Vísir - 08.12.1954, Síða 6

Vísir - 08.12.1954, Síða 6
▼isis Miðvikudag'inn 8. desömber 1954 DAGBL&Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson, Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólisstræti S. Otgefandi. BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.P. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. MINNINGARORÐ Þorgeir Pálsson utger^srmakír. Einmgartákn vinstri ,ins og skýrt hefur verið frá í Vísi og öðrum blöðum, urðu þau endalok aðalfundar Norræna félagsins, sem haldinn var seint í síðustu viku, að kjörinn var nýr formaður, hinn fyrri, Guðlaugur Rósinkranz, náði ekki endurkosningu. Hefur þetta vakið nokkurn úlfaþyt í blöðum, og hafa Alþýðublaðið, Tíminn •og Þjóðviljinn k.omizt að þeirri niðurstöðu, að ,,íhaldið“ hafi verið að ‘Jeggja undir sig Norræna félagið og hafi verið kosin ,,hrein flokksstjórn.“ Hér í blaðinu hefur verið á það bent, að meðal þeirra, er tóku þátt í „samfylkingunni“ gegn hinum fráfarandi formanni Norræna félagsins hafi verið þeir Sigurður Magnússon og Erling Ellingsen, en þeir munu ekki hafa verið sérstaklega bendlaðir við samvinnu við „íhaldið" fram að þessu. En nú hafa þeir fengið stimpilinn, og verða þeir að gæta sín að blaka ekki við þjóðleikhússtjóranum öðru sinni’, því að þá er hætt við, að þeim gangi i”a a, losna við eyrnamarkið, og mundi þeim vafalaust þykja það illt hlutskipti. Nú bregður svo við í gær, að Tíminn slær því föstu, að árásarliðið gegn formanni Norræna félagsins hafi verið ólöglegt, þvi að bækur félagsins sýni, að einungis þrír þeirra manna, sem voru honum mótsnúnir, hafi verið löglegir félagsmenn, aðrir hafi verið vanskilagemsar og því ekki átt að hafa atkvæðisrétt. Er það heldur leiðinlegur vitnisburður um glögg- skyggni hins ástfólgna uppgjafaformanns, að hann skuli ekki hafa aðgætt þetta á fundinum, því að þá hefði hann gert hina löðurmannlegu tangarsókn íhaldsins að engu í einu vettvangi. En ekki verður feigum forðað, eins og þar stendur og sannast það enn. Broslegust eru þó viðbrögð Þjóðviljans, er.hann gengur í bandalagið, sem réttir formanninum hjálparhönd, því að her- hlaupið í Norræna félaginu er hvorki meira né minna en upphaf á allsherjarsókn íhaldsins til að ná öllum völdum í landinu. Minna mátti ekki gagn gera, og væri gaman að fá á því skýr- ingu, hvort blaðið er að gera gys að hinum nýja bandamanni sínum. Á að skilja ummæli blaðsins svo. að íhaldið hafi ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur eða hæstur? Það er skiljan- 3egá mikilvægt, að úr þessu veröi skorið hið bráðasta, því að það ætti að gefa nokkra bendingu um það, hvar íhaldið muni leita á næst-. Þjóðviljinn hefur þarna fundið nýtt einingartákn vinstri aflanna í landinu og ber að fagna því, að það er í senn á sviði menningarmála og norrænnar samvinnu. Þarf ekki að efa, að mönnura verði Ijúft að fylkja sér um það, og varla ættu fram- sóknarmenn að fúlsa við að vinna með kommum og krötum undir þessu mérki. Þrístirnið hefur lengi svipazt um eftir einingartákni, og virðist það nú fundið, en á það er letrað svo sem til íorna, er mönnum bárust slík tákn af himnum: „In hoc signo vinces". Annars mætti segja, að allur þessi úlfaþytur og brambolt i kringum þenna aðalfund N.F. sé það sem frændur vorir Danir .myndu kalla „storm í vatnsglasi“. Er nú mál að linni, pg mun Vísir ekki ræða þetta mál frekar, nema sérstakt tilefni sé til. M/íerkum áfanga hefur nú verið náð í samgöngumálum þjóðarinnar, þar sem flugvöllurinn við Akureyri er svo vel á veg kominn, að hann hefur verið vígður og tekinn í notkun. Er þó enn langt frá því, að völlurinn hafi verið full- .gerður, en .er svo verður komið, munu stærsta ílugvélar, sem íslendingar eiga um þessar mundir og munu sennilega eign- ast á næstunni, geta notað hann. Flugvöllurinn er þó ekki eina framkvæmdin á sviði þess- arra samgöngumála, sem unnið hefur verið að við Eyjafjörð, því að þar hafa verið sett upp ýmis öryggistæki, sem munu gera flug tryggara að miklum mun í framtíðdnni, enda þegar iárið að koma í ljós, að þau gera flugvélum kleift að fara ferða sinna í veðri, er áður þótti ekki flugfært. Framkvæmdir þessar allar munu auk þess gera flug milli landa öruggara, þar sem leita má neyðarhafnar þar nyrðra, þótt aðrir flugvellir lokist. Með þessum nýja flugvelli, munu flugsamgöngur aukast enn til muna, og virðist komínn tími til þess að fjárveitingavaldið athugið, hvort ekki sé rétt að gera þeim eins hátt undir höfði og samgöngum á landi, þvi að loftléiðir eru leiðrr framtíðarinnar. Þorgeir Pálsson var fæddur 11. febrúar 1878 í Bergvík í Leiru. Foreldrar hans voru Páll bóndi ísleiksson og Sigríður Pálsdóttir kona hans. Föður sinn og bróður missti hann þeg- ar hann var 5 ára, en móðir hans lézt í hárri elli 1924, For- eldrar hans voru ættuð undan Eyjafjöllum og úr Austur- Landeyjurh. Þorgeir fór 16 ára að stunda sjóróðra í Leiru og síðan í Keflavík og gerði það til 1903 að hann fluttist til Reykjavík- ur. Hann lærði ungur að leika á orgel, sem varð til þess að hann varð orgelleikar-i í Úí- skálakirkju 1898, þá aðeins 20 ; ára, og var hann það í fimm ár, i Jafnframt var hann í nokkur' ár orgelleikari í Hvalsnes- i hann úr Flensborgarskóla eftir eins vetrar veru þar. ; Til Reykjavíkur fluttist hann árið 1903 og vann hér við ýms störf til 1915, er hann varð framkvæmdastjóri útgerðarfél. '„Njarðar", sem lagðist niður (1932. Einnig varð hann fram- kvæmdastjóri útgerðarfél. 1 „Hrannar11 árið 1923 og var það ,til æviloka. | Ýmsum öðrum útgerðarfélög- um veitti hann forstöðu um tíma, en í engu þeirra var hann eigandi nema Njarðarfélaginu. j | Hann þók þátt í félagsstarfi j togaraeigenda og atvinnuveit- enda; var um skeið í stjórn Fél. ísl. botnvöx-puskipaeigenda og g'engdi þá störfum á vegum fé- lagsins í samninganefndum. j Samhliða fi-amkvæmdastjóra-. starfi sínu fékkst Þorgeir um margra ára bil við útflutning, j t. d. á ísfiski í kössum, og grá-j sleppuhrognum og var hann manna fyrstur til að hefja út- flutning á grásleppuhrognum hér á landi, en þeim hafði alla I tíð verið hent. Nú eru þau all-j vei-ulegur útflutningsvarningur.! • Tilraun gerði hann til að hefja útffutning á skelfiski og sömu- leiðis þara, en þær báru ekki árangur. j Þorgeir hafði mikinn áhuga á laxveiði og stundaði hana allt frá 1920 á hverju sumri, nema síðustu sumrin. Einnig hafð; hann alla tíð mikinn áhuga á hl.jómlist; einkanlega kirkju- tónlist. Auk þeirrar menntunar, s.em Þorgeir fékk með stuttri:skój&- göngu hafði hann aflað sér stað'- góðrar þekkingar á ýmsum sviðuffi, t. d. tungumálaþékk- ingu og talaði auk dönsku cg ensku einnig frönsku. Dg þegar hann var kominn á sjötiigs- aldur tók hann sig til .sér til gamans að læra þýzku og náði þeim árangri að hann gat lesið hana allmikið sér til gaghs: En I alltj sem laut að starfi hans' kynnti hann sér eins vel og tök voru á.og hafði .mikla þekkingu á öllu,.er laut að togaraútgerð að dómi þeirra, er bszt þekktu til. j Hann var gagnmerkur sæmd- armaður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu, góðviljaður og viðmótshlýr og naut almennra vinsælda. , Þorgeir var tvíkvæntur og eignaðist hann tvö börn í fyrra j hjónabandi. Síðari kona hans var Aldís Sigurðardóttr og áttu þau tvö börn. Hún lifir mann sinn. Þorgeir var alla tíð heilsu- hraustur, en á þessu ári brá við og var hann frá vinnu svo til allt árið lengstum meira eða minna veikur, en hann lézt 18. nóvember eftir mjög þunga iegu. Útför hans fór fram 25. nóvember. eð Kup H Út eru komiri í bókarformi ritgerðir og ræðukaillar eftir Ragnar Jóliannesson skóla- stjóra, og nefnist bókin „Með ungu fólki“. Vísir birti ekki alls fyrir löngu eftirtektarvert erindi, sem Ragnar hafði flutt í útvarp, en hann er raunar landskunnur fyrií’ löngu fyrir ljóð og er.indi á opinberum vettvangi. Ræðu- kaflar þeir, sem birtir eru í „Með ungu fólki“, fjalla um ým isleg efni og allt vel mælt og tímabært. Má þakka Ragnari fyrir að gefa fleirum kost á að „hlýða á“ en þeir, sem yor.u viðstaddir ræðurnar. Bókin er prentuð á Akranesi og vel tii frágangs vandað. €#•©/#11 í/Ioii- SOÍikétB* MARGT A SÁMA STAÐ HaMgríiimr Lúðvigsson löggi skjalaþýðandi 5g dom- túlkur í ensku og býzku - Hainarstræti 19 kl. 10—12, sírni .7266 og kl. 2—4 í síma 801Ö4. Um þessar mundir er Mæðra- sfyrksnefndin að hefja starfsemi sína, en árlega iim fjölmörg cndanfarin ár hefur nefndin tek- ið á móti péningaframlögum, fainaðar- og matargjöfum, sein síðan er sé'ð um að útliluta-’til hágstaddra fjölskyldna víðs veg- ar um bæinn. Það er vitað að inargar fjölskyldur og ; einstak- lingar eiga erfitt og þurfa á að- stoð þeirra að halda, sem betur méga sín lil þess að geta gert sér dagamun um jólahátíðina. Reyk- víkingar liafa líka skiiið þessa starfsemi. og verið fljótir tii að léggja eitthvað af mörkum til þessarai’ mannúðarstarfsemi, liver eftir sínum cfnum. Umsóknir margar. Þörf er líka fyrir, að almenn- ingur skilji og ineti starf þeirra kvenna, sem standa að Mæðra- styrksiiefndinni, þvi ón almennr ar þátttöku væri erfitt að veita þeim fjölmörgu hjálp, er leita hennar fyrir jólin. Með hv.erju ári sem liður fjölgar hjálpar- beiðnunum og þótt vinna sé mik- il og næg fyrir flesta, sem geta unnið, eru mörg heimilin, sem enga fyrirvinnuna eiga. Og svo eru margir, sem vegna sjúkleika og annarra ástæðna geta lítilla tekna aflað. Konurnar, sem starfað hafa árum saman i Mæðra styrksnefndinni vita gerzt hvar skórinn kreppir, og fylgjast mcð þvi liverjir eru hjólparþúrfi. Mikil not fyrir fatnað. Að því er forstöðukonur Mæðrastyrksnefndar segja, er ávallt mikil not fyrir alls konar falnað, þótt liánn sé eithvað not- aður, ef liann er hréinn og’ vcl útiitandi. Það eru áreiðanlega m.rgar fjölskyldur, sem eiga margs. konar fatnað, sem þær g'eta vei’ið án, en inyn'di koma í góðar þarfjr hjá Öðrum. Mæðra slyrksnd'ndin hefur ekki sauiná- stofu eðá verkslaeði og' getur þvi ekki lálið brcýtá eða lagfæra fatnáð, scm' þó ;;æti verið heppi- 'legt, jsegar tinii vinnst til. Pen- ingaginfir eru auðvitað hentug- astar. Kins og venja liefur ver- ið sendir nefnuin lista til ’ýmissa fyrirtækja, sem væntanlega fá góðar viðiökur. Aðs' .1 ciidargo; Jin. Mói’g dærai uiætti nefna þess, hve ví. i.aia. komið sér styrkjr írá Mæðrastyrksneliid, °S hefúr nefndin fengið þess órækan vott fra mörgum. Þess eru m. a. nokkur dænii að fólk liéfur þeg- ið áðstoð á þrcngingartímum, en : LÓar niéir sjálft lálið verulega af hehdi rakna til nél'ndarinnar seiii þakklæti fyrir fengna að- :.!oð. Þaðf ólk skildi að margir kctu liðið skorj og geta þurft á : Sstoð að halda á einhverju .i ’iabili. Slikt sannar mcð öðru riaúðsýii þessa mannúðarstarfs. Ma’ðrástyrksncl'nd héfur opnað • krifstófu í rngólfsstræti 9, þar • ém áður var sk.rifstofa Barna- verndarnel'ndar. Þar verður muntun óg i'jári'ramiögum veitt mótlaka alla dágá frá kl. 1—6 c. IV.'Og eins og áður munu dag- hlöðin einnig taka við framlög- um frá almenningi. Allir, sem getá, .þiirfa að leggjá fram sinh .- kerf. Kornið fyllir mælinn. —- kr. MAGNÚJS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Simi 1875.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.