Vísir - 24.04.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 24.04.1954, Blaðsíða 8
I VfSIR «r ódýrasta Maðl:3 það fjöl- nmni /ðPB chp phmp Þeir sem gerast fcaupendur VtSIS efHr f fcreyttaata. — Hrlngíð í slma WIMIM 10, fcvers mánaSar fá blaSið ó&eypfc tH gerist áskrlfendmr. mánaðamóta. — Súni 1604, iLaugai-dagmn 24. apríl 1954. til Flimfands í norgun Stokkhólmi í morgun. Einkaskeyti til Vísis. Hinni minnisstæðu Sieimsókn íorsetahjónanna íslenzku til Stokkhólms er nú iokið. og í ■smorgun héldu ]iau flugleiðis til Finnlands. í gærkveldi hafði forseti Is- lands boð inni fyrir konungs- hjónin og fleira stórmenni að Grand Hotel Royal. og þótti ’hófið með glæsibrag. Borgarstjórn Stokkhólms- borgar hafði og boð inni í gær í ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Stadshuset, og voru þar sam- ankomið um 250 manns, þar á meðal konungshjónin, prins- arnir Bertil og Wilhelm. dr. Helgi P. Briem sendiherra. dr. Fristinn Guðmundsson utan- ríkisráðherra og sendiherrarnir Öhrwall og Otto Johannsson og Poussette. Hófið var haldið í Gylta saln- um. mesta viðhafnarsal ráð- hússins, sem var fagurlega skreyttur. Carl-Albert Andei'sson, for- .seti borgarstjómar og fleiri synií' í Listvinasalnisðii Ungur listmáiari, Jóhannes Geir Jónsson, opnaði í gær sýa ingu í Listvinasalnum við tFreyjugötu, og seldust þegar 5 xnyndir við opnunina. Á sýningunni eru 50 pastel- myndir og nokkrar vatnslita- tnyndir. Sýningin verður opin næstu 10 daga frá kL 2—10 ■daglega,_____________________ forsvarsmenn borgarstjórnar- innar ávörpuðu konungs- og forsetahjónin, en drottningu, forsetafrú og' prinsessunum vorú fæfð blóm. Þá var kór- söngur, en auk þess lék flokkur úr útvarpshljómsveitinni Áður hafði forseti skoðað forngripasafn Svía, en þar tók á móti honum Sven Jansson dósent, sem ávarpaði hann á ís- lenzku. íynrlsstrar Jdnasar Jónssonar Jónas Jónsson skóiasíjóri hefur sem kunnugt er haldið nokkra fyrirlestra um skóla- mál í útvarp og verður nú framhald á. Fyrirlestrarnir, sem haldnir hafa verið, voru einskonar inn- gangur að þeim, sem á eftir áttu að koma. Nokkurt hlé hef- ur orðið á fyrirlestrunum, en nú hefur verið ákveðið. að þeir verði næstu 3 sunnudaga í röð, hinn fyrsti kl. 13.15 á moi'gun, og á sama tíma hina dagana. Fyrsti fyrirlesturinn verður um barnagæzluna, annar um ung- lingafræðsluna og sá þriðji um menntaskóia og háskólamál. J. J. mun í þessum fyrirlestr um leggja áherzlu á ný úrræði til þess að bæta móðurmáls- kennsluna og þá einkum á bók- menntalegu hliðinu og aukna kennslu í íslenzkum fræðum Þessir fyrirlestrar verða væntanlega upphaf að víðtæk- ari umræðum um þessi mál. Friirik Óiafsson hraðskáktndsíari Íslands Vann með mSklum yfirburðuin Friðrik Ólafsson. Smrmála- samkoma í Stangaveðiifél. Fyrirtaks afli í verstöðv- unum í gær Fregnum úr verstöðvum í «norgun ber saman um, að afli hafi verið ágætur í gær, enda %>líðskaparveður. Grindavíkurbátar öfluðu á- .gætlega, að því er fréttamaður Vísis tjáði blaðinu í morgun. Xínubátar fengu 8—10 lestir, og er það mikill afli. í dag eru allir bátar á sjó, enda einmuna gott veður. Bátar, sem róa frá Keflavík, vöru einnig með fyrirtaks afla i gær. Línubátar voru með J0 —16% lest, en netjabátar voru ainnig með mjög góðan afla. í gær kom Reykjaröst inn með, 30 lestir. í dag er hvítalogn á miðum Keflavíkurbáta, og allir1 bátar á sjó. Svipaða sögu er að segja frá Sandgerði. Þar fengu bátarnir yfirleitt 10—15 lestir. Þaðan róa allir bátar í dag. í gær var einn bezti dagur .Hafnarfjarðabáta, sem komið heur í vertíðinni. Bátar fengu 10 lestir eða þar yfir, sem er fyrirtaks afli. Vestmannaeyjabátar öfluðu afbragðs vel í gær, fengu flestir 1500—2000 fiska. f dag eru all- ir bátar á sjó, enda stillilogn ' Og sumarbliða. Brengjahlaup Araiams fer fram á morgun Hið árlega drengjahlaup Ár- manns fer fram á morgun, sunnudaginn fyrstan í sumri og hefst kl. 10.30 árd. Keppt er í þriggja og fimm manna sveitum. Keppendur eru aðeins 11 að þessu sinni, 1 frá K.R., 3 frá Í.R. og 7 frá Ár- manni. Vegalengdin er um 2.2 km. Hlaupið hefst við Iðnskólann í Vonarstræti, þaðan hlaúpin Tjarnargata, suður á móti Há- skólanum, yfir Vatnsmýrina, á Njarðargötu, inn í Hljómskála- garðinn og lýkur hlaupinu á Fríkirkjuvegi á móti Bindindis- höllinni. í fyrra vann Ármann bæði þriggja og fimm manna sveitarkeppnina og bikara þá sem keppt var um ti eignar. Nú er keppt um nýja bikara sem Eggert Kristjásson stórkaup- maður hefur gefið fyrir 3ja manna sveit og Jens Guð- björnsson fyrir 6 manna sveit- arkeppnina. Stangveiðifélag Reykjavíkur efndi tii sumarmála skemmti- og fræðslusamkonui í gær- kvöldi og voru þar saman komnir fjölda margir félags- menn og konur þeirra, frétta- menn og nokkrir aðrir gestir. Sæmundur Stefánsson stór- kaupmaður bauð gesti vel- komna fyrir hönd félagsins. — Sýmdar voru tvær kvikmyndir, um laxaklak, sem er eitt af mestu áhugamálum félagsins, og Við straumana, hin gullfall- ega laxveiðikvikmynd, nokkuð stytt. Albert Erlingsson í Veiði manninum skýrði hana. Víg- lundur Möller flutti mjög at- hyglisvert og greinargott erindi um laxveiðimálin, stangaveiði, netaveiði, viðhorf bænda og annarra til þessara mála, og seinast en ekki sízt stefnu og mark stangveiðimanna. Fyrir- lestur þessi á erindi til miklu fleiri en á hann hlýddu, og vænt ir Vísir þess að geta sagt nánar frá þessum málum. Næst á dagskrá var að Gest- ur Þorgrímsson lék sínar listir, og þótti góð skemmtun, en að svo búnu var úthlutað verð- launum til þeirra, sem bezt stóðu sig á kastmótinu, hinu fyrsta sem haldið hefur verið hér á landi. Verðlaunin hlutu Gunnbjörn Björnsson, sem kast aðá lengst tvíhendis með flugu- stöng, og líka lengst tvíhendis með kaststöng „í hífandi roki móti vindi“, Bjarni R. Jónsson kastaði lengst einhendis með flugustöng, Ófeigur Ólafsson kastaði lengst einhendis með kaststöng. — Að lokum var stig inn dans. — Kvöldið var hið á- nægjulegasta. — í félaginu eru um 450 manns. Hráðskakmóti íslands lauk í gærkvöldi og varð Friðrik Ól- afsson hraðskákmeistari Is- lands, og vann með miklum yf- irburðum. Hlaut Friðrik Ólaísson I8V2 vinning; vann 17 skákir, gerði 3 jafntefli og tapaði aðeins 2 skákum. Annar í röðinni varð Ingi R. Jóhannsson, núverandi hrað- skákmeistari Reykjavíkur með 15 vinninga, 3. varð Jón Páls- son með 13% vinning, 4. Ben- óný Benónýsson (fyrrverandi hraðskákmeistari Islands) með 13 vinninga, 5. Eggert Gilfer með 12 % vinning', 6. Guðmund- ur Ágústsson með 12 vinninga og 7. Baldur Möller með 11% vinning. Á miðvikudagskvöldið vann Ingi R. Jóhannssbn það ein- stæða afrek á hraðskákmótinu að fá 100% vinning. Gerðisft þetta í síðari undanrásinni i mótinu og hlaut Ingi þar 26 vinninga í 26 skákum, og mviná menn ekki eftir að slíkt hafi. komið fyrir á opinberu hrað- skákmóti hér áður. Nsestur Inga þá varð Guðmundur S. Guð- J mundsson með 23 vinninga, i Gunnar Ólafsson varð þriðji með 19 vinninga, Baldur Möil- ; er og Kári Sólmundarson ’nlútú | 17% vinning hvor og Jón Vig- ulndssön 13 vinninga. Aðalfundur útvarpsvirkja. Nýlega var haldinn aðalfund- ur í Félagi útvarpsvirkja í Reykjavík. Fráfarandi formað- ir, Friðrik A. Jónsson, baðst eindregið undan endurltosn- ingu. Núverandi stjórn félags- ins skipa: Form. Haukur Egg- ertsson, ritari Gunnar Þorvarðs- son og gjaldkeri Friðrik A. Jónsson. Árekstur og í gærkvöldi um kl. 10.39 vai2> árekstur milli bifhjóls og Jbi£- reiðar. Á bifhjólinu voru tvoir karlmenn og ein stúlka og meiddust öll nokkuð og voril flutt í slysavarðstofuna. í fyrrinótt var brotinn Ijósa- staur á homi Bræðraborgar- stígs og Ránargötu, og fannst högghlíf af bifreið hjá straum- um, en enginn bifreið var nærri. Hefur lögreglan rannsakað högghlífina og komist að því af kvaða bifreiðategund hún er, og er málið í frekari rannsókn.. Magnús Guðmundsson, Reykjayík Islandsmeistari í svigi Sveit ísafjarftar sigraði s sveitarkeppni ■ svi§« Skíðamót íslands hófst á sumardaginn fyrsta með því, að keppendur söfnuðust saman við íþróttaliús Jóns Þorsteinssonar og gengu þaðan fylktu liði með íslenzkan fána í fararbroddi að miðbæjarbarnaskólanum, en þar var mótið sett. Að setningarathöfninni lok- inni var ekið upp í Jósefsdal, og hófst keppni í stórsvigi karla kl. 15. 39 keppendur mættú til leiks. Brautin var 1400 m. löng Lögreglufréttir Aðfaranótt sumardagsins fyrsta var gerð tilraun til inn- brots í efnalaug í Mjóstræti. Klukkan um eitt var lögregl- unni tilkynnt að maður væri að reyna að brjótast inn í efna- laugina. En innbrotsþjófurinn hafði orðið þess var að til hans sást og hljóp þá á brott yfir stokka og steina og girðingar, sem á vegi hans urðu. Hafði maður þessi brotið rúðu í hús- inu, en orðið að hverfa brott við svo búið. Lögreglan hafði ekki uppi á honura. Umferðarslys. í fyrrakvöld laust fyrir kl. 9 varð drengur fyrir bifreið móts við biðskýlið á Digraneshálsi. Drengur þessi heitir Metúsalem Þórisson. Digranesvegi 12 A. Hann skrámaðist á fæti og var fluttur til læknis, en síðan heim að aðgerð lokinni. Ölvun. Síðasta vetrarkvöld fannst maður sofandi við bifreiðastöð Hreyfils og fluttu lögreglumenn hann til læknis, ef ske kynni að hann væri sjúkur. En læknir- inn taldi manninn einungis vera ofurölvi og var hann þá fluttur í fangageymslu lög- reglunnar. — í fyrrinótt voru fjórir bílstjórar teknir ölvaðir við akstur, þar á meðal einn varnarliðsmaður. og með 32 hliðum og 340 m. falli. fslandsmeistari í svigi varð Magnús Guðmundsson Reykja- vík á 73,2 sek., 2. varð Ásgeir Eyjólfsson, Rvík, 74,5 sek., 3. Haukur O. Sigurðsson, ísaf.r 75,6 sek., 4. Eysteinn Þórðarson, Rvík, 76,0 sek., 5. Stefán Krist- jánsson, Rvík, 76,8 sek., 6. Gunn ar Finnsson, Siglufj., 81,5 sek.r 7. Magnús Guðmundsson, Ak., 82,1 sek., 8. Einar Einarsson, Rvík., 82,9 sek., 9. Jóhann Vil- bergsson, Siglufj., 83,7 og 10. Oddur Pétursson, ísafj., 83,8 sek. Úrslit í 3ja manna sveitar- keppni um Sindrabikarinn, sem gefin er af Vélsmiðjunni Sindra h.f., urðu þau, að 1 var A- j sveit Reykjavíkur á 223,7 sek.r , 2. sveit ísafjarðar á 245,8 sek. , og 3. B-sveit Rvíkur á 246,7 sek. í gær hélt skíðamótið áfram og var þá keppt í sveitarkeppni í svigi um beztu svigsveit ís- lands 1954. Keppnin fór fram 1 Hamragili við Kolviðarhól. Til keppni mættu 4 sveitir. Úrslit urðu þau, að sveit ísa- fjarðar sigraði á 518.9 sek., 2. varð sveit Reykavíkur á 522,7 sek., 3. sveit Siglufj. á 558,1 sek. og 4. sveit Akureyrar á 614,0 sek. Mótið heldur áfram í dag í Jósefsdal og verður keppt í svigi karla og kvenna og stór- Svigi kvenna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.