Vísir - 28.12.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 28.12.1953, Blaðsíða 4
VTSIR Mánudaginn 28. desember 1933 DAGBLAÐ Ritsíjóri: Hersteinn Pálsson. , ( Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti X. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Súni 1660 (fimm linur). Lausasala króna. Félagsprentsmiðjan h.í. M" Jóbgjöf öreigastjóraar. örg og mai'gvísleg stórtíðindi hafa gerzt austur í Sovét- ríkjunum á þessu ári, sem nú er senn liðið ,,í aldanna skaut“. Er það og í samræmi við þá reglu, að þaðan er jafnan nokkurra tíðinda að vænta, sem allt er á sífelldri framfarabraut! í engu öðru ríki veraldar munu önnur eins tíðindi hafa átt sér stað á þessu tímabili, og verður þó ekki sagt, að tíðindalaust hafi verið í heiminum. ii Það vakti að sjálfsögðu heimsathygli, þegar það var tilkynnt, að Stalin væri dauðlegur eins og aðrir menn, hefði fengið slag, og væri vart líf hugað, þótt margir læknar hefðu verið kallaðir að sjúkrabeð hans. Höfðu þeir allir nánar gætur hver á öðrum jafnframt því sem þeir hugðu að líðan sjúklingsins, en allt kom fyrir ekki, því að hinn mikli einvaldur varð að sáfnast til feðra sinna sem aðrir holdlegir menn. Annar maður tók síðan við .völdunum að mestu leyti, þó að hann treysti sér ekki til að hafa alla þá tauma í ,h;ndi sér, sem Stalin hafði haldið. Bolla- lögðu menn að sjáli.i j mikið um það, hvort um einhverja stefnubreytingu mundi verða að ræða, og í hverju hún mundi [Verða fólgin, er hinn nýi einvaldur færi að láta málin til sín ,taka — hvort vestrænar þjóðir þyrftu enn að óttast heims- .drottnunarstefnu kommúnista eins og áður. Þótt það væru að sjálfsögðu mikil tíðindi, er Stalin var allur, vakti það þó jafnvel enn meira umtal, er það var kunn- gert, að margir læknar hefðu verið handteknir í Rússlandi. Og það voru engir venjulegir skottulæknar, sem fyrir valinu höfðu orðið, heldur ýmsir hinir þekktustu í þeim hópi, sem höfðu aðstöðu til að ná til valdamanna ríkisins við störf sín. Höfðu þeir reynzt svo trúir lækniseiði sínum, að þeir höfðu bruggað ýmsum ágætum forvígismönnum öreigaríkisins banaráð og jafnvel tekizt að nokkrum fyrir kattarnef, þótt að sjálfsögðu ,væri girt fyrir frekari óhæfuverk af því tagi með handtöku þeirra. Þó fengu öreigaþjóðirnar austan tjalds ekki að búa lengi ,við þá öryggiskennd, að þessir hættulegu skálkar hefðu verið settir undir lás og slá, því að skjótt skipast veður 1 lofti — jafn- ,vel á gresjum Rússlands og áður en varði kom það á dagir.n og var gert lýðum Ijóst, að læknarnir væru allir saklausir. Og enn gerðust tíðindi. Einn ástsælasti sonum kommún- ismans, sjálfur Beria, er hafði gert sitt til að tryggja veldi kommúnismans með fangelsunum, þrælkun og lífláti milljóna, reyndist breyskur eins og' fleiri. Hann var handtekinn og sam- stundis stimplaður glæpamaður í hættulegasta. flokki, og búinn ,undir líflátið. Síðan þetta gerðist eru liðnir fáeinir mánuðir, og nafn Beria hins fallna heyrðist varla nefnt þann tíma, þar til ,um miðjan mánuðinn. Þá var tilkynnt, að málið væri að fullu rannsakað, og mundi dómur verða kveðinn upp fljótlega í samræmi við lög frá 1934, sem koma að góðu naldi í valda- streitu. . Og á aðfangadag var tilkynnt, að nú gætu sovétþjóðirnar isofið vært um jólin, því að Beria og samstarfsmenn hans við ýmis ódæðisverk hefðu fengið makleg málagjöld. Má af því sja, að þótt sovét-yfirvöld líti iðkun trúarbragða heldur óhýru auga, hafa þau þó fullan skilning á gíldi jólagjafa í eihhverri náynd. Áttræösir í gœr: Olafur IViagnússon. h taipMat fsSis Eitt merkasta skeið í sögu1 þjóðarinnar er timabilið 1874-— 1914, uppvaxtar- og starfstími aldamótakynslóðarinnar. Sú kynslóð ólst upp við hin erfið- ustu skilyrði hið ytra; land og þjóð bjó enn að margra alda kúgun og ófrelsi. En vor var í lofti, einna líkast því sein ís- öld vædi að enda. Aldamóta- kynslóðin fekk stjórnarskrána í vöggug'jöf. Hún var stærsta og merkasta sporið, sem stígið hafði verið til frelsis, og veitti landsmönnum baráttukjark og von um aukið frelsi og fullvekli síðar: Aldamótakynslóðin kunni að meta þessa gjÖf. Hún hóf bar- áttu sína með furðulegri bjart- sýni og atorku, en um leið nægjusemi og sjálfsafneitun. Og árangurinn varð slíkur, að vafasamt er, hvort nokkur ein kynslóð í sögu landsins hefir skilað meira og um leið heilla- ríkara dagsverki, nema ef vera kynni landnámskynslóðin sjálf. Aðeins hið sögulega yfirlit get- ur skýrt hinum yngri aðtæður og afrek þessara manna, sýnt, hve afstaða var örðug og margt ógert, en einnig, hvers vegna afköst urðu svo mikil. Einn fulltrúi þessarar kyn- slóðar og um leið einn af elztu og þekktustu borgurum Reykja- víkjurbæjar er Ólafur Magnús- son kaupmaður. Hann varð 80 ára í gær. Ólafur Magnússon fæddist að Láganúpi í Kollsvík í Barða- strandarsýslu 27. desember 1873, sonur hjónanna Þórdísar Jónsdóttur og Magnúsar Sig- urðssoar, er bjuggu að Lága- núpi, en síðar að Geitagili í Ör- lygshöfn. Fátækt var mikil, en heimilið þungt. Voru börnin alls 10, Ólafur hinn fjórði í röðinni. Varð því hver að vinna sem hann mátti, Ólafur ekki síður en aðrir. Ellefu ára gamall fór Ólafur til Ingimundar og Bríetar að Breiðuvík í Rauðasandshr., en fjórum árum síðar að Bæ á Rauðasandi til Ólafs Thorla- cíusar. Tók hann nú að stunda sjó, fyrst matsveinn eitt ár, en síðan háseti í tvö ár á þilskip- inu Helgu, er var eign hins ltunna athafnamanns, Péturs Thorsteinssons á Bíldudal. Reyndist Ólafur brátt fiski- sæll og varð ásamt Sumarliða frænda sínum aflahæstur mað- ur á Helgú. Síðara sumarið varð hlutúr' Ó'lafs 300‘ króntir, og var það aleiga hans áuk ígangsklæða, er hann kvaddí æskuhérað sitt og fluttist til Reykjavíkur að leita hamingj- unnar haustið 1891, þá tæpra 19 ára. Kom Ólafur Thorlacíus Ólafi Magnússyni í trésmíða- nám hjá Þorkatli Gíslasyni trésmíðameistara í Tjarnar- götu 8, og lauk Ólafur sveins- prófi 1894. Námsár sín bjó hann hjá meistaranum, svo sem þá var venja. Að loknu námi vann Ólafur eitt ár við smíðar hjá Júlíusi Schou steinsmið og bjó þá hjá honum. Kaup var ekki hátt, aðeins fæði og húsnæði. Árið 1897 kvæntist Ólaf- ur Þuríði Guðrúnu Jóns- j dóttur. Hófu þau búskap sinn í í svonefndu „stólpahúsi" við j norðanvert Austurstræti. Þar 1 stendur nú Búnaðarbankinn. j íbúðin var ekki stór, tvö lítil í herbergi og aðgangur að eld- húsi. Bjuggu þau þar móti i hjónunum Vilhjálmi Jakobs- ■ syni skósmíðameistara og Sig- j ríði Hansdóttur konu hans, miklum ágætishjónum. En árið eftir fluttust þau Ólafur í stein- húsið á Skólavörðustíg 4. Ólafur tók nú að stunda iðn sína, trésmíðar, og reisti nokkur hús í Reykjavík. Var hann meðal annars einn þeirra smiða, er reistu Miðbæjarbarnaskól- ann. Ólafur hafði snemma hug á að eignast sitt eigið þak yfir höfuðið, og árið 1901 reisti hann í félagi við Kristófer Sig- Framh. á 6. síðu. Bitanir á rafkerfi. Oíðan nýja stöðin austur við Irafoss og Kistufoss tók til starfa ^ fyfir fáeinum vikum, hefur það nokkrum sinnum konuð fyrir, að rafkerfið. hefur. bilað,. .og .orka. þyí verið. af skornum skammti nokkra hríð á orkuveitukeríi Sogsins. Þó hefur ekKi verið um stórvægilegar bilanir að ræða, en enginn veit hvao átt hefur fyrr en misst hefur, svo að menn hafa sárt saknað fullrar orku til. birtu og hlýju og margvísleg þægindi á heirn- ilum og vinnustöðum. Þær raddir hafa heyrzt meðaf almennings, að eitthvað muni vera bogið við bilanir þessar, að ný tæki bregðist svo fljótr, eins og hér virðist hafa orðið raunin á. Spyrja menn, hvort einhverjir gallar hafi.komið fram á tækjum þeim, sem hér er um að ræða. Þó má allíaf gera ráð fyrir einhverjum byrjunar- örðugleikum, þegar um svo flókið fyrirtæki er að ræða, en ekkí væri úr vegi, að Sogsvirkjunarstjórnin gerði almenningi grein fyrir þessu, svo að kveðnar verði niður þær raddir, sem gætu vakið óánægju ahnennings-að-ástæ2ulausu. .................... margt er shrétiÓ Hann veiðir fiðrildi með byssu. Og laðar bráðina áil «íia með lúðra])^. Það þykir meira en lítið við haft, þegar menn nota fallbyss- ur til að skjóta á spörfugla, eins og komizt er að orði. Þetta á næstum við um hann Paolo Cavanna í Piacenza á Italíu, því að hann notar byssu, þegar h'ann fer á fiðrildaveið- ar, og hefir af því drjúgar tekj- ur. Þe'tta er ekki eins broslegf pg maður skyJdi ætla, því að Cávanna notar ekki venjúleg- ar kúlur eða skeyti við veið- arnar, heldur skýtur hann lam- andi gasi á bráðina, svo að, hann þarf ekki íiðrildanet, sem er hið vanalega veiðitæki. Þrýstigasið, sem Cavanna notar, hefir áhrif í 7—8 metra. skotfæri. Það svæfir fiðrildin, svo að' þáu falla til jarðar, venjulega alveg ósködduð, en það er ekki alltaf hægt að komast hja skemmdum á þess.- Jólahátíðin cr nm garð gengin og ficstir munu hafa notið hvild- arinnar, þessa fjóra daga, sem menri hafa almcnnt ekki þurft að sinn.a störf.um. Og flesfir munu lra'fa veriS hvi’uiarþurfi eftir . jólaan.nirriar, þvi þá hlíí'ir cng- inn sér. Yfirleitt cr þá meira a'ð gera hj'á iilltim, er cinliverj- uiri störfum gegna, og svo er í mörg önnur liorn að lita. ÞaS vcrður að kaupa jólagjafir, hjálpa til á hehnihmuni, og verða jafnt karlar sem kontir að ganga að þeím 'lörftím. — Kn svo komu blcssuð jólin og allir gátu livilst róícgir, ctið og sofiö. 0;i íto (i! starfa. En svo, þegar jólahátíðinni lýluir, hverfa nienn aftur iil starfa. Menn cru dálitið latir í fyrstuj því friið var Jangt og menn gleymdu sér um stund með- an á jólafagnaði stóð. Að þessn sinni vöru það Stórubrandajól, því. sunnudagur var á þriðja i jólum og lcngdi helgina um dag'. Blessuð jólaliátíðin er ánægjuleg, cn stiindum livarflar það að manni, að kannske hafi hún tais- vert breytzt frá þvi í öndveröu. Hin gamla helgi jólanna er smám saman að hverfa ur hugum al- mennings, en jólin i þess stað að verða nokkurs konar verzlun- ar- eða uppskéruhátíð. Allir keppast við að bera sem mest úr býtum í sambandi við jólin. Jóla- mánuðurinn er helzti verzlunar- og viðskiptamánuður ársins. Mikið er á sig lagt. Dagana fyrir jól liafa allir nóg að gcra. Það eru skyldristörfin og svo aukastörfin, sem kref.j- ast úrlausnar. Menn eru á sífelld- um hlaupum, yfir sig spenntir, því allt verður að muna og engu má gleyma. Hver stund er notiiö til þess að búa sig undir aðal- liátíð ársins, þótt fæstir geri sé,r sennilega grcin fyrir hvers vcgna svo mikið liggi á. Fólkið er bara orðið þvi syo yant að hafa of mikið að gera fyrir jólahátíðina, að það iriyndi vist kunna illa við sig, ef svo væri ekki. Það er eugu líkara en það sé.um að gera að spenna bogaím sem liæst. Og þó —. En jólin marka þó sérstök tímamót í fásinni daglegs 'strits fyrir alla. Og þau eru þess vegna Jíka kærkomiri. Öllum er tilbreyt- ingin nauðsynleg, og’ jólin er mesta tilbreyting ársins lijá vinn- andi fólki. Og í þeim skilningi minná þáu á sig, og verða alltaf öllum ógleymanleg. Þessi jól yoru friðsæl og ánægjuleg fyrir alla landsmenn, því þau voru tíðinda- lítil. Ekk'ert skeði um jóládag- ana, sem skyggði sérstaklega á jólaliclgina, og fyrir það getuin við.verið þakklát. —ri kr. um skordýrum, þegar net er notað. Mesti vandinn : er- að komast í skotfæri vi'ð fiðrildin, og Ca-■ vanna þarf ekki' einu sinni að hlaupa þau uppi til þess: Hann hefir alltaf, þegar hánn er á veiðum, meðferðis lúður mik- inn, sem hann þeytir, en fiðr- ildin fljúga á hljóðið eins og melfluga að ljósi. Og lúðurinn er ekki aðeins til hjálpai' við að veiða fiðrildi, því að hljómur- inri laðar að sér yfirleitt öll önnur skordýr líka, svo að Ca- vanna hirðir þau einnig, þeg- ar hann hefir þörf fyrir þau •yjegxjia • viðskip-ta. sinn.a.. • ! . . ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.