Vísir - 28.03.1955, Blaðsíða 1
Tóif skip biðu vegna
veðurs við Eyjar. ■
Þar hefur verið austan stórviðri í
heila viku.
Gott veður er nú komið aftur
í Vestmartnaeyjum, eftir sam-
fellt viku stórviðri. 12 skip, sem
legið hafa undir Eyjum í óveðr-
inu, komu inn á höfnina í gær,
«g bátar fóru allir á sjó.
Samkvæmt upplýsingum frá
fréttaritara Vísis í Eyjum, var
afli bátanna rýr í gær, enda fór
dagurinn í það hjá flestum að
leita netja sinna, en þau hafa
legið allt óveðrið. Má búast við
miklu veiðarfæratjóni, enda
hafa netin rekið saman og eru
í stórum hnútum, svo að bát-
arnir ráða ekki við að ná þeim
.nema með aðstoð stærri skipa.
Á bryggjunum í Vestmannaeyj-
um má líta stóra hauga af
netjaflækjum, og er fiskurinn,
sem í þeim var, orðinn morkinn
ög ónýtur með öllu.
Meðal skipa, sem komu til
Vestmannaeyja í gær, var olíu-
.skipið Þyrill, er kom þangað
með 900 lestir af olíu. Horfði
orðið til vandræða vegna olíu-
skorts, og mvndi hafa orðið al-
gjör þurrð á henni, ef ekki hefði
verið landlega hjá bátunum síð-
ustu viku, og myndi þá rafstöð-
in hafa stöðvazt og öll starf-
semi lagzt í dá. Tekið var að
skammta olíu til íbúðarhúsa, en
nú hefur'rætzt úr þessu í bili.
Önnur skip, sem beðið hafa
við Eyjarnar, er m. a. 5 erlend
flutningaskip, sem eiga að lesta
þar sjávarafurðir, 3 brezkir
togarar, sem þurfa. að fá smá
viðgerð. Þá er Selfoss áð lesta
í Eyjum 30 tonn af fiskimjöli.
Eins og skýrt var frá í vik-
unni sem leið, varð Esja að fara
fram hjá Vestmannaeyjum án
þess að losa þar vörur, er hún
Framh. a 6. síðu.
Verkfallið hjá Loftleiðum:
Verkfallsnefnd synjaði félaginu um
upp á samninga síðar.
Hvalurinn lenti í
gildru.
Hvalur kom iiýlega inn á
flotalægið við San Francisco
og hafði þar óvænta viðdvöl.
Hvalurinn, sem var '40 fet á
lengd, kom skyndilega upp
milii flugstöðvarskips og upp-
fyllingar, sem það lá við, og
rataði ekki aftur úr þeirri kví,
en flekar voru við báða enda
skipsíns, til þess að það nuddist
ekki við uppfyllinguná. Var
annar flekinn loks fluttur, svo
að hvalurinn kæmist úr prís-
undinni.
Rangfærslum Þjóðviljans og Alþýðu-
blaðsins hnekkt í skýrslu Loftleiða.
Olíuskip kiom á síðustu
stundu til Eornafjarðar.
RaiWöðin vari að Mtöðva/t. ojj lius
liíái'a vt rið óispphiíuð í viku.
Þannig lá R-273G suður í Hvassahrauni síðdegis í gær.
(Ljósm.: Hafsteinn Eyþórsson).
Bíistys í Hvassahrauni í gær.
Bíllinn fór um 30 metra utan vegar,
áður en honum hvolfdi.
I gær fór bíll út af veginum í
Hvassahrauni og fór á hvoíf. Þrír
Menn voru í bílnum og slasaðist
einn þeirra, bílstjórinn.
Var þetta bifreiðin R-273G. Var
hún að koma sunan að á leið tii
Hafnarfjarðar. Um fimm leytið
fór bíllinn út af veginum og fór
Lim 30 metra uían vegar áður en
110111101 hvolfdi. Hafði han fariÖ
ofan í um hálfs annars tnetra
djúpa gjótu og upp úr henni aft-
ur. Siðan fór hann „á toppinn“.
Um sama leyti var annar bíll frá
Hafnarfirði á leið trl Keflavíkur.
Þegar hann kom fyrir beygju, sá
bílstjórinn reykský utan végarins
ogs liélt það væri hvirfilvindur.
En þá lmnn bíl koma út úr
reykskýinu og fara á hvolf. Var
það R-2736. Sneri hann þegar
við og tók mennina af R-273G,
sem þá voru að korha undan biln-
um, og fluíti þá til Hafnarfjarð-
ar. Var bílstjórinn jiegar fluttur
í spilala, meiddur á höfði og auk
þess ölyaour mjög, Var ekki búið
að yfirheyra hann í morgun,. þeg-
ar Vísir átti tal við lögregluna
i Hafnarfirði. Var liann þó talinn
óbrótihn.
Mesta öngþveiti hefur verið á
Hornafirði undanfarið vegna ol-
íuskorts, og lá við borð að raf-
stöðin stöðvaðist, en í gærkveldi
kom Litlafellið þangað með olíu-
farm, og má segja að það hafi
verið á elleftu stundu.
Þegar verkfallið skall á var
orðið lítið um oliu á Hórnafirði,
og hefur fiskimjölsverksmiðjan
verið stöðvuð undanfarið af þeim
sökum. Þá hefur í rúma viku eng-
in olía fengist ' til upphitunar
húsa, en mörg hús er.u hituð upp
með olíu á Höfn i Hornafirði og
nærsveitunum. Hefur fólk þvi
orðið að sitja i kuldanum, þar
sem slíkur uppliitunarútbúnaður
er í húsunum.
Var reynt að treina ,olíubirgð-
irnar til þess að halda rafstöð-
inni i gangi, en i gær var svo
komið að fyrirsjáanlegt var að
hún liefði stöðvast i dag, ef olíu-
skipið hefði ekki komið. Myndi
þorpið þá bæði hafa orðið raf-
magnslaust og vatnslaust, en vatn
inu er dælt með rafmagnsdælu.
Afli Hornafj.báta hefur verið
góður að undahförnu, þegar ró-
i'ö hefur verið, en gæftir hafa
verið stopular.
© APijóðabankinn hefir lánað
Finnlandi 12 milljónir cloll-
ara í Evrópugjaldeyri og
verður féð notað til umbóta
á sviði iðnaðarins, einkum
í pappírsiðnaðinum. Banlc-
inn hefir alls lánað Fiun-
landi 50 millj. dollara til
umbóta í iðnaði og öðrum
grcinum.
Eftirfarandi greinargerð hef-
ir Vísi borizt frá Loftleiðum
h.f.:
Tvö dagbloð hér í bæ, Al-!
þýðublaðið og Þjóðviljinn, birta
um það greinar í gær, að stjórn
Loftleiða h.f. hafi beðið um
samninga (Þjóðviljinn) eðahaft
fullan hug á að gera kaup- og
kjarasamninga við starfslið sitt,
flugvirkja, sem eru í verkfalli
_og flugmenn, sem hefja verk-
fall 1. apríl n. k. Bæði telja blöð-
in, að stjórn Loftleiða hafi verið
kúguð af opinberri hálfu og at-
vinnurekendum til að láta af
slíkum áformum, en Þjóðvilj-
inn bætir því svo við, að stjóm-
inni eða félaginu hafi verið mút-
að til að láta af beiðni sinni um
samninga.
Stjórn Loftleiða h. f. vill þeg-
ar í upphafi Iýsa yfir því, að
ekkert væri henni kærara en að
félagið nyti starfsfriðar, en
stjórnin hefir frá öndverðu litið
svo á, að enginn samnings-
grundvöllur lægi fyrir að svo
komnu máli og væri því ekki
mögulegt að gera kaup- og
kjarasamninga að öllu óbreyttu.
Með því að ofangreind dag-
blöð halla réttu máli, vill stjóm
Loftleiða h.f. gefa almenningi
nokkurt yfirlit um þróun kjara-
deilnanna innan félagsins og af-
stöðu stjórnarinnar og starfs-
mannanna til þeirra.
S amnJiiigaunileitaiiir.
Hinn 1. febrúar s.l. runnu út
gildandi kaup- og kjarasamn-
ingar við Félag íslenzkra at-
vinnuflugmanna (F.Í.A.), að
framfárinni lögmætri uppsögn
Hinn 18. október tilkynnti F.í.
A. stjórnum flugfélaganna
beggja hverjir ættu sæti í samn-
inganefnd, svo og kröfur þær er
fram myndu verða bornar.
Flugfélögin tóku ekki afstöðu
til kröfugerðarinnar, og sagði
F.Í.A þá formlega upp samn-
ingum með bréfi dags. 30. okt.
1954. Hinn 15. nóv. s. á til-
kynntu flugfélögin F.Í.A. að
þau væru reiðubúin til við-
ræðna og til að mæta sann-
gjörnum kröfum. Umræður
stóðu svo yfir til janúarloka þ.
á., en þá varð að samkomulag'i
að framlengja gildandi kaup- og
kjarasamninga til 15. febrúar,
enda skyldu væntanlegir samn-
ingar gilda aftur fyrir sig til 1.
febrúar. Hinn 10. febrúar óska
flugfélögin eftir framlengingu
samninganna til 1. marz, eri það
er samþykkt af F.Í.A. með bréfi
dags. 11. febrúar, en sú ósk
jafnframt látin i ljós, að fyrir
þann tíma verði augljóst orðið
hvert stefnir í kjaramálum al-
mennt, svo unt megi verða aðT
ná samkomulagi, sem báðir að-
ilar geti vel við unað. Loks var
frestur enn veittur af hálfu F.í.
A. til 1. aþríl n. k., en með bréfi'
dags. 24. marz tilkynnti stjóm.
F.Í.A. að frekari frestur 'yrði
ekki véittur og myndi þá verk-
fall hefjast.
Ofanritað sannar, að bæði’
flugfélögin og F.í. A. voru á.
einu máli um að samninga-
grundvöllur væri ekki fyrir
hendi „fyrr en séð yrði hvert
stefndi í kjaramáíum almennt“.
Annar þáttur málsins er svo-
samningaumleitanir flugfélag-
anna og Flugvirkjafélagsins, en,
kaup- og kjarasamningum hafðL
verið sagt upp með bréfi dags.
29. okt. af hálfu flugvirkja og-
rann samningurinn út 15. febr.
s.l. Kröfur sínar settu flugvirkj-
ar fram 13. janúar s.l. og hófust
samningaumleitanir úr því, serru
ekki báru árangur, nema £
minni háttar atriðum.
Hinn 10. marz tilkynnti stjórn.
Flugvirkjafélagsins að vinna:
myndi stöðvuð hjá flugfélögun-
um báðum frá og með 18. þ. m„
og var því fylgt fram af félags-
ins hálfu. Framh. á 5. síðu.
Verkatýðsfélög
Suðurnesja vilja
ekki verkfall.
Samúðarverkfallinu í
Keflavík hefur verið frestað
um óákveðinn tíma, en það
átti að hefjast á miðnætti
29, þ.m. Hafði verið farið
fram á það við fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna á Suð-
urnesjum að verkalýðsfélög-
in bar hæfu samúðarverk-
fall, en í gær kom fulltrúa-
ráðið saman á fund og sam-
þykkti að fresta samúðar-
verkfallinu um óákveðinn
tíma. Mun fulltrúaráðið liafa
tekið þessa afstÖðu út af
óánægju meðlima verka-
lýðsfélaganna með samúðar-
verkfallið. Mun óánægjan
hafa stafað. helzt af því, að
ætlunin var að etja verka-
lýðsfélögunum á Suðurnesj-
um út í samúðarverkfall, cn
ekki gert ráð fyrir því að
félög í sveitunum í kring
gerðu verkfall. Auk þess
munu samningarnir í Hafn-
arfirði hafa verkað öfugt á
verkalýðin á Suðurnesjum
við 'það er ætlast var til.