Vísir - 20.05.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 20.05.1954, Blaðsíða 4
VS'S-I* ? • Fimmtudagián 20. maí ;1954. WfSXK D A C B L A B Kitstjóri: Hersteœn FMssob. Aaglýsmgastjóri.: Kristjáa Jónsson. i | ■&; > ‘fj f'j j ij/i - Skriístofur: Ingólfsstrœti 8. ^ |i Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB HJT. 5 I . Afgreiðsla: Ingóifsstræti 3. Simi 1660 (firr.ro. linur). „ Lausasal.a.1 kréos. Félagsprentsmiðjan ílí. uljk.Lt Lattdfræ&siusjóiur 10 ára. [m leið og „íslenzka þjóðin var til þess kvödd fyrir einurn tug ára, að taka ákvörðun um stofnun lýðveldis í landinu, kom fram sú hugmynd, að stofnað væri til einhverra þeirra framkvæmda, er „allir landsmenn gætu átt hlut að og gildi hefði fyrir alda og óborna“. Varð að ráði, að stofnaður var 5.ancígræðslusjóður Skógrækíarfélags íslands. Var þessum sjóði þegar í upphafi ætlað að verg til styrktar trjárækt og skóg- græðslu og einnig til þess að „verja gróðurlendi og klæða sem mest af landinu einhverjum nytjagróðri11. Hugmyndinni, sem var fyrst hreyft í Landsnefnd lyðveldis- kosninganna, var vel tekið almennt, og blöðin lögðu málinu 3ið, nærri undantekningarlaust. Daginn, sem gengið var til kosninga hinn 20. dag maímánaðar, birti Vísir ritstjórnargrein nm málið. Segir þar m. a.: „Því fé er ekki á glæ kastað, sem varið er til að klæða og græða upp landið, en skilar sér aftur til núlifandi kynslóðar og allra eftirkomenda hennar. Segja má, að fé sé lagt á vöxtu, og skili þeim ríkulegar því lengra sem líður, en auki auk þess stöðugt á höfuðstólinn. Fátt mun launa heíur það, sem vel er gert, en íslenzka moldin, en hún krefst umhyggju og nokkurrar fórnar í starfi og fé, áður en upp- Ekerunnar gætir“. ‘ Þessi orð hafa fullt gildi enn í dag, er hafin er, á 10 ára afmælinu ný sókn til eflingar Landgræðslusjóði, sem á sínu fyrsta vaxtarskeiði hefur orðið skógræktinni í landinu að ómet- anlegu liði, þótt glæstustu vonirnar um tekjuöflun sjóðnum til handa brygðust. Á öðrum stað hér í blaðinu í dag, er sagt gerr frá áformunum sem á döfinni eru, sjóðnum til eflingar, og vill blaðið hvetja alla landsmenn til þess að leggja þar fram EÍnn skerf. ! A undangengnum áratug, meðan sjóðurinn var smám sam- an að eflast, hækkuðu smám saman sitkagreni-plönturnar, sem gróðúrsettar voru austur á Tumastöðum, sömu dagana og grundvöllurinn að sjóðnum var Iagður, og þær uxu hægt og sígandi, eins og hann. Þarna fyrir austan, eftir aðeins tug ára, getur nú að líta falleg og myndarleg tré, sem eru á þriðja metra á hæð, og Landgræðslusjóðurinn er orðinn um eða yfir 650.000 kr. Ýmsir kunnu að segja, að hægt hafi miðað, en svo er eigi i rauninni, þegar alls er gætt. Skógrækt og trjárækt er miliið þolinmæðisverk, og það tekur Iangan tíma, að. ala upp tré, -- það er áratuga og alda verk, að klæða landið skógi, en það er verk sem skilar arði því meiri sem lengra líðuiL Og það er líka þolinmæðisverk að skapa trú heillar þjóðar á, að það sé vinnandi verk. En það er hægt, eins og þeir bjartsýnustu og framsýnu menn vissu, sem á hinum merku tímamótum í isögu íslands þjóðar, lögðu grunn að stofnun Landgræðslusjóðs Islands. e Í ' Höfuðatriðið er, að allt af hefur miðað í rétta átt. Sjóður- inn, eins og gróðurinn, hefur vaxið hægt, eins og allur traustur gróður, en því lengra sem líðúr verður vöxturinn örari og gróskan meiri. Óvíða mun það sannast betur en á sviði skóg- ræktarinnar hér á landi, að það er hinn hægfara, en ör- uggi vöxtur á upphafsskeiði, sem bezt tryggir framtíðina, en gkömm ánægja að ,,Góugróðri“, sem eins og alkunnugt er „vex oft fljótt, en stendur sjaldan lengi“, Stórmerkar tilraunir, ekki sízt síðari ára, eru að sanna, að draumarnir um að klæða landið eru ekki gyllivonir. Þeír, sem íylgst hafa með því, sem gert hefur verið, ferðast hafa um landið, og séð trén hækka úr moldinni ár frá ári, þeir, sem hafa augu til að sjá — ekki-aðeins Það, sem við blasir —- heldur lengra fram, mun nú fylkja sér undir merki birkilaufsins, sem er táknmerki Landgræðslusjóðs, og gera sitt til, að fylgt verði jBÍtir unnum sigri. ira- Krfemoriam. Sigurður Þörðarson Fæddur 16. júlí 1926. — Dáinn 15. maí 1954. A morgun verður til moldar borinn Sigurður Þórðarson, bif- reiðarstjóri, Kirkjuteig 27, Hann andaðist á spítala í Kaup- mannahöfn að morgni hins 15. maí s.l. eftir að hafa gengist undir mikla skurðaðgerð á höfði. Fyrir tæpu ári síðan kenndi hann sjúkdóms þess, er.í nú hefur leítt hann til hmztu stundar, eftir átakanlegar and- legar og líkamlegar. .þjáningar, sem hann bar með hínni mestu karlmensku og sálarró. gleymast, er höfðum dagleg og nánust kynni. af þeini hjónum. t Nú. ert þú horfinn til landsins fyrirheitna — Siggi vinur ■ leystur undan. sárum þjáning- um þessa lífs. Við þökkum þér kæra kynning og geymurn ljúfa minningu um góðan vin og dreng. Söknuðurinn er sár vin- um þínum er nú sjá þér á bak í blóma lífsins með framtíðar- vonirnar allar, sem voru þér svo kærar og hugþekkar. En okkar söksuður er þó óendan- lega smár hjá sorg þinnar elsk- andi, ástríku konu, móður þinn- ar, föður, sytkina og annarra ættingja. Við biðjum góðan Guð að vaka mgð þér yf-ir velferð þeirra, gefa þeim styrk og trú til að bera harm sinn og veita þeim vissu um Ijúfa endurfundi síðar. Jakob V. Hafstein. Handritamátift „Bæjarstjórn Akrangskaup- staðar lý^ir eindregnu fylgi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í handritamálinu, en skorar á öll hrepps- og bæjarfélög, svo og meiri háttar félagssamtök, að vera vel á verði um þetta mál málanna, frá sjónarmiði allra þjóðhollra íslendinga. Hún fordæmir hverja tilraun opinberra embættismanna eða annara íslendinga til þess að ljá lið samningum um nokkuð annað en skilyrðislausa afhend- ingu allra fornra skjala og handrita. Jafnframt vill bæjarstjórnin þakka af heilum hug hinum mörgu dönsku vinum sem standa með oss í þessu grund- vallarmáli, svo sem hinir beztu landar vorir gera.“ Nærféllt fjögur ár eru liðin síðan leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman. Þessi ár hitt- umst við svo að segja daglega. Urðu þvi kynni okkar náin og vinarböndin styrktust jafnt og þétt, eftir því sem tíminn leið. Sigurður var friður maður sýnum, í hærra meðallagi á vöxt og samsvaraði sér vel. Hann var frískur maður vel, fylginn sér og knár, er því var að skipta, en óvenju dagfars- prúður, þýður og kurteis í allri framkomu. Lund hans var ljúf og viðkvæm og jafnan var hann boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd, þar sem hann gat því við komið. Hann var vin- margur og tryggur þeim og ó- venjumargir voru þeir, er sótt- ust eftir þjónustu hans í því starfi, er hann lengst af stund- aði síðustu árin, en hann var bifreiðarstjóri við Bifreiðastöð Reykjavíkur. ■ T ■ Sigurður var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hann unni fæðingarborg sinni hug- ástum og oft á tíðum hafði hann það á orði við mig, er við rædd- úm saman, að hvergi hefði hann komið, er sér fyndist feg- urra en í Reykjavík — og var hann þó óvenju víðförull. Korn- ungur lagði hann leiö sína út á hafið — hélt x siglingar. sá álfiu' og ótal lönd og kynntjst ýmsum þjóðum - og háttum þeirra. Kúnni hann frá mörgu að segja og gerði það á skemmti legan og litríkan hátt, sérstak- lega er setið var og rabbað í fámennum vinahópi yfir kaffi- bolla. t Sigurður var kvæntur Esther Ágústsdóttur, Ijósmyndara, — hinni ágætustu og elskulegustu konu, sem annaðist hann í hin- um átakanlegu veikindum af svo mikilli ástúð, nærgætni og - að -aldrei mun okkur Finnskír tónleikar. Undir stjórn hins ágæta söngstjóra finnsku óperunnar, Jussi Jalas, efndi Sinfóníu- hljómsveitin til finnski'a tón- leika í Þjóðleikhúsinu á sunnu- dagskvöld, Þai’ kom einnig fram finnski tenórsöngvarinn Antti Koskinen og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Voru tónleikar þessir í alla staði hinir hátíð- legustu og áheyrilegustu og öllum þátttakendum til mikils sóma. Þetta er í annað skipti sem Jussi Jalas stjórnar sinfóníu- hljómsveitinni. Kom hann hér sem gestur fyrir nokkrum ár- um ásamt hinni frægu finnsku söngkonu Aulikki Rautawaara. Jalas er afburða söngstjóri, enda í röð fremstu tónlistar- manna sinna söngvinu þjóðar. Er meðferð hans á verkum Síbelíusar einkum rómuð, enda er Jalas tengdasonur hins mikla tónskálds. Undir stjórn Jalas lék hljóm- sveitin Karelia-foiieikinn. En saga og Finlandiu eftir Sibelius, og auk þess þætti úr Kalevala- svítu eftjr Uuno Klami. Antti Koskinen söng þrjú sönglög eftir Síbelíus og ; önnur þrjú eftir Leevi Madetoja, höfund óperunnar „Austurbotninga“, sem finnska óperan sýndi hér í fyrra. Antti Koskinen er af- bi'agðs söngvari með ljúfa rödd, skýran framburð og mikinn persónulegan þokka. Kárlakórinn FóstbræðUr söng . tvö lög. eftir Síbelíus og tv.ö eftir Toivo Kuula með þeim ágætum, sem menn eiga af þeim kór að venjast. Er gott til þess að hugsa, að sá kór mun heim- sækja Finnland ásamt öðrum löndum í söngför sinni í sumar. Á undan tónleikunum flutti menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, ávai’p til hinna góðu finnsku gesta. Forseti íslands og frú hans voru viðstödd tónleikana, og géstir vóru svo margir sem hús- ið rúmaði. g um Nýlega kom á markaftimi lít- ið bókarkver með draumuim Hallgríms Jónssonar fyrrv. skólastjóra. Kver þetta er 4 arkir að stær'ð og hefur Jens Guðbjörnsson gefið það út. Grétar Fells ritar eftírmála og segir þar m. a.: „Höfundur þessa litla kvers, Hallgrímur Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri, hefur lönguni: verið draumamaður mikill.: Bii’tir hann hér nokki'a af, draumum sínum. Eru þeir margir eftirtektarverðir, ekki. sízt vegna þess, hve táknrænir þeir ei'u. Tel eg þakkai’vert að’ fá þessa greinargóðu viðbót við hinar fáskrúðugu draumabók- menntir vorar. Því að sann- leikurinn er sá,. að til drauma má oft sxekja vizku nokkra, ef vel er að þeim hugað, og hafa þeir stundum veitt hryggum mönnmn huggun og ráðvilltum leiðsögn." Sjálfur kveðst Hallgrímur haí'a hripað upp hundruð drauma á 50—60 ára tímafoili, jafnóðum og hann hafi dreymt þá. Sé hér um að ræða nokkurt sýnishorn, en aðrir séu geymd- ir og enn aðrir sem eldurinnt hafi eytt. Flestir draumarnir í bókinnS eru örstuttir og fylgir hverjum tilvísun til atviks, sem draum- urinn virðist hafa bent til. © Elísabet Bretadrottning er farin til Balmoral í Skot- Iandi sér til hvíldar eitir hnattferðalagið. © Híð ólöglega verkfall járn- brautarsíarfsmanna í Lond- on stendur enn og þátttak- endum fjölgað. fþrtjtjfjf istglt»r (3, 4, 5 og 6 mm.) , Múðu&imr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.