Vísir - 23.11.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 23.11.1953, Blaðsíða 4
VISIB wlsan 12 Ð A (5 S I, A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. j Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línurl, Lausasala 1 króna. , i Félagsprentsmiðjan h.f. Stálskip smíðai hérlendis. Isíðustu viku var lagður kjölur að fyrsta skipi, sem smíðað er úr stáli hér á landi. Er hér um að ræða dráttarbát fyrir Reykj avíkurhöfn. Eins og kunnugt er, er dráttarbáturinn Magni kominn til ára sinnfi, og hefur hann unnið ómetanlegt gagn á undanförnum árum, en síðan hann var keyptur til landsins hefur sú breyting orðið á, að skip eru öll stærri en áður, svo að þörf er fyrir kröftugri dráttarbát. Jafnframt á hið nýja skip að geta gegnt öðrum störfum, því að það verður einnig búið mjög aflmiklum dælum, svo að það getur komið að miklum notum við slökkvistörf, ef þess gerist þörf, og er þvi aukið öryggi við smíði þess á því sviði einnig. Loks má nota hið nýia skip sem ísbrjót ef þarf. Smíði hins nýja og fullkomna dráttarbáts er bvi all-merkilegt skref í þróunarsögu Reykjavíkurhafnar, en þó er það annað, sem er enn merkilegra í sambandi við þenna atburð. Það er sú staðreynd, sem getið er í upphafi þessa máls — að nú er í fyrsta skipti ráðizt í að srrr'öa "-kip úr stáli hér á landi. Skipasmíðum hefur fleygt fram hériendis síðustu áratugina, svo sem öðrum iðnaðargreinum. Margar skipasmíðastöðvar á landinu geta smíðað vélbáta af þeim stærðum, sem algengastar eru hér á landi, svo að við ættum ekki að þurfa að leita til annarra þjóða í þeim efnum. íslenzkum skipasmíðastöðvum er heldur ekki um megn að smíða skip, sem eru talsvert á annað hundrað lestir, og hefði það þótt djarflegt fyrirtæki fyrir ekki mjög löngu, en er nú orðin staðreynd. Nú bætist það við, að ráðizt er í að smíða skip úr því efni, sem erfiðast er við að eiga og ekki er hægt að glíma við nema fullkomnustu tæki sé fyrir hendi. Kann því að virðast í mikið ráðizt, en ef gerður er til dæmis samanburður á verði slíks skips, sem smíðað væri erlendis ogvþess, sem nú er hafin smíði á hcr, þá kemur í ljós, að innlendir verktakar eru samkeppnisfærir i þessu efni. Lofar það vonandi góðu um framtíðina, og hefur það væntanlega í för með sér, sem er ósk allra manna, að dráttarbáturinn verði aðeins fyrsta skipið af mörgum, sem is- lenzkar hendur smíða úr stáli á komandi árum. Frá því var skýrt snemma á þessu ári, að verk þetta mundi verða unnið innanlands. Þótt kjölur hafi ekki verið lagður að skipinu fyrr en fyrir fáum dögum, táknar það ekki, að setið hafi verið auðum höndum síðan. Margvíslegur undirbúningur hefur farið fram, svo að nú verður hægt að hefjast handa af kappi. Er gert ráð fyrir því, að skipið verði fullgert eftir rúmlega ái, og verður ekki annað sagt en að þá miði vel, þar sem hér er um brautryðjendastarf að ræða. Það væri eðlileg þróun, ef Stálsmiðjan gæti tekið til við smíði annars skips úr stáli, er smíði þessa verður lokið. Hitl væri næstum skref aftur á bak, ef verkefnin bærust ekki, þegar sönnur hafa verið færðar á það, að ástæðulaust ké að láta gera slík skip erlendis, þegar íslenzkar hendur og hugvit hafa staðizt það próf, sem hér er raunverulega um að ræða. Vonandi verður framhaldið ekki á þann veg. Skipavðger&ir hér á landi. í framhaldi af því, sem sagt hefur verið hér að framan, má ■*- gjarnan bollaleggja lítið eitt um viðgerðir skipa hér á landi. Sú var t.íðin, að ekki varð hjá því komizt að senda, öll stærri skip landsmanna. til, útlanda, þegar um verulegar viðgerðir á þeim var að ræða. Jféri var aðeins hægt að dytta að því, sem smávægilegt var, og þjp.ðin varð árlega að greiða útlendingum . mikið fé’fyrir siíka þjónustu... . : Nú er Svo’komið, áð h£égt er’ áð tafea 'fiest’ sfeiþ' landsriianna á land hér og gera við flesta ágalla eða framkv.æma endux- hætur í stórum stíl. í þessu efni hefur því verið um heillavæn- . lega þróun að ræða, og eðlilegt skref á sömu braut er, að við getum annazt samskonar viðgerðir á öllum skipum okkar, hér verði hægt að taka hvert skip landsmanna á land, og spai-a með því gjaldeyri. Þetta cr mikið hagsmunamál iðnaðarmanna, skipafélaganna og yfirleitt allra landsmanna, er verða að skipta með sér þeim erlenda gjaldeyri, sem fyrir hendi er hverju sinni, en hann verður þeim mun minni, sem fleira er gert utan landsteinanna. Það er orðið tímabært, að menn íeggi hönd á plóginn og búi sig Undir áð hrinda þéssu þjóðþrifamáli í framkvæmd. VIÐSJA VISIS: „Rauia HUda" va*; fljót að yfir- fylla fangelsi A.-Þýzkalsads. Og þá fók hún harn&slkóla og breytfi í f&iMrnBÍsL Þeir, sem séð hafa Hildu Benjamín, dómsmálaráðherra austur-'þýzku stjórnarinnar, telja, að engin ljósmynd af henni sé svo slæm, að hún sé ekki heldur fallegri en fyrirmyndin sjálf. Nýlega birtist grein um þessa xnargumtöluðu en ógeð- felldu konu í brezka tímaritinu Everybody’s, en þaðan er eftir- farandi útdráttur tekinn. Anna Pauker, sem um skeið var aðal- forsprakki kommúnistakvenna Evrópu og ráðherra í Rúmeníu, þótti aldrei fríð eins og ljós- myndir báru . með sér, en í samanburði við Hildu Benjamín er hún eins og Marilyn Monroe. Hún er rúmlega fimmtug, fædd í Berlín árið 1902. Hún hafði svart hár, sem nú er tekið að grána, og virðist olíuborið. Hún notar ekkert púður eða önnur fegrunarmeðöl til þess að leyna svörtum skegghýjung, sem þekur efri vör hennar. Húð hennar er gulbrún, en röddin er með þurrum málmblæ. Þegar hún verður æst, stamar hún. Hún gengur í hælalágum skóm og ullarsokkum. Augun eru kolsvört,. Hilda er ekki af verkamanna- stétt, heldur dóttir opinbers þjónustumanns, Lange að nafni. Hún þótti ófrítt barn, erfið í uppvexti, en fyrirtaks náms- maður. Hún tók lögfræðipróf við Berlínarháskóa með ágætis- einkunn. Sennilegt þykir, að hún hafi mjög snemma aðhyllzt kommúnismann, en á háskóla- árum sínum hitti hún Georg Benjamín, sem síðar kvæntist henni. Þau voru ólík hjón. Hún var hörkudugleg, en hann var blóð- latur, og hafði naumast komið inn í lestrarsali háskólans. — Hinsvegar lá hún öllum stund um yfir bókum, en hann kunni betur við sig á íþróttaleik- vangi, eða í mannfagnaði, en því fylgdi að hann var ölkær mjög. Honum tókst að ná lækn- isfræðiprófi, en mátti ekki vera að því að sinna því starfi sök- um áhuga síns á stjórnmálum. Georg Benjamín varð fyrir barðinu á nazistum, og sat í fangabúðum, og mun hafa lái- izt þar. Hilda sat einnig í fangabúðum nazista, en slapp úr þeim og mun hafa komizt undan til Rússlands. — Að minnsta kosti er það víst, að hún birtist í Berlín vorið 1945, eftir áð Raúði herinn hafði haldið inn í borgina, og þá var hún klædd rússneskuní ein- kennisbúningi. " Nú hófst hýtt'og' gráfsilegt tímabil Hildu Benj'ámíh.'Gérð- ist: húrí ritári í 'svonefndri ,,dómsmáladeild“ rússnesku hernámsyfirvaldanna í Berlín. Þéssi deild var vitaskuld ekki annað en einn angj rússnesku leynilögreglunnar, og hafði einkum því hlutverki að gegna að ,,hreinsa“ þann hluta Þýzka- lands, sem var undir yfirráðum Rússa. Nú voru opnaðar’fariga- búðir á ný, eftir að nazistar höfðu hrakizt þaðan, og brátt .wa • ••«.-w 'rn • fylltust þær af öðru fólki, sem þangað kom vegna óhemju dugnaðar Hildu Benjamín, sem skjótt fékk það orð á sig, að hún þekkti ekki mannúð eða miskunnsemi. Þótti hún ganga svo vel fram í þeirri iðju sinni, að hún skaraði meira að segja fram úr hernámsyfirvöldum Rússa. Hún kom fram sem „að- stoðarsaksóknari“ við mörg réttarhöld Rússa og átti þannig beina sök á hundruðum dauða- dóma. Árið 1949 fór hún til „fram- haldsnáms“ í Moskvu, og ári siðar var hún skipuð varafor- seti hins nýja hæsíaréttar Austur-Þýzkalands. Þessi dóm- stóll hefur fjallað um öll meiri háttar pólitísk mál í landinu undan farin þrjú ár. — Gekk Hilda svo vel fram í starfi sínu, að brátt urðu fangelsi Berlínar offull, og varð þá að grípa til þess að taka skóla til þess að geyma fanga um stundarsakir. Austur-Þjóðverjar kalla hana „Rauðu Hildu“, og óttast hana og fyrirlíta. Fyrir fáum mánuð- um flýði bróðir hennar, sem var rafvirki i Austur-Berhn, yfir á hernámssvæði Vesturveld- anna og baðst hælis sem póli- tískur flóttamaður. Þegar hann skýrði frá því, að Rauða Hilda væiá systir hans, var honum veitt vernd umsvifalaust, — því að vitað var, að skyldleiki þeirra myndi ekki geta bjargað honum undan grimma dóms- málaráðherrans, systur hans. - Vellýgni Bjarni Kramh. af 1. siðu. þekktasti blaðamaður Banda- ríkjanna, Quentin Reynolds, var ráðinn til að semja bók um hann. Þeir unnu svo við bókina á heimili blaðamannsins um hríð, og síðan fór blaðamaðurinn snögga ferð til Kanada, til þess að fá nokkrar upplýsingar til viðbótar og leggja handritið endanlega fyrir DuPre. Meðal þess sem DePi'e skýrði frá var það, að hann hefði lengi starfað með frelsisvinum í Frakklandi á stríðsárunum, og þótzt vera bálfviti, til þess að geta aflað uþplýsingar, er þess gerðist þörf. Og svo ægileg voru þau ævintýr, sem hann kvaðst hafa lent í, að hann hefði orðið að leita til sálsýkis- sérfræðings að stríðinu lolcnu, til þess að fá bót sinna andlegu meina. Kona DuPres hafði alltaf varað hann við 'þessum ævin- fýrasögnum, því að hún vissi sem var, að hann hafði lengstúm verið í herbúðunt vestut; 'við Kyrrahaf, þótt hann' væri tim tíma í Bret- landi, en til Frakklands hafði hann aldrei komið. Lolcs var blaði einu í Calgary gefin bending' um, að DuPre væri að gabba menn, og blaðið sendi á fund hanns fréttaritara, s'em hafði sjálfur verið í upp- lýsingaþjónustu Kandahers á stríðsárunum. -Með -. f.vrstu spurnhxgu sinni fekk blaðamað- urinn DuPres til að 'koma upp um sjg, ög þá' sprakk iplá^rap. Mánudaginn 23. nóvember 1953 Nú mun margúr gleðjast, sem kvarta'ð liefur áður, þvi von er á nýju síntaskránni í byrjun næsta mánaðar. Surnir muuu segja, að allt liefði vcrið i bezta lagi, þótt fyrr- hefði verið. Það cr lika mála sannast, að rnikil óþægindi hafa verið að því fyrir jnarga, að útgáfa simaskrárinnar hefur tafist eins og raun er á. Mikill fjöldi mahna, og éinkum fyrirtækja hafa fengið simanúm- er, sem livergi eru skráð. Og ekk- ert hefur verið um það hugsað, sem sjálfsagt liefði verið að gefa út viðbæti með skránni yfir nýja símnotendur, eða þá, scm ný, óskrásett símanúmer hafa fengið. | Það koslar ]jó nokkuð. J Það lieliir aukið simakostnað lijá mörgum, að oft hefur þurft ! að Iiringja á sinxstöðina til þess !,að fá uppgefin símanúmer, sem ekki fundust i skránni. En nú er þetta sem sagt á enda, þvi til- kynnt hefur verið að símaskráin verði borin til nianna i byrjun desember og líklegt að flestir verði búnir að fá hana fyrir há- tiðir. Vonandi verður sú hin nýja skrá eins vel úr garði gcrð og sú seinasta, en yfirleitt mim form hennar liafa líkað vel. Þeir, lesendur Bergmáls, sem skrifað hafa dálkinum bréf og gert fyrir- spurnir uin hvenær skráin kæmi út, geta nú verið vissir um að fá hana í desember. Akureyrarútvarp. í blöðum norðanlands hefur oft verið rætt um það, að listamenn nyrðra, einkum á Akureyri, kæni- ust aldrei að útvarpinu til þess að gefa landsmönnum kost á að heyra til sin. Nú hefur tækifærið verið gefið, og verður að segja það satt, að hugmyndin cr ágæt, og mættu og ættu aðrir bæir og svcilarfélög að fá slík tækifæri. En livernig licfur svo Akureyr- ingunum tekjzt með baðstofu- lijal sitt? Oft hefur útvarpið sem stofnun verið gagnrýnd fyrir éfn- ið, sem þar er flutt. Stundum með nokkrum rétti, en þó oftar af lítilli sanngirni. Um þessa tvo þætti Akureyringa verður að segja, að þeir liafa ekki skarað fram úr og geta varla talist lial'a lyft dagskránni þau kvöldin, senx þeir hafa verið fluttir. Leiklistin. í bæði skiptin hafa Akurcyr- ingar lagt áherzlu á leiklistina, en mistekizt í bæði skiptin að skemmta fólkinu, eða svo sýrist mér. Það er ekki annað að lieyra, en Akureyriugar eigi litlu leik- araliði á að skipa, að minnsta kosti eru „humorí|tarnir“ eklci upp á marga fiskana. Það er auð- vitað rétt, að það er ekki sama uð hlusta á útvarpsleikrit og liorfa á þau í leikliúsi. En þótt vera kunni, að norðlenzku leikararn- ir gcti verið góðir á leifesviðinu, þá fer fjarri, að þeir flytji vel .leikrit i iitvarpið. Þá held ég að betra'só að lofa þaulvönum reyk- vískiim leikurum að sjá um það ei'ni. En þetta er á- byrjunarsligi og. vjctaulega verða næsjtu þællir betuí' undirbújiir, og táknræpni fyrjr fólfeið á Akureyri. — kr. En þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði gert þetta, svaraði hann. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því. En svo urðu sögurnar svo mikl- ar, að eg missti stjórn á þeim.“ En það má hann eiga, að hann vildi ekki taka neitt fyrir að gefa útgáfufyrirtækinu í New Yoi;k eíni í bókina, sem hafði verið pretuð í tveim upplögum, þegar aljt konxst upp.' . 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.