Vísir


Vísir - 30.09.1955, Qupperneq 4

Vísir - 30.09.1955, Qupperneq 4
Sft .1— VÍSIR Föstudaginn 30. september 1S55 Viðtal við fi’órunni Gesfsdéttur: „I jarðskjálftunum '96 flýðum við út á tún, og þá hrundi næstum stórgrýti af heyjunum ofan á okkur". Fyrir aldamót var vertíðarkaup Þór- unnar, er þjónaði 50 sjómönnum í Þorlákshöfn, 12 krónur. Það er kominn 24. september, þrjár vikur síðan ég talaði við Þórunni Gestsdóttur nm veðrið og Meðallandið og fleira. I>á var útlitið enn svart: Ekki nema 27 kaplar komnir í hlöðuna hennar og minnkandi líkur fyrir því að folaldið fengi að lifa. , En síðan hafa gerzt mikil og góð tíðindi: Sólin hefur skinið ;0g septemberloftið ílmað sæt- lega margan dag. Enda er svo komið, að Tóta á 50 hesta full- Jpurrkaða í hlöðu, lagðprúðar dilkær hennar af þingeyskum aðalsgettum komnar af fjalli og folaldið horfir áhyggjúlaust fram á langa og glaða lífdaga. > Engan skal því undra, þótt vel ligg'i á okkur í dag. Eg er áð vísu rúmliggjandi sem stendur, en því meiri ástæða er fyrir uiína gömlu vinkonu að koma í heimsókn, og það er hellt upp á könnuna og þráðurinn, sem fyrr var frá horfið, er tekinn upþ: „Hvenærfluttirðu úr Skafta- felissýslunni, Tótá?“ „Það var 1882. Þá fór eg með ömmu minni, Þórunni Jónsdótt- ur, frá Króki og flutti með henni að Váldastöðum, sem heyrði undir jörðina Kaldaðar- nes í Flóa. Olgeir sonur hennar Þorsteinsson var þá kvæntur Steinunni Einarsdóttur, um- h boðsmanns í Kaldaðarnesi, og hafði reist bú á þeirri jörð. •.v m Eítil byrjun, «n fór vaxandi. En á Valdastöðum bjuggum við ekki nema eitt ár, því vorið 1883 fluttu þau Olgeir út að Vogsósum í Selvogi, en þangað vildi amma ekki fara. Hún flutti þá með mig ellefu ára gamla að Móakoti, sem líka heyrði undir Kaldaðarnesíð, og fór að búa þar með syni sínum, Jóni mállausa. Hún hafði lítið um sig, hafði skipt eigníim sín- úm að mestu upp á milli barna íinna, og eiginlega hafði það vérið áform hennar að setjast -að hjá Olgeiri, þó minna yrði úr. Við höfðum fyrsta árið eina kvígu, sex ær og sex hross. En þesáu fjölgaði nokkuð, því eftir átta ára búskap þarna áttum við þrjár kýr, þrjátíu kindur og sex hross.“ „Fluttuð.þið þá frá Móakoti?" „Já. Við urðum að neyðast til að standa upp fyrir sýslumann- inum í Kaldaðarnesi, sem nú lagði undir sig okkar ábýlis- jörð. En hann bauð okkur öll- um að koma til sín og við þág- um það. Svo dó amma, þegar við vorum búin að vera rúmt ár hjá sýslumanninum.“ „Geturðu sagt mér frá ein- hverju minnisStæðu atviki, þeg- ar þú varst krakki í Móakoti?“ „Bíðum nú við. Jú, eg skal segja þér frá því, þegar Guð- mundur Thorgrímssen verzl- unarstjóri Eyrarbakkahöndlun- ar bjargaði lífi mínu. Þetta var á vetíðinni, og þegar róið var, sendi amma mig iðulega með hest niður á Bakka til þess að reiða upp fisk fyrir sjómenn- ina — og fekk ýsur í kaup. Stundum kom eg heim með 12 vænar ýsur að loknu dagsverki. Þá var eg kát. Þá var í hús- mennsku hjá Ömmu roskin kona, sem Guðrún hét og var köliuð Guðrún sífulla, vegna þess hve drykkfelld hún var. Gunna vildi meira brennivín. Einu sinni sem oftar fór eg með Gunnu niður á Bakka til fiskflutninga fyrir sjómenn. Meðan eg flutti upp fiskinn, var hún full að slóra hingað og þangað. Við áttum að verða samferða heim. Svo var verkinu lokið. Eg var komin á bak hest- inum með ýsurnar spyrtar fyrir aftan mig, en ekki kom Gunna. Klukkan sex kom hún. Hún tekur þá í tauminn á hestinum og teymir undir mér heim að Vesturbúðardyrunum. Þá er Guðmundur Thorgrímssen kom inn út á tröppurnar og er að læsa búðinni; assistentarnir standa hjá honum. Veðurútlit var ískyggilegt, stóð af með byl. Guðrún dregur nú tóma flösku upp úr pilsvasa sínum, veifar henni að piltunum og kallar: Látið mig fá á struntuna, strákar! Látið mig fá á strunt- una, strákar! Ekki núna, Guðrún, svarar Thorgrímssen og er nokkuð dimmraddaður. — Ekki í kvöld, Gúðrún. Guðrún lætur sem hún heyri ekki, en skekur flöskuna að píltunum og æpir sömu orðin: Látið mig fá á struntuna, strák- ar! Thorgrímssen endurtekur svar sitt með þunga og bætir svo við: Hvert ætlar þú með þetta barn? O, eg ætla með hana upp í Kaldaðarneshverfi, gegnir Gunna. Gg svo skall á öskúbyltrr. Nei, ekki ferð þú þangað í kvöld með barnið, Guðrún, seg- ir Thorgrímssen, og víkur sér að búðarmanni sínum, Magn- úsi í Hólsbæ, og biður hann að geyma mig ásamt hestinum í nótt. Móti þessu þýddi ekki að mæla, en Gunna gisti á Skúms- stöðum. Seinna um kvöldið skall á öskubylur, sem gert hefði út af við okkur Gunnu báðar, ef við heíðum þá verið einar á ferð uppi á mýrum. Amma var auðvitað mjög hrædd um mig, en heimti mig úr helju snemma næsta dag, því eg dreif iriig af stað áður en búðir voru opnaðar, svo að Gunna skyldi ekki tef ja mig og sjálfa sig á struntunni. Mér þótti reglulega vænt um Thorgrímssen eftir þetta og sömuleiðis Magnús í Hólsbæ, sem eg gisti hjá.“ „Hvert fórstu frá Kaldaðar- nesi eftir að amma þín var dáin?“ „Aftur að Valdastöðum, þangað 'sem eg var fyrsta árið mitt í Árnessýslu. Amma var búin að ráðstafa því svo áður en hún dó, að Jón mállausi son- ur hennar færi að Sandvík til Þorvarðs Guðmundssonar, en eg að Valdastöðum til Margrét- ar Ófeigsdóttur frá Fjalli. Með- an eg var hjá henni gengu .landskjálftarnir miklu 1896.“ Smalastrákurinn gleymdlst. „Hvað geturðu sagt mér um þá?“ „Eg veit ekki. Þeir eru búnir að skrifa um þetta allt mörgum sinnum. Það hrundi mestallt hjá okkur eins og flestum öðr- um. Við stukkum út um kvöld- ið klukkan 11 og bjuggum um okkur í tjaldi úti á túni. Það hafði verið mikið norðanrok rétt áður, og búið að bera ósköp af stórgrýti á torfið á heyjun- mn.. í einni hræringunni vorum við nærri orðin undir þessu grjóti. Eg fór í ströngu banni húsmóður minnar inn í bæinn að sækja smalastrákinn, sem gleymdist þar þegar við hin hlupum út; það var hann Árni hérna í Akri, formaður. Eg vafði utan um hann rúmfötun- um og stökk út með hann í fanginu, en hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og spurði í sífellu: Hvar er eg? Hvar er eg? — krakkagreyið. Þá var þarna í Kaldaðarneshverfinu maður neðan af Bakka að heyja fyrir kaupmanninn þar. Hann hélt til hjá okkur á Valdastöðum. Honum leizt vel á mig og vildi eiga mig, og það gekk saman með okkur. Eg varð samt kyr á Valdastöðum heilt ár ef tir þetta, enda hafði það aldrei verið ætl- an mín að yfirgefa sveitina og setjast að við sjó. Kærastanum var sagt upp. En „þetta, sem helzt nú var- ast varni, varð þó að koma yfir hann,“ sagði Hallgrímur um Pílatus, og svo fór fyrir mér. Þessi maður vildi endilega að eg kæmi niður á Bakka og réði mig hjá Guðmundi Felixssyni. Hann hafði svolitla kaffisölu og lék Skugga-Svein. Eg lærði allan Skugga-Svein utanbókar, meðan eg var hjá honum. Það var gott að vera hjá Guðmundi og konu hans, þó þau væru' fremur fátæk. Eg mun hafa verið tæp tvö ár hjá Guðmundi. En mér hætti að geðjast að kærastanum, þegar eg kynntisti honum betur, og sagði honumf' upp. Mér ætlaði þó að ganga' illa að losna við hann, hanns hélt áfram að hanga yfir mér og reyna að telja mér hughvarfj, þangað til eg tók það til bragðs, að eg bað þau Guðmund ogj Guðnýju konu hans að géfa mig lausa það sem eftir var ársins« Það var komið fram að vertíðl. og nú bauðst mér vis't í Þorláks-i ho'fn hjá Einari Guðmundssynii útgerðarmanni, og Ingileifui Símonardóttur konu hans« Leifa var annáluð dugnaðar—< kona, hafði til dæmis veric? ferjumaður í Óseyrarnesi, þeg-« ar hún var vinnukona þar. Vertíðarkaupið [ var 12 krónur. j í Þorlákshöfn þjónaði eg 50i sjómönnum og mikið að gerai hjá okkur Leifu. Allt kaffi vart brennt heima, hver kjötpottur-i inn var soðinn á faétur öðrum, eri eg var aldrei þreytt. FæðS var gott. Kaupið yfir vertíðinaf var 12 krónur. En Leifa átti hest, sem eg mátti hafa til út-< reiða, hvenær sem tími var til, og það notaði eg mér. Eg vafl frjáls eins og fuglinn. Þegar egj fór frá Valdastöðum tveim ár-« um áður, hafði ég keypt mél* lausakonubréf hjá sýslumann-« inum til þess að geta leikiðt lausum hala.“ I „Leifu hefir þá líklega ekki haldizt lengi á þér?“ | " „Nei, ekki verður það sagh, Eg var stundum send heim i bæ til Jórunnar gömlu, konús Jóns Árnasonar dannebrogs-« mahns, til þess að sækja mjlók. Eg sá, að Jórunn var stundum; að virða mig fyrir sér svo líti3 bar á, og einu sínni spyr húni mig og segir: ! Hvaðan ertu ættuð, Þórunn?! Eg er nú austan úr Skafta- fellssýslu, svara eg. [ Framh. á 10. síðu. j fanga ásamt herráði hans og kölluðu þá fyrir herdómstól. — Þetta er siður í þessum löndum — og það átti að skjóta hann í dögun. Eg held að hann hafi búizt við því, þegar hann var tekinn, hvað gerast myndi. XJm nóttina var hann í fangelsí, og hann. og meðfangarnir — J>eir voru Víst fimm.í ailt.4- eýddu tímánum við. spil, Þéir spiluðu poker. Þeir notuðu eld- spýtur fyrir spilapeninga. Hann sagði mér að aldrei fyrr a'ævinni hefði hann verið jafn ©heppmn. Hann fekk bókstaf- Íéga ekki almennílegt spil á höndina alla nóttina og bauð ekki í oftar en eitíhvað 5 sinn- am alla nóttina. Óðar en hann ísáfði keypt eldspýtustókk var Jíann búinn að tapa honum. Þegar dagur rami og hermenn- irnir komu inn til þess að sækja þá til aftökunnar hafði hann tapað fleiri eldspýtum en skyn- samur maður notar alla ævi. Þeir voru leiddir út í fang- elsisgarðinn og raðað þar upp við múr, hlið við hlið og af- tökuskytturnar stóðu andspæn- is þeim. Varð þá hlé á fram- kvæmdum ,og spurði þá vinur okkar foringjann, sem stjórna átti aftökunni „hvers vegna í djöfulsins nafni hann léti sig bíða“. Foringinn svaraði, að hers- höfðinginn, sem hefði yfirstjórn ríkishersins, óskaði að vera við- staddur aftökuna, en eftir hon- um væri beðið. „Þá hefi eg tíma tií að reykja einn vindling í viðbót,“ sagði vinur okkar. „Hann hefir alltaf verið óstundvís.“ Hann var ekki fyrr búinn að kveikja í vindlingnum en hers-, höfðiiiginn kom. — Það var annars San Ignacio, eg veit ekki hvert þér hafið nokkurn- tíma kynnzt honum. — Hann kom inn í vfangelsisgarðinn og aðstoðaríoringi hans með hon- um. Venjulegar ráðstafanir voru gerðar og San Ignacíó spurði hina dauðadæmdu menn hvort þeir hefðu einhverjar óskir fram að færa áður en þeir væri teknir af lífi. Fjórir hristu höfuð sín neitandi, en vínur okkar tók til máls. „Mig langar til að kveðja konuna mína.“ „Bueno,“ sagði hershöfðing- inn. „Það er mér ekkert á móti skapi. Hvar er hún?“ „Hún bíður við fangelsishlið- ið.1‘ „Það verður þá ekki meira en svo sem 5 mínútna töf.“ „Varla það, hr. hersöfðingi,“ sagði vinur okkar. „Fylgið honum þá.“ Tveir hermenn nálguðust og á milli þéirrá gekk hinn dæmdi þangað, sem vísað var til. For- inginn, sem stjórna átti aftök- urnii skipaði fyrir er hershöfð- inginn kinkaði kolli, byssurnar gullu og mennimir fjórir féllu. En einkennilegt var það, að þeir féllu ekki samtímis. Þeir lypp- uðust niður hver á fætur öðr- um með svo afkáralegum hreyf ingum en það var engu líkara en þeir væri leikbrúður á sviði. Foinginn gekk að þeím og skauti úr báðum hlaupum skamm- byssu sinnar á einn þeirra, serrt enn var á lífi. Vinur okkai' náði seinasta reyknum úr vindlingn-, um og henti stubbnum. [ Nú varð dálítil ókyrrð vi?S hliðið. Kona kom gangandi hröðum skrefum irm í fangels-* isgarðinn, nam síðan staðar; skyndilega og lagði höndina á' hjartað. Hún rak upp hljóð og hljóp áfram með faðminn út-« breiddan. „Caramba,“ sagði hershöfð-* inginn. Hún var svartklædd mecS svart blæu yfir hárinu og and-* litið var hvítt sem. mjöllin* Hún var tæplega af barnsaldri, mjög .grannvaxin, . langleit og Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.