Vísir - 17.11.1953, Síða 1

Vísir - 17.11.1953, Síða 1
43. írg. Þriðjudaginn 17. nóvember 1953. 263. tbJ Málleysingjaskólanum böin betri skifyrði en fyrr. Tekur til starfa í uýrri og vandatki byggingu, sem byggð hefur verið við gasnfa húsið. IVemendui' 22 í vel u i*. Mikil breyting verður nú á húsákynnum Málleysingjaskól- ans í Keykjavík, frá því sem áóur hefir verið, og skólanum í heild búin betri og fullkomn- ari skilyrfti en nokkru sinni fyrr. Vísir hefir innt skólastjóra Málleysingjaskólans, Brand Jónsson, eftir breytingum þeim og umbótum, sem undanfarið hefir verið unnið að og er nú langt komið. Nokkrar breyt- ingar eða fullnaðarsmíði bíður þó næsta árs. Áður en breytingin á húsa- kynnum skólans var gerð var skólinn til húsa í tveimur sam- byggðum húsum, steinhúsi og timburhúsi. Nú var það til bragðs tekið, að flytja timbur- húsið burtu, en byggja stein- steypt hús og miklu stærra í þess stað, og var það byggt við norðvestur hom gamla stein- hússins, einkum með það fyrir augum að fá leikpláss fyrir nemendur fyrir sunnan og vest- an húsið. Var orðin brýn þörf fyrir bætta húsaskipan við Málleys- ingjaskólann, ekki sízt vegna tilfinnanlegrar vöntunar á fullnægjandi kennsluplássi og leikplássi fyrir börnin, en margt fleira kom þar til greina. Og með hinu nýja fyrirkomulagi var áherzla lögð á að aðskilja heimili og skóla sem mest. Fyrirkomulagi nýbygging- arinnar er hagað þannig, að á neðstu hæð eru kennslustofur, lítið skrifstofuherbergi, fata- geymsla og snyrtiherbergi. Á miðhæðinni er allstór skáli, sem í senn er ætlaður sem kennarastofa og sem aðseturs- staður fyrir starfslið skólans. Þar er gestaherbergi, íbúð fyrir barnfóstru og ráðskonu og fjögur herbergi, ætluð starfs- stúlkum. Auk þess er þar bað og snyrtiherbergi. Á efstu hæð er stór og rúmgóð íbúð fyrir skólastjóra. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin fullgerð kosti um 700 þús. kr. eða sem svar- ar 685 kr. á teningsmetra. Á gamla húsinu hefir einnig veruleg breyting verið gerð með hliðsjón af innréttingu og fyrirkomulagi nýbyggingar- innar. Er þeirri breytingu enn ekki að öllu leyti lokið og súmt verður látið bíða næsta árs. En í meginatriðum verða breytingar gerðar á húsinu sem hér segir: Öllum suður- og vesturhluta stofuhæðarinnar hefir verið breýtt í samfelldan sal, þar sem börnunum er ætlað að leilca sér. Áður höfðu börnin aðeins tiltölulega lítinn og þröngan gang: til leikja og var hann jafnframt notaður sem kennslustofa. Slíkt fyrirkomu- lag var að sjálfsögðu með öllu óviðunandi. Nú hefir skólaeld- húsinu verið komið fyrir í þess- um gangi. Við hliðina á því er borðstofa slcólans, en þar var áður önnur kennslustofa.. Hefir hún verið stækkuð til muna og futtnægir nú ágætlega þeim kröfum, sem til hennar verða gerðar sem bo-rðstofu. í kjallai'á gamla hússins er breytingum enn ekki lokið. Þar verður frystiklefa komið fyrir Framhald á 7. síðu. Skartgripum og úrum stolrð gegnum brotnar rúbur. Tvö slys urðu hér í bænum í gær. Á 14. þúsund mál til Stykkishólms. Síldveiði hefur legið niðri í ,Grundarfirði undanfarna daga vegna ofviðrisins, en alls liafa þorizt á land í Stykkishólini 13.816 mál síðan síldveiðin hófst í firðinum. Talsvert af þessu magni hei- ur enn ekki verið brætt, en ann- ars skiptist aflinn þarmig á skipin: Arnfinnur 3267 mál, Farsæll 1984, Ágúst Þórarins- son 1711, Böðvar, Akranesi, 1357, Runólfur 1283, Páll Þor- jeifsson 1111, Nonni 996, Heima skagi, Akranesi, 863, Grund- firðingur 742, Freydís, ísafirði, 305, Freyja 166 og Hafbjörg 28. í hinum gömlu borgum Hol- lands eiga feitir menn. bágt með að hreyfa sig. Mörg hús eru þar bókstafiega ekki breiðari en vasaklútar. Þannig ’er til dæmis með húsið, sem sést þama á myndinni og er það mjósta. F’ramhlið þess er að- eins 105 sentimetrar, en það er þó bót í máli, að húsið er tals- vert breiðara fjær götu, en þó ekki svo, að hægt sé að hafa meira en tvö herbergi á hæð, og er annað örmjótt. Verður mjólk dælt yfir f jallið ? Er í aihugun, hvort þetta er tiltækilegt. Hugzast getur, að erfiðleikar á mjólkurflutningum austan' yfir „fjall“ leysist með einföld- um en næsta nýstárlegum hætti. Vísir hefir frétt, að í athugun séu möguleikar á því að gera leiðslu frá Selfossi til Reykja- víkur, en síðan yrði mjólkinni dælt hingað í bæinn um leiðslu þessa. Ekki veit Vísir, hvort ráða- gerðir um þetta séu langt á veg komnar, og þaðan' af siður vill blaðið fullyrða, að nokkm sinni verði af þeim. Hitt veit blaðið, að Gisli Sigurbjörnsson, forstj. Elliheimilisins Grundar, sem er manna kunnugastur í Þýzka- landi, hefir staðið í sambandi við fyrirtæki í Vestur-Þýzka- landi, sem telja þessa leið vel færa og gætu framkvæmt á- foi-m í þessa átt. Vísir átti tal við Gísla og spurðist fyrir um þessa nýstár- legu hugmynd, en hann kvaðst ekki vilja láta hafa neit't eftir sér á þessu stigi málsins. Hins veg'ar sagði hann það rétt vera, sem Vísir hafði frétt, að verið væri a'ð kanna möguleika á slíkri leiðslu. upp í Hafnarfirði. í ofviðrinu í gærmorgun losnaði um tvo Hafnarf jarðar- | báta, Fiskaklett og Hafdís og rak þá upp að gömlu bryggj- unni í innri króknum í Hafnar- fjarðarhöfn. Þar inni, þangað sem bátana rak var logn og snjólaust og mun bátana nær ekkert hafa sakað. Voru þeir dregnir út aftur strax og veðrið tók að 'lægja í gær. Einhver brögð voru að járn- plötufoki af húsaþökum í firð- inum í fyrrinótt, en hvergi munu þau hafa orsakað slys. Togarinn Maí dró legufæii sínsín í rokinu í fyrrinótí, en ekki það langt að kæmi að sök. Sjónvarp notað við kennslu í FrakkSandi. Þótt sjónvarp sé ekki gamalt í Frakklandi, er 'þegar farið að nota það í þágu skólanna. í sveitum Normandí og Ile de France - hefur viðtækjum þegar verið komið fyrir í 115 barnaskólum, og eru þau notuð við kennsludagskrá, sem send er þrisvar í viku. Brotnar voru rúður í tveim skartgripavei-zlunum hér í bæn- um í nótt og stolið verðmætum úr báðum gluggunum. Annað rúðubrotið var í skart- gripaverzlun Franch Mickelsen á Laugavegi og stolið þaðan einhverju af skartgripum, hálfs- festum og armböndum og e. t. v. fleiru, er ekki var búið að kanna til fulls hverju. stolið hafði verið, er blaðið talaði við lögregluna i mörgún. Hin i’úðan var brotin hjá Gottsveini Oddssyni á horni Bergstaðastrætis og Laugaveg- ar. Þaðan var stolið 9 arm- bandsúrúm. Tvö slys. Tvö slys urðu hér í bænum í gær, sem bókuð voru hjá lög- reglunni. Annað þessara slysa varð við bifreiðaverkstæðið Jötunn. Þar var Ellert Þórsteinsson, Dvergasteini við Lágholtsveg, að vinna við stóran vörubíl. Lá Ellert undir bílnum og var að taka drifskaftið í sundur. Bíll- inn stóð í örlitlum halla og þeg ar Ellert hafði lokið við að taka drifskaftið sundur rann bíllinn aftui' á bak með þeim afleið- ihgum að aftari hluti drifskafts- ins lagðist ofan á manninn, handleggsbraut hann á báðum pípum og meiddi hann eitthvað meira, Síðdegis í gær varð umferð- arslys á Vesturgötu, er 74 ára kona, Anna Kolbeinsdóttir, Vesturgötu 41, varð fyrir bíl og slasaðist. Við rannsókn kom í Ijós að brotnað höfðu í henni nokkur rif, auk þess sem hún hafði meiðzt á höfðl og baki, Loks var lögreglan kvödd að Austurbæjarskólanum vegna slyss se mtalið var að þar hefði orðið. Hafði drengur lent í handalögmálum við félaga sinn en verið sleginn í rot. En hann var raknaður úr rotinu þegar lögreglan kom á vettvang or ekki sjáanlegar neinar eftir- stoðvar af högginu. Eldur í þvotti. Slökkviliðið var í gærkveldi kvatt að Túngötu 22, en þai' hafði kviknað í þvotti í kjallara; hússins. Eldurinn var fljótt slökktur, en töluverðar skemmd ir urðu á þvottinum og auk þess urðu skemmdir af völdum reyks víðar í húsinu. Víðar akfíkkiiT turn en i Pise. Vín (AP). — Almenn fjár- söfnun er hafin í þorgmni til aS bjarga einu frægasta mann- virki héimár frá eySileggingu. Er þetta turn Stefánskirkj - unnar, sem er tæpl. 150 m. á hæð. Kirkjan varð fyrir tjóni á stríðsárunum, sem nú hefur verið bætt að miklu leyti, en á dögunum vai- tekið eftir því, að turn kirkjunnar er farinn’að hallast. Verður að hafa snör handtök til að bjarga honum frá hruni. Nobelsverðlauna- höfundur látinn. Ivan Bunin, einn iþekktasti rithöfundur Rússa, andaðist ný- lega í París, 83ja ára gamall. Hann var fæddur í Voronesj og flýði land eftir byltinguna. Bjó hann síðan í Frakklandi.. Hann ritaði einkum um rúss- neskt sveitalíf, enda kunnug- astur því. Hann var sæmdur- Nóbelsverðlaununum árið 1933. Tvær aflasölur í dag. Ágúst frá Hafnarfirði selur ísfiskafla í Bretlandi í dag. Að líkindum selja tveir tog- arar aðrir ísfiskafla erlendis i dag, báðir í Þýzkalandi, Askur og Austfirðingur. Ekki mun þó víst, að Austfirðingur selji fyrr en á morgun. Bretar stytta ekki herskyldiu. Tillaga jaSnaðarinanna felld. London (AP). — Tillaga brezkra jafnaðarmanna um að endurskoða gildandi ákvæði um lierskyldu árléga, var felld með 304 atkvæðum gegn 261. Það er meiri 'atkvæðamunur en stjórnin hefur getað státað af áður, í deilumálum, enda munu nokkrir jafnaðarmetin hafa setið hjá. Hins vegar greiddu 4 frjáls- Jyndir þingmenn atkvæði með jafnaðarmönnum. Það var tek- ið frail. af hálfu jafnaðarmannu, sem fluttu tillöguna, að hún fæli ekki í sér afnám 2ja ára herskyldu nú, heldur að með árlegri endurskoðun væri ícng- in nokkur trygging, gegn því, að sá hugsunarháttur yrði á- fram ríkjandi, að ekki mætti hrófla við þessu, en hins vegar 1 þyrfti að stytta herskyldutím- ann eins fljótt og auðið væri vegna þarfa iðnaðarins. Sir Winston Churchill lagð- ist eindregið gegn tillögunni. Hún mundi hafa slæm áhrif hjá þjóðunum í varnarsamtökun- um og gefa kommúnistum und- ir fótinn, að halda uppi áróðri : um að A.-bandalagið væri að gliðna í sundur. Slík samþvkkt ; Iværi og sérstaklega óheppi- ■ leg fyrir Bermudaráðstefnuna, | en Sir Winston hafði fyrr vik- ið að mikilvægi þess, að á. þeirri ráðstefnu efuðust menn ekki.um, að stjórnin hefði fylgi þings og þjóðar að baki sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.