Vísir - 22.12.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1953, Blaðsíða 8
Þebr tem gerast kaupendur VtSIS eftir 16. hver* mánaðar fá bla'ðið ókevpis tU mánaðamóta. — Sími 1660. wflsiá VÍSIK er ódýrasta blaðið ©g H það fjöt- breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerltt áskrifendur. Þriðjudaginn 22. desember 1953 Kfairwtorktitillöfjuir Eisenh&tvers : Rnssar fallast á að ræða þær fyrir Iiiktmn dyraiii. Þessu svari Rússa er allvel tekið, en einlægnin dregin í efa. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Bohlen, var í gær af- hent orðsending ráðstjórnarinn- ar við tillögum Eisenhowers ríkisforseta í kjarnorkumálum. Kveðst ráðstjórnin fús til þess að taka þátt í trúnaðarviðræð- um um tillögurnar, sem fjalla um kjarnorkustofnun er sjái um hagnýtingu kjarnorkunnar til friðsamlegra nota. í orðsend- ingunni eru tillögur Eisenhow- ers gagnrýndar nokkuð og end- urteknar tillögur ráðstjórnar- innar um algert bann við notk- un kjarnorkuvopna, en sam- kvæmt tillögum Eisenhowers sé miðað við að aðeins nokkur hluti þeirra efna, sem þjóðirnar ráði yfir til kjarnorkufram- leiðslu fari til friðsamlegra nota, og virtist þá vera áfram opin leið að nota hinn til víg- búnaðar. Bent er á þau not, sem hafi orðið að Genfarsamþykkt- inni um bann við notkun eitur- efna og sýkla 1 hernaði, þar sem ekkert aðildarríki að samn- ingnum hafi rofið hann. (Hér virðist því vera lætt að enn einu sinni, að Bandaríkin hafi rofið þetta samkomulag með sýklahernaði í Kóreu). Ráð- stjórnin segist vænta árangurs af fjórveldafundi og væntir að samkomulag náist um þátttöku Pekingstjórnarinnar til að draga úr viðsjám í heiminum. Vel tekið, þrátt fyrir gagnrýnina. En svari Ráðstjórnarríkjanna er yfirleitt vel tekið, þrátt fyr- ir þessa gagnrýni, þar sem all- mikið þykir hafa áunnist við það, að fá ráðstjórnina til þátt- töku í viðræðum um þessi mál, og það er talinn persónulegur sigur eigi lítill fyrir Eisenhow- er forseta. Blöð eru þó í nokkr- nm vafa. Brezk blöð í morgun, seni telja yfirleitt mjög til bóta, að ráðstjórnin hefur ákveðið að taka þatt í trúnaðarvi'ðræðum um málið, efast þó sum allmjög um einlægni Rússa. Manchesler Guardian bendir á, að ráðstjórn in hafi brugðið sæmilega skjótt við með svarið, en væntanlega ekki til þess að endalau.it verði þrefað um málið, enda hafi sá verið tilgangur Eisenhowers, að binda endi á 6 ára þref um það. Dulles sagði í Washington Enn aflast síld á Aknreyrarpolli. Síldveiði var dágóð á Akur- eyrarpolli unf belgina. Tvö skip voru við veiðarnar, Snæfell, sem fékk rúm 300 mál, og Gylfi, sem fékk rösk 250 mál. Bæði skipin lögðu upp afla sinn í Krossanesverk- t smiðju, ,sem nú mun hafa tekið við um 13.000 málum. Þykir mörgum síldveiðin á 'Akureyrarpolli allgóður jóla- gláðningur. I í gærkveldi, að öll skilyrði, sem leiða mættu til samkomulags yrðu athuguð gaumgæfilega af Bandaríkjastjórn. Berlínarfundurinn. Formlegt svar Rússa við til- lögunum um Berlínarfund Fjór veldanna eftir áramótin heíur ekki enn borizt/ en líkur fyrir, að það sé aðeins ókomið. Malenkov fetar í fótspor Stalins. Malenkov hefur skipað fimm nýja varaforsætisráðherra. All- ir eru þeir hátt settir í komm- únistaflokknum og allir haía þeir haft sama titil í tíð Stalins. Hefur Malenkov horfið hér að sömu tilhögun og Stalin hafði. Mesta vandamá heims. í brezkum blöðum er rætt um kjarnorkuvandamálið sem mesta vandamál heims. Undir lausn þess sé tilvera og fram- tíð þjóðanna komin. Það hafi legið eins og mara á þjóðunum undangengin ár, að til kjarn- orkustyrjaldar kynni að koma, og vissulega beri að fagna því, ef viðræður um málið yrðu til þess að auka vonir manna um, að þessu fargi yrði aflétt. 700 hjálparbefönir afgreiddar. Vetrarhjálpin í Reykjavík hefur nú afgreitt samtals um 700 hjálparbeiðnir. Alls hafa safnazt um 100.000 krónur, þar af um 10 þús. i gær. Söfnuninni er haldið á- fram af fullum krafti, enda i mörg horn að líta. Nú eru að- eins tveir dagar til jóla, og fer hver að verða síðastur að leggja þessu málefni lið. Sími Vetrarhjálparinnar er 80785, en skrifstofan er í Thorvaldsens- stræti 6, húsakynnum Rauða krossins. ----1----- Ný skeytaeyðublöð frá Landsímanum. Landssnninn hefur gefið út þrjú ný símskeytaeyðublöð, fyr- ir heillaóskaskeyti og jóla- kveðjur. Eru skeytin að öllu . leyti unnin hér, myndirnar teiknað- ar í teiknistofu landssímans af Steingrími Guðmundssyni, en prentunin framkvæmd í Offset- prent. Eru skeyti þessi mjög smekk- leg og veita tilbreytni frá gömlu skeytunum, en eldri eyðu blöðin eru orðin 10—20 ára gömul. Eitt af nýju eyðublöðunum er eingöngu bundið við jólin, og eru á því englamyndir, en eyðublaðið prentað í fallegum litum. Þá eru tvö eyðublöð íyr- ir almennar heillaóskir. Á öðru þeirra er mynd af víkingaskip- um, en á hinu af landvættun- um. 80 þós. kr. hafa safnast þegar. Mæðrastyrksnefndin. liafði í gær tekið móti 80.000 kr. í pen- ingum, svo og miklu af vörum og fatnaði, og eru nefndarkonur mjög ónægðar yfir hversu rausnarlega bæjarbúar hafa brugðið við að vanda til stuðn- ings starfsemi hennar. í fyrra bárust nefndinni næstum 100 þús. kr. i pening- um auk matvæla, fatnaðar o. fl. og má fullyrða, að í dag og á morgun berist það mikið til viðbótar, að ekki safnist minna en í fyrra -— ef til vill meira. í gærmorgun höfðu nefnd- inni borist um 400 hjálparbeiðn- ir og var búið að sinna flestum þeirra, og telur nefndin, að allir þeir, sem búið er að hjálpa, liafi verið hjálparinnar þurfi. Að því er virðist munu hjálp- arbeiðnir koma frá álíka mörg- um heimildum og í fyrra. Skjólabúar og Mela- menn fá lyfjabúó. Ákveðið lvefur verið að lyfja- búð skuli koma í Skjóla- og Mela-hverfunum. Hefur Birgi Einarssyni, lyf- sala í Neskaupstað í Norðfirði, verið veitt leyfi til þess að reka þar lyfjabúð. Birgir hefur nú sótt um lóð undir lyfjabúðina við Haga- mel, og hefur lóðanefnd bæjar- ins umsókn hans til meðferðar. Hefur lengi verið þörf fyrir íyfjabúð í þessum hluta Vest- urbæjarins, og munu íbúar þessara hverfa vafalaust fagna því, að þar komi lyfjabúð, en annars hafa þeir orðið að sækja ofan í Miðbæ. „Arfur kynsléð- anna" kootinn út. Komið er út nýtt bindi í rit- safni Kristmanns Guðmunds- sonar, og er það 498 blaðsíður að stærð. Nefnist bókin „Arfur kyn- slóðanna“ og flytur skáldsög- urnar „Morgunn lífsins" og „Sig mar“, en sú síðarnefnda hefur ekki komið út á íslenzku fyrr. Sögur þessar skipuðu Krist- manni Guðmundssyni á sínum tíma í röð fremstu norrænna rithöfunda, en þær hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Morgunn lífsins kom út á ís- lenzku í þýðingu Guðmundar G. Hagalíns árið 1932 og flutti höfundurinn hana sem útvarþs- sögu fyi’ir nokkrum árum. Nú hefur Helgi Sæmundsson rit- stjóri gert nýja þýðingu á bók- inni, en Sigmar hefur Ingólfur Kristjánsson íslenzkað. x— 1 þessu bindi ritsafnsins er því i heild sagan af Katanesfólkinu, Halldóri Bessa.syni og niðjúm hans. Fyrsta bindið í ritsafm K'rist- Tyrkir og Egyptar deila. Eignir manna af tyrkneskum ættum gerðar upptækar. Hörð deila er upp komin milli ríkisstjórna Tyrkja og Egypta út af því, að egypzka stjórnin hefur gert upptækar eignir tyrkneskra þegna í Egyptalandi. Líklegt cr að Kolanámuverk- fall yfirvofandi? Búist er við harðnandi átök- inn út af kaupkröfum brezkra kolanámumanna eftir áramót- in. Leiðtogi þeirra, Arthua' Horner, sagði í gær, að gera ýrði ráð fyrir, að óánægja þeirra myndi fara hraðvaxandi, ef ekki yrði tekið með skiln- ingi á kröfum þeirra, en svo væri nú komið, vegna vaxandi dýrtíðar, að þeir yrðu almennt að treysta á yfirvinnuna, til þess að hafa í sig og á. — Fundur til þess að ræða kröfur námumanna verður haldinn 5. jan. n. k. Rússar og Norð- menn keppa. Oslóarútvarpið skýrði frá því í gærkveldi, að dagana 26. og 27. þessa mánaðar færi fram Iandskeppni Norðmanna og Rússa í skautahlaupum í Moskvu. Norðmenn hafa nú valið kepþ endur í sveit sína, en í henni eru meðal annars frægasti skautagarpur heims, Hjalmar Andersen, sem nú er tekinn að æfa skautahlaup á ný, en hafði gert hlé á sigurferli sínum, Sverre Haugli, Sverre Farstad, Ivar Martinsen og Finn Hodt. Um helgina var háð skauta- keppni í Þrándheimi, sem m. a. leiddi í Ijós, að því fer fjarri, að Hjalmar Andersen sé búinn að ná sér á strik aftur eftir keppnihléð. Þó sigraði hann í 5000 m. hlaupi á 8 mín. 29.7 sek. — Norska landsliðið fer loftleiðis til Moskvu frá Osló á Þorláksmessudag. Virkjagerð hraðað í Albaníu. Samkvæmt upplýsingum frá grisku leyniþjónustunni hraða Rússar nú öllum framkvæmd- um við virkjagerð á Albaníu- ströndum. Að undanförnu hefir mikill fjöldi manna úr öryggislög- reglunni rússnesku komið til Albaníu. Allir eru þeir klæddir venjulegum, borgaralegum föt- um. manns kom út í fyrra og hét „Höll þyrnirósu", en í því voru 54 smásögur, sem skáldið hefur samíð á ýmsum tímum. Borg- arútgáfan gefur ritsafnið út, en préntun hefur annast Prent- smiðjan Oddi. deilan verði lögð fyrir alþjóða- dómstólinn í Haag. Tilskipunin heimilar að gera upptækar eignir afkomenda Mohammed Ali, sem konungs- ættin egypzka er af komin, en þeir eru samtals 417, en í þess- um mánuði var lögunum beitt gegn 60 þeirra, og tekngr af þeim jarðeignir, hús, bifi'eiðár, loðfeldir, verðbréf, gimsteinar og aðrir skartgripir o. s. frv., samtals um 250 millj. ísl. króna að verðmæti. Engin hefur enn gert áætlun um hvers virði eru eignir allra þeirra 417, sem eignasvipting vofir yfir, en ekki er ólíklegt, að þær séu yfir 500 millj. dollara að verðmæti. Hverjum einstökum þeirra 417 manna, sem hér um ræðir, en leyft að halda einni bifreið og fatnaði, og að fá á leigu eitt þeii'ra húsa, sem ríkisstjórnin hefur gert upptæk. Þegar lögin sem heimila eignarnámið gengu í gildi 8. október bar tyrkneska stjórnin fram mótmgeli og kvaðst áskilja tyrkneskum þegnum pU rétt- indi, og lýsti yfir, að hún teldi tilskipunina brjóta í bág við alþjóðalög, og við tyrknesk- egypzka sáttmálann frá 1937. — Egypzka stjórnin svaraði því til, að hún teldi egypzku stjórn- ina hafa rétt til að setja sín eigin lög án tillits til mótniæla erlendra ríkisstjórna fyrir hönd þjóðernislegra minnihluta. — Þetta er Egyptum viðkvæmt mál, því að fyrir síðari heims- styrjöldina nutu útlendingar forréttinda, þannig að sérstakir dómstólar, þar sem þeir áttu sína fulltrúa, gerðu út um öll slík deilumál, en nú vilja þeir vera einráðir hér um. — Björgunarstarfið Framh. af 1. siðu. band við leitarflugvélina aft- ur og jafnframt staðarákvörð- un hinnar týndu vélar. Um 'eið skýrði flugvélin frá því að leit- arflokkur Árna Stefánssonar og snjóbílar Guðmundar Jón- assonar og Brands Stefánsson- ar væru komnir langt álei'ðís að slysstaðnum óg myndu vænt anlega komast þangað bráðlega. Héldum við því heimleiðis og komum að bílunum kl. 12 um nóttina éftir 16 Vá klst. ferð. Fórum við til Iirífuness um nóttina, en til Víkur i gær og síðan hinga'ð til Reykjavíkur í nótt. í Vík hitti ég Árna Stefánsson og ræddi þar við hann um björg unarmöguleika. Kom okkur saman um að þýðingarlaúst væri að senda fleiri gangandi leitarflokka á jökulinn vegna g(%Tsilegrar áhættu og hvers konar erfiðleikar. Eru nú eng- ir á jöklinum nema flokkur þeirra Guðmundar og Brands, sem hafast við í snjóbílunum o-g svo Árni, sem ætlaði að leggja upp í morgun í skriðbíl. • Drottningarskipið Gothic er væntanlegt til Aucklands á Nýja Sjáiandi í kvöld kl. 9—10. Mörg herskip og önnirr skip sigla á móti því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.