Vísir - 12.12.1953, Side 1

Vísir - 12.12.1953, Side 1
45. árg. Laugardaginn 12. desember 1953 284. tbl. Drukku eitrað heimabrugg. Tvö umferðarslys urðu í gær. Tvö umferðarslys urðu hér í bænum í gær. Voru það konur sem slösuð- ust í báðum tilfellunum. Fyrra slvsið varð um hálf þrjú leytið í gær á gatnamótum Austur- strætis og Pósthússtrætis. Þar varð Elísabet Magnúsdóttir, Grettisgötu 43 fyrir bifreið og meiddist nokkuð á hægri oln- boga, en meiðslin ekki talin mikil. Hitt slysið varð norðarlega i Lækjargötu á sjöunda tíman- um í gær. Þar var Guðríður Jónsdóttir Mímísvegi 2 að fara yfir götuna, en varð þá fyrir bifreið og slasaðist. Flutti sjúkrabifreið hana á Landspít alann og við rannsókn kom í Ijós að hún hafði fótbrotnað. Útflutningur í nóv. nam nærri 100 miHj. kr. Útflutningurinn jan.—nóv. nam 626.8 rnillj. kr., en á sama tíma í fyrra 597.7 millj. r. í nóvember nam útflutning- urinn 97.1 millj. kr., en í sama mánuði í fyrra 92.8. Innflutningurinn jan.—nóv. nam 940 millj. kr., en í fyrra á sama tíma 842.9 millj. kr., í nóvember 126.8 og í sama mán- uði í fyrra 88.9. Vöruskiptajöfnuður í nóvem- ber varð því óhagstæður um 29.6 millj. og í jan.—nóv. um 312.2 millj. .Af innflutningsverðmætinu í nóvember 1953 voru 31.938 þús. kr. vörur til Sogsvirkjun- arinnar, og þar af voru vörur að upphaeð 4.557 þús. kr. raun- verulega fluttar inn á árinu 1951, og 27.381 þús. kr. fluttar inn á árinu 1952, þó að þær væru ekki tollafgreiddar og þar með teknar á innflutnings- skýrslur fyrr en í nóvember 1953. Göróttur drykkur. í gærkveldi fór maður nokk- ur í heimsókn til vinar síns. Tók vinmnnn vel á móti hon- um að sjálfsögðu og gæddi honum á heimabrugguðu öii eða víni. En er þeir höfðu drukkið skamma stund fóru þeir að finna itl vanlíðunar, sem ágerðdst þeim mun meir sem drykkjan yar fastar sótt. Þar kom að þeim þótti ekki annað hlýða en sækja lækni og dældi hann ólyfjaninni upp úr þeim. Lögreglan fékk málið tii meðferðar. í gærmorgun þegar fólk úr íbúðarhúsi einu hér í bænum kom í þvottahúsið lá þar sof andi maður, sem íbúarnir þekktu ekki. Var lögreglan fengin til þess að stjaka við manninum og spvrja um erindi hans. Kvað hann á sig hafa sótt svefn þegar hann átti leið fram hjá húsinu og því farið þarna inn og lagt sig. Stuldur. Maður nokkur kærði yfir þvi um miðnættið i nótt, að á með- an hann hafi skroppið inn i hús eitt hér í bænum hafi verið stolið úr bíl hans pakka með allmiklu af verðmætum varn- ingi. 1Í1 á kjörskiá viö ftHsknpskjörid* Kjörseðlar hafa . nú verið sendir öllum þeim, er atkvæð- isrétt hafa við biskupskjör. Voru seðlamir sendir öllum starfandi prestum þjóðkirkj- unnar, svo og kemiurum víð guðfræðisdeiid Háskólans, en samtals má segja, að 111 manns séu á kjörskrá við þessar kosn- ingar. Síðan eiga kjörseðlarnir að vera komnir til biskupsskrif- stofunnar fyrir miðnætti þarm 12. janúar n. k. í heimsókn Elísabetar og Filippusar til Bermuda kom það fyrir, að svertingi einn fleygði sér í duftið til þess að votta drottningu virðingu sína. Þótti betta leiðinlegt atvik, en mannaum- inginn var tekinn fastur. Kagur Flugfélags íslands stendur með miklum blóma. ! Bróttótekjur í fyrra voru 16,4 millj. ákveðið að greiða hluthöfum 4% arð. Að veHd Grettis loknu, geta 9 isl. skip kemii á ísafjerð. FramkvænHSimar §4©sta um milifón króna. ienzk skip flotið þar inn, hvern- ig sem stendur á, sjávarföllum. Til þessa hefir innsiglingin ekki verið nægilega djúp, eða um 4 m. á dýpt þar sem hún er grynnst, og hefir það valdið því, að stæri'i skip hafa orðið að sæta sjávarföllum til þess að komast inn. Þetta er allmikið verk og kostnaðarsamt, en ráðgert er, að dýpkunarframkvæmdimar muni kosta um 1 millj. kr. Hins vegar verður inikil bót að þessu, eins og nsErri má.geta, og siglingar allar auðveldari og samgöngur á sjó þar með 'betri við höfuðstað Vesturlands. Dýpkunarskipið Greííir Ihefir uinnið að hafnarbótum á ísa- firoi síðan í október sl., og mið- ar veridnu veí áfram. Vísir átti tal við Emil Jóns- son vitamáiastjóra í morgun og fekk hjá honum eftirfarandi . upplýsingar um þetta. Grettir vinnur nú að dýpkun Sundanna, eða innsiglingar- innar inn á Pollinn. Þar er verið að dýpka innsiglingarrennuna, sem verður 700 m. á lengd og 40—50 m. á breidd, og er því verki langt komið. Að verkinu loknu verður rennan hvergi grynnri en 7 m., en bað þýðir, að þá geta öll ís- Af skýrslu þeirri, er Örn O. Johnson. framkvæmdastj. Flug- félags íslands, flutti á aðalfundi félagsins í gær, er Ijóst, að hagur bess stendur með miklum blóma. Skýrsla Arnar var hin fróð- legasta, og var þess þar m. a. getið, að bruttotekjur af innan- lands ög millilandaflugi félags- ihs hafi á árinu 1952 orðið um 16.4 millj. króna, en nettó- tekjur (hagnaður) 93 þús. kr., og er þá búið að draga frá af- skriftir á vélum o. s. frv. Er þetta ágæt útkoma, og talsvert betri en verið hefur undanfarið. Ákveðið var að greiða hlut- höfum 4 % arð. Flugfélag ís- lands hefur nú 7 flugvélar i notkun. Gullfaxa, 3 Douglas- vélar, 3 Katalína-báta, og einn Grammanflugbát, sem grípa má til í viðlögum. Bruttotekjur af millilanda- flugi urðu 9 millj., en af innan- landsflugi 7,4 millj., en það er 53% aukning frá árinu 1951. 13 farast í fltsfislysi. Indversk farþegaflugvél fórst í rnorgun, skömmu eftir að hún lagSi a£ síað frá Nagpur til Madras. 13 mcmi biðu bana. 3 menn af áhöfninni voru meðal þeirra, sem létu lífið, en sá fjórði — flugstjórinn — var Jainh eini, sem í flugvélinni var, sem komst lífs af. Farþegar í innanlandsflugi í fyrra urðu 32.662 (48% aukn- ing), en í millilandaflugi 5,308 (21% aukning). Rætt hefur verið um kaup á nýjum flugvélum, bæði til millilandaflugs og innanlands- flugs, og eru þau mál til athugunar hjá stjórn félagsins. Standa vonir til, að unnt verði að efla flugflota félagsins innan tíðar. Stjórn F. í. var endurkjörin, en hana skipa: Guðmundur Vilhjálmsson, formaður, Berg- ur G. Gíslason, Friðþjófur O. Johnson, Jakob Frímannsson og Richai'd Thors. í varastjórn eru Jón Árnason og Svanbjörn Frímannsson. Togamir veiða í frystingu. Flestir togaranna eru nú á veiðunr fyrir l'rystihúsin og er aflinn mestmegnis þorskur. Jón forseti landaði 164 smál. í Rvk. í gær, aðallega þorski, og fór aftur á veiðar í morgun. Verið er að landa úr Þorsteini: Ingólfssyni. Á ísafirði hafa nokkrir tog- arar landað, Sólborg, Úranus og marz, og var mikið af fisk- inum flutt á bílum til Hnífs- dals, Bolungavíkur og Súða- víkur. Fleiri mundu hafa land- að, ef unnt hefði verið að taka: við rneiru aflamagni til verk- unar. — Gylfi kom til Patreks- fjarðar í gær og landaði 85 smál., en hann landaði á Akra- nesi fyrir viku, eins og áðup hefir verið getið. Vísitalan óbreytt. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. desember s. 1. og reyndist hún vera 158 stig. (Frá riðskiptamálaráðu- neytinu). Síðasta sala í Þýzkalamti. B.v. Sléttbakur seldi í Cux- haven í gærmorgun 220 smál. fyrir 328.000 kr. Þetta er seinaáta salan £ Þýzlcalandi á vetrinum. Alls hafa togarar fárið 31 söluferð og landað þ^r 6586 smál. af fiski, sem seldust fyrir samtals um 12 pijllj. kr. 3 skip lesta 4000 ' lestir af verkuðum og óveekuðutn fiski. 17ÖO lestjúr fitra tneö Arnar- felll til llraxilíu. Tvær litlar telpur, 3. og 414 árs, fnmdust myrlar í Edinborg i morgun. Þeirrá hafði vcrið saknað frá því í : gærmorgun. — Maður nokkur hefur verið handtekinn, grunaður um að vera valdur að dauða þeirra. Hai'ínær 4000 smálestir af verkuðum og óverkuðum salt- fiski munu fara héðan í 4 skip- um fyrir áramót næstu, til Grikldands, Brazilíu og Ítalíu, en skip hleður væntaníega til Spánar uin áramóíin". Norskt skip, Röskva, hefur að undanförnu verið hér á strönd- inni ■’.jl fisktöku, og fer upp úr helginni með 1000 smálestir af óverkuöufn fiski til Grikklands. Arnarfell er að byrja hleðslu á um. 1700 smálestum af þurrk- uðum fiski til Brazilíu. Skipið fer beint til Rio de Janeiro, en mun koma við á Azoreyjum til þess að fá olíubirgðir. Þetta er í annað skipti, sem íslenzkt skip fer beina leíð til Brazilíu með fiskfarm, og mesta magn, sem: hefur verið flutt héðan þangað í einni skipsferð. Fyrir ferð sína. til Brazilíu fór Arnarfell í marz: síðastliðnum. Katla er að byrja hleðslu til Ítálíu og mun fara þangað upp* úr' 20 þ, m. með 11—-1300 smá- lestir af “ óverkuðum fiski. •Sm Loks síánda vonir til, að hleðsla skips, sem fer til Spán- ar, hefjast um áramótin. 'n.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.