Vísir - 17.12.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR FimmtudfLginn l7. desember 15>53 Hlaðbúðarbækur. Þær eru tvær nýlega út komnar, báðar næsta athyglis- verðai’, þó að lítið verði hér frá þeim sagt, og fremur skrif- að til að minna á þær. Önnur er endurmínningar Steingríms Arasonar, og nefn- ist: Eg mann þá tíð. Ekki verð- ur hjá því komizt að finna að þeim titli, og ekki honum ein- um, heldur þeirri tízku, sem hann apar, en hún er sú, að taka braglínur úr alkunnum kvæðum og gera þær að heiti bóka, stundum á hinn aula- legasta hátt. Er tími til kominn, að sá skrípaháttur sé niður lagður, og það skyldu rithöf- undar hafa í huga, að þar sem bókmenning er mest, er það skilyrðislaus krafa forleggjara að titill bókar segi eftir því sem unnt er frá efni hennar eða ætlunarverki, og líka að hann sé ekki lengri en þörf krefur. Til fyrirmyndar í þessu efni og öðrum þeim, ar lúta að starfi forleggjarans, er ekki unnt að vitna til fremri fyrir- myndar en Clarendon Press, sem gerir um þetta strangar, alveg ófrávíkjanlegar kröfur. Þegar um þýddar bækur ér að ræða, vérður stundum að gera sér að góðu langan titil, því að föst regla á það að vera, að hadla upprunalega titlinum ef þess er kostur, en það er vitan- lega stundum ekki unnt svo að sæmilega fari. En með þessari einu undantekningu eiga langir bókatitlár ekki að eiga sér stað. Þetta var nú að hálfu útúr- dúr og sjá það allir. En hér verða að öðru leyti ekki að- finnslur við bók Steingríms, því að þeirra gérist ekki þörf. Þær örfáu athugasemdir, er géra hefði mátt við málfar hans, er nú um seinan að gera; hann á þess ekki lengur kost að bætá í einu né neinu um verk sín. Það bíður olckar allra að svo verði. Ekki gát bók frá H'éh'di Steingríms um ævi hans orðið öðruvísi en góð. Hann var sá öðlingsmaður, sem alltaf og í öllu vildi álta gott af sér leiða. Mátti nálega segja að það væri honum ástríða, og betri ástríðú getur enginn maður haft. Með þessu er það ekki sagt, að allt það, er hann barðist fyrir af góðum hug, hafi verið til bóta; því var hiklaust neitað af ágæt- urn mönnum, og líklega mundi svo enn. En ekki er þetta hon- um til lasts. Enginn er sá, að honum missjáist ekki í' ein- hvérju. En það mun óyggjandi, að fyrir þeim dómstóli, sem að lokum dæmir um verk okkar og vilja. verður af éngum meira heimtað en að hann hafi stöð- uglega af góðum hug leitað sgnnleiks og réttlætis. Og í þéirri leit ætla ég 'áð Stein- gýímur Arason hafi verið s|að- fastur. Hann var hlýr maður og skemmtilegur í viðkynningu óg munnleg frásögn hans var nærri með ágætum. Hann var naumast að sama skapi ritfær og nokkuð flatneskjulega kafla er að finna í bók þessari. Aftur éru svo aðrir, og alls ekki fáir, sém enginn maður mun lésa ósnortinn. Margt er þar fróð- légt og laerdómsríkt. -Mjög: fer þýí fjarri að bókin sé þung- lýndisleg eða raunaleg; hún er mikiu nær því að véra gláð- vær. En hitt er líka víst, að hún sýnir mikið af alvöru lífsins. Þarna ritar maður, sem skilur það til hlítar, að lífið er ekki leikur, heldur rammasta al- vara. Bak við glaðværðina má alltaf finna til aivörunnar. Glaðværðin verður aldrei að gáska. Hin bókin er eftir Bjöm Jóns- son Blöndal og nefnist Vina- fundir. Þetta er þriðja bók hans á fáum árum og líklega önnur hin bezta. Hann er al- gerlega sérstæður maður í bók- menntum okkar. Hann hefir gáfu til að skilja sítalandi nátt- úruna umhverfis okkur og þýða mál hennar. í erlendum bók- menntum er ekki lítið af bók- um, sem frægar eru fyrir það, að höfundar þeirra áttu þessa gáfu og neyttu hennar. En hún gefst aðeins fáum útvöldum og til þess að öðlast hana mun það óumflýjanlegt skilyrði, að mað- urinn sé mannkostum búinn. Svo er t. d. um hinn heimsfræga Jim Corbett, höfund þriggja bóka, sem (svo er fyrir að þakka) allmargir Islendingar heifa lesið; en þær þrjár bækur eru: Man-Eaters of Kumaon (sögð vera til í óprentaðri þýðingu á íslenzku, eftir lækni einn), The Man-Eating Leo- pard of Rudraprayag, og My India; svo var einnig að sögn um W. H. Hudson, er ritgði Green Mansions og svo marg- ar aðrar alkunnar bækur. Þéssi bók Bjöms Blöndals er um líf dýra (einkum sálarlíf þeirra), allt frá fuglum og liús- dýrum niður til fiska og skor- kvikinda. Eg held að hyggnir foreldrar, sein bókina lesa, skoði ekki léngi huga sinn um að láta lestur hennar verða eitt atriði í uppeldi barna sinna. Og hamingjan hjáípi því barni, sem ekki les þessa bók með góðu geði. Sálarlíf þess mun varla með öllu heilbrígt. Um éfni hennar verður hér ekki frekar rætt. En þarna er höfundur, sém ekki á að hlífa við aðfinnslúm; hahn er maður til að taka á móti þeim. Hann ritar móðurmál sitt af þéirri snilld, sem nú er fátíð á þess- um hörmulegu dögum málspill- ingarinnar. En ékki er stoltið meira en það, að í stað þess að taka sér til fyrirmyndar for- eldra sína og borgfirzkt bænda- fólk, hefir hann lotið að því, að tína upp mola þá, er í svo ríku- legum mæli falla af borðum út- varpsamlóða og blaðáskrifara. Sem betur fer er ekki-mikið um ■ þetta, en þ.etta grugg ætti alls ekki að finnást í háns silfur- 1 tæra máli. Er Birni, miðaldra manni, svo aftur farið að hann muni ekki lengur hvaða for- setning var með hverju bæjar- nafni í nágrenni hans þegar hann var að alast ypp?, Undan- tekningarlítið leggur hann nú bæina í Prókrústesarsæng út- vai’psins og þess alstaðarná- læga „að“ hangir þar við þá. Og hvenær heyrði hann borg- firzkan mann hefja mál sitt á atviksorðinu „er“?Þetta tvennt, og ýmislegt fleira, sem tilgreina mætti, ér naumast til að hneykslast á þegar klaufarnir skrifa, en í máli Björns Blön- dáls er'það’fjál’ska'særandi. Þarna eru tvær góðar bækur. Sú. J. Af ávöxtunfim skulu bér þekkja þá. Jf & l m ú w © x t i #® n £ m* 4* Cjrcenineti ciiiróo íií: m Asparagus toppar og heill. Súpu Asþaragus. Olivin olía ög Saladölía. Olívur fýiltar. Sveppar. Piparrót. Perlulaukur. Blandað gfænmeti. Libbý’s. Mayonnaise. Sandwicli Spread. Salad Cream. Belgbaunir. Grænar baunir, 4 tegundir. Vítamoh og ÍVIaggi kjötkraftur. Súrar Gúrkur. Pickles í édiki og sinnepssósu. Capers. Kryddsósur, margar teg, Rauðrófur. Hunang, ekta býflugnahunang. Gulrætur. Blómkál. r gg ii ma n i r ITÖLSK úrvals EPLI VlNBER, sæt og saíaraikil, APPELSÍNUR — MELÓNUR M ANDARÍNUR — GRAPEALDIN — SÍTRÓNUR Korilekt ruslnur — Döðlur, pk. ög lausar. Spánskar Pea Nut — Fíkjur. K E R T I glæsilegasta úrval borgarinnar. SPIL — KNÖLL STJÖRNULJÓS Enskt kex Cocktail, Blandað, súkkulaði i fallegum skrautöskjum, nentugum til jólagjafa. Koníektöskjur — Freyju, Lilju, Nöa. Ávaxtasafar Drjúgir og hressandi. Grape Appelsín Ananas Epla Sítrónu Allt í jólabakstunnn og til konfektgerðar. Nýtt rauðkál. Hjá okkur eru það þér, sem segið fyrir verkum. Nýjar Péturs- Við'sem nú érum órðinmið- aldra eigum minningar um bjartar ánægjustundir, sem voru um leið sáningartími, sánnir vordagar með dögg og sól. Þetta voru kvöldstundir, sem við fengum smábækur til lestr- ar. Bækur, sem geymdu margT ar smásögur. Hver sagá var líkt og perla á festi, og hafði hver perla marga blikfleti, sem unnt var. að njóta af heilum hug. Við kölluðum þessar sögur einu nafni FetúrssögUr, af því að einhver Pétur, — lörigu séirina fengum við að ‘vita, að hann var einu sinni. biskup yfir íslandi, — hafði gefið þær út. Og í rauninni voru. þessar sögur okkar sunnudagaskóli, eihn sterkasti þátturinn í okk- ar siðfágun og trúarmótun. Nú hefur annar Pétur gefið út aðrar sögur, svipaðar að efni, í sama tilgangi. Það er sr. Pétur Sigurgeirsson sóknarprestm' á Akureyri. Hann er nú þegar orðinn þjóðkunnur fyrir. úhugá sinn og störf til eflingar trúar- Iegu uppeídi í simun stóra söfnuði. Og sannarlega eru þessar sögur gott innlegg í þann sjóð, sém áuðgá þárf til jþess áð véitá æskunni. þann manndóm, drengskap og fófnfýsi, ;sém við öll óskum eftir að njóta. Og mun sá auður ekki verða þjóð- inni bezti bankinn til menning- ar um alla framtíð? Þessar nýju Péturssögur nefnast Litli Hárlokkur ög fleiri sögur. Sjálfsagt skyggja margar háværar auglýsingar á svo lát- laust nafn, sem biskupssoliur- inn hefur valið bókinni sinni. En viljir þú gefa barninu þínu bók, sem göfgar þess instu og æðstu þrár, þá vérða það 'ékki sízt þessar nýju Péturssög- ur, sem þú átt áð velja. ííeykjavík, Í5. des. 195:-!. Áréllús Nídsson, -•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.