Vísir - 07.12.1953, Side 10

Vísir - 07.12.1953, Side 10
£ Suwwgkó: TAHZA /446 Þegar Óla óheppna varð ljóst að Tarzan ætlaði ekki að ráðast á sig, þá tók heili hans án tafar til starfa; Hann hallaði sér aftur á bak og brosti lítið eitt. „Við erum komin langar leiðir frá umræðuefninu — er það ekki? Meðan okkur er báðum eins innan brjósts og nú, þurfum við eklci aö hafa neinar áhyggjur af ráðabruggi þéssara góðu kvenna.“ „Alls engar,“ svaraði Anneke ákveðin. Nokkru síðar var Anneke af tilviljun stödd á milli Ralstons og roskins manns, er hét Wiggins, en hann var hin mesta nöldrunarskjóða. „Nei, ekki fyrir það verð,“ mælti Ralston, þegar Anneke heyrði fyrst til hans. „Eg mundi ekki hafa neinn áhuga fyrir því undir þeim kringumstæðum.“ Svo sneri hann sér vinsam- lega að Anneke og hélt áfram: „Herra Wiggins hefir mesta reynslu okkar allra i að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum. Hann hefir áhyggjur af því að stríð skelli á, að bólu- sótt komi upp, að almenningur verði hræddur um að missa peninga sína, og þó hefir hann mestar áhyggjur af því að land- skjálftar gangi yfir.“ „Þér viljið að vísu ekki taka rnark á oi'ðum mínum,“ sagði Wiggins þungbúinn, „en þér getið ekki neitað því, að mög'U- leikax-nir eru fyrir hendi. Það hafa komið landskjálftar hér. Það gætu komið miklar jarðhræringar, svo um stói'kostlegar náttúruhamfarir væri að ræða. Stundum er eg næstum stað- í'áðinn í að fara úr boi'ginni og koma hingað aldrei framar." Hann snerist snögglega á hælnum og skálmaði leiðar sinnar, en Ralston hristi höfuðuð. „Hann er dugandi kaupsýslxxmaður,“ mælti hann. „Hann hefir komizt, vel af, en hann hefir eyðilagt líf sitt með hugleiðingum sínum um yfirvofandi tortímingu af einhverju tagi.....Meðal annara orða, Anneke, viljið þér ekki koma sem snöggvast með mér inn í bókaherbergið rétt sem snöggvast? Eg brýt í'eglur minai', með því að bjóða yður þangað, en konan mín krafðist þess. Hún hefir rniklar mætur á yður.“ „Það gleður mig að heyra, að henni skuli falla vel við mig, herra Ralston. Hún hefir verið mér dæmalaust góð.“ Þegar þau voru komin inn í bókaherbergið, lokaði. Ralston hurðimxi kyrfilega á eftir sér. Svo tók hann til máls: „Mér sýnist, Anneke, að þér háfið yfir talsverðum fjármumun að i'áða. Allir vilja þó auka við eignir sínar. Fögur stúlká eins og þér gætuð alltaf fundið aðfei'ðir til þess að eyða meii'a en hún hefir efni á.“ „Það var fallega gert af yður að hugsa til mín. En eg held. að eg skilji yður ekki.“ „Það, sem eg segi yðui', er auðvitað ti'únaðarmál,“ mælti bankastjórinn. „En ef þér hefðuð áhuga fyrir að. leggja svo sem tvö eða þrjú þúsund dollara í fyrirtæki, þá get eg næstum tryggt yður, að þér getið hagnazt vel á því á fáum vikum.“ „En eg hefi ekkert vit á að kaupa verðbréf eða hlutabréf,“, xnaldaði Anneke í móinn. „Bankinn gæti alveg séð um þá hlið málsins fyrir yður, eða þér gætuð snúið yður til einhvers verðbréfamiðlara, sem. hefði orð fyrir að vera heiðarlegur. En gleymið því ekki, að þetta er konu minni að kenna. Hún heimtaði þetta, en sjálfur er eg and- vígur því að benda fólki á, hvernig það á að verja fjármunum Hann var nú kominn yfir alla hræðslu aði sér í höfðinu. Öðru hverju lagði og gekk varlega hringinn í kringum hann hrjúfa höndina á hinn hraust- apamarminn um leið og hann klór- byggða líkama Tarzan eins og til VÍSIR sínum-,á verðbréfamarkaðinum, En ef yður leikur hug'ur á að kaupa fyrir sjálfa yðux- nokkur hundruð lilutabréf í námafé- lagiríu Califo'rni-Comstock —:——“ „Ég. v,eit, að . þér eruð meirá en góðui- við rhig,“ mælti Ann- eke nú, en híkaði þó, eins og vænta mátti af henni. Hún var önnum kafin við að hugsa þetta mál. Hér mundi ver aum mikil- vægt. atriði að ræða. Það gat verið, að uppástunga þessi ekki runnin undan rifjum frú Ralston, heldur væri maður hennar aðeins að prófa hana, Anneke, til þess að ganga um, hvort hægt væri að treysta henni. Það gat vel hann væri prðinn eitthvað totrrygginn gagnvart henni. Það gat vel verið, • að haxm óttaðist að hún notaði skilningarvit sín um of í húsum hans og vina hans, svo.að-ekki væri óhætt að gefa henni kost á að koma þar. Hvort sem þessi tilgáta var rétt eða röng, mundi hyggilegast fyrir hana að koma fram eins og víst væri; að Ralston tortrýggði hana. ,Eg veit, svei mér ekki, hvexrdg eg get þakkað yður og konu yðar,“ sagði hún einlæglega, „en eg hefi bara ekkert; vit á í þessum xnálum. Faðir minn var eiiistaklega gætinn maður. Hann torti-yggði alla verðbréfaverzlun og sagði mér að eg skyldi aldrei kaupa verðbréf. Eg vona, herra Ralston, að þér móðgizt ekki, en; eg held, að eg hætti ekki á þetta. Eg er viss um, að pabbi hefði - ekki viljað, að 'eg færi að braska, eins og hann hefði áreiðanlega kallað þetta.“ „Nei, góða mín, vitanlega felst ekki í þessu nein móðgun gagnvart mér. í rauninni vil eg hrósa yður fyrir gætni yðar. Hún er lófsamlég. Víð nefnum þetta þá ekki framar." Þau gengu aftur frani í salinn til hins veizlufólksins. Ralston var enn vinsamlégri við hana, eh nann hafði nokkru sinni verið; enn kátári og föðurlegri. Amieke sagði við sjálfa sig, að hún væri nú í meiri metum hjá honum en nokkru sinni áður. Hann kynnti hana svo fyrir manni, sem hún hafði ekki séð áður. r . ,;Janih,“ tók: hánh til máls. „Mig langar til að kynna þig fyrir hægjusámi'i' ungri .konu. Ungfrú Anneke Villard frá Ken- tucky. Herrá Jánin er reyndasti námaverkfræðmgur okkar.“ Hann 'brosti kankvíslega til Anneke. „Mér hefir skilizt að einn vina ýður sé meðal starfsmanna herra Janins," bætti hann svo við. ' ' ‘ „Það er' víst ekki þrjóturinn hann Juan Pamell?“ svaraði Janin um leið og: hann lmeigði .sig.. „Stendur heima,“ mælti Ralston. „Eg verð að segja, að hann hefir góðan smekk, er .hann velur sér vini,“ sagði Janin kurteisiega. „Iiann er bezti drengur, en það þarf að ternja hann dálítið betur....Meðal annarra orða, Ralston, Harpending er farinn til Lundúna, er það ekki?“ i „Það er svo langt s.íðan hann lagði af stað,“ svaraði Ralston, „áð hánrí; ætti' að vera komirín þangað.“ „Hvað er eiginlega að segja um þessa demantanámuvitleysu, "se'm hann hafðí svo mikinn áhuga fyrir? Það var einhver maður, sem hét Árnold, er sagði tröllasögur á því sviði.“ „í því niáli hefir ekkert gerzt. Þessi Philip Amold og félagi hans, Slack, hafa farið á ný út í auðnir Arizóna-héraðs,“ Ral- ston hló dátt, „til þ'ess áð sækja frekari sannanir fyrir þeirri ótæmandi námu, sem þéir segjast hafa fundið þar.“ „Ætli það sé ekki líklegast, að maður heyri ekki meira frá þeim?“ sagði Janin þá. Það var ekki löhgu eftir þetta, sem g'estirnir fóru að halda heimleiðis. Juan Parnell fýlgdi Anneke heim að dyrum hjá henrii, og hafði þar skamma viðdvöl, meðan Hepsiba beið á tröppunum. Hann laut yfir hönd Anneke, eins og spænskir aðals- menn höfðu gert, meðan veldi þeirra var mest. Svo rétti hann úr'sér'og brosti dálítið stríðnislega niður til hennar. „Þar sem við hofum nú rætt um fyrirætlanir hefðarfrúa borg- arinnar, og erum sammála að því er þær snertir, hvernig eigum við þá að hegða okkur? Á eg að hverfa?“ „Eg fæ ekki séð, að þörf sé á því.“ ,,Eg. get ekki,“ hélt hann áfram, „tilkynnt heiminum — án £im AÍmi tiar...* í Vísi hinn 5. dés. 1923 . var eftirfarandi frásögn af fólsku- legri árás hér í bæ: í kvöldmyrkrinu. Kvöld eitt fyrir skömmu var ráðizt á stúlku, sem var á leið heim til sín í suðurenda Garða- strætis. Varð stúikan vör við það á Kirkjugarðss.tígnum, að maður veitti henni eftirför, en er hún var komin heim undir húsið, náði hann henni og tók utan um hana og ætlaði a3 bera hana burtu. Hún hrópaði á hjálp, en þá sleppti maðurinn henni, en tók þá að berja hana. Stúlkan komst þá undan, upp á húströppurnar, en dyrnar voru lokaðar. Maðurinn gerði sig' þá líklegan til að ráðast á hana aftur, en í því var kom- ið til dyra og hvarf hún þá. í burtu. Dimmt var um kvöldið, því að ekki var kveikt á götu- ljóskerunum, og sá stúlkan því ekki manninn svo yel, að hún geti lýst honum. þess að ganga úr skugga um að þetta væri ekki allt bleltking. — Óli óheppni hafði skyndilega fengið stór- kostlega hugmynd. B. KeNand. Engiil eða glæfrakvendi ? Mánudaginn T. désember 195? ... I,., . I. I ítöLshu huttarnir húntnir aítur Þútundtr vtta aO omian /yicrtfl hringumim frá SIGURÞÖR, KafBarstt»*tl 4. Uarffar gerlfir tvHrUaffier U.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.