um skautaferðir á sunnudögum til nærliggjandi vatna, þ. e. Rauða- vatns, Elliða-, Hafra- og Þing- vallavatns eftir því sem við verður komið á hverjum tíma og aðstæður eru til skautaiðk- ana á hvei-jum stað. Stjórn Skautafélagsins var endurkosin að því undanskildu að í stað Björns Þórðarsonar sem baðst eindregið undan end- urkosningu, var Sigurjón Sig- urðsson lcjörinn. Frú Katrín Viðar er formaður, en með- stjórnendur Sigurjón Dani- valsson, Júlíana Isebarn og Erriil Jónsson. Vísitalan 158 st. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavík hinn 1. nóv. s. 1., og reyndist hún vera 158 stig. Ennfremur hefur kauplags- nefnd reiknað út kaupgjalds- vísitölu fyrir ágúst, með tilliti til ákvæða 3. mgr. 6. gr. laga nr. 22/1950, og reyndist hún vera 148 stig. (Frá viðskipta- málaráðuneytinu). Hafnfirzkir rafvirkjar vii framhaldsverknám vestra. Unnu í verksmiðjum fiar við sama kaup og aðbúnað sem bsndarískír starfsmenn. Kungsholm við komuna til Gautaborgar. Kungsbotm, fuHkomnasta skip Svta, brátt tekið í notkun. Það er 22.000 lestir, kostaði 60 millj. kr. í lok þessa mánaðar mun nýjasta og glæsilegasta skip1 Svía, Kimgsholm, fara fyrstu för sína vestur urn haf. Skip þetta, sem er 22,000 lestir, var smiöað í Hollandi og kom tíl Gautaborgar fyrir rétt- um, mánuði. Var þá eðlilega Mest frost á Þin§- völium — 8 stig. Éljaveður var allvíða hér á landi í nótt og nokkur snjó- koma, einkum austan til. Við sunnanverðan Faxaflóa var dálítil snókoma, en annars lítil á Vesturlandi, nema Vest- fjörðum norðan til. í Húna- vatnssýslum var lítil snjókoma, en minni er austar dró, og lítil á innsveitum. Búist er við nokk- urri snjókomu á annesjum, en lítilli úrkomu í innsveitum. Yfirleitt var hægviðri í nótx, nema allhvasst á Vestfjörðvun norðan til. Langmest frost var á Þingvöllum, 8 stig, en annars frostlítið eða frostlaust. Veðurhorfur á Suðvestur- landi og við Faxaflóa: Sunnan og suðvestan kaldi, él en bjart með köflum. Tveir íslenzkir rafvirkjar, þeir Jón Emilsson og Sverrir Sigmundsson frá Hafnarfirði, 'komu hingað með síðustu forð Lagarfoss eftir árs námsdvöl í Bandaríkjunum á vegum gagn ikvæmu öryggisstofnunarinnar. Þeir Jón og Sverrir eru háð- ir starfsmenn Raftækjaverk- smiðju Hafnarfjarðar, og fóru þeir vestur í október í fyrra. Fyrst unnu þeir hjá rafmótora- deild Westinghouse-samsteyp- unnar x Buffalo í New Æork- ríki, en jafnframt stunduðu þeir nám í rafmagnsfræðum við Buffalo-háskóla. Sverrir vann síðar hjá Niagara Mohawk- raforkufélaginu, en Jón hjá fyi'irtækinu Frontier Refrigera- tion Corporation og Sears Roe- buck & Co. Að þessu loknu ‘heimsóttu þeir Jón og Sverrir ýmsar verksmiðjur, ásamt þátt takendum frá öðrum löndum, svo sem frá Frakklandi, Ítalíu, Austurríki og Hollandi. I De- troit skoðuðu þeir bílasmiðju Fords, Harry Ferguson drátt- arvélasmiðjurnar, og deildir General Motors og Chrysler. í Kron í Ohio skoðuðu þeir gúmmíverksmiðju Goodyear, og í Pittsburgh hinar miklu niður- suðuverksmiðjur H. J‘ Heinz og eina af stálsmiðjum U. S. Steel. Þá heimsóttu þeir Washington og New York. Meðan þeir Jón og Sv^rrir dvöldu í Bandaríkjunum, unnu þeir í verksmiðjum á sania hátt og hinir bandarísku starfs- menn og fengu venjulegt taxta- kaup. Báðir voru þeir meðlimir CIO verkamannasamtakanna, rafmagnsiðnaðardeildinni í Buffalo. Við heimkomuna létu þeir svo um mælt, að förin þefði verið þeim lærdómsrík, j pg að þeir hefðu haft gott tækifæri til þess að kvnnast daglegu lífi og högura banda- rískra berkamanna. mikíð um dýrðir, öll skip fán- um skrevtt og lúðrar þeirra þeittír í ákafá:. Kostnaður við skipið nam um 200 millj. ísl. kr., og þar sem gerigið. v&r frá samningum um það, áður en verðhækkanir hófust vegna Kóreusty i-j aldar- innár, mundi. ógerningur að smíða eins vandað skip nú og Kungsholm er fyrir sama verð. Vai- ekkert sparað við smíði skipsins, og allt gert sam- kvæmt ströngustu kröíum í öllurir efnúm. Kungsholm hefur rúm fyrir 176 farþega á 1. farrými og 626 á 2. ’ farrými, en þegar um skemmtisiglingu er að ræða, er aðeins, eitt farrými, sem tekur fæn;i farþega en ella. Matsal beggja farrýma má þá slá sam- an, og tekur hann þá 426 manns í einu, Ýmsar nýjungar eru notaðar til að koma í veg fyrir velting á skipinu. og vitanlega eru þar öll hugsanleg þægindi — svo sem sundlaug, gufubað, nudd- stofa, bíósalur fyrir 192 manns, hjúkrunardeild, sóttvarnaklefi, skui'ðstofa, tannlækningastofa og' svo frámvegis. Aðalvélar skipsins eru tvær, 17,500 hö. hvor, og hraði skips- ins verður að jafnaði 19 mílUr á klst. Siglingatæki öll eru vit- anlega af fullkomnustu gerð. Áður en skipið f er vestur um haf, verður það sentí kynnisför til Stokkhólms, Helsinki og Kaupmannahafnar. (SIP). ■jr Nixon varaforséti Banda- ríkjanna kom til Seoul hö£- uðborgar Kóreu í morgun. ■jf Sambandsliðsforingjar sátk fund í Paxuhunjpm í morg- un, til þess. að reyna að ná saxnkomulagi um dagskrá fyrirhugaðrar stjórnmála- ráðstefnu. Kona hlýtur meiðsli af gesti sinum — maimi bjargað frá barsmíð. Óánægður með sæluna beima. Regina. Saskatifhewan. A.P. Michael Kfycun, fyrrverandi ræðismaður Pólverja í VVinni- peg. hefir iýst yfir því, a'ð hann og kona hans muni svelta sig til bana, ef þau fái ekki að setj- ast að í Kanada. Hafa þau hjónin sótt um landvist í Kanada sem pólitísk- ir flóttamenn, en hann lét af starfi sínu sem ræðismaður í Winnipeg vegna ágreinings við kommúnistastjórnina pólsku. í bréfi til blaðsins The Regina Leader post segir Krycxm, að þau hjónin byrji að svelta sig 5. nóyember. Kanadastjórn hefir nu tii athugunar beiðni þeia hjóna um landvist. Um miðja síðastliðna nótt var lögreglunni tilkynnt írá húsi einu hér í bænum að inn- brotsþjófur hafi verið staðinn að verki og handsamaður. Atvikaðist þetta þannig, að húsbóndinn í umræddu húsi kom heim til sín um þrjú leyt- ið í nótt. Þegar hann kom heim sá hann hvar maður skauzt upp stigann úr kjallarageymsl- unni. Hóf hann þegar leit að manninum og handsamaði bann með aðstoð bílstjóra þess, er ók húsbóndanum heim. Fengu þeir haldið þjófnum unz lög- reglan kom á vettvang og tók hann í vörzlu sína. Hafði þjófurinn farið inn um geymsluglugga, rótað síðan í matvælum þar inni og meðal annars brotið glös með berjum og sultu, en einhverju hafði hann stungið á sig af slíku og fannst það á honum þegar hann var handtekinn. Kona meidd. í gærkveldi var lögreglan kvödd á vettvang vegna gam- allar konu sem hafði hlotið á- verka og meiðsl af völdum gestkomandi manns á heimili htennai’. Hafði maðurinn komið þangað áður um kvöldið, iátið dólgslega mjög og um leið og hann fór -skellti hann hurð á gömlu konuna, svo að hún hlaut áverka af. Gerði lögreglan ráð stafanir til þess að læknir yrði sóttur til hennar. í nótt björguðu dyraverðir á veitingahúsi einu hér í bæn- um manni undan barsmíð og árás fyrir utan húsið. Maður þessi var nokkuð undir áhrifum áfengis og hafði einhver veitzt að honum með barsmíð og þjarmað verulega að honum unz dyráverðimir lcomu hon- um til hjálpar. Var hann þá búinn að fá áverka á höfuð og töluvert meiddur. Lögreglunni var fengið þetta mál til með- ferðar. SUS vill erienda verktaka brott af Kv.velli. 12. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. sem nýlega lauk hér í bærium, gerSi m. a. samþykkt um utanríkis- og vamarmál, og eru þetta heiztu atriði hennar: Lýst er yfir eindregnum stuðningi við utanríkismála- stefnu undanfarinna ,ára. Sjálf - stæði og frelsi landsins sé tryggt með samstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir. Þingið teiur nauðsynlegt, að varnir séu hafðar í landinu meðan svo horfir í alþjóðamálum, sem raun ber vitni. íslendingar taki sem fyrst í hendur rekstur Keflavíkurvallar, og að erlend- ir verktakar hverfi héðan. — Gera verður nauðsynlegar breytingar á varnarsamningn- um í samræmi við tengna reynslu. ——■» Féll útbyrðis — og drukknaði, í fyrradag drukknaði Rand- ver Bjarnason liáseti á b.v. Is- óhni er hann féli útbyrðis á hafi úti. Hafði brotsjór riðið yfir skip- ið er það var að veiðum norður í hafi og' tók Randver út. Randver var 44 ára gamall, búsettur í Neskaupstað. í gær kom brezkur togari til Seyðisfjarðar með þrjá slasaða menn, er meiðzt höfðu í áfaiii sem skipið hafði orðið f>TÍr í hafi. 10 biökkumenn voru teknir af lífi í gær í Kenya, níu þexna af Kykyuþjóðflokknum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.