Vísir - 18.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 18.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir cem gerast fcaupendur VtSIS eftir 10, hvers mánaðar fá blaSið ókeypis til mánaSamóta. — Sími 1660. VÍSXR M ■ VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sfma 1660 og gerist áskriféndur. Miðyikudaginn 18. nóvembcr 1953. Sændtt listafolk §kemm(ir Iier a vegum S.I.B.S. Á föstudaginn kemur hingað sænskt listafólk á vegum SÍBS og mun það skemmta Reykvík- ingum í vikutíma. Er hér um að ræða kvik- myndaleikkonuna Alice Babs, sem er vinsælasta dægurlaga- söngkona Norðurlanda, og enn fremur Charles Norman tríóið, sem einnig er víðfrægt fyrir .skemmtilegan leik, meðal ann ars í sænska útvarpiriu, en í því koma þeir þremenningatn- ir.fram vikulega. Alice Babs' er íslendingum áður kunn úr kvikiriyndum og útvarpi, en hún hefur sungið inn á fjölda- hljomplötur, sem leiknar.hafa verið hér í útvarp iðÍ Þá er leikur hennar í fersku minni í kvikmyndinni „Drauma landið“, sem sýnd var hér í Austurbæjárbíó í haust, og enn fremur lék hún í annarri mynd, sem Tjarnarbíó' sýndi. Þetta sænska listafólk skemmt ir hér á vegum SÍBS endur- gjaldslaust, en fær aðeins greidd ar ferðir og dvalarkostnað. Ætl- . unin var að fá það til að skemmta hér í hálfan mánúð, cn vegna þess, að bæði söng- konan og tríöið er bundið af sa'mningum, geta þau ekki dval ið hér nema vikutíma.. Bvrsta skemmtunin -verður strax á- föstudagskvöld og svo váéntanlega daglega til næsta fimmtudagS, en þá verður Alice Babs að fara til Stokkhólms. Heldur er kyrrara nú í Br. Guiönu t S.-Ameríku, en fyrir skemmstu, enda sendu Bretar lið þangað. Myndin er af hersveit, sem stígur úm borð í skip á Jamaika, og var síðan flutt til Geovg etovvn. Mýtt skip til SÍS. Hinft 2. nóvember síðastlið- inn var I Óskarshöfn í Svíþjóð lagður kjölur að nýju kaupskipi fyrir Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Verður skipi þessu væntan- lega hleypt af stokkunum í byrjun maí næsta vor, og á- ætlað er, að það verði fullsmíð- að í ágústmánuði. Þetta hýja „fell“ verður stærsta skip samvinnumanna 3300 þungalestir og með milli- þiífari. Það verður 270 fet að lengd og búið Noah-Polar diselvél. Að útliti og útbúnaði verður skipið eins og Arnarfell. Tónlistarkynning í Lista- mannaskáianum í kvöld. I kvöld verður tónlistarkynn- ing í Listamannaskálanhm í sambandi við þýzku menning- arvikuna. Kynningin i kvöld stendur yfir frá kl. 7.30—10. Flutt verða af hljómplötum 7. sym- fónía Beethovens, ennfremur sönglögin An die ferne Geliebte (Beethoven), og Svanásöngur, lagáflokkur eftir Schubert, súngin af . Dietrich Fischer- Dieskau, svo og Erlkönig, eftir Schubert. Baldur Andrésson kynnir tónverkin og höfundana. Sýningin í Listamannaskál- anum er opin eins og verið hef- ur, og vafalaust verður mann- margt á tónlistarkyriningunni í kvöld. Kærði árás og rán, sem aldrei var framið. Komst ekkt í „geim" vegna peningaleysis - og samdi þá söguna. Sóknim heri gegn Mau-Mau. London AP. — Stórar sprengjuflugvélar hafa verið teknar í notkun í stríðinu gegn. Mau-Mau-mönnum í Kenya. Þefta var opinberlega tíl- kynnt í aðalbækistöð Erskine hershöfðingja í Nairobi í morg- un. Spflakvöld Sjálf- stæðisfélaganna. Sjálfstæðisféliigin í Reykja- VÍk: Vörður, HvÖt, Heimdallur ©g Óðimi efna til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu í kvöld. Hefst það kl. 8.30 stundvís- iega og verður spiluð félagsvist. ♦— Jóhann Hafstein alþingis- Jmaður flytur ræðu. Sýnd verð- wr kvilúnynd. Allt sjálfstæðis- fólk vellcomið. og aðgangur ó- -kcýpis: Kratar sátu flestir h]á. Brezka stjórnin sigraði við atkvæðagreiðslu í gærkvöldi með 250 atkvæða meirihluta (288:38), en vanalega þykir á- gætt, ef hún sigrar með 30— 35 atkvæða meirihluta. Þannig stóðu sakir, að mest’- ur hluti stjórnarandstöðunnar sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnarinnar varðandi herskyldu — en friðarsinnar (pacifistar) í flokknum greiddu atkvæði, vegna þess að þeir eru rhótfallnir herskyldu í hvaða formi sem hún er, ea stefná flokksins . er, að hjá herskyldu verði ekki komizt. Hins vegar' greinir hann á við íhaldsflokk- inn um herskyldufyrirkomulag og tíma. Rússar biðja um frest. Stjórnmálanefnd allsherjar- þings SÞ frestaði í gærkvöldi atkvæðagrciðslu um aívopmm- jartiliögunum. Nefndin hafði áður frestað átkvæðagreiðslu í tvígang, að beiðni rússrieska fuíltniahs í gærkvöldi um klukkan 9 kom maðúr nokkur á lögreglu- stöðina og kvaðst hafa orðið fyrir árás tveggja manna, og hefðu þeir stolið af sér pen- ingaveskinu með 1500 krón - um í. Maður þessi, sem. er af Akra- nesi mun hafa komið til bæjar- iri.s í gærmorguri, og sagðist honum svo frá í skýrslu sinni hjá lögreglunni, að hann hafi verið að koma frá borði í „Eld- borginni“ um klukkan 17,30 í gærdag, og hafi þá tveir menn staðið á bryggjukantinum, og ráðist á sig'. Hafi annar verið ljóshærður en hinn dökkhærð- ur. Hafi annar fyrst slegið til ’ sín, og hafi hann þá smeygt sér úr jakkanum og ætlað að taka i á móti, slegið til þess er höggið i greiddi, en ekki náð til hans. 1 í því hefðu báðir mennirnir I ráðist á sig, annar slegið sig I höfuðhögg en hinn í síðuria og' hafi hann fallið í rot. Taldi’hann sig hafa legið í rotinu úm 10 mínútur, en þegar hann rakn- aði við hafi veskið verið horfið úr hægri bakvasa buxnanna, en í því hafi verið 1500 krónur. Þegar hér var komið ’skýrslu rriannsins hrinsdi bifreiðar- stjóri einn á lögreglustöðina. og tjáði, að hann hefði ekið manni nokkrum niður að „Eld- bór«inin“ á umræddum tíma: f maðurinn hefði verið peninga- laus og farið um borð í skipið — sennilega til þess að fá lán- aða peninga -— en síðan hafi hann aldrei' komið að bílnum aftur, og skuldi því aksturinn. Fór lögregluna þá að gi’una að ekki væri allt með felldu við framburð Akurnesingsins, og játaði hann þá að saga sín væri uppspuni frá rótum. Sagði hann að vísu að hann hefði ætlað að hitta mann um borð í „Eldborg- inni“ og reyna að fá hj!á honum lánaða. peninga, en liami .hefði ekki hitt manninn, og þá stung- ið bílinn af. — Kvaðst hann hafa séð tvo menn á bryggj- unni, sem líkiegir hefðu verið til þess að „kássast“ upp á sig, en hins. vegar hefðu þeir ekkert gert sér. Síðar héfði hann svo hitt mann, sem hann þekkti, og hefði sá beðið sig að koma í „geim“, en hann svarað honum að hann ætti enga peninga, því að hann hefði orðið fyrir árás og verið rændur. — Spurði kunningi hans þá, hvort harin hefði ekki kært þetta fyrir lög- reglunni, en hann kvaðst ekki hafa gert það. Lagði kunning- inn þá að honum að gera það, og félst hann loks á að fara á lögreglustöðina og tilkyrma at- burðinn, sem orðið hafði til í huga hans. Sktiasleifctn mölbrotnaii, en drengurinn slapp ómeiddur. I gærmorgun lá við að alvar- legt slys yrði á Snorrabraut, Drengur renndi sér á skíða- sleða af Njálsgötu inn á Snorra- braut beint í veg fyrir bifreið, en fyrir sanrræði bifreiðarstjór- ans tókst að forða því, að dreng- urinn færi undir bílinn, en skíðasleðinn mölbrotnaði. Atburður þessi gerðist um kl. 10.27 og var fleygiferð á skíða- sleðanum. Bifreiðarstjórimi sveigði bílnum þegar til hægri, en rakst við það á umferðar- merki og beygði það. Sleðinn fór undir bílinn og mölbrotnaði sem fyiT segir, en drengurinn slapp algerleg'a ómeiddur. Þokar lítt vari- andi Trieste. ítalska fulltrúadeildin ræðir nú Triestemálið. Hafa ýmsir þingmenn hægri manna ráðist á Breta fyrir afstöðu þeirra í málinu. Pella svarar í dag ýmsum at- riðum úr ræðum þingmanna í gær. Hinn nýi sendiherra Breta í Rómaborg ræddi í gær í fulla klukkustund við Pella. Stjórnarblaðið Borba í Júgó- slavíu segir, að fyrirhugaður fundur sérfræðinga fimmveld- ^nna um Trieste, geti ekki gert bindandi skuldbindingar um málið. Svo var að heyra á Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er hann ræddi við blaða- menn í gær, að lítið hefði þok- ast í samkomulagsátt um Tri- este. Amerísku flugvélarimtsi leltað enn. Leitinni að bandárisku Grumman S-A-16 Albatros- vélinni var haldið áfram í gær, er veð’ur breyttist nokkuð til batnaðar. Vélarinriar var saknað milli íslands og Grænlands, en hún lagði upp í ferð sína frá Prest- wiek og var á leið til Banda- ríkjanna. Var hún í 88:. flug- björgunarsveitinni amersíku. Fjórar flugvélar úr bandá- ríska sjóhernum og 3 frá flug- liðinu bandaríska í Keflavík tóku þátt . í leitinni í gser auk 2ja bandarískra björgunarvéla frá Prestwick og 2ja brezkra herflugvéla. Er neyðarkall barst frá vél- inni á sunnudaginn hófu fjórar flugvélar þegar leit að henni og voru þær úr 53. flugbjörgunar- sveitinni, sem aðsetur hafa á Keflavíkurflugvelli. Fárviðri geisaði á leitarsvæð- inu á mánudaginn og hindraði leit þar til í gærmorgun. Strax í birtingu í morgun var haldið áfram leitinni að hinni horfnu flugvél. Það eru 53. ' flugbjörgunarsveitin og VP-5 sjóhðsvarðsveitin, sem standa að leitinni. Lokasenna í FrakklandB fyrir Bermttdafiindinn. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Fjögurra daga umræða um utanríkismál hófst í fulltrúa- deild franska þingsins. . Úrslit atkvæðagreiðslu í lok þessarar umræðu eru talin hin mikilvægustu, m. a. ekki sízt með tilliti til Bermudaráðstefn- unnar. Haldi Laniel forsætis- ráðherra velli með alltraustum meirihluta styrkir það mjög að- stöðu hans þar. Jafnaðarmenn taka ákvarð- anir sínar í dag varðandi Bonn- samningana og Evrópuherinn. Almennt er’ talið, að % þiríg- manna flokksins muni greiða atkvæði með staðfestingu þeirra. — Stuðningsmenn sam- fylkingar De Gaulles, flestir a. m. k., og kommúnistar greiða atkvæði gegn henni. Nokkrir þingmenn hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar þess efnis að deildin lýsi sig samn- ingunum andvíga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.