Vísir - 29.12.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 29.12.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 29. desember 1953 VISIH rwT*r'’ h sí&ið : TIIR og STÚLKA Leikrit eftir imil Thorocldsen — eftir sam- Refndri skáidsögia iéns Tfioroddsens — Inc Það var ekki nýtt leikrit, sem Þjóðleikhúsið frnmsýndi fyrir fullu Jiúsi áhorfénda að kvöidi annars dags jóla, heldur gamall kunningi og hann góS- mr í flestra augum. í leikskránni birtist grein eftir Steingrím J. Þórsteinsson prófessor um Pilt og' stúlku og höfund sögunnar, Jón Thor- oddsen. Segir hann þar í stuttu máli írá aðalatriðum í ævi Jóns, svo og ritstörfum hans, en skáldsagan Piltur og stúlka, sem nú eru orðin meira en ald- argömul í hinni upprunalegu mynd sinni — sem höfundur breytti og jók við skömmu fyrir andlát sitt — hefur verið gefin út sjö sinnum hér á iandi, og auk þess verið þýdd á sjö aðrar tungur. „Pil-tur og stúlka“ er yndis- leg saga á margan hátt, og þótt Sigríður (Bryndís Pétursd.), Guðrún (Herdís Þorv.d.) og Möller kaupm. (Ævar Kvaran). hún hafi í fyi'stu komið út, þeg- ar eklci var úr miklu að moða, að því er lestrarefni snerti, þá á hún líf sitt vitanlega því fyrst að þakka, að hún snerti strengi, sem allir könnuðust við, snerist um efni, sem kom lesandanum til að gleðjast eða vikna. Hún er ekki stórbrotið meistaraverk eða grimmileg' á- deila, en hún finnur hljóm- grunn og því hefur hún orðið svo langlíf. Það eru nú um ,20, ár, síðan' Emil Thoroddsen, hinn fjöl- hæfi listamaður, sonarsonur skáldsins, samdi leikrit upp úr sögunni og Leikfélag Reykja- víkur sýndi það í Iðnó. Leikrit- ið varð vinsælt þá, eins og það átti skilið, og nú kemur það á hentugra svdði en þá, þar sem tæknin getm* aukið áhrif þess, sem höfundarnir segja írá. Á því eru að vísu ýmsir gallar, það er barnalegt á ýmsan hátt, en leikrit verður að dæma eftir ýmsum mæiikvarða eins og annað. Leikurinn hefst á forspili, þar sem piltur og stúlka — Hákon J. Waage og Jóhanna María Lárusdóttir — „talast á“ yfir ána, en síðan er þegar komið að efninu, ér'fvrs'ti þáttur hefst. Indriði á Hóli' og Sigríður í Tungu fella hugi saman, en móðir Indriða, Ingveldur, vill með öllu móti spilla sambandi þein’a, og gefa dóttur sína Guð- mundi á Búrfelli. Með aðstoð Gróu á Leiti lánast henni að fá Sigríði til að lofast Guð- mundi, en þegar komið er til prestsins, gerir Sigríður upp- reist og ekkert verður af brúð- kaupinu. En sagan er þó ekki búin með því, og enn verða elskendurnir að þola ýmislegt, áður en þau ná saman undir lokin. Ungur maður og óreyndur, Sigurður Björnsson, leikur hlutverk Indriða. Hann er snotur piltur og virðíst vel val- inn í það hlutverk, og spillir það vitanlega ekki, að hann hefur laglega rödd, þótt hljóðin sé ekki mikil. A stundum ber undirleikii’inn söng hans ofur- liði. en þsð grzíi einnig stafað ,af því, að SigM-ður sé ekki rétt staðsettur á ;• viðinu. En lítill vandr ætti að vera að bæta úr þessu. Sem byrjandi’fer hann mjög vel með hlutverk sitt. Bryndís Pétursdóttir leikur j Sigríði, og er um hennar hlut- verk að segja, eins og r'áunar! flest þeirra, að það gerir ekki miklar kröfur. Sigríður á fyrst og fremg.t að vera falleg, góð og saklaus stúlka, og það er hún hjá Bryndísi. j Móður hennar, Ingveldi, leik- ( ur Arndis Björnsdóttir, stranga konu og hatursfulla í aðra rönd- j ina, sem þolir illa, að hún íái1 ekki að ráða framtíð dóttur t sinnar, svo að hún neytir állra bragðá, til að ná marki sínu. Arndís gerir hlutverki sínu góð skil, eins og við var að búast af henni. Móður Indriða, Ingibjörgu, leikur Þóra Borg. Það er lítið hlutverk og’ ekki vandleikið, og má raunar nefna í sömu and- ránni fleiri hlutverk, sem eru ekki stór, en yfirleitt farið vel með þau: Þorgrímúr Einarsson •le'ikur sr. Tómas, Sigríður Hagalín Valgerði dóttur hans, Guðbjörg Þorbjarmudóttir Stínu vinnukonu, Jpn Aðils Levin kaupmann, Herdís Þor- valdsdóttur Guðrúnu, Hildur Kalman Stine, Ingi Þórðardóttir Rósu, og Baldvin Halidórsspn og Bessi Bjarnason tvo karla. Gróa á Leiti er orðin „typa“ með þjóðinni, og leikur Emílíu Jónasdóttur í hlutverki hennar er -ágætur, Hún lifir sig inn í hlutverkiðmeð raddbrigðum og tilburð.um, svo að hún sýnir ágæta mynd af því fyrirbæri í mannlegu þjóðfélagi, sem er lifandi fréttablað kryddað ýkj- um og illkvittni. Feðgana Bárð á Búrfelli og' Guðmund fóstufson hans leika þeir Valur Gíslason og Kiemenz Jónsson. Þeir hafa hitt naglann á höfuðið — Valur sýnir saman- saumaðan nirfilinn, sem iætur matinn heldur mygla en skammtá heimaí'óiki sómasam- léga, og Klemenz sj álfs ánægðan aula, er telur, að Sigríður megi Bárður á Búrfelli (Valur Gíslason). þakka fyrir að fá svo glæsilegan biðil sem hann er. Fara vei saman gerfi og orð, og getur þó verið, að Klemenz sé dálítið líkur fyrri hlutverkum á köfl- um og nokkuð ýktur stundum. Guðmundur Jónsson hefur á hendi tvö hlutverk — Þorsteins matgoggs og Jóns Ludvigsens. Lí kamsby gging Guðmundar hæfir báðum vel, en sem mat- gog'gurinn mætti hann íá dá- lítið meira vatn í munninn, þegar hann telur upp allan matinn, sein til er á Búrfelii, eða borinn er á borð í veizlun- um hjá húsbónda hans, síra Tómasi. Aldurinn í gerfinu er eliki nægilegur. Möller kaupmann og Krist- ján búðarmann leika Ævar Kvaran og Róbert Arnfinnsson. Málfar Ævars er ekki nógu danskt, því að fyrir bregður hjá honum nær ósviknu móðurmál- inu, og sem kaupmaður má hann líka vera hastari, þegar lrann amast við búðarstöðu- mönnum í verzlun sinni. Róbert er hinsvegar hin stimamjúka búðarloka, og leikur hans á margan hátt ágætur. Anna Guðmundsdóttir leikur maddömu Ludvigsen, sem er ekki ólík Gróu á Leiti, talar reykvísku þeirra tíma, og lætur skýringar fylgja'á íslenzku ef einhverjir ættu erfitt rneð að skilja yfirstéttarmál hennar, Leikur hennar er mjög skemmtilegur á köflum. Þá er ótalinn Gestur Pálsson, sem fer vel með kröfulítið hlut- verk, og er gerfi hans mjög gott að mörgu leyti. Indriði Waage hefur haft leikstjórn á hendi og hefur yfirleitt tekizt mjög' vel, en þó verður misbrestur á í síðasta þætti, þcgar sýnd eru lokavið- skipti Möllers kaupmanns og Sigríðar, en þau fara fram í húsi hans í Reykjavík, og er það sýnt með litlum bás á leiksvið- inu, og yzt til vinstri, þar sem svigrúm er lítið sem ekkert og erfitt að sjá frá þeim, sern lengst sitja iií vinstri. Nokkur mistók urðu og S leikslok, þegar áhorfendur kölluðu leikendur fram, en ef haft er „gamla lagið“ í því efni, eða þetta æft þeim mun betur, ætti ekki að koma snurða á þráðinn að þessu leyti — ef tækni leikhússins leyfir þá eins skjóta skiptingu við framköll- un með þessari nýju aðferð. Leikstjórá, leikenaum og hljómsveitarstjóra, dr. Victor v. Urbantsehitsch, var að lokum þökkuð góð skemmtun með löngu lófataki. H. P. M.s. Dronning ÆœtSun eísegMMs&B'—Æ prái Frá Kaupmannahöfn: 19/1. 3/2. 19/2. 5/3. 18/3. 2/4. Frá Reykjavík: 26/1. 11/2. 26/2. 11/3. 26/3. 9/4. SkipaafgreiSsia Jes Zimsea - Erlendur Pétursson ~ Kostir raftækjatrygginga Húsmæður víðar. Reykjavík og Hafið þér athugað hag- kvæmni og öryggi raftækja- tryggingar? Við undirritaðar höfum lengi haft í huga að vekja athygli húsmæðra á nýju fyrritæki, sem var stofnað á síðasta ári. Þetta fyrirtæki er Raftækja- tryggingar h.f., sem tryggir al- gert viðhald raftækja fyrir lágt iðgjald. Við undirritaðar tryggj- um fjögur raftæki, — hrærivél, ryksugu, þvottavél og eldavél fyrir rúmar hálft annað hu-ndr- uð krónur. Sum tæki okkar höfðu aldrei komist í fullt lag, fyrr en eftir að við höfðum tryggt þau. Þeg- ar kaup rafvirkja er orðið um kr. 30.00. á klst., þá er þetta ; afar lágt iðgjald, þar sem allir varahlutir, vinna og flutningur, j eru lögð til ókeypis, sem sagt allar bilanir eru að íullu bættar. , Satt að segja undrar það okkur, : að hægt sé að tryggja raftæki . fyrir svo lágt iðgjald. Við leyf- um okkur að benda á eftir- j greinda kosti þessa fyrirkomu- , lags: | Auk þessa að tryggja við- í gerðir fyrir lítið gjald, þá felst j í tryggingunni verulegt öryggi fyrir að tækin endist, þannig að j ekki þurfi að fleygja þeim eftir j kostnaðarsamar, en dýrar og ^ misheppnaðar viðgerðir, eins ' og stundum kernur fyrir, að j menn neyðast til að gera, er þeir endast • eigi lengur til að greiða fyrir viðgerðir, sem reynast árangurslausar. Með því að hafa ábyrgan viðgerðarmann tryggir maður sér betri viðgerðir en ella. Tryggingin lætur í té vara- hluti, sem sumir eru ella ó- fáanlegir. Eina ráðið til að g'eta haldið við ýmsum tækjum er því að tryg'gja þau. Það er -mjög þægilegt fyrir okkur húsmæðurnar að þurfa ekki annað en hringja í tiltek- inn síma, ef eitthvað bilar og fá beztu þjónustu, sem völ er á. Það losar okkur við miklar á- hyggjur og umstang og áhætt- una af mistökum við viðgerðir á tækjurn. Þar sem raftækjatrygging er svo ódýr og veitir öryggi fyrir varanlegri endingu tækjanna, þá álítum við, að húsmæður eigi að tryggja heimilistæki sín, enda er gefinn afsláttur af stærri tryggingum og iðgjöld er hægt að borga með afborgunum. Virðingarfyllst Elísabet Sveinsdóttir, Guði'ún Jónsdóttir. Margt á sama stað Mtsunatr vita sð gœfan t$lm Hrtnguniitn PA 3IGURÞÖR, Haf5i3irafa«1l 4 Margar gerBir fi/rtrUggjafidi Rúsa (Irxga ÞórSardt), Guðmiindur'á Búrfelli (Klemenz Jónsson) Levin kaupm. (Jón Aðils) og Sigurður (Gestur Pálsson). ÓDÝR OG GÓÐ RAK- BLÖÍ>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.