Vísir - 23.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 23.11.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 23. nóvember 19&3 VÍSIR Þeir gengu inn, íélagarnir, Arnold brosandi, lymskulegur, Slack þögull, þrálegur. „Eg vona, áð þú afsakir þessa óvæntu komu mína, Annie,“ sagði Anold, „en þegar við komum hérna um daginn mun hafa dottið smásteinn á gólfið hérna. Steinninn hefir nokkurt verð- mæti. Þú hefir vænti eg, fundið hann, Annie?“ „Eg fann hann,“ sagði Anneke .... „Hepsie, komu með tösk- una mína.“ Og Anneke tók steininn upp úr töskunni og rétti Arnold. „Annie,“ sagði hann um leið og hann stakk steininum í vasann, „síðdegis, daginn sem við vorum hérná, fórstu inn í verzlun skrautgi'ipasala við Montgomery-götuna. Þú afhentir hann afgreiðslumanninum, sem lét athuga hann. Þú hefir gert þetta til þess að komast að raun um, hvort þetta væi'i í raúri- inni óslípaður demantur?" „Þér hafið njósnað um mig, Arnold? Hvers vegna?“ „Það atvikaðist svo, að eg sá það,“ svaraði Arnold. „Hvað sagði gimsteinasalinn?“ „Að hann væri óslípaður demant, herra Arnold.“ „Þetta er leyndarmál, Annie, og það má eltkert kvisast um þetta.“ „En þér sýnduð mér pýngjuna með steinunum í.“ „Víst gerði eg það, víst gerði eg það.“ „í hvaða tilgangi?" spurði hún. „Ekki í neinum ákveðnum tilgangi. Eg vildi biðja þig að líta á þetta sem trúnaðarmál.“ „Eg bað ekki um, að mér væri sýndur trúnaður,“ sagði hún og stóð upp. „Þér eruð ekki gamall vinur. Eg man varla eftir yður frá bernskudögum mínum. Þetta er mál, sem mig varðar ekkert um. Herra Arnold, eg lofa engu.“ Slack hafði horft á gólfið með hálflukt augu, opnaði þau einu, og nú heyrði Anneke hann mæla í fyrsta skipti: „Haltu þér saman, stúlka,“ sagði hann hörkulega. Anneke kallaði á Hephzibah. „Vísaðu þessum heiðursmönnum til dyra,“ sagði hún. „Og eg á kannske að segja þeim, að láta ekki sjá sig hér framar?“ sagði Hepsie. Anneke kinkaði kolli og horfði á eftir þeim og út um glugg- ann sá hún þá ganga frá húsinu. Hephzibah kom aftur og sagði: „Eg stóð á hleri: Öruggasta ráðið til þess að fá konu til að þvaðra, er að segja henni að halda sér saman.“ „Hver veit nema þú hafir bent á leiðina,“ sagði Amreke, „til þess að finna lausn gátunnar." „Vilji þessi þorpari fá þig til að bera þetta út, þá hefir hann sínar ástæður til þess. Eg mundi halda mér saman.“ „Og það ætla eg mér líka að gera.“ En er hún sat þarna — og hún sat þarna langa stund — gat hún ekki bægt frá óttanum, sem kviknað hafði í brjósti hennar. Hvers vegna \dldu þeir kumpánar, Arnold og Slake, nota hana til þess að koma af stað umræðum manna meðal um steina- fund þeirra í Arizona? „Hver svo sem tilgangurinn er,“ sagði hún við sjálfa sig, „Skal eg fara varlega.“ KLUKKUSTUNDU fyrr en venjulegt. var lagði Anneke Vill- ard af stað að heiman, og var Hephzibah í fylgd með henni, sem lög gei-a ráð fyrir. Leiguvagn beið við dyrnar. Anneke skipaði svo fyrri, að aka skyldi til Marketgötunnar og éftir henni endilangri, allt frá sandhæðunum að sjónuni. Þetta var óhrein og leiðinleg gata og beggja vegna herinar gangstéttir úr óhefl- uðum borðum. Loks var numið staðar, þar sem ferjubátur Charles Minturn lagði að, en hann ferjaði menn yfir víkina til smáþorpsins Oakland, fyrir 50 cent. Anneke var undrandi. Hún gat ekki komið auga á neitt, sem gerði lóðir á þessum stað eftirsóknarverðar. Þarna var ekkert að sjá nema leiruga götu, og ljót, lítil timburhús beggja vegna. Hvað gat vakað fyrir hyggnum kaupsýslumanni eins og Asbury Harpending? Anneke þekkti að vísu ekki aðra borgarhluta nægilega — og suma alis ekki — til þess að geta gert sér nokkra grein fyrir hvort lega Marketgötunnar, með tilliti til annara borgarhluta, gat gert lóðirnar verðmætar. Um Montgomery- götuna var hún ekki í neinum vafa. Þar hafði hún veitt því athygli, að verzlunarhús höfðu risið upp, og áð hún var í terigsl- um við aðrar götur, eins og Kaliforniugötuna, Pine og Bush- göturnar, en þarna var viðskiptahluti borgarinnar, opinberar byggingar, félagsheimili og gistihús. Hún bað ekilinn að aka að næstu ritfangaverzlun. „Þar mun vera hægt að fá keyptan uppdrátt af borginni,“ sagði hún svo eins og við sjálfa sig. „Og hvaða. gagn heldurðu svo sem, að þú gsétir haft af upp- drætti?“ spurði Hephzibah. „Af uppdrætti get eg fengið margvíslega fræðslu um San Francisco“, sagði hún, enn eins og við sjálfa sig. „Þegar maður hefur ekki mikil fjárráð verða menn að afla sér upplýsinga. Það er auðvelt að græða fé, eigi maður fé. Það ætti að vera næstum eins auðvelt að afla fjár, þótt maður sé með tvær hend- ur tómar, hafi maður réttar upplýsingar í höndunum.“ „Kvenfólk á ekki að vera að vasast í slíku,“ sagði Hephzibah, „þær eiga ekki að reyna að krækja í fé með því móti, heldur með því að giftast vel.“ „Kannske það reynist hagur að því, að vera kona, þegar um viðskipti er að ræða,“ sagði Anneke. „Karlménn óttast ekki sam- keppni frá konu á því sviði. — Álíta ekki meiri hættu stafa af þeim en lævirkja á grein.“ Nú stöðvaði ekillinn vagninn við ritfangaverzlun og Hephzi- bah fór inn og keypti uppdráttinn, og svo var ekið eftir Montgo- mery-götunni, „bara til að sýna sig“, eins og. Hephzibah orðaði það. Þær komu heim skömmu fyrir venjuleg'an hádegisverðar- tíma. Síðdegis athugaði Anneke uppdráttinn gaumgæfilega og fékkst ekki við annað fyrr en síðdegisblöðin komu. Sérstaka at- hygli hennar vakti ritstjórnargrein um breikkun Montgomery- g'ötunnar og um að lengja hána í beinni línu að Connecticut- RAUÐRÓFUR í y2 kg. dósum. MATBOR® Lindargötu 46. — Síxni 5424, 82725. m jyíEmMmmm eftir Lebeck Gg Williams. Er eg að tala við einhvern, sem hefur umboð til þess að tala fyrir Tvburajörðina? Röddin: Eg stjórna málefn- um, sem snerta jörðina. WS MUST WAVe US EARTH SKOiiLP T//M£...3UT F’SRKArS) SOLVE ITSOWN & WITH Vm? HBLP... J PnOBLEMS/ 'wg lí i'USTfi/f.FEGUAKP Ttíc FUf Ltee ÖPTWlk] &ú?TH;T0HÉLþ 'M ORTO INTSRFERE > fMAV ENPWNSEP, T} ’ OUÍ? SAFETV/ ■ 4 Þjóð mín vill koma í veg | Garry: Við þurfum langan fyrir frekari stríð og blóðsút- j tíma til þess, en ef til vill væri hellíngar ógkoma á ffiði. i þetta auðveidara með hjálp Röddin: Og hvernig hefur I ykkar. ■ykkur orðið ágengt? I Röddin: Jarðarbúar verða að leysa sín eigin var.damál. Við verðurn að tryggja öryggi Tvi- burajarðarinriar. -Hjálp við ykkur myndi stofna okkur I hættu. Sólvallag. 74 — Barmahlíð 8 Sími 3237. Hreinsum og pressum íatnað á 2 dögum. Trichlorhreinsun. MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SlMI 3367 Alm. Fasteignasalan Lánastarfsemi Verðbréfakaúp Austurstræti 12. Sími 7324. 4ra manna Renaultbfll í ágætu standi til sölu. Upplýsingar í síma 80822 til kl. 8 í kvöld. Sigurgeir Sigurjðnssón hcestaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—S. Aöalstr. 8. Síml 1043 Og 80950. MAGNUS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Málflu tningsskrif stofa Aðalstræti 9. — Símx 1875. BEZT AÐ AUGLTSAIVISI FELSAIR OG SKINN Kristinn Kristjánsson, feldskcri, Tjarnagötu 22. Sími 5644. Permanentftoían Ingólfsstræti 6, sími 4109. Pappírspokagsrðjo h.í j vitaatig S. 4.U*< papp4rsjx>*<*í §

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.