Vísir - 20.11.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 20.11.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Föstudaginn 20. nóvember 1953. 266. iitU .,......a Frakkar óttast encliirwíg- búnað Pjóíverja sem fyrr. Afstaða þingsins ræður stefnú á Bermudafundinum. Alþjóðalógregla hefur haldið uppi reglu i Trieste árum saman, og er myndin af sveit lögreglu- ; ¦ manna-á íerS í borginni. Fékk 2000 kit á Tli degi. Afli glæðist eftir ofviðrið. Fiskafli á togara hefur glæðzt. mikið eftir ofviðrið í byrjún vikunnar. Til marks um það er t. d., að togarinn Fylkir, sem kom inri úrii; hádegisbilið, fékk fyrir vestan land 2000 kit á 2Vó degi eða 127 lestir, mestmegnis þorsk, og með slíkri veiði myndi togarinn hafa fyllt sig á 3—4 dögum. Það mun hafa verið gert ráð fyrir því fy rst, að; Fylk- ir sigldi til "Gsrimsby með aflann, en sú breyting hef- ur orðift, að togarinn landar hér, að því er blaðið frétti í morgun. Um orsakir þess, að Fylkir siglir ekki út með aflann, er blaðinu ekki kunnugt, en sennilega ekki óskað eftir því. Þar sem um fyrsta ílokks fisk er að ræða,. er slæmt, að hann skuli ekki komast í hend- ur brezkra húsmæðrá. Goðanes seldi helming afla síns í Grimsby í morgun, og mun selja hinn helminginn í jfyrramálið. Það er önnur sal- an í þessari viku í Grimsby. Ágúst seldi fyrr í vikunni, sem áður hefur verið getið: Heyrzt hefur, að þýzkir tog- arar séu farnir að veiða fyrir rnarkaðinn í Grimsbý, en ekki hefur enn frézt hingað, að þeir haf i landað þar..... ísólfur laridar í Þýzkalaridi á morgun. Sprengjuárésir áMauMau. London (AP). —,3 brezkar Lincolnsprengjuflugvélar réð- ust í gær með sprengjukasti á' felstaði Mau-Mau-manna í frumskóginum á Nerisvæðinu. Varpað var niður 17 500- punda og 1000-punda sprengj- um. Tilgangurinn er að hrekja Mau-Mau-manna úr felustöðv- unum, svo að unt sé að elta þá uppi. Styrkjum ástvini þeirra, er fórust í Eddu-slysinu. Það þarf ekki að lýsa því fyrir Hafnfirðingum hvert skarð er fyrir skildi við hið sviplega fráfall þeírra, sem fórust með v.s. „EDDU". á Grundarfirði óveðursnóttina 16. þessa mánaðar. Fimm ekkjur, unnusta og átján börn eiga hér um sárast að binda, og 5 foreldrar og 2 mæður og fósturmóðir að auki, fyrir uíati annað nákomið skyldulið. Enginn mannlegur máttur má bæta það tjón, sem hér er orðið, en ég hef fundið svó almenna samúð hjá bæjarbúum með ástvinum hinna horfnu vina og ég veit svo ríka löng- un yðar til þess að rétta fram hönd þeim til stuðnings, að ég tel mér bæði ljúft og skylt, að beita mér fyrir almennri fjár- söfnun þeim til handa. Adolf Björnsson forstjóri og Ólafur Elísson forstjóri munu ásamt mér veita viðtöku fram- lögum. Sýnum bróðurhug og samúð- arvott með þeim hætti, sem í voru valdi stendur. Garðar Þorsteinsson. Grundarf jarðar- síldm varð 30.000 mál. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið hjá Fiskifé- laginu, nemur sílldaraflinn af Grundarfirði samtals röskum 30.000 málum. Síðastliðinn laugardág, eða ^fyrir óveðrið voru komih á land 27.874 mál síldar, en síðán hef- ur ekkert aflast. Hins vegar voru rnargir bátar með slatta og hafa landað því síðan, og munu það hafa verið samtals kringum 3000 mál. Síldaraflinn«af Gruád arfirði var lagður upp í Stykk- ishólmi, Ólafsvík, Reykjavjk og Hafnarfirði. Alls voru 30 bátar komnir itil veiða á Grundarfirði, en flest ir þeirra eru nú komnir heim, enda hefur hvergi orðið síldar vart eftir óveðrið, og er almennt álitið, að ekki þurfi að gera ráð fyrir frekari síldveiði á þess- um vetri. Umræðunni um utanríkismál í fulltrúadeild franska þjóð- þingsins lýkur í dag. í gær og fyrstu tvo daga umræðunnar snerist allt að kalla um varnar- málin og einkum Evrópuherinn og endurvígbúnað Þýzkalands. Skoðanir manna eru mjög skiptar, en það einkemidi þær yfirleitt, hversu djúpt liggja rætur óttans við endurvígbún- að Þýzkalands. Sumir þing- menn vildu alls eki leyfa end- urvígbúnað, aðrir töldu að end- urvígbúnaður Þýzkalands væri staðreynd, sem ekki býddi að. loka augunum gegn. M. a. kom fram ótti um, að er fram liðu stundir mundi Þýzkaland hafa sterkasta aðstöðu í varxip.rbanda lagi Vestur-Evrópu, jafnvel þótt Bretland fengist til fulirar þátttöku. 1 Almennte ér beðið', með mik- illi óþreyju eftir úrslitum at- kvæðagreiðslunnar í kvökl, en hún sker úr, um vilja þingsins varðandi Evrópuherinn, og markar stefnuna fyrir Laniel á Bermudaráðstefnunni, haVdi hann velli. Bérmudaráðstefnan — ., aðalmál hennár. Mikið var rætt um það í London, að Sir Winston Ghurc- hill forsætisráðherra Bretlands muni hreyfa því á Bermuda- ráðstefnunni, að hann fari einn •til fundar við Malenkov, éf ekki riæðist samkomulag um ,að æðstu stjórnmálaleiðtogar fjór- veldanna kæmu saman á fund. Ætla sumir, að tillagan muni verða aðalmál ráðstefnunnar. Vishinsky og Bermúdaráðstefiian. Vishinsky hamaðist gegn Bermudaráðstefnunni í ræðu í stjórnmálanefnd SÞ í N. York á gærkveldi og taldi hana haldna til þess að efla samtök- in gegn Rússum. Hann rændi ¦^.ð nýju afvopnunar- og kjárn- orkutillögur Rússa, sem hann hefur enn lagt fram, og benti fulltrúi Grikkja á, að slíkt væri tilgangslaust, þar sem þær hefðu jafnan yerið felldar, er Rússar hefðu lagt þær fram. Gera verkfalð. í sólarhring. London (AP) — Fuulltrúar vélsmiða og skipasmiða í Bretlandi hafa ákveðið sólar- hrings verkfall til stuðnings kaupkröfum sínum, sem ná til 3. milljóna manna. Ákvarðanir um verkfallið voru teknar í gær. Það hefst kl. 7.30 að morgni 2. des. og stend- ur til jafnlengdar 3. des. — Undanþegnir eru ýmsir, sem starfa í þágu ríkis og bæjarfé- laga, við stofnanir, sem reknar eru í almennings þágu. Miklír flutningar um Lundúnahöfn. London <ÁP). — Um Lund- únahöfn fóru á síðasta ári skip. sem vorujtúestum 60 milljónir lesta. ¦ ¦.; ?-; Var það tveim milljónum meira en 1951, en 2,3 millj. ¦ minna en á síðasta hámarksári, 1939. Um höfnina fóru . 48 millj. lesta af .varningi, milljón minna en 1951. Tekjur hafnar- innar námu 12,9 millj. pún'da (nærri 600 millj. kr.). Amerískt skip er nýkomið til hafnar í Þýzkalandi með 6000 lestir matvæla, sem Bandaríkja- menn ætla að gefa Þjóðverjum í'yrir jólin. Édda virðist óbrotin. Vélskipið Edda virðist ó- brotið, þar sem það liggur á sjávarbotni í Grundarfirði. Fréttamaður Visis i Grafar- nesi tjáði blaðinu í morgun, að í gær hefði kafari farið niður að skipinu og athugað aðstæð- ur eftir þVí sem við varð kom- ið. Skipið liggur á bakborðshlið og snýr stefni fram fjörðinn. Skipið sýtíist vera óbrotið, og tvær síldarnætur eru þar ó- skemmdar, og ætti að vera létt verk að bjarga þeim. EQns Veg- ar mun vátryggingarfélagið taka ákvörðun um, hvort reynt vei'ði að bjarga skipinu sjálfu, en það mun tryggt fyrir um. 1.5 millj. króna. Ekki varð kafarinn var við lík í :;kipinu, en hann komst þó ékki nema inn í eldhús skipsins, enda dimmt þarna niðri á 14 faðma dýpi, og hann án aðstoðarmanns. í morgun voru öll síldveiði-. skio farin frá Grundarfirði, ,og suðaustan slydda. Skoöanakónnun í Kús- mæðrafélagi Rvíkur. Þessa dagana stendur yfip skoðanakönnun í Húsmæðrafé- lagi Beykjavíkur, til þess að leiða í ljós vilja húsmæðra í sambandi við afgreiðslutíma sölubúða. Það er viðræðunefnd Neyt- ehdasamtakanna, Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur ög Sambands smásöluverzlana, sem stendur að skoðanakönnun þessari, en hún miðar að því að fá álit húsmæðra til leiðbein- ingar í sambandi við væntan- legar tillögur Neytendasamtak- anna í þessum efnum. Hafa öllum meðlimum Húsmæðrafé- lagsins verið send bréf, þar sem spurt er um álit þeirra í þessu sambandi. Grettir lýkur dýpkun á ísafirði fyrir jól. Dýpkunarskipið Grettir hef- ur nú mánaðartíma unnið að ðýþkun innsiglingarinnar til ísafjarðar. Hefur verkið gengiS eftir áætlun, og er nú um það bil hálfnað. Samkvæmt upplýsingum er Vísi fékk hjá vitamálastjóra í morgun er búizt við að Grettu* Ijúki dýpkuninni fyrir jól. Verður innsiglingin dýpkuð um V/z metra, og ver'ður rásin sem, skipið grefur 700 metra löng og 50 metra breið. Þegar dýpk- un þessari er lokið eiga skip að~ komast hindrunarlaust og an nokkurrar áhættu .upp . að l bryggju á ísafirði um háf jöru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.