Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ VÍSIS Fyrir mörgum árum leitaði ungur sveitapiltur norðan úr þingeyjarsýslu til framandi landa í því augnamiði fyrst og fremst að njóta íegurðar og öðlast kunnáttu til þess að skaþa fégurð, sem aðrir mættu njóta. Þetta var markmið og æsku- draumur hins unga pilts úr Kelduhverfi. Nú er draumur- inn rættur, markinu náð og sveitapilturinn orðinn lands- bekktur listamaður, sem veitir öðrum ríkulega af gnægð listar sinnar og fegurðarsköpunar. En í fjarlægðinni gerði hinn ungi maður meir en að ná hinu setta rnarki — því að verða Mutgengur í heimi listarinn- ar — hann öðlaðist einnig aðra iífshamingju, er birtist honum í mynd góðrar og elskulegar eiginkonu. Þessi góða kona, sem ‘sjálf var listamanneskja,fórnaði ■iieimkynnum sínum, vinum og' ættingjum og flutti burt frá ■öllu þessu tii hins einmanalega iands og undarlega, sem lá langt í norðri og heitir ísland. Þessi listahjón eru Sveinn Þór- arinsson og Karen Agnete, nu ,til heimilis að Kvisthaga 13 hér í Reykjavík, þar sem þau hafa foyggt sér fagurt og yndislegt dheimili og m.a. með stórri og rúmgóðri vinnustofu, þar sem ]bau dvelja löngum að sköpun Jistaverka sinna. Nú vill Jólablað Vísis segja iesendum sínum örlítið nánar frá þessum hjónum, æviatriðum þeirra í örstuttu máli og bár- áttu þeirra að settu marki. Sveinn Þórarinsson er fædd - xar að Kílakoti í Kelduhverfi árið 1899. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og var við- <loða í sveitinni fram yfir þrítugsaldur, enda þótt hann hafi á stundum dvalið lengri <eða skemmri tíma fjarvistum, annaðhvort í Reykjavík eða öðrum löndum. En heimþrá Sveins og átthagaást var svo mikil að jafnyel.á meðan hann dvaldist við listnám erlendis, kom hann heim á hverju vori og starfaði og stritaði að hey- skap og annarri búvinnu á meðan sumarið entisí. Þá flutti hann eins og farfuglarnir tii suðlægari landa, en með vegar- nesti reynzlunnar í fórum sín- um. Sjálfur telur Sveinn að störfin í sveitinni, umgengm við menn og málleysingja og ekki sízt samneytið' við náttúr- una, hafi verið sér dýrnjætari þekkingarauki en nokkur skóli. Vafalaust liefur hin seiðmikla norðurströnd landsins haft sín áhrif á hina viðkvæmu, en um leið örgeðja og fegurðarþyrstu sál hins verðandi listamanns. í Kelduhverfi er hátt til lofts og vítt til veggja. Fjarlægðin og óendanleiki virðast ráða þar ríkjum. Að vísu teygja fjalla- toppar og heiðabrúrúr sig mót himni í austri, suðri og vestri. En öli eru fjöll þessi í blánandi fjarlægð, hvergi hrikaleg, hvergi ógnþrungin né líkleg til þess að hefta útþrá né viðsýM mannssálarinnar. — En mót norðri gín við manni úthafið sjálft í öllum blæbrigðum og þeirri tilbreyttni sem hafinu einu er eiginlegt. Og hvar væri að finna áþrifan- legri ímynd óendanleik- ans, en einmitt í hafinu? Hvað er það sem getur dregið mann og lokkað ,út úr. manns eigin viðjum og örlögum ef ekki hafið? Vafalaust hefur allt þetta sett sinn svip á skapgerð og hneigð hins unga manns og mótað hann sterkar en nokkur utanaðkomandi áhrif eða öfl að því sem hann varð og er. Ao minnsta kosti finnst manni, þegar staðið er augliti gegnt listaverkum Sveins Þórarins- sonar, að höfundur verkanna sé alinn upp við hið yzta haf norðursins með víðfeðman fjallahring Kelduhvei'fisins að bakgrunni. Og hér er þetta sagt til lofs en ekki lasts. Sveinn kveðst heldur ekki. fá fullþakkaða þá reynslu er hann hlaut við lílcamlega áreynzlu, og persónuleg samskipti við félaga sína og meðbræður í baráttunni við náttúruöflin og í baráttunni fyrir lífinu. Þetta | var í senn mikil reynzla og manngöfgandi i alla staði, og hún væri holl hverjum manni, hvort sem um listamenn er að ræða eða aðra. Snernma bar á löngun hja Sveini til þess að draga upp myndir og setja í þær liti. Yfir- leitt er eklti ýtt undir slíka hneigð hjá drengjum til sveita, og sé ekki fremur reynt að bæla hana niður þá er hún í mesta lagi látin afskiptalaus. Sjálf- sagt hefur þessari listhneigo hins unga drengs í Kelduhverfi verið tekið með umburðarlyndi, en hitt gefur að skilja, að um mikla hvatningu hefur naumast verið að ræða og að í því efni hefur hann orðið að standa á eigin fótum. Þó var þarna maður í sveit- inni, sem dútlaði við málara- hst og fékkst bæði við að mála mannamyndir og altaristöflur. Sá hét Sveinungi Sveinungason og hafði hann á sínum tíma lærc eða fengið tilsögn í dráttlist og litameðferð hjá Arngrími Gísla- syni málara. Ekki kvaðst Sveinn hafa haft kjark í sér til þess að biðja Sveinunga um tilsögn. Einu sinni kom hann þó að Svein- unga þar sem hann var að mála, en Sveinungi tók þá saman föggur sínar og þótti Sveini það merki þess að hann myndi ekki kæra sig um áhorfendur. Það eina sem þeim fór á milli var það, að Sveinungi spurði drenginn hvort hann hefði löngun til þess að læra að mála. Sveinn kvað já við því, en þar Málverk eftir Karen Agnete. með var skiptum þeirra lokið. Löngu síðar sá Sveinn nokkra menn tosa á eftir sér sleða fyrir neðan tún í Kílakoti. Menn þessir héldu leiðar sinnar og voru horfnir innan stundar. — Seinna frétti Sveinn að menn þessir hafi verið að flytja iík Sveinunga málara til grafar og þar með var hann að fullu horfinn, sá maðurinn í Kelau- hverfi, sem gæddur var sömu hneigð og hinn ungi drengur. Að Sveinunga látnum eignaðist Sveinn málaradót hans og þótt frumstætt væri á allan máta, var þetta þó í augum Sveins hinn mesti fengur. Fyrstu kennslu í dráttlist naut Sveinn hjá Þórarni Þor- lákssyni listmálara í Reykjavík og síðar var hann tvo vetur undir handleiðslu Ásgríms Jónssonar og annan þeirra vetra einnig hjá Guðmundi matur né gisting væri dýr. Sveini var vísað þar til her- bergis, en út um gluggann varð honum starsýnt á undarlegt. hús sem stóð gegnt hótelínu. Salarkynni voru uppljómuö i húsi þessu og reikuðu þar um verur í hvítum sloppum, sem annaðhvort líktust englum eða iæknum eða einhverjum. þess- háttar hvítum verum. En þar sem gáta þessi varð ekki ráðin leitaði Sveinn á náðir ganga- stúlkunnar og spui'ði hana um náttúru hins rmdarlega húss, sem hann hafði einblínt á stundunum saman. Stúlkan svaraði því til að þetta væri Kunstakademían og fannst Sveini í augnablikinu sem for- lögin hefðu gripið í taumana og fært sig að dyrum hins fyrir- heitna lands án þess að hann hefði á nokkurn hátt ráðið þar um eða gripið í taumana. Thorsteinsson. Svo rami upp sá stóri dagur að Sveinn Þórarinsson frá Kílakoti héldi út í hinn stóra og margdreyma heim. Þann heim, sem einn gat satt útþrá og fegurðarhungur sveitapiltsins úr Kelduhverfi. Helzt stóð hugurinn til -iista- háskólans í Kongsins Kaup- inhöfn, en þangað var lítil von að komast og var þá ferðin að öðruleyti óráðin. Sveinn tók sér far til Björgynjar í Noregi en þaðan fór hann áfram með járnbraut til Danmerkur. Er Sveinn tók land í Dan- rnörk’u vissi hann ekkert hvað hann. átti af sér að gera, þekkti engan, rataði ekkert og var eíns og segja má — eins og álfur út úr hól. Þó tók hann það skynsamlega ráð að leita á náðir leigubílstjóra og bað hann að korna sér einhvers- staðar fyrir á ódýru hóteli. Bíl- stjörinn gerði sem um var beð- }ð og qk jneð hann að húsi, þar sem honum var tjáð að hyorki Enn var þó þyngsta þrautin eftir, sú að komast inn fyrir þröskuld þessara dyra. Þar var strangur Sankti Pétur á verði, sem skilgreindi sauðina frá höfrunum án miskunnar og á vægðarlausan hátt. Sveinn þekkti engan i þessari stóru og miklu borg sem hann gat leitað til um ráð eða aðstoð. Hann var hér hinn umkomu- lausi sveitapiltur norðan fra heimskautbaug, einmana og ráðviltur. En eiít töfraorð þekkti hann, það var nafn hins þjóðfræga danska listmálara Joakim Skovgaards, manns sem Sveinn dáði mest allra danskra samtíðarmanna. Og nú datt Sveini það snjallræði í hug að leita á náðir þessa manns, leita álits hans og ráða. Og sem þetta var hugsað var það - einnig framkvæmt. Sveinn spurðist fyrir um heimilisfang' list^- mannsins, hitti hann að máli og sagði honum allt hið létta af högum sínum og hugðarefnum. Skoygaard tók piltinum vel, .sagði honum að bera Eijnari

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.