Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 32

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 32
'452 JÖLABLAÐ VÍSIS svara fátt. Allt í einu rekur! stýrimaður upp skellihlátur 'Og segir það er bara „Nissa“ greyið, sem er að narra okkur. Ég rak upp stór augu, hafði aldrei heyrt „Nissa“ nefndan -og vissi hvorki upp né niður. Eg spyr því. Hvao er „Nissi?*' Þeir hlæja báðir, skipstjóri og stýrimaður, en segja um leið, það er bara skipsdraugurinn. Draugur, segi eg — eg hélt nú ;að þeir héldu sig helst á þurru landi en ekki úti á sjó! Það -er nú tilfellið segja þeir; að flestum skipum fylgir draugur. Von bráðar lögðum við okkur og fórum að sofa. Kl. 4 morguninn eftir vorum við komnir undir segl, og lagö- ár af stað til Keflavíkur. Það var bezta veður, svo- iítill austan kaldi, og sléttur íjór. Og fór Túlla litla sér nægt, því kl. 5 um kvöldið ;orum við á móts við Keilisnes, J>á var þann farinn að glæða Æustan kaldann, og var komið þéttings vindur, og þá fór gamla „knorran“ að bæta við sig og auka skriðinn, og kl. Á áttunda tímanum lögðumst við á Kefiavík framundan verzlunarhúsum Edinborgar sem voru syðst í þorpinu. Við Jétum fyrst stjórnborðs akkerið fara, en af því að stormurinn var að þyngjast, létum við hitt líka fara. Legufærin voru víst það bezta sem skútunni til- heyrði. Akkerin voru stór, og keðjurnar nýlegar, en margur svitadropinn kom út úr okkur, ■ekki nema þremur mönnum, að hafa þau upp. Stormurinn þyngdist óðum, ! og kvikurnar með og er ekki að orðlengja það eftir fáar mínútur var skollið á austan fárviðri og fylgdi því stórsjó innan úr flóanum. Þeim skip- stjóra og stýrimanni kom saman um að gefa út af keðj- unum það sem þær entust, og þegar var búið, að gefa út eins og hægt var, vorum við nú komnir ískyggilega nálægt Hólmsberginu sem var rétt fyr- ir aftan okkur, og var að sjá í bergið eins og hvítan skafl, því brimið virtist ganga, alveg upp á brún. Skútan reií og sleit í lceðjurnar, það brakaði og ískraði í öllu, hún stakk trýninu á kaf í kvikarnar og var oftast lunningafull af sjó. Við áttum ekki von á öðru en annað hvort kipti hún upp eða sprengdi af sér. Færi svo værum við komn- ir í bergið á einni mínútu. Þá segir Ottó stýrimaður: Það verður að setja talíu á báðar keðjurnar, það tekur af þeirn, mestu rikkina. Þá er að reyna það, segir skipstjóri, en það var hægra, sagt en gjört, dollan alltaf undir stór áföllum og sem sagt allt í grænum sjó. Þetta lukkaðist samt, og var gengið frá öllu eins vel og hægc var, þó við værum mest á kafi meðan við vorum að koma talí- unum fyrir, en ég held ég hafi aldrei séð liðlegri handtök en í þetta sinn hjá þeirn Ottó og Vigfúsi. Nú vorum við búnir að gjöra allt, sem í okkar valdi stóð og varð nú guð og lukkan að ráða. Bilaði eitthvað, vorum við á skammri stundu komnir i bergið. En það varð ekki. Því ekki sæti ég hér við skrifborðið mitt éftir hér um bil 49 ár, óg reyndi að færa þetta í létur, ef svo hefði fafið. Allt í einu segir Ottó stýrimaður. Þá er það dréngurinn (kokkurinn). Hann getur orðið vitlaus, ef hann er einn þarna niðri, og veit ekkert um okkur. Við höfðum orðið að harðloka lúkax-num þegar veðrið skall á. Þeim kom svo saman um að ná honum upp, og reyna að koma honum aftur í káetu- kompuna ‘ því lielzta viðlitið fyrir okkur vai' að forða okk- ur aftur á, og reyna að hanga við stórmastrið eða fyrir aftan káetukappann. Ottó handstyrkti sig að lúkai-skapanum, og kall- aði til drengsins og sagði hon- um að koma efst upp í stigann og halda sér þar og vera tilbún- inn þegar hann opnaði. Ég færði mig að hliðinni á stýri- manni og þegar okkur sýndist vera lag reif Ottó opna hurð- ina. Drengurinn stóð í efstu tröppunni,- allur út grátinn. Svarta myrkur var niðri. Það hafði sloklcnað á lampanum. Eg þreif drenginn í fangið og komst með hann aftur á og stakk honum riiður í-káetuna. Hinir komu svo á eftir, og fór Ottó niður sem snöggvast til að búa um hann og hlynna að honum. Þegar við komum aftur á sáum við að skútan var farin að bi’otna, ofan dekks, aftur á. Komið var stórt skarð í lunninguna, og á skansklæðn- inginn var komin stór glompa. Báturinn var farinn. Og hélt svo sjórinn áfrám að brjóta skansklæðningu og lunningu, einkum stjórnborðsmegin, allt fram undir miðsiðu. Þetta var bara betia, því nii hafði sjórinn minni viðstöðu, og gat fossað fyrirstöðu minna aftur af, þvi alltaf gekk sjórinn yfir okkur eins og flatt sker. Ekkert dró úr stoi'minum. Við hengum við mastrið aftast á kafi í sjó, og var það ekki þreytulaust, að ríghalda sér, og veltast um í sjónum en enginn talaöi æðru orð, allir vorum við rólegir og biðum þess sem verða vildi. Nóttin sniglaðist áfram, en okkur fannst hún löng. Alltaf sáum við öðru hvoru, að einhverjir voru á ferð með luktir í landi í kringum bryggj- una, því það var ekkei't mjog dimmt. Mér datt í hug um nóttina vandvirkni stýrimanns við fráganginn á lestinni, því ef það hefði bilað hefðum við að öllum líkindum fljótlega farið á botninn, en ekkert haggaðist, ekkert bilaði. Við hjengum i mastrinu, oftast í grænum sjó oft var það kaldsamt, en þar sem það var ekki erfiðislaust að haida sér upp á líf eða dauða, hélt það í oklcur velgju. Já, okkur fannst nóttin lengi að líða. Við áttum von á því að skútan hrykki upp þá og þegar, eða sprengdi af sér en allt hélt. Okkur taldist nú til eða giskuð- um á að það hlyti að vera komið fram undir mox'gun. Okkur fannst heldur draga úr ofsanum. Áílt í einu kallaði Ottó: Þarna er bátur að koma! Við hinir lítum upp, jú, það var rétt. Þai-na kom bátur og nálgaðist óðum. Ottó fikrar sig að káetudyrunum og hverfur niður kemur að vöi'mu spoi'i aftur og er þá með drenginn, og var það jafn snemma og báturinn beitti upp x fram með stjórnborðs siðunni, og hafði stýrimaður engar sveiflur á því, kastar drengsa í fangið á ein- um manninum, sem stóð aftán í bátnum. Við hinir köstuðum okkur á eftir niður í bátinn, og vorum við víst allir teknir á lofti, því þar voru hraustar hendur fyi'ir. Var svo snúið til lands. A bátnum voru 11 menn, 8 réru, 1 stýrði en 2 voru auk- ritis. Það gekk vel í land, og tók Olafur heitinn Arinbjarnarson á móti okkur á bryggjunni. Hann hafði verið á fótum alla nóttina með skipshöfnina tii- búna að sækja okkur, en þeir ekki treyst sér fyrir rokinu fyir en þetta. Þá var klukkan liðlega 5. Olafur Arinbjarnarson var þá verzlunarstjóri fyrir Edin- borg, og fengum við hinar á- kjósanlegustu viðtökur og að- hlynningu hjá honum. Kl. 10 um morgunin var komið logn að heita mátti, en þá var búið að þurrka föt okkar. Við fórum um borð, og rerum úr landi með bát til að losa saltið og gekk það greiðlega. Lét svo Ólafur hjálþa okkur til að létta og vorum við komnir að í rökkurbyrjun. Fengum útsurtn- an besta leiði og vorum lagstir á Reykjavíkurhöfn um mið- nætti. Og þar með var þessari eftir- minnanlegu Keflavíkurféfð lokið. S. J. L. Framan ritað hefur Stefán J. Loðmfjörð lesið fyrir mig og votta ég það er að öllu léyti rétt með farið. Ottó N. Þorláksson ' stýrimaður. Útveaum gerðir af FORD bífreiíium Mw'. MaKSHHPv Frá Þýzkaiandi: 500 kg. sendibifreiðir. Frá Þýzkalandi: 4—5 farh. fólksbifreiðir. Frá U.S.A.: Fólks- og vörubifreiðir. Frá Englandi: 5 gerðir fólksbifreiða frá 30 tii 08 hcstÖlf. Frá Þýzkalandi: 1000 kg. sendibifreiðir, Frá Þýzkalandi: 7—8 farþ. fólksbifreiðir- EGILSSON H.F., Reykjavík © o O 9 9 O # o © O * * # • o ð o o © e 9 O ícas-c * V»*;®í5$©SM5ií*0*«©»0©0©Í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.