Vísir - 15.12.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 15.12.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis iii mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og J’ó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 16t'»0 og gerist áskrifendur. Þriðjudaginn 15. desember 1953 Morðingi Kaj Munks náðaður og 3 aðrir skíðsgiæpamenn. Um leið og þeim var sleppt var minnisvarði um danskar frelsishetjur svívirtur. Fró fréttaritara Vísis. K..höfn, 8. des. Seinustu þýzku stríðsglæpa- inönnunum í Danmörku hefur nú verið sleppt úr haldi og sendir lieim til Þýzkalands, en ,þeir voru 4. Samtímis gerðist |>að, að svívirtur var minnis- varði yfir 11 danskar frelsis- hetjur, sem myrtar voru. Þetta var gert þannig, að málaður var hakakross á minn- isvarðann, að næturlagi. Stríðs- glæpamennirnir 4, sem sendir voru heim til Þýzkalands, voru þessir: Otto Bovénsiepen, fyrr- verandi yfirmaður Gestapo í Danmöi’ku, sem dæmdur hafði verið í ævilangt fangelsi, Kniest, sem dæmdur var í ævi- langt fangelsi fyrir pyndingar, Schwerdt, fyrsti yfirmaður hryðjuverkaflokksins „Peters- gruppen“ (24 ára fangelsi) og Söhnlein (20 ára fangelsi), en hann var einn af morðingjum Kaj Munks. Náðun þessara manna hefur vakið gremju í Danmörku með- al mennings og í blöðunum, og eitt blaðanna hefur reiknað út, að Bovensiepen hafi afplánað sem svarar 12 daga hegningu fyrir hvert morð, sem hann ber ábyrgð á. En í Þýzkalandi hefur því verið vel tekið, að mennirnir voru náðaðir, og eftirfarandi immæli þýzka blaðsins „Schleswig-Holsteinische Tag- espost“ sýna andann í skrifum þýzkra blaða: „Þannig verða þá þessir 4 nenn komnir heim fyrir jólin — til þátttöku í hátíð fjölskyld- unnar og kærleikans........... Annars má vel fagna öllum, sem heim koma, er skelfingar stríðsins bitnuðu á, og í þeim anda viljum við nú fagna þess- um mönnum, sem danska stjórnin hefur náðað, þótt í Danmörku kunni enn að vera til hefnigjarnt fólk, sem ekki getur unnt þessum mönnum endurheimts frelsis. — Vér höf- um, þrátt fyrir beiskju liðinna ára — ástæðu til að vera þakk- látir yfir vinsemdarvotti dönsku stjórriarinnar, og vonum að náðunin verði til þess að stuðla að því, að sambúðin við ná- grannaþjóðina í norðri komist í æskilegt horf . . . . “ Jón Engilberts opnar sýningu. Jón Engilberts málari opnaði myndlistarsýningu í vinnu- stofu sinni, Flókagötu 17 kl. 2 í dag. Jón hefur áður haldið sýn- ingar í eigin húsakynnum og jafnan við góða aðsókn. Að þessu sinni sýnir Jón um 80 myndir stórar og smáar, þar af eru 50 vatnslita og g'ouachmyndir. Auk þess eru svo teikningar og grafiskar myndir. Hér er bæði um gaml- ar og nýjar myndir að ræða. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 til 10 og stendur yfir fram til jóla. Friðrik Ólafsson, skókmeistari. SkotíéSaglð ætlar að koma upp skothúsi við Gralarhoit. Féfíigsmerin eru nú (iiim 1511» íslendingur í óperuhlut* verki í New-York. Vestur-íslenzka blaðið Lög- berg skýrir frá því seint í októ- ber s.l. að frú Guðmunda Elías- dóttir sé þá væntanleg upp úr mánaðamótunum í söngför til Kanada. Fyrstu söngskemmtunina átti frúin að halda í Winnipeg 3. nóvember, en næstu daga á eftir var ráðgert að hún syngi í Selkirk og Gimli og síðar í Arborg, Riverton og Lundar. Talið var að frúin syngi mest- megnis íslenzk lög. Lögberg birtir í sama blaði langa grein um frú Guðmundu og blaðaummæli héðau að heiman um hana. Þess má að lokum geta að í i ú Guðmunda hefur verið ráðin til þess að syngja aðalhlutverk- ið í Cavalleria Rusticana hjá Broadway Opera Association í .New York. Glímufélagið Ármann er 65 ára í dag, 15. des. í dag er eitt stærsta og þrótt- mesta íþróttafélag landsins, glímufélagið Ármann, 65 ára. Það var stofnað hér 1 Reylcja- vík hinn 15. desember árið 1888, en helztu hvatamenn þess voru þeir Pétur blikksmiður Jónsson og síra Helgi Hjálmarsson. í dag mun stjórn félagsins leggja blómsveiga á leiði þeirra í virð- ingarskyni við þessa íþrótta- frömuði og forvígismenn fé- lagsins, Ástæðulaust er að fjölyrða um störf Ármanns eða rekja feril hans. Allir vita, að Ár- menningar hafa alla tíð haldið á lofti þjóðaríþrótt íslendinga, glímunni, og án þeirra væri glíman áreiðanlega ekki eins almenn í þessu landi og raun ber vitni, enda þótt hún skipi alls ekki þann sess, sem henni 29. dessmbar. Friðrik Ólafsson, sem hefur j verið boðið að keppa á jóla- j skákmótinu í Hastings, Eng- landi, fer héðan loftleiðis 29. desember, en mótið hefst dag- inn eftir og stendur til 9. jan- úar. Það er skákfélagið í Hastings, sem stendur fyrir mótinu, en | bæjaryfirvöldin styðja þessi mót, sem hefð er komin á, enda' hafa þau verið haldin um ára-!. tuga skeið. Kemur þangað [ marg't brezkra skákmanna, en einnig er boðið þangað ýmsum erlendum skákmönnum, og hefur Friðriki verið boðið per- sónulega, vafalaust meðfram vegna athygli þeirrar, sem hin ágæta frammistaða hans vakti í Esbjerg í sumar. Hann hefur og keppt tvívegis á unglinga- ,keppni í Englandi og vakti þá þegar athygli fyrir g'óða frammistöðu. Einri íslendingur hefur áður keppt á Hastings- móti. Það var Guðm. S. Guð- mundsson. — Heyrzt hefur að skákmönnum frá Rússlandi, Júgóslavíu og' Svíþjóð (Stáhl- berg), hafi verið boðið á mótið, en blaðinu er ekki' kunnugt um hvort þeir hafi þegið boðið. Skotfélag Reykjavíkur ætlar j að koma sér upp skothúsi í landi sínu við Grafarholt upp úr áramótunum. Félagið hélt aðalfund sinn t gær, og bar skýrsla formanns, I. Erlends Vilhjálmssonar deild- arstjóra, vott um blómlegt fé- lagslíf og mikinn áhugá félags- manna, en þeir eru um 150. Skotfélagið hefur nú inniæf- ingar vikulega í íþróttahúsinu á Hálogalandi, en eft-ir áramótin ætlar félagið að flytja hús, sem það á, inn í land sitt við Grafar holt, en þ.að er sérstakiega út- búið til þess að hægt sé að skjóta úr því í mark úti fyrity Fr ein i hliðin tekin úr húsinu í brjóst- hæð, en fimm menn geta keppt samtímis í skotfimi úr húsinu. Æfingar félagsins eru ága_t- )ega sóttar, og árangur eftir því. Má geta þess, að í þau skipti, sem skotfélagar hafa keppt við útlendinga, svo sem sjóliða af brezkum herskipum, hafa þeir ævinlega sigrað með yfirburðum. Einn megintilgangur félagsins er að kenna mönnum meðferð skotvopna, íil þess að útiloka eða draga sem mest úr slysa- hættu af völdum þeirra. Meðai pnnars er skotmönnum kennt að handleika byssur ævinlega sem hlaðnar væru, varaðir við að snerta skotvopn, þá áfengi er haft um hönd. Fleiri varúð- arreglur hafa skotmenn, sem ástæða væri til að kæmu fyrir almenningssjónir, en með því mætti afstýra slysum. Stjórn Skotfélags Reykjavík- ur er þannig skipuð: Erlen,dur Vilhjálmsson, formaður, Magn- ús Jósefsson, varaformaður, Þorbjörn Jóhannesson, gjald- keri, Aðalsteinn Sigurðsson, rit- ari og Róbert Schmidt, fjár- málariari. ber. En það er ekki sízt fyrir baráttu Ármenninga, að glíman hefur haldið velli. En Ármenn- ,ingar hafa þó engan veginn einskorðað sig' við þjóðaríþrótt- ,ina. Þeir hafa og staðið fram- arlega á sviði frjálsra íþrótta, /imleika, handknattleiks, sunds og á mörgum fleiri sviðum, gert garðinn frægan með utan- förum, en glætt íþróttaáhug- ann hér heima. Aðalstjórn Ármanns er nú .skipuð þannig: Formaður: Jens Guðbjörnsson, varaformaður: Sig. G. Norðdahl, ritari: Eyrún :Eiríksdóttir, gjaldkeri: Þorkell Magnússon. féhirðir: Þorbjörn Pétursson. Vísir óskar Ármanni til ham- ,ingju með afmælið og langra lífdaga til heilla fyrir íþrótta- ,líf og líkamsrækt á þessu landi. 6 miilj. maitnai í verkfaiii. Verkfall, sem ætlað er, að 6 milljónir manna taki þátt í, hófst á Ítalíu í morgun. Er það timabundið, á að standa aðeins einn sólarhring, og ér haldið; eins og mörg fyrri verkföll, til stuðnings kröfum um hærra kaup. Undanþegnir i þátttöku í verkföllunum eru að- I eins þeir, sem gegna allra mik- j ilvægustu störfum. — Stjórnin ^hefur vaxandi áhyggjur af verk | föllum þessum, sökum virinu- taps og truflunar. Dean á heimieið. Dean aðstoðar-utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefur hafn að beiðni kommúnista um, að umræður hefjist aftur þegar í stað um stjórnmálaráðstefnu. Dean er nú á leið til Wash- ington til viðræðna við stjórn- ina og fulltrúa þeirra þjóða, er barizt hafa í Kóreu. Dean sagði, að beiðni kommúnista hafi kom ið í bréfi, þar sem endurtekr.ar voru þær ásakanir í garð Bandaríkjastjórnar, sem leiddu til þess að slitnaði upp úr sam- komulagsumleitunum í bili. — ,Dean hafði áður sagt, að sam- komulagsumleitanir gætu ekki hafizt, nema kommúnistar aft- urkölluðu ásakanir sínar um, að Bandaríkjastjórn hefði átt hlút að því, að 27.000 föngum var slept úr haldi í júní s.l. Rússar vilja ekki borga. Sendiherra Rússa í Wash- ington ræðir nú við Banda- ríkjastjórn kröfur hennar á hendur Rússum fyrir láns- og leiguaðstoðina í styrjöld- inni. Rússar skulda Banda- ríkjunum enn feikna fé og hafa ekki skilað nema fáurn skipum af þeim, sem Banda- ríkin lánuðu þeim. Banda- ríkin hafa boðist til að sætt- as upp á, að Rússar greiði 800 millj. dollara, en þeir vildu aðeins greiða 300. Því boði hafnaði Bandaríkja- stjórn. Dagana 1.—12. maí 1954 verð ur haldin alþjóðasýning bók- iðnaðar og prentverks í Grand Falais, Champs Elysées í París. Verður þar sýnt allt, er lýtur að prentun blaða, bóka og aug- lýsinga, þar á meðal vélar, ' tæki og pappír, auk fullgerðra sýningarmuna. ! Þeim, sem taka vilja þátt í , sýningu þessari, ber að snúa I sér til undirbúningsnefndar: ; 4*' Salon International des Te- ! chniques Papetiers et Graphi- Jques, • Commissarriat General, ! 40. rue' du Collisée, París '8*. Eiga öfiugasta flugher heíms. Charles Wilson landvarna- ráðherra flutti nýlega ræðu í Indianapolis og sagði, að Banda- ríkin réðu nú yfir öflugasta flug'her í heimi. Flugherinn væri ekki ein- göngu búinn beztu fluvélum og tækjum, heldur hefði hann líka ■ á að skipa hæfustu flugmönn- unum, vegna reynslu þeirrar, 1 sem bandarískir flugnienn 1 hefðu fengið í Kóreu. Charles | Wilson spáði því, að fyrir lok ; þessa fjárhagsáfs (30. júní ;n. k.) myndu Bandaríkin hafa ,115 flugsveitir (wings), en ' farið yrði fram á auknar fjár- I veitingar, svo að þeim yrði , fjölgað í 127 fyrir 30. júní ,56. I (Hver flugsveit (wing) hefir j til umráða 30 langflugsprengju- i flugvélar og allt að 75 orustu- flugvólar). Breyting á hrað- ferðum SVR. Þá daga, sem eftir eru til jóla, og umferðin er mest í bæn um, verða breytingar gerðar á ferðum hraðferðar-strætis- vagna þeirra, sem leið eiga um Laugaveginn. Er breytingin í því fólgin að hraðferðarvögnunum verður beint af Laugaveginum og látn- ir fara Skúlagötuna þess í stað. Er þetta gert með tilliti til þess að tafir verði sem minnstar á ferðum þeirra, en hiná vegar búist við svo mikilli umferð um Laugaveginn í jólaösinni að ekki þykir tilhlýðilegt að lá+a vagnana fara um hann. GuHbrú&kaiip v.-ís- íenzkra hjóna. I lok októbermánaðar s. 1. áttu Vestur-íslenzku hjónin J. J. Vopni og Sigurbjörg Magn- úsdóttir í Winnipeg demants- brúðkaup. J. J. Vopni fluttist héðan frá íslandi árið 1887 og hefur átt heima í Winnipeg síðan. Þeirn hjónum varð 11 barna auðið og eru 9 þeirra á lífi. Vopni er kunnur athafna- maður sem tekið hefur virkan þátt í mörgum framfaramálum og opinberum störfum, m. a. átti hann um skeið sæti í bæj- arstjórn Winnipegborgar. Eva Peron-stofnunin í Arg- entinu hefur afhent mennta- málaráðuneytinu 310 skólahús. — Ráðuneytið hafði fengið heimild til þess að verja 86 millj. pesos (6.1 millj. dollara) i til kaupanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.