Vísir - 28.12.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Mánudaginn 28. desember 1953 294. tfo.l Skreyting helztu gatna fyrir jólin þykir sjálfsögð ráðstöfun, og á J. H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt, sem átti hugmyndina að' skreytingu Austurstrætis þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt. Til skreytingar á götunni fóru 1000 metrar af greniváfningum, og þar mun hafa verið komið fyrir á annað búsund perum. — í Diisseldorf í Þýzkalandi voru einhverjar mestu götuskreyt- ingar þar í landi. Kostnaður við skreytingu aðal-verzlunav- götunnar varð 700,000 kr., sem borgarstjórnin greiðir að einum briðja, og alls voru bar 30,000 perur. París (AP)- — Frakka grun- ar, að ætlunin sé að bjarga fv. soldáni Marokko úr útlegð hans. Hafa borizt urn það lausa- fregnir, að Araba-bandalagið hafi fyriræílanir um þetta á prjónunum, eg hefur hervöröur verið aukinn um bústa'ð hans á Raúð.ey við Korsíku, en auk þess eru strandsnekkjur þar á vakki. Sænska skipið er talsvert brotii, Siggiir § stórgrýti. Möguleikar athugaðir á björgun. Sænska skipið „Hanön" frá Karlshamn strandaði í Engey í fyrrakvöld í sunnan-stormi, en mannbjörg varð. Skip þetta, sem er um 2600 lestir að stærð, lagði af staS héðan á sjötta tímanum • síð- degis í fyrradag áleiðis til Vestmannaeyja, en hér átti skipið að taka síldarfarm til Rússlands upp í viðskipta- samningana. Eitthvað af síld mun skipið hafa tekið hér, en í Vestmannaeyjum átti að bæta við farminn. Á skipinu voru 27 menn, auk tveggja íslenzkra síldarmatsmanna og tveggja rússneskra, sem eftirlit hafa með síldarfarminum. Að því er Vísi hefur verið tjáð, hreppti skipið mjög slæmt veður út í Flóa og lét ekki að stjórn, annað hvort vegna stýrisbilunar eða annars, og var því afráðið að snúa hingað til hafnar. Strandaði skipið svo um 9-leytið í fyrrakvöld skammt frá Engeyjarvitanum. Menn úr Reykjavíkurdeild SVFÍ brugðu þegar við og fóru á dráttarbáthum Magna út í Engey. Þá brimaði mjög, og var ekki lendandi nema á ein- um stað, nyrzt á eynni, en það- an er talsvérður spölur að strandstaðnum og báru slysa- varnamenn tæki sín þangað, Tókst greiðlega að bjarga mönnunum, sem um borð voru, í björgunarstól, og var því lok- ið um kl. 4 um nóttina, og tók starfið um eina klukkustund eða svo. Var 25 mönnum bjargað með þessum hætti á land, en skip- stjóri og fimm yfirmenn aðrir urðu eftir í skipinu. Skipið strandaði á flóði á slæmum stað, þar sem grýtt er og brimasamt, enda er skipið talið mikið brotið og lekt. Varðskipið Ægir hefur verið á strandstaðnum og athuga menn möguleika á að ná „Hanön" út, en kunnáttumenn telja, að vafasamt 'sé, að það megi tak- ast. Mæerastyncsne-'Jrci safnaði 117 þús. kr. Mæðrastyrksneínd bárust yf- ir 117.000 kr. 111 starfsemi sinn- ar fyrir jólin, eða 17—18 þús- und krónum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá frú Guðrúnu Pálsd. fer ein- hver úthlutun fram til bág- staddra nú milli jóla og nýjárs og kemur nefndin saman á fund í dag, til þess að taka á- kvörðun í því efni. Yfirleitt munu ástæður fólks vera heldur betri en í fyrra, því að atvinna hefur yfirleitt verið góð, en þar fyrir eiga margir bágt og eru hjálpar þurfi. Óvenju mórg skip lágu í Reykjavíkurhöfn um jólin, mörg þeirra skrautlýst vegna hátíðarinnar. Meðal þeirra voru hökkqr skip Eimskipafélagsins. Mynd þessi, sem tekin yar á jóladags- kvöld, gefur nokkra hugmynd um ljósadýrðina. Myndin var tekin af kola-uppfyllingunni við Hegrann. (Ljósm.: R. Vignir). Eiisabet heim- sækir Hfiaoria. London. (A.P.). Lokið er 5 daga heimsókn Elisabetar Bretadrottningar í Auckland, Nýja Sjálandi. Fór hún . í gær loftleiðis tíl norðurhluta eyjarinnar, þar sem Maoriar, niðjar frumbyggja landsins, höfðu safnazt saman í þúsundatali, til að , hyila drottningu og vinna henni trúnaðareiða. © Járnbrnutarslys varð í Tékkóslóvakíu um jólin. Hraðlest frá Prag rakst á aðra lest skammt frá Briinn. Margir merrn biðu bana. Rússar svara ©g vilja frest. Utanríkisráðherrafundur 21. jan. Ráðstjórnin rússneska hefir nú svarað orðsendingu Vestur- veldanna um fund utanríkis- ráðherranna í Berlín. Fellst hún á, að ráðstefnan verði hald- in, en stingur upp á, að hún verði haldin 21. janúar. Telur hún frest þennan nauðsynlegan til undirbúnings ráðstefnunni. Hún telur mikil- vægt, að ráðstefnan verði hald- in til þess að draga úr alþjóða- deilum, auka öryggi Evtópu og afstýra hæ.ttunni af endurvíg- búnaði' Þýzkalands. Ekki virð- ist ljóst hvorf ráðstjórnin fellst á, að .ráðstefnan verði haldin í Vestur-Berlín — vill senni- lega, að hún verði í austui-hlut- anum. Orðsendíngunni hefir yfirleitt verið vel tekið í höfuðborgum Vesturveldanna, en þó sagði talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Washington, að ein- kennilegi væri, að biðja þyrfti um frest, jafn langur tími og liðinn væri frá því að Vestur- veldin. sendu fyrst orðsendingu sína um slfkan fund. Atriði úr björguninni s í Bandaríkjunum var að sjálfsögðu fylgzt með leitinni á Mýrdalsjökli af miklum á- huga, þar sem aðstandend- um áhafnar flugvélarinnar, sem fórst, var tilkynnt þeg- ar, að þeirra væri saknað. Vegna áhuga manna fyrír leitinni sendi National Broad easting Company (NBC), sem á hundruð útvarps-' og sjónvarpsstöðva, kvikmynda tökumann hingað til lands, og tók hann kvikmyndir fyr- ir sjónvarpsstöðvarnar af þeim þáttum, sem hægt var. Meðal aanars ók hann mynd- ir af því, er líkið, sem náðist af Mýrdalsjökli á aðfanga- dagsmorgun, var tekið i'ir helicopternum og sett í sjúkrabíl. Filman var komin til New York kl. 7 morgun- inn eftir (staðartimi) og mun nú hafa verið sjónvarpað. Áður hafði ó'ðrum atriðuto í sambandi Við bprgunina verið sjónvarpað. að ðissf Se% piStar9 14- hafa jáfað Upplýst er nú orðið um sprengiefnaþjófnaðinn á Siglu- firði að verulegu leyti og hafa sex unglingspiltar játað að vera valdir að stuldi bæði á dyna- miti og hvellhettum úr birgða- skemmunni, þar sem sprengi- efnið var geymt. Fjórir þessara pilta hafa ját- að að hafa brotið upp læsingu birgðageymslunnar og síðan tekið allmikið magn af hvell- hettunum með sér og sem þeir telja sig nú hafa skilað. Síðan jáuðu tveir piltar að hafa kom- ið þarna að opnu húsi og ekið bæði hvellhettur og um 25 kg. af dynamiti, sem þeir höfðu á brott með sér. En tundrinu telja þeir sig, hafa fleygt í ajóinn. Auk dynamitsins var sam- tals stolið 600—700 hvelíhett- um, að því er bæjarfógetinn á Siglufirð'i tjáði Vísi í morgun, en það hefur ekki verið gert grein fyrir þeim öllum ennþá, og kvað bæjarfógetinn líklegt, að fleiri munu hafa verið að verki, enda verður rannsókn málsins haldið áffam. Piltar þeir, sem játað hafa ara ao aieri, á sig sprengiefnaþjófnaðimij, eru á aldrinum 14—19 ára. Meðan á rannsókn málsins stóð og ekki var búið að gera grein fyrir því, hvar sprengi- efnið var niður komið, var sam- komubann sett í kaupstaðnunx og var það gert i öryggisskyni til þess að hópa ekki mörgu fólki á sama staðinn. Þetta sam- komubann stóð þó aðeins yfir, eitt kvöld, því þá gerðu pilt- arnir grein fyrir því, hvað þeiff, hefðu gert af tundrinu. — Um jólin var annars allt ró- legt á Siglufirði og veður hiði ákjósanlegasta. ; 15 drukkna í Bclívíu. Nokkru fyrir jólin gerði snögglega flóð í fjallaheraði í Boliviu eftir skýfall. Skall hár vatnsveggur á fimmtán mönnum, , sem unnu við vegagerð og varð þeim öll- um að bana. i 9 Verkfall póstmanna í París hefir staðið nær viku og kynstrin öll' af jólpósti hrúg- azt upp. Frakkar verða fyrtr áfalli. IJppreistarmeian í Indo-KítBa vinna naikilvægan sigaaa*. Einkaskeyti frá A.P. París, í gær. Frakkar flytja liðsauka loft- leiðis til Mið-Indókína, þar sem hersveitir þeirra guldu mikið afhroð í bardögum um jólaleytið. Uppreistarmenn sóttu þá inn í SuÆ'ur-Laos og allt til Me- kongárinnar, sem skilur milli Indókína og Thailands. Tefldu þeir fram ^20.000 manna liði og tókst að rjúfa allt samband milli Suður- og Norð- ur'Laos og fyrir sunnan sókn- arlínuna. Talið er, að mikill hluti léttvopnaðs liðs Frakka á' þessum slóðum, um 2000 menn, hafi fallið eða verið teknir' höndum. Er þetta eitthvert hiði mesta áfall, sem Frakkar hafai orðið fyrir í Indókína-styrjöld- inni. f Thailand (Siam) hefir verið gripið til víðtækra ráðstafana vegna' sóknar uppreistar- manna. Hernaðarástandi hefir1 verið lýst yfir í héruðum Tbai- lands gegnt sóknarsvæðinu og lið.fkitt.suður þangað.. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.