Vísir - 17.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 17.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast kanpendur VtSIS eftir 10. hvert mánaðar fá blaðið ókejrpis til mánaðamóta. — Sími 1660. VfSllt VtSIR er ódýrasta blaðið og þó þa$ fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Þriðjudaginn 17. nóvember 1953. f stjórn Blmdrafélafsins eru 3 blindir os 2 sjáandi. 09 Félagsineiui eru 12. allir líláiadir. Annar sunnudagur í nóvem- ber ár livert er fjársöfnunar- dagnr Blindrafélagsins og eru þann dag seld merki til ágóða fyrir starfsemi félagsins. — Merkjasalan hér í bænum s. 1. sunnudag gekk mjög vel og söfnuðust yfir 31.700 kr. Það eru kennarar barnaskól- anna, sem sjá um merkjasöluna fyrir félagið, en barnaskólabörn annast sölu merkjanna. Þessi merkjasala fer fram um land sllt, í bæjum, kauptúnum og sveitum. Ófrétt er um söluna aimarsstaðar, en væntanlega hefur allmikið fé safnast. Erú peningar að byrja að berast ut- an af landi og kom fyrsta pen- ingasendingin frá Keflavík í fyrradag, en þar seldust merki fyrir um 2000 krónur. Vísir hefm* spurst fyrir um starfsemi félagsins og fengið eftirfarandi upplýsingar: Fé það, sem safnast með merkjasölu og annað fé, sem því áskotnast, rennur í sjóð fé- lagsins, en úr honum er að 'sjálfsögðu varið fé til þess að standa straum af húseign fé- 'lagsins og starfsemi og yfirleitt í þágu blindra manna. Félagið á húseignina Grundarstíg 11 og er þar heimili fyrir blinda menn og þar rekur félagið vinnustofu fyrir blinda menn. í hælinu búa 6 blindir menn við mjög væga leigu. Þar er látin standa auð stofa, ef veita þyrfti blindum .manni utan af landi hælisvist. Auk þess má geta, að félagið hefur samþykkt að veita 12 þús. kr. styrk kennara, sem vildi fara utan, til þess að læra kennslu fyrir blinda menn, en enginn hefur enn gefið sig fram. f virmustofunni vinna 9 blindir menn og 1 sjáandi. Formaður félagsins er blind- ur maður, Benedikt K. Benó- nýsson. Stjói-n félagsins skipa alls 3 blindir menn og 2 menn sjáandi, þeim til aðstoðar. A fundum félagsins hafa blindir menn einir atkvæðisrétt. — Blindir menn í félaginu eru 12 og svo eru allmargir styrktar- félagar, þeirra meðal allmargir ævifélagar. Þess má geta, að gjald ævi- félaga er 100 kr. í eitt skipti fyrir öll, en árgjald annarra styrktarfélaga 10 kr. Það er mikið og gott starf, sem Blindrafélagið innir af hendi, og vill Vísir nota það tækifæri, sem hér gefst, til að minna á, að dyrnar standa öll- um opnar til stuðnings því, með því að gerast ævifélagar eða I styrktarfélagar með árlegu, I lágu gjaldi. Mundi félagsstarf- seminni einkum mikill styrkur að því, ef því bættust ævifélag- ar. Þýzku hljómlistamennirnir á hljómleikunum í Austurbæjarbíó á sunnudag. Þeir eru, talið frá v.: Kudolf Prick, 1. fiðla, dr. Heinrick Steiner, píanó, Arthur v. Freymann, 2. fiðla, Otto Grass, viola, og Klaús Haussler, selló. (Ljósm.: P. Thomsen). Truman ber af sér sakir. Truman fyrrv. forseti flutti ræðu í gærkvöldi, sem útvarp- að var og sjónvarpað um öll Bandaríkin. Bar hann af sér ásakanir um, að hafa ekki vikið frá Harry Dexter White, er hann haíði fengið vitneslcju um þær ásak- anir, að White væri kommún- isti. Truman kvað þær ásakanir ekki hafa reynst réttar, en White hefði ekki verið vikið frá þegar, vegna þess að nauð- synlegt var, að leynd væri i bili — á rannsóknum rikislög- reglunnar á njósnarastarfsemi. — Um þetta allt hefði Brown- ell dómsmálaráðherra verið kunnugt. 100 menn drepnir í Assam. Kalkútta (AP). — Indversk hersveit á um þessar tnundir í bardögum í fjöllum Assams. Var hún sendi í refsileiðangur gegn kynþætti einum, sem hefur orðið yfir 100 mamis að bana í trúaræði. Hefur fallhlífa- liði verið beitt í baráttunni gegn kynþættinum. Riíssum svaraö afdráttarlaust London (AP). — Brezk b!öð í morgun ræða aðallega um svar Vesturveldanna við seinustu orðsendingu róðstjórnarinnar. stjórnarinnar. ■ Leggja þau einkum áherzlu á það, sem í svarinu segir um skilyrði Rússa, þ. e.: Að svo virðist sem ráðstjórnin setji þac að skilyrði fyrir þátttöku í fjórveldafundi, að Evrópa verði varnarlaus, og að þrátt fyrir það, að ráðstjórnin haii jafnan hafnað tillögum Vestur- veldanna um þau mál, sem hér um ræðir, séu dyrnar enn skild- ar eftir opnar, þótt tilgangs- laust þóf um málið verði eigi þolað lengur. Blöðin vekja athygli á, að svarið sé skýrt og skilmerkilega orðað og gerólíkt svari Rússa, sem var vafið í slíkar umbúðir, að erfitt var að komast að raun um, hver kjarni svarsins raun- verulega var. Nýstárleg tilraun gerð til að kanna hafstrauma. l'ia^-nmslögum í þúsnndatali , rarpað úr flugvélnm. London (AP). — Innan skanuns mun fara fram fyrsta stig all-merkilegra rannsókna á hafstraumum í Atlantsbafi norðanverðu. Við það tækifæri mun í fyrsta skipti verða nótazt við flug- vélar til þess að hefja sjikar rannsóknir, en síðan 'cr hlut- verki þeirra lokið.- Munu flug- vélar strandvarnasveita br.ezka flughersins varpa ‘niður 2000 plasthylkjum, sem. vcrða með skærum litum, og síðan beð- ið eftir því, hvar hylki þessi' ber. að landi. Verða hylkin nokkurs konar umslög og inni í hverju verður póstko-rt. Á póstkortin eru prentaðar nokkrar einfald- ar spurningar, sem fhmendur þessara nýstárlegu „sendibréfa'‘ eru beðnir að svara og senda ,síðan Haffræðistofnuninni brezku. Fyrst og fi'emst vonast menn j lil, að auðveldara verði að berjast gegn olíubrák á sjón- um, þegar vitneskja fæst um . hafstraumana, en olíubrákin stafar frá úi'gangsolíu, sem dælt er fyrir borð á skipum, og verða árlega tugþúsúndum fugla að bana. Auk þess er að sjálfsögðu gert rá'ð fyrir, að nokkur á- rangur fáist með þessu móti fyrir vísindamenn. „Umslögin“ verða rauð og hvít á lit, og verða póstkortin frímerkt og heimilisfang við- takanda prentuð á þau, svo að fyrirhöfn finnenda verði sem minnst. Auk þess er hverjum þeim, er finnur slíkt kort og endursendir með svörum, send nokkur fjárhæð í þakkar skyni. í haust verður varpað niður 2000 umslögum á svæði, sem nær í boga frá Biskaja-flóa norð vestur fyrir Skotland, eða mitt á milli íslands og Skotlands. Sveit Hariar íslandsmeistsri. Úrslit í landskeppninni í bridgc urðu bau að sveit Harð- ar Þórðarsonar varð Islands- meistari og hlaut 12 stig. í úrslitaumferðinni í gær- kveldisigraði Hörður Karl Friðriksson, Sigurður Kristj- ánsson vann Esther Pétursdótt- ur, Einar Guöjöhnsen vann Gunngeir Pétursson og Ásbjörn Jónsson vann Óláf Guðmunds- son. Stig sveitanna urðu þau að Höi'ður hlaut 12 stig, Sig- urður 11 stig, Gunngeir 9, Gað- ohnsen 8, Karl , Ásbjörn 6, Esther 2 ög Ólafur 0. „Barómeter" — landspara- keppniBridgesambandsins hófst í dag kl. 1 í Mjólkurstöðinni og taka 60 pör þátt í henni, þar af 6 úr Hafnarfirði, 5 frá Selfossi, 5 frá Borgarnesi, 4 frá Akra- nesi, 2 frá Akureyri og 1 frá Siglufirði, hin úr Rvík. Verða 3 umferðir spilaðar, þar af tvær í dag og lokaum- ferðin á morgun, Spilað verður í Mjólkurstöðinni. . Landsmótinu verður slitið ,meÖ hófi í Þjóðleikhúskjallar- anum annað kvöld kl. 9. Flug hefir legið niðri sökum óveðurs. Allt innanlandsflug hér á landi hel’ur legið niðri sökum óveðurs frá því fyrir helgi. Hefur ekki verið viðlit að hreyfa flugbát síðustu dagana, enda óv.eður um land allt. Um millilandaflug heíu' .gegnt hið sama. Millilandaflug- vél Loftleiða „Hekla“ hefur verið veðurteppt í Stavangri frá því á sunnudag. Lagði hún af stað í moi’gun kl. 6.25 (tf'tir ísl. tíma) áleiðis ' hingað, en sriéri aftur vegna hreyfilsbil- unar. Var áætlað að hún legði aftur af stað um hálf ellefuleyt- ið fyrir hádegi í dag'. „Gullfaxi“, millirandavél Flugfélags íslands hefur hald- ið kyrru fyrir, enda ekki tun áætlunarfeið að ræða fyrr en í fyrramólið. Allt situr við sama í Kóreui. Kommúnistar í Kórcu hafa nú endurtekið tillögur sínar um, að stjórnmálaráðstefnan verði haldin í Panmunjom. Sömuleiðis hafa þeir endur- tekið fyrri tillögur um aðild að ráðstefnunni. Dean hreyfði fyrri tillögum um San Francisco, Honululu eða Genf í gær, og situr þvi enn allt við sama, en þó segja fréttamenn að samkomulag's- horfur séu taldar ögn skárri er, áður. Rússar hafa sleppt úr haldi brezkum hermanni, sem 1946 var dæmdur fyrir njósnir í 10 ára fangelsi. Milliiandavélin kom á tilsettum tíma. Flugvél frá Pan American Airways lenti á Keflavíkur- flugvelli kl. 5 í morgun sam- kvæmt áætlun. Flugvél þessi kom frá New Yoi'k, og átti hún að legg'ja af stað kl. 11 f. h„ en viðdvölin á Keflavíkurvelli varð svolítið lengri en til stóð vegna smá- væg'ilegrar bilunar. Frá Kefla- vík ex' haldið beint til London. Þessar áætlunarflugvélar P. A.A. eru af gerðinni Douglas ÐC 6, og eiga þær að geta lent, þótt ofsaveður sé. Naguib nálg- ast Súdan. London (AP). — Naguib og 5 ráðhorrar hans eru komnir til syðsta héraðs Egyptalands, sem liggur að Brezk-egypzka Sudan. Bretar og Egyptar saka nú hverjir aðra um ólöglegan og ósæmilegan áróður og mútur, til þess að hafa áhrif á kosn- ingarnar í Sudan. Bretar segja, að fjöldi egypzkra embættis- manna hafi fengið frí til þess að fara til Sudan og gjafii'nar stréýrni þangað frá Egypta- landi, og ekki sé að efast um tilganginn með ferð Naguibs og ráðherar hans, en Salem höf- uðsmaður og ráðherra, sem er i fylgdarliði Naguibs, segir að upp hafi komist um leyniáform Breta, sem miði að því að stjórna Sudan áfram, þótt það fái sjálfstæði að nafninu til. Tré eða fiðrildi. Kjósendurnir kunna fæstir að lesa eða skrifa, og þess vegna hefur hver flokkanna, sem kos- ið er milH, sitt einkenni, fiðr- ildi, tré o. s. frv., og setur kjós- andi miða með merki þess flokks, er hann kýs, í atkvæða- kassann. Boða þeir sólar- hrings verkfaJl? London (AP). — Á föstudag koma fulltrúar 40 félaga brezkra vél- og skipasmíða saman á fund. Verða greidd; aikvæði um til- lögxi, sem framkvæmdanefnd þeirra samþykkti um sólar- hrings verkfall til stuðnings framkomnum launakröfum vél- og skipasmiða. Slík verkföll þekkjast vart í Englandi, en eru tíð sem kunnugt er, á meg- inlandinu, einkum Frakklandi og Ítalíu. 500 fébgsmenn í Öðni. Hagur Óðins, málfundafélags sjálfstæðisverkamanna, stendur með miklum blóma, og hélt fé- lagið uppi fjölþættri starfsemi á árinu. Aðalfundur Óðins var hald- inn í gær. Sveinbjöfn Hannes- son var endurkjörinn formaður, en með honum í stjórn þeir Angantýr Guðjónsson, Friðleif- ur Friðriksson, Hróbjartur Lúthersson og Stefán Þ. Gunn- laugsson, allir endurkjörnir; 'ennfremur þeir Meyvant Sig- ui'ðsson og Guðmundur Niku- lásson. — Félagar í Óðni eru nú um 500. Litlar skemmdir á sísna- línum eftir ofviðrið. Furðu litlar rímabilanir urðu af völdum ofviðrisins. að því er Vísi var jáð hjá Lands- símanum í morgun. I morgun var símasambands- laust við Grafarnes í Grundar- firði, en flokkur héðan lagði af stað í býti í morgun, og vænt- anlega tekur viðgerðin ekki langan tíma, þar eð ekki var um staurabrot að ræða. Þá urðu bilanir á Barðáströnd, svo og milli IV.ögu og Kerlingardals fyrir austan Vík í Mýrdal. Ann- ars hafa litlar skemmdir orðið á símalínum, eir.s og fyrr segir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.