Vísir - 30.12.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast kaupendur S'ISIS eftír Ið. hver* mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — SímilfifiO. wi VÍSIK er ódýrasta blaðið og f*ó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 16fi0 ©g gerísí áskrifendur. Mlðvikudaginn 30. desember 1953 ;iö 4 (HuEtaði litlaa, a$> mikið Í3?ystui á 2 í gær og í morgun var slökkvi- Hðið 4 sinnum kvatt á vettvang vegna eldsvoða hér í bænum. Fyrst var það kva'tt að Skúla- götu 76 í gær vegna þess, að kviknað hafði þar út frá jóla- tré í íbúð. En fólkið í hústnu var búið að kæfa eldinn, áður en slökkviliðið kom á staðinn, og urðu engar teljandi skemmd ir. í gærkvöldi var slökkviiið- ið kallað á Þórsgötu vegna elds, sem kviknað hafði í litlu bif- reiðaverkstæði bak við húsið na. 18. Verkstæði þetta var í litlum skúr og brann hann og öllt, sem í honuni var. Sem bet- ur fer var ekki nein bifreið þar inni, þegar eldurinn kom upp. Skemmdir af völdum reyks munu og nokkrar hafa orðið í húsi nr. 18. Ekki var vitað um eldsupptök. í morgun, rétt eftir kl. hálf- áíta kviknaði í bragga nr. 8 við Eiríksgötu, og var slökkviliðið kvatt þangað. Orsökin til elds- upptakanna mun hafa verið sú, að slegið hafði niður í stóran olíuofn, sem verið var að kynda og komst eldurinn í oiíuna. Við það myndaðist bál upp með ofn ínum og komst í jólatrésskraut, sem var þar skammt frá, sömu- leíðis læsti hann sig í gólfteppi Og munaði minnstu að þarna yfði um meiri háttar eldsvoða að ræða. En slökkviliðið kom fljótt á vettvang og fékk k.om- ið í veg fyrir frekari tjón. Má segja, að skemmdirnar hafi orð ið minni 'en efni stóðu til. — Þai'na var um að ræða stóran bragga og bjuggu í honum fiéiri en ein fjölskylda. Seinna í morgun var slökkvi- liðið enn kvatt á vettvang og þá að Reynimel 54. Þar hafði kvikn' að i legubekk , í kjallarahér- bergi, sennilega með þeim hætti að rafmagnsofn hafi verið skil- inn efcir í sambandi svo náláígt bekknum að kviknað hafi. í hpn- um. Fólk, sem bjó í húsinu, fann reykjarlykt og gerði slökkvi- iðskipta- og atvinnulífshorfur um áramótin taldar Í954 getur orðið næstbezta viðskipta- ár Bandaríkjanna, þótt viðskipti dragist eitthvað saman. Barn ferst í Hússar vilja flytja aðalstöðvar Sþ. Orörómur er á kreiki um, að Ilússar muni krefjast þess, aS höfuðstöð Sameinuðu 'þjóðanna verði fhitt til hlutláuss lands. A. m. k. muni þeir bera fram slíka kröfu, ef þeir komi ekki sinu fram á fyrirhuguðum Fjórveldafundi. Munu þeir rökstyðja þetta með því, að nauðsynlegt sé að draga úr á- hrifavaldi Bandaríkjanna hjá S.Þ. liðinu aðvart. Var þá kominn mikill eldur í herbergið og rn.1 a. brann bæði bekkurinti og i sængurföt, sem á honum voru, j enn fremur fatnaður og annað' sem í herberginu var. Urðu skemmdir þar inni miklar, og sömuleiðis fylltust aðrar vistar- verur kjaliarans af reyk. Óánægðir með Bermuda. Fréttaritarar, sem sendir voru til Bermuda, er Þrívelda- ráðstefhan var haldin þar, eru sammála um, að fundarstað- urinn hafi verið cheppilegur. Þeim var bannað að minnast á þetta í skeytum sínum, en sögðu- síðar, að þátttakendurnir hafi yfirleitt, hvort sem þeir voru brezkir, bandarískir eða franskir, verið óánægðir með staðai'valið. Og þeir voru sam- mála um annað: Að það væri óhæfa, að beina straumi blaða- manna til fjarlægs eyjaklasa — og halda svo öllu leyndu fyrir þeim. í Skagafirði I gærmorgun gerðist sá hörmulegi atburður norður í Skagafirði, að 9 ára drengur j fórst, er bærinn Heiði í Göngu- skörðum brann. Hjónin á Heiði, Agnar Jó- hannesson og Ásta Agnarsdótt- ir, höfðu farið að Innstalandi á Reykjaströnd til þess að láta skíra yngsta barn sitt, en alls eru börnin átta, og voru öll með í förinni. Elzta telpan, 18 ára, varð eftir um nóttina að Innstalandi til þess að aðstoða við ræstingu eftir samkomuna þar, en hjónin og hin börnin sjö fóru heim að Heiði. Munu þau hafa komið heim um kl. 7 í gærmorgun, og ætluðu hjón- in að leggjast til svefns í tvær stundir eða svo, áður en gegn- ingar hæfust. Urn kl. 8 vökn- uðu þau við að eldur var kom- inn í efri hæð bæjai’ins, þar sem fjögur börn sváfu, og skipti eng um togum, að eldurinn magn- aðist á svipstundu. Tókst að bjarga öllum börnunum út nema 9 ára dreng, sem svaf í herbergi innarlega í svefnloft- inu, og fórst hann. — Bærinn brann til grunna, svo og kinda- kofi og um 200 hestar af heyi, hænsnakofi og gamall torfbær, sem áfastur var bænum, enda hvassviðri. Líklegt er talið, að kviknað hafi út frá kerti, sem eitthvert barnanna hafi kveikt á, er heim kom, en sofnað út frá. Viðskipta- og atvinnulífs- horfur í heiminum eru allmjög á dagskrá nú um áramóiin. — Þrátt fyrir að eittlvvað kunni að draga úr viðskiptum í bili, verður stefnan hin sama með vestrænum þjóðum, að efla samvinnu sín í milli og miða að auknum heimsviðskiptum. Þessi verður stefnan á ráð- stefnu fjármálaráðherra brezka samveldisins, sem hefst 8. jan- úar næstkomandi í Melbourne í Ástralíu. Þrátt fyrir fregnir um, að viðskipti í Bandarikj- unum kunni að dragast eitt- hvað saman verður óhxkað starf að á þeim grundvelli að heims- viðskiptin muni aukast, en jafn framt á þeim grundveili, að Lítil von björgun- -ir a // // För Nixons ekki til einskis. Nixon, varaforseti Bandaríkj- anna, er talinn hafa unnið landi sínu mikið gagn á ferðalaginu til Austurlanda. Er þetta byggt á upplýsing- um frá sendiherrum Banda- ríkjanna í þeim löndum, sem Nixon heimsótti. — Þess er minst, 'að KHowland öidunga- deildarþingmaður, sem var fyrr á fpfðinni í sömu löndum, reitti .ýmsa kunna menn til reiði með óheppilegum ummæl- um, sínum. Nú hafi Nixon lagt sjplástra á sái’in“. Sænska skipið ,,Hanön“ liggur enn strandað við Engey, og gengu sjóirnir yfir það í morgun í vcðurofsanum. Ekkert hefur verið hægt að aðhafast í sambandi við björg- un skipsins undanfarinn sólar- hring vegna veðurs, en líkurn- ar fyrir björgun þykja nú litl- ar, einkum eftir veðurofsann í nótt og í morgun. Ekki er held- ur vitað, hverjar skemmdir kunna að hafa orðið á skipinu undanfarinn sólarhring. Nýjum jeppa stoSið. í gær var nýjum jeppabíl, O. 84, stolið af Fjölnisvegi, móts við hús nr. 15. Bílstjórinn hafði skroppið inn í hús eitt við götuna en skildi vél bílsins eftir í gangi á með- an. Þegar hann kom út aftur var bíllinn horfinn, Þetta var einn af nýju jeppabílunum með grænum blæjum. í gærkvöldi stöðvaði lögregl- an bifreið, sem ekið var í öf- uga stefnu eftir Grettisgötunni (en þar er einstefnuakstur). Við nánari cftirgrennslan kom í ljós, að bifreiðastjórinn var áberandi ölvaður og tók lögregl an hann í vörzlu sína. treysta fjárhag og framleiðslú hvers samveldislands um sig', viðskipti þeirra innbyrðis og sameiginlega stefnu út á við. Ráðstefnan í Melbourne. Ráðstefna fjármálaráöherra brezka samveldisins í Mel- bourne er fyrsta slík ráðstefna, sem haldin er utan Bretlands, og nú verður í fyrsta skipti samveldisráðherra, sem ekki er brezkur, í forsæti, en það verð- ur Menzies, sem stjórnar henni. Butler lagði af stað í morgun ásamt ráðunautum sínum áleið is til Ástralíu og hefur eins dags viðdvöl í Karachi og tveggja daga í Singapore. Fundur í Washington. Þar komu 300 leiðtogar á sviði atvinnu- og fjárhagslífs saman á fund og samþykktu á- lyktun, þar sem látin.er í Ijós sú skoðun, að framleiðsla og viðskipti kunni að dragast sam- an allt að 5% af hundraði, en bent er á það, að árið í ár sé bezta viðskiptaárið til þessa, og ætti því 1954 að verða næst- bezta atvinnu- og' viðskiptaár- ið, ef viðskipti dragast ekki meira saman en að frarnan segir. Kreppuspárnar hafa ekki rætzt. Um þetta er allmikið rætt og hafa m. a. komið fram þær skoð anir, að horfurnar séu alls ekki þær, að nein ástæða sé til kvíða. New York Times bendir á, að þrátt fyrir aliar spár urn kreppu (sem eru af kommún- istiskum rótum runnar) í Banda ríkjunum á þessu ári, hafi við- skipti aldrei verið betri. Fnn ltunni svo að fara, að allar spár um rýrnandi viðskipt.i reynist skakkar. Yfirleitt má segja, að hófleg' bjai'tsýni ríki um viðskipta- og atvinnulíf á komandi ári. Vill verða varaforseti? i®íaH í'r fnllyri esibb Mc-Caríliy. « .... . y:4' • lólaundii'búningurinn og jólin^eru'clásarnlegar'tími fyrir börnii. — ekki sízt, þegar þau fá að retta hinunri fuilorðnu hjálparhönd EÍns og þessir tvcir snáðar, sem hjálpa mömmu við að bragðs á kökudeiginu eða hví, sem í það á að fara. Eitt af kunnustu ýikuritum Bandaríkjanna segir það álil þeirra, sem vel fylgjast með gangi málanna í Washington. að markmið McCartliys sé að verða vara-forseti Bandaríkj- anna, næst þegar forsetakosn- ingar fara fram. McCarthy hefir sem kunnugt er neitað þvi, að hann keppi að því að verða forseti, en sam- kvæmt þessum heimildum, er að ofan greinir telur hann ekki hyggilegt, að setja markið hærra um sinn en að vérða varaforseti. Þannig fái hann mikið vald í hendur og sem varaforseti hafi hann'ólíkt betri skilyrði til þess að verða for- seti en nú. Jafnframt ætla menn, að McCarthy muni styðja það forsetaefni, sem samkomu- lag verður um, gegn því, áð hann sjálfur verði varaforseta- rfni.- Verðaar ci©ict©r í efnafræÖL Eins og skýrt var frá í Vísi í fyrradag, var ungum Reyk- víkingi, Steingrími Baldurs- syni, afhent meistaraprófsskír- teini sitt við háskólann í Chica- go fyrir skemmstu. Steingrímur er sonur Baldurs Steingrímssonai’, skrifstofu- stjóra hjá sakadómara. Hann lauk stúdentsprófi hér árið 1949, fór síðan til efnafræði- náms við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og tók þar BA-próf í því fagi í fyrra, en meistara- prófinu lauk hann við Chica- góháskóla sl. vor, en var nú af- hent skírteinið, eins og Vísir greindi frá. Steingrímur sækir námið fast og mun nú xlesa und- ir doktorsgráðu í efnafraeði við sama skóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.