Vísir - 23.12.1954, Side 1

Vísir - 23.12.1954, Side 1
44. árg; Fimmtudaginn 23. desember 1954 293. tbl. A, \u m Þegar Nellie Mitchell var allar konur þrá, ást og ham- smalastúlka : heimabyggð ingju eða að helga sig listinni, sinni í Ástralíu söng hún títt í fara land úr landi og syngja smalamennskunni, m. a. þjóð- fyrir milljónir aðdáenda. — lag eitt, gullfallegt, og átti það Nærri lá, að hjarta hennar brysti í þessum raunum, en listabrautina valdi hún. Nú hefur verið' gerð kvik- mynd um ástir og ævintýraleg listasigra Melbu. Kvikmyndin er í litum o-g gerð af United Artists. Hún hefur að dómi írægustu gágnrýnenda á sviði kvikmyndagerðar og tónlistar, tekizt afburða vel. Sviðsetning er afburða góð og söngur og leikur Patrice Munsel, sem leikur Melbu, er frábær. Patrice Munsel syngur 1 mvndinni „Coming Xhro’ The iRye'1 og hvert óperulagið öðru j fegurra, o. fl. Hljómsveit og jkór Covent Garden óperunnar koma fram í myndinni og Saddler Weiles ballettinn. - Að lokum ber að geta þess, að so mikið þótti til hæfileika hennar koma, að . í 14 ár var hún ráðin til Metropolitanóp- erunnar í New York. Nýga híó: Óperettan „Cal! me Madan // Patrice Munsel sem Melba. fyrir henni að liggja, er hún hafði hlotið lieimsfrægð undir nafninu Melba, að syngja þetta lag fyrir Viktoriu Englands- drottningu. Þá stóð Melba á hátindi frægðar sinnar, og hafði farið sigurför land úr landi. Þótt Nellie Mitchell hefði fengið stórkostlega hæfileika í vöggugjöf varð húri að ganga gegnum strangan skóla tii þess 1 aíl sigra. Og er hún hafði unnið fyrstu sigra sína varð hún að taka mikilvægustu ákvörðun ævi sinnar. — Um tvennt var að velja. Það, sem Jólamynd Nýja Bíó er hin fræga kvikmynd „Call me Madam, en hún er gerð af 20th Century Fox og er í litum. I þessari skemmtilegu óperettu-kvikmynd eru ljóð og. lög eftir Irving Berlin, hinn heimskunna, bandaríska dæg- urlaga- og ljóðasmið. Leik- stjóri er Walter Lang. Höfundurinn hugsar sér vettvang þessa söngleiks í Bandaríkjunum og hertoga- dæminu Lichtenberg. Vestur í Washington gei'ist það, að kona að nafni Sally - Adames er skipuð sendiherra í Lichten- berg. Sally þessi er góðkunn í Washington og þykir góð heim að sækja, enda er hún vellrík og veitir vel, og svo býr hún yfir óbilandi glaðvæi'ð. Þannig atvikast, að atvinnulaus blaða- maður fer með henn tl Licht- enberg, og á hann að vera blaðafulltrúi hennar. Fleiri koma við sögu, sendiráðsfull- trúi, sem hyggst ráða, af því að sendiherrann er kona, en gerir ekki ráð fyrir því, að hér sé um að ræða konu, sem fer sínar götur. Þannig atvikast, að halda skal brúðkaup ríkis- arfa Lichtenberg, er Sally kemur — og ríkiskassinn er tómur. Rekur nú hver viðburð- urinn annan, og verður sögu- þráðurinn ekki lengra rakinn, en menn geta verið þess full vissir, að þeir fá hér ósvikna skemmtun. Eigi færri en 13 lög eftir Irving Berlin eru sungin í myndinni. — Atburðarásin er allhröð, á- vallt fjör á ferðum, og í öllu er kvikmyndin þannig, að af henni er góð skemmtun. Danny Kaye leikur , skáidii H. C. Andersen Jólamynd Gamla Bíós að þessu sinni mun mörgum þykja forvitnileg, og hefur hennar verið beðið með nokkurri eftir- væntingu. Myndin heitir „Ævintýra- skáldið H. C. Andersen“, og fjallar um hinn kunna ástsæla danska rithöfund, sem an. Efnið er hugstætt og skemmtilegt viðfangs, ep Danny Kaye, sem leikur hinnai fræga frásagnameistara, birtir áhorfendum hann í nýju og e. t. v. nýstárlegu gervi. Goldwyn-félagið hefur tekið 0g' myndina, og ekkert til hennar sparað, enda mun hún hafa TjavnarMú: Héraa koma stúlkurnar. Jólamyndin * Tjarnarbíó heitir „Hérna koma stúlkurn- ar“. Er bað söngva- og músik- mynd. Aðalhlutverkin leika Bob Hope, Tony Martin, Rose- mary Clooney og Arlene Dahl. Söguþráðurinn í myndinni er á þess leið: — Stanley Snod- grass (Bob Hope) syngur og dansar í skemmtiflokki á skemmtistað nokkrum en hon- um tekst allt frekar óhöndug- lega til mikillar gremju fyrir framkvæmdarstjórann. — Að lokum fer svo að hann er rek- inn eftir að hafa gert ótal axa- sköft í nýjum söngleik, sem heitir „Hérna koma stúlkurn- ar“. Ein af söngmeyjunum í leiknum, Daisy (Rosemary Clooneý) hefur þó mikla sam- úð með Snodgrass, enda er hún ástfangin af honum og vill hún gera allt, sem hún getur til þess að hjálpa honum. —- Snodgrass er afar illa við alla líkamlega vinnu og er ekki Framh. á 12. síðu. á sér aðdáendur um héim all- j kostað um 80 milljónir króna ^ eða því sem næst. Danny Kaye er vafalaust einhver fjölhæfasti gaman- leikari sem nú er uppi, söngv- ari ágætur,. en um fram allt kemur hann áhorfendum í gott skap, en það hefur H. C.. Andersen löngum gert, eins og alkunna er. Aí öðrum myndum Danny Kaye, sem hér hafa verið sýndar, má nefna „Wonder. Man“, „Thé Kid from Brook- ]yn“ og „The Secret Life of Walter Mitty“ (Dagaraumar Walter. Mittys). Auk Danny.má nefna Farley Granger og frönsku dans- meyna Janemarie. Mynd þessi er frábrugðih öðrum Danny Kaye-myndurn að því leyti m. a., að hér er ekki á férðinni galgopinn og grínistinn, heldur listamaður, sem gæðir hlutverk sitt a]- vöru og góðsemi, eins og vera ber. Frásagnir af jólamyndura annara kvikmyndahúsa er á bls. 12.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.