Alþýðublaðið - 22.05.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 22.05.1920, Page 1
Alþýðublaðið O-efið tit af Alþýðnflokknum. 1920 Laugardaginn 22. maí 114. tölubl. fú pSkkum. Khöfn 20. maí. Frá París er sítnað, að úr alls- herjarverkfallinu hafi ekki orðið. poincaré. Khöfn 20. maf. Frá París er símað, að Poin earé (fyrv. forseti Frakkl.) hafi sagt af sér starfi sínu I viðreisnar- nefndinni sökum ráðstafana Hythe ráðstefnunnar. Formaður nefndarinnar verður i stað hans Louis Dubois. Asquíth og friðai?- samningarxLir. Khöfn 20. maí. Frá London er símað, að Asquith hafi heimtað að friðar- samningarnir verði endurskoðaðir. Wílson jorseti. Khöfn 20. maí. Frá Róm er símað, að þjóða- sambandsráðið hafi beðið Wilson forseta að kalla fund saman í því í Bryssel í næsta nóvembermánuði. Grerðardómur. Khöfn 20. maí. Gerðardómur hefir dæmt sjó- menn, kyndara og hafnarverka- menn í i. milj. kr. sekt. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. golsivikar sigra. Khöfn 20. maí. Agence Havas fréttastofan til- kynnir, að frá Varsjá hafi verið símað, að fjandmennirnir (bolsi- víkar) hafi stefnt saman liði hjá Kiew og að Pólverjar hafi hörfað fyrir sunnan Dwinufljót. €uvcr pasha. Khöfn 20- maí. Frá London er símað, að Times segi, að Enver Pasha hafi forustu í samsæri gegn Englendingum í Baku. írska uppreisnin. Khöfn 2i. maí. Frá London er símað, að vísi- konungur írlands (Lord French) heimti meira herlið tií að bæla niður uppreisnina. Dýrtíðin minkar. Khöfn 21. maí. Frá New York er símað, að verð hafi fallið stórum, sérstak- lega á fatnaði og skófatnaði, í öllum Bandaríkjunum. [Eins og menn muna, svöruðu neytendur í Bandaríkjunum fataokrinu með því, að fara að ganga í þunnum nankinsfötum, og má vel vera að verðfallið sé árangur af þessu). ___________ Áfengisbannið í Bandarikjunum. Fyrsta ágúst 1917 samþykti Senatið (efri deild) í Bandaríkjun- um lög um bann gegn tilbúningi, sölu, innflutningi og útflutningi áfengra drykkja. Lögin voru sam- þykt með 65 atkv. gegn 20; 11 greiddu ekki atkvæði. 17. des. sama ár samþykti fulltrúadeildin lögin. Næsta ár voru þau til at- kvæða í hinum ýmsu rikjum, og voru þau samþykt í 45 ríkjum, en feld í 3. Lögunum var bætt við stjórnarskrána og gengu að fullu og öllu í gildi 16. jan. 1920. 10 ágúst 1917 var samþykt bráðabirgðabann gegn því, að af- urðir, ssm nota mætti til matvæla- framleiðslu, yrðu notaðar við whisky-tilbúning. Þessi lög áttu að ganga í gildi 30 dögum eftir samþykt og giida þar til forset- inn lýsti því yfir, að stríðinu væri lokið. Þessi lög gefa forseta vald til að takmarka eða banna alger- lega notkun ávaxta og næringar- efna við tilbúning víns og öls. Einnig gat hann ákveðið það, að áfengisstyrkleiki væri lækkaður. Samt varð sala áfengis ekki bönn- uð með lögum fyr en 21. nóv. 1918, eða 10 dögum eftir að vopnahlé var samið. Samkvæmt þeim lögum var bannað að selja áfengi í landinu eftir 30. júní 1919 og þar til friður væri sam- inn að fullu. 20. maí 1919 sendi forsetinn skeyti frá Evrópu og krafðist þess, að lögin yrðu úr gildi num- in. En þingið tók ekkert tillit til viija hans, og 1. júlí gengu þau í gildi. 26. júní 1919 kom fram frum- varp um sérstaka gæzlu laganna. Það var samþykt af báðum deild- um, en Wilson forseti neitaði staðfestingar. 27. okt samþykti fulltrúadeildin frumvarpið aftur með 176 atkv. gegn 55, og daginn eftir var það

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.