Vísir - 24.11.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 24.11.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginii 24. nóvember 1953 v!sir « VIÐSJA VISIS: M.-Evrópu-Gyðingar flýja heim aftur frá Israel. Segjast ekkert sameiginlegt eiga með Asíu- og Afríku-Gyðingum. Aö undanförnu hefur talsvert verið rætt og ritað um árás þá, sem herflokkur frá Israel gerði á þorpið Kibya í Jordaníu, en þetta mál er nú fyrir Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. í ályktun Þríveldanna er árásin harðlega vítt, enda var hún grimmdarleg, en ísraels- stjórn ber sig illa, og segir að Jórdaníumenn og jafnvel hin fræga Arabahersveit Jordaniu, geri árásir á ísrael, og' er þetta allt fréttaefni, en það berast líka stöðugt aðrar fréttir frá ísrael, sem sýna vaxandi örðug- leika þar yfirleitt, sem ekki spá góðu fyrir framtíð þessa nýja ríkis, sem sumir kalla gerfiríki, er aldrei fái þrifist um alla framtíð, í óþökk Araba, en aðrir halda fram, að það muni helda velli hvað sem á dynji. Allir viðurkenna mikinn dugnað þeirra, sem þetta land byggja, og eru framfarir í land- inu geysimiklar, og enginn neitar, að Gyðingarnir hafa sýnt, hvað þarna er hægt að gera, og víst mun það öfundar- efni arabisku þjóðunum, sem vilja helzt hafa gamla lagið á öllu. Ákjósanlegt væri, að sam- starf tækist með Aröbum og ísraelsmönnUm, og að hinir fyrrnefndu lærðu af þeim, t. d. að breyta auðninni í gróður- lönd, segir í einni frétt um þetta, en horfurnar eru miður góðar. Nú fara aftur fleiri en koma. Hvað sem framtíðin ber i skauti sínu er svo komið, að fjárhagur landsins er mjög bág- borinn orðinn, og ýmsir inn- flytjendur eru fegnir að komast burt aftur. — Tiem birtir frá- sagnir um þetta. Segir t. d. sögu Gyðings að nafni Jodá Isenbart, sem var kjötkaupmaður í Vín- arborg laust fyrir seinni heims- styrjöldina. Undi hann vel hag sínum. Svo sameinaði Hitler Austurríki Þýzkalandi og Austurríkismenn urðu að kyrja sömu haturssöngva um Gyðinga sem Þjóðverjar. Joda og fjölskylda hans varð að fara úr einum fangabúðunum í aðrar. Allir ættingjaf fjölskyld- unnar voru drepnir, en ein- hvern veginn tókst Joda, konu hans og þremur börnum að halda lífinu. En nú lá leiðin úr einum fangabúðunum í aðrar. . ■ . i ,-i . .. 1 ; . ■ ■ ,í , ., ■ Martröðin mikla. Og þegar p^artröðin paikla var á enda lyfti Jodan ásamt milljón öðrum Gyðingum von- glöðum augum, því að allir gerðu þeir sér vonir um að komast til lands forfeðranna og mega taka þátt í að byggja það upp. Komu tötrum klæddir heim. Fyrir tæpum hálfum mánuði var Joda. • 1 ’• öf &7 > úötralegum Gyðinguni, sem flúið höfðu ísrael, en verið teknir af lög- reglu Þýzkalands, er þeir reyndu að laumast inn í landið — Joda og hinir voru settir í einustu fangabúðirnar sem til eru í landinu nú fyrir heimil islausa Gyðinga, í Föstenwald við Múnchén. Þar komst Joda svo að orði; „Þegar ég kom til ísraels var mér sagt, að ég væri of gamali til að vera kjötkaupmaður — og var sendur í námuvinnu. Við vorum ekki barðir og sætt- um ekki misþyrmingum, en að öðruleyti var lífið svipað og í fangabúðum.“ „Eg er Þjóðvcrji“, sagði annar Gyðingur, Arie Kramer fæddur í Berlín, ,,og nú vil ég byrja á nýjan leik, þar sem ég varð að hætta 1933. Ég komst að því, að ég á ekkert sameiginlegt með Gyðingum frá Asíu og Afríku, sem hafa flykkst til ísrael.“ Síðan Ísraelsríki komst á laggirnar hafa 34.000 flutzt á brott þaðan til að leita gæf- unnar annarsstaðar. Willy Piel: Píanótónleikar í Austurbæjarbíó. Þýzki píanóleikarinn Willy Piel hélt píanótónleika á vegum Tónlistarfélagsins fimmtudag og föstudag í vikunni sem leið. Lék hann sónötu í c-dúr (op. 2. nr. 3) eftir Beethoven, Úr heimi barnanna, op. 15, eftir Schumann og sónötu í b-dúr (op. posth.) eftir Schubert. Willy Piel ræður yfir mikilii tækni og tekur verkefnin mjög föstum tökum. Gætir víða mik- illar innfjálgi í leik hans, en það dregur úr áhrifunum að áslátt- ur hans er ekki alltaf þvingun- arlaus. Hljómleikar þessir munu vera liður í kynningu þýzkrar menningar, sem nú stendur yf- ir. Með tilliti til þess er efnis- skráin ekki vel valin. Hefði verið fróðlegra að kynnast þýzkum nútímaverkum á þessu sviði. Er því á þessari kynningu hinn sami galli og á konsertum sóvétlistamannanna undanfar- ið — of mikil áherzla lögð á hina sígildu músík en minna skreytt um samtimahljómlist- ina, sem ætla mætti að almenn- ingi léki forvitni á að kynnast, ekki sízt þegar ætla má, að með svonefndri menningar- kynningu sé einkum átt við nútímamenningu. B. G. Tvær nýjar bækur. Flutningsgjöld á benzmi og olíum hærri en áður. Iliíxsai' kreíjasit íyrii'framgrciðslii á ölfiim förinuin. Vísi hafa borizt eftirfarandi upplýsingar frá olíufélögunum. I tileíni af umræðum þeim, sem átt hafa sér stað á Alþingi og í dagblöðunum undanfarna daga varðandi verðlag á olíum, vilja olíufélögin taka fram eftirfarandi: 1. Lækkun á flutningsgjöld- um frá fyrra ári hefur numið um 50 krónum per tonn, og I hefur sú lækkun þegar komið neytendum til góða. ! 2. Verðlækkanir á útsölu- verði hafa s.l. ár verið sem hér segir: a) Þann 20. desember 1952 i lækkaði benzín um 4 aura lítr- inn (ca. 56 krónur per tonn) og gasolía um 4 aura lítrinn (ca. 46 krónur per tonn). b) Þann 16. maí s.l. lækkaði benzín um 5 aura lítrinn (ca. 70 krónur per tonn) og gasolía um 4 aura lítrinn (ca. 46 krónur per tonn). Nema lækkanir þessar sam- t'als á benzini 9 aufa lítrínn (ca. 126 krónur pér tonh) og á gasolíu 8 aura lítrinn (ca: 92 >króhurfper tonn). • ’ c) Hækkun varð þann 5. október s.l. á benzíni um 3 aura lítrinn (42 krónur per tonn). Stafaði hún af eriendri hækkun í júlí s.l. d) Þann 1. maí s.l. lækkaði togaraoh'a um 62 krónur per tonn. 3) Þegar ríkisstjórnin samdi við Rússa um kaup á olíum þaðan með samningi dags. 1. ágúst 19531 vár sámið úm vérð á sama grundvelli og olíufé- lögin höfðu keypt á áður, þ. e. lægsta heimsmarkaðsverði á hverjum tíma. Gefur þetta ekki tilefni til ádeilu á hvor- ugan aðilann, sem um kaupin hafa séð. 4) Flutningsgjöld frá Rúss- landi eru eðlilega hærri vegna um 20% lengri flutningsleiðai hingað. Kom þetta ekki strax I í Ijós vegna óvenjulegra lágra taxta á frjálsa skipamarkaðn- um á s.l. hausti, en búast má við að flutningsgjöld verði all- miklu hærri frá Rússlandi á næstunni en samkvæmt fyrri samningum olíufélaganna. 5) Auk ofanritaðs eru samn- ingarnir við Rússland óhag- stæðari að því leyti, að krafizt er fyrirframgreiðslu á öllum olíubirgðum, auk þess sem nauðsyniegt er að hafa all- miklu meiri birgðir en áður. Velditr þetta mjög aulrinni vaxtabyrði hjá félögunum, sem vitanlega verður að leggja á vöruna. Bragi Siguvjónsson: Göng- ; ur og réttir. Eftirsafn frá 1 hausti til haust. V. bindi. | Bókaútgáfan NorSri. —■ 1 Akureyri 1953. Með þessu bindi lýkur rit- safninu Göngum og réttum. Það hefur verið 8 ár í smíðum og er orðið gífurlegt að vöxt- um. Undirritaður hefur ekki lesið í því nema kafla og kafla, en blaðað í því og skoðað myndirnar, sem eru margar. og ýmsar þeirra vel teknar. Allt er ritið vandað að ytra frágangi, pappír, prentun og band, en það er eins og mér finnist einhver óhófsblær á þessari útgáfu, of mikið af öllu. Það er spurning hvort ekki hefði átt að gefa þennan af- rétta og smalamennskufróðleik út sem tímarit, því að bersýni- lega hefur Bragi Sigurjónsson ekki ráðið við að gera úr þess- um óteljandi aðsendu þáttum neina samræmda heild, eins og ætlast mátti til að þessi dýra taók hefði. En hvað um það, efnið í rit- safninu Göngur og réttir er mörgum íslendingum hugþekkt, því það fjallar um sauðkindina, sem er yndislegasta skepna jarðarinnar, og um fjöllin. En þeir sem rita eru misjafn- lega ritfærir, bókin hefði orðið betri, ef sá ritfærasti þeirra hefði einn ritað alla bókina og notað efnið í sínum núverandi búningi aðeins sem hráefni, og þá hefði hún heldur ekki orðið svona óhóflega stór og dýr. Jón Sigurðsson, Yztafelli: Bóndinn á Stóruvöllum. Ævisögvíþættir Páls H. Jónssonar 1860—1952, skráðir eftir sögn hans sjálfs og öðrunt heimildum. Bókaútgáfan Norðri. Prent smiðjan Edda H.F. Höfundur þessarar bókar eða ritari, Jón bóndi Sigurðsson á Yztafelli í Þingeyjarsýslu, er löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín, svo sem bókina Land og lýður. Frásagnarmáti hans er léttur og oft fjörugur, aldrei tyrfinn. En ekki veit eg hvort Jóni er jafn sýnt um vísindalega nákvæmni í heim- ildakönnun og sannpröfun stað- reynda sem f ramsetning hans. er áferðárgóð. Bóndinn á Stóruvöllum , er ættar- og ævisaga góðbóndans Páls Hermanns Jónssonar á Stóruvöllum í Bárðardal. Hann varð 93 ára 13. okt. s. 1. og mun enn í dag furðulega ern bæði andlega og líkamlega. í formála fyrir bókinni gerir höfundur eftirfarandi grein fyrir innihaldi hennar og ritun: „f bók þessari segir frá ætt- inni, sem náði valdi á Stóru- völlum i Bárðardal og situr þar enn. Sagan hefst raunar með ömmu Páls á Stóruvöllum, sem settist á eignarjöi'ð sína 1822, og nær því yfir 130 ár. — -— Heimild að þessari bók er fyrst og fi'emst sögn Páls sjálfs. Hún er uppistaðan, sem gefur frá- sögninni líf og lit. (Ætti að vera ívafið, því uppistaðan £ vefnum hverfur að mestu undir ívafið). En ívafið er af öðrum toga. Móðir mín var uppalin I næsta nágrenni við Pál. Hún sagði mér margt frá bernsku- dögum sínum, sem vai’ð fast í minni. — — — Þá hafði eg sjálfur undir höndum ritaðar bækur um ættina og ábúendur jarða allt frá Móðuharðind- um. En mestu skiptii’, hve Páll er geyminn á ýmis skjöl ættar sinnar og sjálfs sín---------“ Formálanum lýkur Jón með þessum orðum: „Saga þessarar ættar getur verið raunhæf mynd og tákn- ræn af menningarþi’óun í hér- aðinu á mestu umbyltingatím- um, sem gengið hafa yfir þjóð- ina.“ | Bóndinn á Stóruvöllum er 1 180 bls. prentuð á góðan papp- j ír. Fáeinar myndir eru í bók- inni, þar á meðal tvær heilsíðu- myndir af Páli og konu hans Sigríði Jónsdóttur, sem lézt á sumarmálum 1948, tæpra 79 ára að aldri. Guðmundur Daníelsson. Ályktun 12. þhi^s S.l’.S.: Sérhverjum manni verhi gert kleift ai eignast elglB hiísnæði. Forystufé4 ný bók. „Forystufé“ nefnist bók, eftir Ásgeir Jónssori frá Gottoi-p sem er í þann vegirih að'kóiria . , .... , ís -'.‘.ix; : i’ t r-i: -> a mai'kaðinn. Er hún eiriskonár eft'irmæli eða minningarrit um forystufé af fjárstofnum, sem liðið hafa undir lok á tíirium mæðiveiki, niðurskurðar og fjái'skipta. Búnaðarfélag íslands gefur bókina út. 12. þing S.U.S. legg'ur ríka i áherzlu á þá staðTeynd, að eí'na- . , hagslegt öryggi þjóðféiags- þegnanna er eitt meginskilyrði þess, að þeir geti lifað ham- ingjusömu lífi. Þótt slíkt ör- yggi beri að sjálfsög'ðu að veita einstaklingunum með ýmis- konar tryggingastai'fsemi og aðstoð við þá, sem ekki geta séð sér farboi’ða, þá telur það þó ekki síður ástæðu til að efla og styðja viðleitni manna til að tfyggj a sér óg sínum með eig'in atorku fjáfhágslegt öryggi. ; Téluf þitfgið í því sambandi rrijög rnikilvaégt, að sérhverjuiri atorkumanni vergi gert kleift að eignast eigið húsnæði, þótt hann hafi ekki yfir að ráða miklum fjármunuxn, og sérstak- lega telur það nauðsynlegt, að greitt verði fyrir ungu fólki, sem hyggur á stofnun heimilis. Ung'um Sjálfstæðismönnum er það ljóst, að mikill fjár- magnsskortur hlýtur að vera hjá þjóð, sem verður að byggja upp öll sín mannvirki á einuni eða tveimur mannsöldrum, eri telja hiiis vegar,, að húsnæðis- (eysi sé slíkt böl, ,að íbúðabygg- •ingar verði að sitja í fyrii'rúmi fyrir flestum öðrum framv kvæmdum. Telja þeir meiri- háttar lántökur erlendis mjög konia til álita til þess að auka íbúðabyggingar, enda er meg- inhluti byggingarkostnaðar víðast greiddur af lánsfé. Þá telur þingið eðlilegt, að stuðlað sé að því, að memi vinni sjálfir sem mest að bygg- jngum eigin íbúða í frístundum sínum, ýmist svo, að þeir ,byggi- smærri hús eða taki við íbúð- um í sambýlishúsum óinprétt-. uðum, og vinni siðan sjálfir að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.