Vísir - 23.12.1953, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1953, Blaðsíða 12
A * ' ?»eÍT lem gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til máuaðamóta. — Sími 1860. VÍSIK er ódýrasta blaðið og ?»ó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og geriit áskriíenaur. Miðvikudaginn 23. desember 1953 Hrapaði í stiga og skars á Lenti elvaðua1 í áreksts'i eg ék Síðdegis í gær varð drengur íyrir því óhappi í húsi einu á Vesturgötu að hrapa í stiga og slasast. Drengur þessi, Sigfús Svav- -arsson, er sendisveinn í verzl- un. Hlaut hann við fallið skurð á vinstri augabrún, ennfremur skarst hann á hvirfli og hnakka. Hann var fluttur í sjúkrabif- ceið á Landsspítalann tii at- hugunar og aðgerðar. Áfengi stolið úr bíl. í gærkveldi kom maður á lögreglustöðina og kærði yfir því, að seinní hluta dagsins hafi hann ekið bíl sínum um bæinn en skilið hann stundar- korn eftir á bifreiðastæðinu við Lækjargötu á meðan hann skrapp erinda sinna í hús. — Þegar hann kom að bílnum sínum til baka var búið að stela úr honum tveimur flösk- um af kampavíni og einni kon- íaksflösku. ’/oru reknar í land. Á miðnætti í nótt var lög- reglunni tilkynnt að stúlkur væru að fara um borð í erlent skip, sem lá hér í höfninni. Lögreglumenn voru sendir út af örkinni og höfðu þeir tal af skipstjóra viðkomandi skips. Kvaðst hann hafa rekið stúlk- urnar til baka og mun það hafa œynzt rétt því að sjónarvottar sáu til rekstrarins. Ók á brott. Á gatnamótum Vitastígs og Laugavegs varð árekstur milli cveggja bifreiða í nótt, en annar bíllinn ók þegar brott af irekstursstaðnum. Skrásetn- i.ngarmerki bílsins náðist og leitaði lögreglan bílstjórann tippi. Fannst hann og var þá undir áhrifum áfengis. í nótt var ölvaður hjólreiða i.haður tekinn og lék grunur á að hann hefði stolið reiðhjól- inu, Slökkviliðið á ferð. Slökkviliðið var í gær kvatt að Laugavegi 28 vegna þess að þar hafði sviðnað út frá raf- magnstæki í glugga, Skemmdn af pessu hlutust nær engar. Svona á lögreglu* þjónn að vera! Lögreglufulltrúi í Eotterdam hefir nýlega látið í ljós, hvern- ig hann telji, að lögreglújijóim eigi að vera. Þetta eru kröfurnar: Hann á að vera alvitrari en prófess- orar, eftirgefanlegur eins og gúmmístafur, gagnsær eins og nylon, ákafur eins og veiði- hundur, snar eins og fiskur í vatni, vel klæddur eins og Anthony Eden, hafa kímnigáfu á við Dannie Kaye og loks verður hann að vera nægju- samur eins og kirkjurotta, svo að launin geti enzt mánuðinn út. Skýtur 4 skotem ! Rafmagnsnotkum bæjarbúa IMflL Vesturveldin hafa tekið í notkun nýja gerð loftvarna- byssu, „Bofors 48“, sem er talin fullkomnasta loftvarnabyssa sem íil er. Loftvarnabyssur þessar eru framleiddar fyrir Nato (A.- bandal.). Þær eru vélstýrðar, og geta ,fylgt eftir“ hraðfleyg- ustu orustuflugvélum. Sökum þess hve hægt er að skjóta af Bofors-48 með miklum hraða, nægir eiri byssa ekki aðeins einum stað heldur heilu svæði. því að skjóta má aí henni á mislöngu færi og í hvaða átt sem vera skal. Úr henni er skotið 240 skotum á mínútu eða helmingi fleiri en af eldri gerðum. I íVrra v«aa* laBasa "27AtiQí} KW- esa |»iá |sste a* fí i sHkásnaBMtassa. eisas aaaeaiEB BaiEBaaa. © Mossadegh, fyrrv. forsætis- ráðherra írans var í gær dæmdur af herrétti í 3ja ára fangelsi, en Riahdi Iiers- höfðingi í 2ja ára fangelsi, Mossadegh sagði í réttinum í gær, að með þessum svo- kailaðá dómi hefði verið aukið mjög á frægðarljóma sinn. Sýningu Jóns Engilberts í lýkur á Þorláksmessukvöld í morgun varð nokkur hluti hæjarins rafmagnslaus •' fúm- an hálftíma. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í Elliðaárstöð- inni, stafaði rafmagnsleysið af bilun, sem varð á gömlu Liósa- fosslínunni. Var sú lína sti-ax tekin úr sambandi, enda ekki nauðsynlegt að nota hana, en síðan mun verða gert við hana í dag. Bilunin varð kl. 8.58 í morgun, en ljósin komu aftui kl. um 9.40. Annars þurfa Reykvíkingar að sjálfsögðu ekki að óttast raf- magnsskort um þessi jól, því \ að nú er notkunin um 40.000 : KW, en var í fyrra um 27.000 KW og þurfti skömmtun, eins ! og alkunna er. Þó er því fjarri, , að allt rafmagn sé notað, sem fýrir hendi er. Hann hefir rekið nemendur oftar. Brondbjerg, margnefndur kennaraskólasíjóri í Haslev, hefur æfingu í að reka vanfær- ar konur úr skóla sínum. Síðastliðinn vetur rak hann gifta konu, sem hann taldi, að hefði gifzt of seint. Þessi kona segir í smágrein í Politiken, að hún telji aðfarir skólastjórans ómannúðleg'ar — hann hafði .meinað henni skólavist í heilt ár, þótt barn hennar væri fætt ,í október og tengdaíoreldrarnir hefðu boðizt til að sjá um það. Þessi kona tók þann kost að fara í annan kennaraskóla, þar sem öðruvísi var litið á mannlegt eðli og viðhald lífsins. vimiustofu hans við Kauðararstíg kl. 10. Er ’því hver siðast.ir fyrir fólk að'sjá þessa sýningu, en þarna gefur að' lita niargar afburða fallegar myndir. Er verði þeirra 'þó mjög í hóf stillt og eru þarna nokkrar myndir á 100—500 krónur, en einnig eru ailmörg dýr- ari verk á sýningtmni. Aðsókn hefir verið góð og hafa 7 myndir selzt. — Myndin hér að ofan nefnist „Heimasætan“. Próf. dr. Richard Beck háskólakennari í 25 ár. Uefur vea’Ið lí.|áirlisfii fos'seái S58í8Íéí>» deildar við Norður-Dakoía ltá«kóla. Prófessor dr. Kichard Beck hefur nú senn kennt í aldar- fjórðung v!8 háskólann í Norð- vsr-Dakota og stendur nú á rniðju 25. kennsluárinu. Blöð vestan hafs hafa skrifað um próf. E. Bech í þessu sam- bandi, og minnast þar þess að þótt hann sé fyrst og fremst prófessor í norrænu og Norður- landamálum og bókmenntum yfirleitt, hafi hann auk þess ný- lega verið skipaður forstöðu- maður nýrrar deildar við há- skólann, þar sem klassisku mál- in eru kennd jafnhliða nútíma- málunum. Richard Bech útskrifaðist ár- ið 1920 frá Háskóla íslands, en stundaði síðan framhaldsnára við ameríska háskóla, tók upp úr því að kenna ensku og sam- anburðarmálfræði við fram- haldsskóla, en varð prófessor við háskólann í Norður-Dakota 1929 og hefur starfað við hann síðan. Auk kennslustarfa liggur mikið verk eftir próf. Beck. Hann hefur sent frá sér 10 stór ritverk og m. a. History of See- landic Pocts 1900—1940, sem þykir hið handhægasta ritverk og fróðlegasta. Auk þess hefur hann skrifað fjölda greina í þlöð og tímarit og er eftirsóttur fyrirlesari. Ríkisstjórnir íslands Danmerkur og Noregs hafa heiðrað próf. Bech, auk þess sem hann hefur verið ■ijörinn heiðursfélagi fjölmargra rnenn- ingarfélaga. Ceyion á söntu línu @g bér. Kommúnistaflokkur Ceylðn liefur nú hert baráttuna um allan lielming, og hvatt alla ,,vinstri-sinnaða“ menn til einingar. Hefur flokkurinn birt ávarp til allra vinstri flokka eyjar- innar um samstöðu. Meðal | annars hefui- tekizt að fá nokk- t urn hluta Trotsky-sinna (sem i til þessa hafa verið taldir óal- 1 andi og óferjandi) á sitt band, | og hefir flokksbrot þetta sam- þykkt að verja allar • gerðir Sovétríkjanna gegn bandarísk- um ,,imperíálisma“. Foringi kommúnista á Ceylon, Pieter Keuneman að nafni, flutti ræðu í vikunni sem leið og sagði, a.ð næsta skrefið væri að sameina alla þá, sem væm á móti im- períalístiskum yfirráðum á Ceylon til þess að koma á „al- þýðúsfjðrh". ;—- Minna þessar starfsaðfe"ðir kommúnista á Ceylon nokkuð á vinnubrögð íslenzkra skoð- anabræður þeirra? Rétt fyrir miðjan þennan mánuð var síðari vélasamstæða íraf ossvirkj unarinnar tekin í notkun, og eru báðar nú í notk- un, en þó ekki með fullu álagi. Hins vegar er varastöðin við lliðaár ekki í gangi, og er hún því nú sannkölluð varastöð, til t öryggis og til aðstoðar Hita- | veitunni, ef þörf krefur. Kvikmyndatöku- maðurinn hvarf. Kvikmýndatökumaður nokk- ur í Júgóslavíu, átti að taka mynd af Tító, er hann kom á kjörstað á dögunum. En kvikmyndavélin bilaði, og þjóðin fekk þar af leiðandi enga fréttamynd af Tító, er hann kom til að greiða atkvæði. Seinast sást til kvikmynda- tökumannsins, þarna á kjör- staðnum, og var hann þá ná- bleikur og skjálfandi á beinun- um. Og síðan hefir ekki til háns spurzt. 25 ára« Ingólfsapótek á í dag 25 ára starfsafmæli, en bað var opn- að 23. desember 1928. Stofnandi apóteksins var P. L. Mogensen, en árið 3948 tók Guðni Ólafsson lyf jafræðingur við rekstri þess. í . apótekinu vinna nú samtals um 20 manns, þar af 4 lyfjafræðingar. Listi Sjálfstællisflokksins. Hér fara á eftir nöfn allra frambjóðendanna ó lista Sjálf- stæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar. 1. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, 2. Auður Auðuns, frú. 3. Sigurður Sigurðsson, heilsugæzlustjóri. 4. Geir Hallgrímsson, hdL 5. Sveinbjörn Hannesson, vcrkamaður. 6. Guðmundur II. Guðmundsson, húsg.sni.m. 7. Einar Thoroddsen, skipstjóri, 8. Jóhann Hafstein, alþm. 9. Björgvin Frederiksen forrn. Landss. iðnaðarm. 10. Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaður. 11. Gróa Pétursdóttir, frú. 12. Ólafur Björnsson, prófessor. 13. Gísli Halldórsson, arkítekt. 14. Kagnar Lárusson, framfærslufulltrúi. 15. Árni Snævarr, verkfræðingur. 16. Guðbjartur Ólafsson, Jhafnsögum., form. Slysa- varnafélags íslands. 17. Kristján Sveinsson, læknir. 18. Hafsteinn Bergþórsson, útg.m. 19. Jónas B. Jónsson, frséðslufulltrúi. 20. Friðleifur Friðriksson, bifrstj., form. Vöru- bifreiðastj.fél. þróttur. 21. Ásgeir Pétursson, lögfr. 22. Guðrún Jónasson, frú. 23. Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi. 24. Davið Ólafsson, fiskimálastjóri. 25. Sveinbjörn Árnason, verzl.m. 26. Birgir Kjaran, hagfræðingur. M 27. Páll ísólfsson, tóuskáld. 28. Halldór Hansen, læknir. 29, Bjarnl Benediktsson, ráðherra. 39. Ólafur Thors, ráðherra. 'Sí#;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.