Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ VÍS-IS ,.Hún þrýsti sér að honiun, stakk höndunum inn á brjóstið á honum-------------------------“ Elínmundi haldin tvö samsæti og gefnar gjafir, og glaður og reifur fór hann til Reykjavíkur. Hann keypti allstóran hús- hjall við vægu verði, því að þetta var einmitt á þeim árum, sem bankarnir höfðu stundum á boðstólum með sæmilegum skilmáíum húseignir ýmsra at- vinnulausra vanskilamanna, sem voru velflestir þannig' gerðir, að þeir vildu ekkert frekar en standa í skilum. Elín- mundur settist að :r iu her- bergi í húsinu, en leibði ekki minna en fjórum fjölskyldum. Fæ'ði keypti hann hjá hjónum, sem flutzt höfðu í borgína að austan. Þau iitu upp til hins fyrrverandi kaupfélagsstjóra og oddvita og seldu honum fæðið iægra verði en hann gat fengið það í matsöluhúsum. Hann hafði ekki hátt kaup, en þaö var samt drjúgur skildingur a mælikvarða Vallamanna, sem I hann gat lagt fyrir á mánuði, ! og það var snotur upphæð, sem hann fékk í húsaleigu. í skrif- stofunni var í fyrstu gert mikið gys að honurn, og heyrt hafði hann nafnið rostungurinn með gleraugun, en hann leiddi alll gems og alla hvefsni hjá sér, og áður en langt leið tók sam- verkafólkið að verða leitt á að skopast að honum. Fyrst var honum falið j'mislegt ómerki- legt snatt og ósköp auvirðdleg smástörf, en leikar fóru þannig, að honum var trúað fyrir verk- urn, sem kröfðust samvizku- semi, skarpskyggni og þraut seigju, og ekki leið á ýkjalöngu unz það fór að verða viðkvæðið hjá skrifstofufólkinu, að hann Elínmundur mundi vita eða muna þetta eða hitt. Hann fékk og fljótlega aukavinnu, sem var vel borguð, og loks kom þar, að hann sat flest kvöld við slík aukastörf í herbergi sínu, ef hann var ekki á einhverjum fundum eða samkomum, seni FlokkÚrirtri stóð að’, Hjá Flokknum voru honum falin ýmis trúnaðarstörf, einkum á sviði fjársöfnunar, fjárheimtu og fjárgæzlu, og þar og annars staðar, þar sem menn þekktu eitthvað náið til hans, var við- kvæðið ævinlega: „Hann Elínmundur lætur ekki snúa á sig, hann Elín- mundur lætur eklti snuða sig!“ Elínmundur hafði ekki frekar en áður gefið sig að kvnfólki eftir að hann fluttist til Reykja- víkur. í rauninni lá við, að við- horf hans gagnvart Ileykjavík- urdömum væri ekki ósvipað og við draumadisum og huldu- meyjum bernskuáranna. Hann trúði því vart innst inni, að þær gætu verið raunverulegar, minnsta kosti ekki þannig, að hann, Elínmundur Bogason, gæti haft við þær nokkur þau mök, sem mættu verða honum fróun. Það kom líka fyrir, að hann dreymdi, að þær kæmu til hans, en allt strandaði á furðulegustu staðreyndum, þeg- ar koma skyldi til hinna inni- legustu samskipta. Ein reyndist vera úr holdslitu gifsi, eins og kvenlíkönin í búðargluggunum, á annarri voru einhverjar tæknilegar tilfæringar af svo fínni gerð, að Elínmundur gat þar ekki greint eitt frá öðru, þó að hann ýmist færði gler- auTun fram á nefbrodd, hefði þau efst á nefinu eða tæki þau alveg af sér, og á þeirri þriðju stóðbeinlínis með rauðu ’nættu- letri: Háspenna! Lífshætta!. . . . Það var sjálfsagt að hverfa frá slíku kvenfólki. Stúlkurnar, sem unnu í sömu skrifstofu óg hann, höfðu þeg- ai- í uþphafi gert svo lángt bil miíli sín og hans, að þær urðu honum fjarlægar, jafnvel eftir að þær voru farnar að viður- kenna hlutgengi hans sem starfsmanns og teknar að gera sér far um að vera elskulegar við hárin á sinn hálfyfirlætis- lega og' skopblandna hátt, og þó að sumar þeirra, sem hann kynntist í Flokknum, létu dátt við hann í orði og hældu. hon- um f.yrir, að hann væri maður, sem ekki léti snúa á sig eöa snuða sig, þá tortryggði hann þær og lét það ekki að sér flögra að taka orð þeirra fyrir annað en það, sem þau voru. En nú fyrir nokkrum vikum vildi svo til, að konan, sem Elínmundur haðfi ávallt borðað hjá, síðan hann fluttist ti! Reykjavíkur, veiktist og varð að fara í sjúkrahús. Þetta var vitaskuld óréttlæti í garð Elín- mundar, en því varð þó að taka með þögn og þolinmæði. Hann hafði skrínukost í nokkra daga, en gafst síðan upp á því og pantaði fast fæði hjá matselju nokkurri. Þar borðuðu aðeins átta manns, og þar var mjög rólegt. Matseljan var ekkja eftir mann, sem hafði í mörg ár verið öryrki. Hún var um fertugl, myndarleg í sjón, holdug nokk- uð, glaðleg og blátt áfram, en ekki frek. Hún bjó til góðan mat, og hún var þannig í fram- komu við Elínmund, að hann varð þess alls ekki var, að henni hefði fundizt hann. neitt andkannalegur. Hún var hressi- leg og hlýleg, og þó eins og vottur af virðingu í svip og fasi. Einhverju sinni kom það til tals, að hann yrini rnikiö héima á kvöldin. Daginn eftir' kalláði hún hann á eirital pg tjáði honum lágróma, að hann gæti skroppið að kvöldinu og fengið sér bita og sopa. Hún væri ekki vön að reikna slíkt, þegar menn eins og hann ættu í hlut. Hann kom kvöldið eftir og þáði góðgerðir, þau röbbuðu um alla heima og geima, og hann sagði henni frá sínum mannaforráðum eystra og kosn- ingunum fx-ægu, sínum kunn- ingsskap við helztu menn Flokksins og sínum trúnaðar- störfum í þágu hans, og hún kvaddi hann með látlausri en samt einstæðri hlýju. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, unz svo var komið, að Elín- mund dreymdi tálmunarlausan kvenmann, sem honum i draumum virtist aðra stundina vera stúlka, sem hann hafði dáð á æskuárunum, en hitt veifið matseljan hans, sú alúðlega myndarkona. Þegar hann vakn- aði, leið honum sérlega vel. Hann var undurrór og þá í honum sætleikatilfinníng. Og hvað gerðist? Hann fór ekki til vinnu sinnar þennan dag, Elín- mundur Bogason. Hann sofnaði aftur og svaf fram undir há- degi. Svo fór hann út og gekk vestur að sjó og hnusaði út í loftið, eins og skepna, sem veit á sig vor. Á göngunni endur- lifði hann drauminn að vissu marki, og nú var það eingöngu matseljan, sem hann sá og fann, en þó umlukti hann minn- ing dáðrar æskumeyjar líkt og hlýr og næstum ölvandi and- • Frh. á bls. 30. «****«»*«e»«e««««««e«e»ee«««ee*«••»»««•»*««*»«»••««««•*•»•«• e « © e ® e @ o © .© 6 a;p - !ii AndréAai- AnfaéAMnar o o © o o o • o © © © o 0 o • o © o © o © © © o © © © © © © © © G © © o @ © © © Ö © O © © © o © © © © & © © o © © © © © © © © © o © © © • © © & • Q © © © o © © o © o o • © • o o © o 0 • o © o o 0 o o o o •. o o o o o o © o © © o o o O ’ o : © o ® . o e o o o o o o o o © • o © o © o o o o © o o © o © © & © o o © o © o © © & e> o o © © © • o © © © o o & V Á STATIVI isarf aö vera á hverft: skrif&sorM Fuifo'fj statié n tj ii <> nt i n Paniið sfrax h|á næsta bóksala

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.