Vísir - 15.12.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 15. desember 1953 VISIR n ■IVWWWWtfWWWWWVWV^WWWSiWWWWVVVW C. B. KelSantl. Engill eða glæfrakveiidi ? 28 ing við yður,“ svaraði hann. „Eg vil ekki, að það komist í há- mæli, að eg hafi sézt hér í borginni. Það er líka dálítið, sem yður snertir, sem þér viljið ekki, að fréttist.“ ,,Þér eruð hortugur og ruddalegur,“ svaraði Anneke og var stærilát í meira lagi. „Hvað um það? Þér skuluð bara gæta þess, að hafa ekki orð á því, að eg sé í San Francisco. Ef þér haldið yður saman um það, skal eg ekki nefna það við nokkurn mann, að þér látið þessa vinnukonu yðar vera á flækingi um borgina í ekkjuklæð- um. Mig grunar, að yður langi til þess, að það fréttist ekki víða. Ella munduð þér varla fara svo laumulega með það.“ Hann glotti. „Erum við sammála?“ spurði hann. „Eg geri ekki neina samninga við yður, Slack,“ svaraði hún einarðlega. „Mér stendur á sama um veru yðar í borginni —- ,,Og hvað svo?“ spurði hún þá. „Ralston sagði Means þá, að hann yrði að koma boðum til H. Wattles um að hún yrði að koma og tala við hann. Means hét að skila þessu, enda hefir hann gert það.“ Anneke var ekki kvíðin vegna þess. Þetta var einmitt það, sem hún hafði átt von á. Það hafði svo sem ekki verið við öðru að búast, en að forvitni Ralstons vaknaði vegna stórgróða H. Wattles, svo að hann langaði til að komast að því, hver kona , þessi væri, og hvar hún fengi upplýsingar sínar. j „Við verðum að halda að okkur höndum um hríð,“ mælti Ann- eke nú. „Þú mátt ekki koma nærri skrifstofu Means, um, skeið.“ ■ „Mér fyndist réttast, að Wattles hyrfi fyrir fullt og allt,“ svar- . aði Hepsiba. Síðar um daginn, þegar dimmt var-orðið, var barið hart og lengi að bakdyrum húss þeirra. Hepsiba fór og lauk upp, og stóð hún þá augliti til auglitis við John Slack. Hann var hvorki kurteis né stimamjúkur. Hann var næstum ruddalegur. „Eg þarf að tala við hana,“ mælti hann. „Við hverja viljið þér tala?“ „Stúlkuna, sem þér vinnið fyrir.“ „Hún hefir enga longun til þe&s að tala við yður. Snautið tafarlaust héðan.“ „Ef hún er ekki þeim mun vitlausari," mælti Slack, „mun hún vilja tala við mig. Þér farið og segið henni, að eg sé hér, eða eg ber, þar til allir taka eftir því í næstu húsum.“ „Jæja, bíðið þá þarna, og hreyfið yður ekki!“ skipaði Hepsiba. „Eg skal segja henni, að þér séuð kominn!“ „Þér getið sagt henni, að eg fari ekki fet, fyrr en hún hefir talað við mig,“ mælti Slack þungbúinn. Hepsiba gekk bein í baki til setustofumiar. „Hann er kominn — þessi John Slack,“ sagði hún við Anneke. „Hann ætlar að fara að gera uppistand. Heimtar að fá að tala við þig. Hann segist setja allt á annan endann, ef þú viljir ekki tala við hann.“ „Láttu hann þá koma hingað,“ svaraði Anneke. Hún gerði sér grein fyrir því, að ekki yrði hjá þessu komizt, og hún afréð að láta engan bilbug á sér finna. Það var nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hversu hættulegur maðurinn gæti reynzt. Hún tók sér stöðu á miðju gólfi, hnan-eist og óttalaus, og beið, þar til Hepsiba fylgdi John Slack til stofunnar. Hafi fas hennar borið því vitni, að hún mundi ekkert lamb að leika við, sást það ekki á svip komumanns. „Hvað er yður á höndum?“ spurði Anneke umbúðalaust. „Eg er hingað kominn, af því að þér sáuð mig úti á götu,“ svaraði John Slack, „og þvi þurfti eg að tala við yður. Anneke yppti öxlum. „Eg sá yður, rétt er það. En hvað um það? Mér er alveg sama um yður og gerðir yðar.“ „Þér gætuð farið að blaðra um það við hina ríku vini yðar, að þér hafið séð mig.“ „Það er ekki mikil hætta á því, að eg nefni svo lítilfjörlegt atvik við nokkum mann.“ „Eg hefi nú samt hugsað mér að búa svo um hnútana, að ekkert slikt komi fyrir,“ rumdi Slack. „Og hvernig hafið þér hugsað yður að fara að því, ef mér leyfist að spyrja?“ mælti Anneke. Slack brosti lítið eitt og illmarmlega. „Með því að gera samn- SiAliPHOLlgi'y er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — SímS 1710. Alm. Fasteignasaíaa " Lánastarfsenu VerSbréfakaap Aús'turitræti 12. Sími 7324 Ensku drengja- peysurnar margeftirspurðu með renni- lás og kraga. Stærðir 4ra— 12 ára, komnar aftur. MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG iti - StMi 338/ Nýjung fyrir Weinheims 100% Perlon eru nú eftirsóttasta jólagjöfiiv Ásg. G. Sunnlaugsson & Co, AustursOæti 1 Fallegu SawnakoHarnir komnir aftur. Hverfisgötu 74. Kr rclflv r ur í bréfum, dósum og lausri vigt: — Allrahanda Kardemommur, heilar og steyttaj. Engifer Negull Pipar, heill og steyttur Múskat Saltpétur Hjartarsalt Karry Kanell, heill og steyttur Kúmen Lárviðarlauf Eggjagult Natron Vanillusykur Einungis 1. flokks vörur. H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll — Reykjavík 8EZT AÐ AUGLTSAIVISI Margi á sama stað . . . og hagnýtið alla orkuna sem þér greiðið. Allt á saraa stað H.f. Egill Sími C & SuweuqkAi Dktr. bv V.riitW. Fcrtttírc 3: ntiic Ixvr. ;ý Óli óheppni /yar hnugginjr Hfain sá nú, aðy draumux. hans- um,- uð'áýna Tarzan i þúri myiidu aldrei ..rætast.- . •• Tarzan •; mæifí : ■, gera,-hér i'Afríku? tók við tauiruinum. .maður,. v&éðux að lífa; á ein- hverju,“ sagði Qli sorgmseddur. ... „£g er orðinn of ganmli til þess að leita að gulli, og þess vegna seb eg blámönnum gleyperlur og •vmislfet dÓt. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.