Vísir


Vísir - 12.12.1953, Qupperneq 7

Vísir - 12.12.1953, Qupperneq 7
Laugaráaginn 12. desember 1953 VtSIR og vandlega. Nú gat ekkert haft ahrií á afstöðu hennar. Enda þótt hún væri í rauninni einhleyp, hafði koma hennar til borgarinnar ekki vakið neiiiskyns hneyksli. Hún hafði verið gætin í framgöngu allri. Nærvera Hepsibu hafði einnig verið ágæt trygging fyrir því, að hún Væri siðsöm stúlka. Um leið og hún gékk þarna eftir götunni, varð henni hugsað um raun- vérulegan virðuleik sinn, og þá gat hún ekki annað en brosað með sjálfri sér. Hún hugleiddi, hvérnig hún hefði farið að, éí henni hefði ekki gengið svöna vel, og hún hefði neyðst til að treysta einungis á fegurð sína til að tryggja öryggi sitt. Tii hvaða bragða hefði hún gripið, ef leið hennar til auðæfa hefði orðið að liggja um þá markaðsskála, þar sem fegurð var varn- ingur, sem hægt var að kaupa og selja? Hún yppti öxlum, til þess að losa sig við þessar hugleiðingar. Hún hafði ekki þurft -að taka néina ákvörðun af þessu tægi. En þrátt fyrir það gat hún ekki annáð en hugleitt, hvernig hún hefði farið að. -----— Anneke gekk tvisvar eða þrisvar eftir götunni, sem heldra fólk borgarinnar hafði ætlað sér til slíkra skemmtiferða, og sneri síðán áftur til vagnsins, sem beið hennar. Þetía var leigu- vágíi. Hana hefði langað til að eiga sjálf vagn og fagra hesta til að beita fyrir hanh, en enda þótt hún væri nú alveg nógu efnuð til að veita sér slikan munað, lét hún sér ekki til hugar koma að láta það eftir sér. Ekkert mátti gefa til kynna, að hún gæti veitt sér meira en hún gerði. Rétt í þann mund, er hún ætlaði að fara að stiga upp í vagn- inn, nam hún staðar og virti fyrir sér mann, sem kom gangandi eftir götunni. Honum varð litið á hana um leið, og þá sneri hann snögglega frá, til þess að hverfa inn í verzlun sína. Hann var mjög dularfullul', Og greinilegt var, að hann hafði borið kennsl á hana, en viidi ekki hitta hana. ,,Hepsie,“ tók hún tii máls, „var þetta ekki maðurinn, sem kom heim með Phil Arnold?“ „Þetta var John Slack,“ svaraði Hepsiba. „Mér skildist, að þeir hefðu farið saman upp 1 auðnir Arizona, til þess að leita þar að gimsteinum.“ „Eg heyrði þannig frá þessu sagt,“ sagði Hepsiba, „að þeir hefðu farið þangað, til þess að afla sannana, sem gætu sannfært peningamenn borgarinnar um að þeir hefðu raunverulega fundið demantanámu.“ „Hvað er John Slack þá eiginlega að gera hér í borginni? Ekki geta þeir verið komnir aftur?“ „Eg veit það eitt,“ svaraði Hepsiba, „að allt er grunsamlegt, sem Phil Arnold kemur nærri.“ „Mér fellur ekki við þenna mann,“ sagði Anneke, „og mér lízt ekki á andlit hans. Hann er maður, sem er ekki allur, þar sem hann er séður.“ „Þá ættir þú bara,“ mælti Hepsiba snögglega, „að forðast allt samneyti við hann.“ Á heimleiðinni var Anneke þögul og annars hugar. Hún hafði hugboð um, að eitthvað illt vofði yfir, þótt hún gæti ekki gert sér grein fyrir, hvað það mundi vera. Það hvíldi á henni eins og mara, að vera John Slacks í borginni boðaði henni illt. Um kvöldið Var hún boðin að borða og dansa hjá Conchitu Néttleton. Á sunnudág fór tylft ungra karla og kvenna ákandi tíl Klettahússins, til þess að eta þar og skemmtá sér við að c | ÓDÝR OG GÓÐ RAK- í BLÖÐ Alm. Fasteignasalaa Lánastarfsemi Verðbréfakaup Austurstræti 12. Símj 7324, gat varia stunið -upp orði af hi-æðslu við óhemju Itrafta Tarzans. Þó gat hann komið út úr sér orð» unum: Þú talar þá eins og annað fólk. Eg hélt að þú værir villimaðure horfa á sæljónin, er höfðust við á skerjunum þar. Juan Parnell var á hvorugum staðnum. Hann hafði verið sendur i nokkurra ferðalag fyrir húsbónda sinn. Þegar mánudagur var runninn upp, byrjaði Anneke með því senda Hepsibu fyrir hádegi til Jasonar Meaná, til þess að ganga endanlega frá síðustu viðskiptunum, sem hann hafði um fyrir hana. Hepsiba kom aftur fyrir hádegi. „Means lögfræðinguf," sagði hún við heimkomuna, ,,er orð- inn hálfhræddur, sýnist mér.“ „Við hvað er hann hræddur?“ spurði Anneke. „Þessi Ralston gerði honum orð um að koma og tala við sig. Mér skilst, að Ralston hafi ekki verið beinlínis mjúkur í máli. Hann heimtaði að fá að vita, hver þessi H. Wattles væri.“ „Hverju svai’aði Means því?“ „Hann sagði Ralston, að hann hefði ekki hugmynd um það. Hann svaraði aðeins, að hún væri ekkja og hefði ráðið hann sem lögfræðing sinn. Meira vissi hann ekki um haha. Ralston var reiður. Hann barði í borðið. Hann heimtaði, að Means segði sér, hvernig þessi H. Wattles hefði haft hugmynd um, að rétt mundi vera að kaupa hlutabréf í California-Comstock. Means sór og sárt við lagði, að hann vissi það ekki. Ralston sagði þá við hann, að honum væri nær að reyna að komast að þessu. Mér sýnist þó, að Means hafi bara bein í nefinu. Hann sagðist einungis hafa svarað, að H. Wattles væri skjólstæðingur sinn, og hann gæfi engar upplýsingar um þá.“ Anneke hafði hlustað með athygli, og hún kinkaði liolli ánægð, er hún heyrði þetta um Means. Qm Mmi f Vísi mátti m. a. lesa eftir- farandi um þetta leyti fyrir 30 árum: Fýrirspurn. Hr. ritstjóri. — Hér í bæ eru menn, sem gera sér það að at- vinnu að ginna fólk til að kaupa litaðar vatnsblöndur, sem þeir kalla meðul. Eru þeir venjulega tveir í félagi. Hefir annar gler- kúlur eða önnur spásagnar- tæki, sem hann þykist lesa í um örlög manna og sjúkleika* en þó ekki fyrr en hann hefir sent út njósnamenn til þess að fregna allt er fá mátti um við- komandi sjúkling. Síðan er gefið upp eitthvert upphugsað sjúkdómsheiti og sjúklingur- inn síðan sendur til meðalasal- ans. Sýgur hann svo fé og ‘fjör út úr vesalingunum, sem hjá- trú og ímyndun kemur til þess að trúa þessum mönnum langt- fram yfir læknana. Ef lasleik- inn er lítill, getur trúin nægt til að lækna hann, en við alvar- legri sjúkdóma hefir það kom— ið fyrir, að þeir hafi gerspillt heilsu sjúklingsins, bæði me® því að varna honum að ná til læknis í tíma og með olíu- brennslum og öðrum miðalda lækningaaðferðum, sem þetta. veiklaða fólk hefir ekki þolað. .... Vildi eg feginn fræðast af yður um, hvort ekki muni vera til lög, sem geri þessum mönn- um óheimilt að svíkja fólk á; téðan hátt, eða banni það með öllu. —• Manni. — Aths. Slík lækningastarfsemi, sem hér um ræðir, varðar vitanlega viffi lög. NSO ; Óií óheppns; nötraði af þegar Taraah kiifraði upp í vagninn til hans hélzt, að þú gætir valdj, og haft upp úr þ\4. Símanumer bkkar á Melhaga 2 er 82936 Kjöt og Grænmet JEMhús- gaMtiinur með pífu. Rósótt og doppó'R ngl*»n&fni Sundurdregnu Barnarúmin margeftirspurðu komin aftur. Þrjár mismunandi tegundir fyrirliggjandi. Húsgagnaverzlun GseSattnntiur Gu&tnwmfSmnanar Laugaveg 166. Beztu úrin hjá Bartels Lækjartorgi Sími 6419 KAUPHÖLLIN er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sími 1710. Fjölritan og irélriiun Fjölritunarstofa F. Briem Tjarnargötu 24, sími 2250. Amerískir bantðgaíbr Og barnapeysur Kvenjerseypey&ur YeSour WerssSnnin Fratn KJapparstíg 37. Sími 2937.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.