Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 35

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 35
innilokuð. Og þar heíur hann séð beztan árangur af starfi sínu. Þau verða svo hrifin og hamingjusöm, þegar. jóla- sveinninn kemur í heimsókn og hefur jafnvel orðið heilsubót að heimsóknum hans og þeirri gleði, sem þær hafa valdið. Má nærri geta að hverjum góðum manni eru þessháttar verðlaun dýrmætust. (Endursagt). Listahjónin - Frh. af 3. síðu. að tvenn tímamót í lífi hennar. Ekki kvéðst hún geta fúll- þakkað prófessor Nielsen þá; kennslu og listreynzlu, er hann lét henni í té. Hún kvað hann að vísu hafa vera strangan kennara, óvæginn og miskunn- arlausan, hlífðarlausan og rekið nemendurna áfram til námsins, en réttsýnn hafi hann verið og drenglundaður í hvívetna. Enn er þessi aldni kennari í fullu fjöri þótt kominn sé á níræð- isaldur, og í sumar var hann, norður í Grænlandi, hljóp þar um fjöll og firnindi og lét eng- an bilbug á sér finna. Hanr, tók frá öndverðu ástfóstri við. hin íslenzku listhjón — nem- endur sína — og heimsótti þau. ekki alls fyrir löngu hér í Reykjavík. En fyrir vonbrigð- um varð hann þegar hann sá ekki eldspúandi fjöll á hverj- um morgni út um glugga sinn eða sjóðandi hver spretta upp undan rekkju simii. Svo vat fjör hans og lífsþróttur ó- snortið, þrátt fyrir háan aldur. Á Listaháskólanum var Karen Agnete í 4 ár. Síðast — að námi loknu — var hún sumar- tíma í Frakklandi, en kom heim til íslands, ásamt bónda sínum 1929. Kvað hún sér minnistæða komuna til Reykjavíkur með þessum litlu, grálitu bárujárns- húsum, sem framar öðru settu svip á höfuðborg íslands. Þetta var fátækleg sjón og ömur- leg' — og ekki tók betra við þegar norður á Húsavík kom og hún leit augum þetta litla afskekta þorp á hjara veraldar, sem var einmanalegra og fá- tæklegra en allt annað sem hún hafði séð til þessa. En þetta breyttist — og þegar hin danska kona, sem alin hafði verið upp við aðstæður stór- borgarans í Kaupmannahöfn, var búin að dvelja tvo mánuði í torfbænum í Kílakoti, og kom svo til Húsavíkur aftur, fannst henni þetta líkjast stór- borg með menningarbrag í hvívetna. Engum þeim, sem þekkja til listar frú Karenar Agnete, dylst hvílíkum geypi áhrifum hún hefur orðið fyrir af torbæjar- JÓLABLAÐ VÍSIS dvöl sinni og sveitamenningu vorri yfir höfuð. Enginn ís- lenzkur málari hefur tekið því- líku ástfóstri við gömlu bað- stofurnar, hlóðaeldhúsin og inn- sta kjarna íslenzkrar sveita- memisku og menningar sem þessi útlenda kona. Og þetta er í raun og veru skiljanlegt, að einmitt hún, sem útlending- ur, skynji og skilji hið sérstæða og frábrugðna í torfbæjarmenn ingu okkar og andstæðurnar við hallir og húsastíl heims- borgai'innar. Vegna þess að þetta var ólíkt öllu því sem hún hafi áður séð orkaði það stei'kt á hana og sköpunar - ;þrá hemiar,. enda hefur þessu at.riði íslenzks þjóðlífs aldrei verið gerð þvílík skil, hvorki fyrr né síðar. Frú Karen Agnete hefur lagt mikla stund á allt það sem ramast er, íslenzkast og forn- eskjulegast í menningu vorri. Hún hefur lagt sérstaka alúð við lestur íslendingasagna og þjóðsagna vorra, hún dáir Kilj- an og hún saknar torfbæjanna úr sveitunum. Síðan þeir hurfu finnst írúnni ísland vera sneytt öllum byggingarstíl. Auk þess sem að framan greinir, eru það ekki sízt vet- urnir hér heima sem markað hafa spor í sálarlíf og list frú Karenar Agnéte. Hún segir að þessir vetur með drifhvíta mjallblæju sína yfir fjöllum og byggð og leiftrandi norðurljós- um um gjörvallt himinhvolfið hafi haft óendanlega djúp á- hrif á sig. En að því leyti er þessi vetur þó svarinn óvinur hennar og fjandi, að hann ger- | ir henni erfitt fyrir um að mála. Næturnar eru svo langar og dagsbirtan stutt, en hún kveðst ekki getað málað nema við dagsbirtu. En þrátt fyrir það hvað torf- bæir, islenzk sveitamenning, þjóðsögur, bókmenntir og hirni tindrandi vetur hafa haft djúp og mikil áhrif á frú Karenn Agnete, er það þó enn eitt sem hún hefur tekið meiru ástfóstri við en nok'kuð annað, ann heit- ast og dáir mest —- það er fólk. Fólk er í hennar augum há- tindur allra gæða, alls unaðar og allrar fegurðar, þess vegna kveðst hún ekkert frekar vilja mála en emmitt það. Og nú er þessi sagá áf lista- hjónunum á Kvisthaga 13 á enda. En þar ríkja þau nú í fögru húsi og við ákjósanleg skilyrði eins og konungar í höllu. Og út um glugga sinn sjá þau til hafs, sem vera má þeirn tákn hins ótakmarkaða víð- feðmis og fegurðar — þeirrar fegurðar og þess takmarkaleys- is sem sannri list ber að túlka. Þ. J. Sí- Einstein er sagður mjög utari- við sig, en fleiri geta verið það- Og dag' nokkurn bar svo við*. að hann snæddi miðdegismat- ásamt nemanda sínum. á mat— sölustað í nánd við háskólann, Þegar þeir voru að fara, varð nemandanum það á að taka hatt prófessorsins í ógáti og setja hann upp. Þegar hanrt varð þess var sagði hann hrif- inn: „Nei, hvað er þetta. Sjáið- þér það; herra Einstein, að hatt- urinn yðar er alveg mátulegur mér. Höfuðið á mér er eins og á yður!“ „Já, utan á!“ sagði Einsteiit og tók hatt sinn. • Kristófer var pöi'upiltur og fór einn dag í kvikmyndahús með pabba sínum, en frá hon- um hafði hann erft sitt af hverju. Þegar heim kom spurðí mamma hvernig þeir hefðí skemmt sér. „Myndin var hreint ekki svc afleit,“ sagði sonur hennar. „En- mest var þó gaman að því þeg- ar stúlkan, sem sat við hliðina á pabba gaf honum rokna löðr— ung!“ „Þú hættir að drekka fyfir hennar orð?“ „Já.“ „Og af sömu ástæðu hættirðu að reykja?“ „Já.“ „Og fyrir hana ætlarðu a'ð þætta að dansa, spila á spil og, leika knattleik?“ „Já, þetta er alveg satt.“ „En hvers vegna kvæntistu . henni þá ekki?“ „Þegar eg var búinn að gera þessa yfirbót áleit eg að eg ættí skilið betri konu.“ ••••••••••••••••••••••••••e*s*•»•••••••••••••••••«•••••**••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• • • ® • • • S • 2 ÚTGEROARMENN VÉLSTJÚRAR BIFREIBAEÍGENDUR! Eldsneyti Viðgerðarkosftnað og vélahreinsanir Rafsuðutæki (Ný af rectifiergerð) Rafsuðuvír Dieseivélar Skurðgröfur Rafmagnslyftur © © 9 i ASalnmbðð lyrir Si:H ,*x © © ©© ©©©©©-•©© & 9 # © 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.