Vísir - 30.09.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 30.09.1955, Blaðsíða 6
 VtSIR Föstudaginn 30. september i9£»ð wxsixe. •I r,l D A GB L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Páisson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (íimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ*. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan. h.JL 5 ÍV\WAJW«W^VUWW(WrtiVUW«WVVWAWtfVVVVVIW "1 Tísir birti í gæ-r eftirtektarverða og fróðlega grein um * áfengismálin, þar sem skýrt var frá ýmsum atriðum, er þeir þurfa að vita, sem hafa áfengi um hönd og raunar flestir aðrir einnig. Var grein þessi tekin úr Fréttabréfi um heil- brigðismál, sem gefið er út af Krabbameinsfélagi íslands, og fer félagið þar að vísu út fyrir ströngustu takmörk hlutverks síns, en það er ekki nema þakkarvert, þvi að í greininni er brugðið upp myndum, sem koma þurfa fyrir augu sem allra flestra. Menn munu vera sammála um það, að áfengisbölið er eitt- hvert alvarlegasta vandamáUð, sem þjóðfélag íslendinga á við að stríða um þessar mund.r. Hér á landi eigum við að vísu ekki nein met í drykkjuskap í samanburði við aðrar þjóðir — ekki einu sinni miðað við fólksfjölda — en þó er áfengis- neyzlan allt of mikil., Hún er lika vafalaust meiri en fram kemur í skýrslum um áfengismagn það, sem neytt er í landinu, því að enginn vafi er á því, að miklu er smvglað inn í landið af áfengi, bæði hér og víðsvégar á höfnum úti um landið. Þótt ólöglegt áfengi sé gert upptækt við og við, fer það ekki milli mála, að mikið magn sleppur framhjá tollgæzlunni, og ekki munu tilraunir til smygls fara fækkandi, þegar verðlag á áfengi fer hækkandi hjá Áfengisverzlun ríkisins. Það er þó alvarlegast í þessu máli, sem er ískyggilegt í alla staði,. að æskufólk virðist sækjast eftir áfengi í vaxandi mæli. Unglingum finnst engin skömm að því að neyta áfengis eða láta sjá á sér áfengisáhrif á almannafæri. í augum sumra virð- ist það beinlínis manndómsmerki að vera undir áhrifum áfengis, og þess vegna er leitazt við að vera í siíku ásigkomulagi sem oftast. Þetta er alkunn saga, sem er ekki einkennandi fyrir ís- 3and, því að hún mun víðar þekkt. En það er líka alkunna, að menn skiptast aðallega í tvo flokka, þegar um það. er rætt. hvaða ráðum skuli beita til að vinna bug á áfengisbölinu. Mjög margir eru þeirrar skoðunar, að bann sé eina leiðin. Aðrir telja, að bannið uppræti ekki löngun manna til að afla áfengis og njóta þess — hún vaxi jafnvel með hömlunum, því að slíkur er öfuguggaháttur mapnsins, að hann sækist helzt eftir því, sem erfiðast er að aíla, eða honum er bannað að neyta. Þegar síðast voru greidd atkvæði um áfengismálin hér á landi, voru þeir í meirihluta, sem vildu- ekki hafa bann, og á síðasta ári var enn rýmkað um þessi mál, eins og menn rekur minni til, svo að nú er mjög mikið freLsi í þessum efnum. En um leið og sú breyting var gerð, var ákveðið að taka upp markvisst starf til að vinna gegn áfengisbölinu, og er þar fræðslustarfið sennilega einna drýgst. í því efni er líka hægt að nú til þess mikla fjölda, sem i skólum landsins er og þarf að forða frá að lenda í klóm áfengisins. Greinin, sem Vísir birti í gær eftir fréttabréfinu, er áreiðanlega gott ,,innlegg“ í þessu efni, og ætti hún að koma fyrir augu sem flestra. Sá aðiti, sem hefur verið falin fræðslustarfsemin, á að láta prenta grein þessa í fugþúsundum eintaka ög dreifa um land allt, svo að sem flestir landsmenn lesi og læri. Vann 64 þus. doilara í sjónvarps - spurningaþætti. Skýrði matseðil í veizlu Breta- konungs í síðustu lotu. Fyrir nokkru kom það fvrir appelsínusafa í spurnin,gatíma í sjónvarni í smáskornum og svolítið af appelsínuberki. Ncav York, að ungur höfuðs- Petits Pois Francais eru litlar | garðbaunir með smáttskornum j lauk, sykri og smjöri. Corbeille er franskt orð, sem þýðir ann- maður í' landgönguliði Banda- ríkjaflota vann 64 þús. dollara. í síðari hluta spurninganna mátti hann hafa föður sinn sér jaðhvort blóma- eða ávaxta- til ráðuneytis, en þrautin var í karfa, í þessu tilfelli ávaxta- karfa. Chateau Yquem er sætt vín frá Bordeaux-héraði í Sauterne. Madeira Sercial er þurrt vin -frá Madeira-eyjum.“ McCutchen var fagnað gíf- urlega, er hann hafði lokið spurningaþrautinni. Iíann kvaðst ætla að halda áfram starfi sínu í landgönguliði flotans, en leggja peningana í bankann. Gert er ráð fyrir, að éftir að skattar hafa verið dregnÍT fr.á verðlaununum, eigi því fólgin, að hann greindi frá því, hvað gestir hefðu borðáð í' ’ samkvæmi, sem brezku konungshjónin héldu árið 1939, en matse'ðillinn var á frönsku og lítt skiljanlegur, öðrum en þeim, sem sérstaklega hafa lagt stund á matargerð. Áður hafði foringi þessi, sem heitir McCútchen svarað spurn- ingum,: sem gerðust æ þyngri, og var hann búinn að vinna • 32 þús. dollara. Þegar hér var , , . , „ , , komið sögu, var honum gefinn ^ helmlng (32 Þus. i__ i .x vik iAka_ (<ÍoJlara) eftir. McCutchen er kvæntur og á þrjár ungar dæt- Klakksvík. *|7'nn hefur soðið u»p úr í Klakksvík, og emi er það lækriá- málið, sem ólgu veldur eins og áður. Hafa Klakksvíkingar enn heytt liðsmunar og afls’ til að hihdra ferðir yfirvalda, og Danir hafa svarað með því að senda ráðherra og lögreglulið til eyjanna, eins og í vor, ög .munu nú vera hálfu reiðari en áður, én í það skiptí varð lið þeirra frá að hverfa, og þótti íerð þessi i ýmsu háðuleg: Eicki eru Klakksvikingar, og Kampnuuin fjánnálaráðherra Dana á einu má'li um það, sem samdist milli þeirra í vor, þegar ráðherrann var sendur til eyjanna, til að lægjá öldurnar. Segja Klakksvíkingar, að Kampmann hafi lofað þeim Halvorsen lækni aftur, en hann neitar að hafa gefið loforð um það. Hins- vegar er það haft eftir Haivorsen, að hann fari ekki aftur til Klakksvíkur nema honum verði boðin staðan, og vill hann nú láta landa sína koma biðjandi til sín eftir andstöðuna gegn honum áður. Er greinilegt, að stífni hefur hlaupið í báða aðila, og óvíst, hvernig fer uni .síðir, en hitt mun víst, að • fleiri Færeyingar en Klakksvíkingar munu telja tækifærið heppilegt itil-aó reyna aftur þolrifin í Dönum. kostur á að reyna við loká- verðlaunin, 64 þús. dollai'a, en ! hefði hann ekki staðizt þá ur> 4ra' 2ja og eins ars gamlar' raun, hefði hann tapað fyrri j verðlaununum. McCutchen j kaus að halda áfram og freista | gæfunnar. Samkvæmt reglum keppn- innar mátti keppandinn fá mann sér til ráðuneytis, og ræða við hann í 30 sekúndur. McCutchen kaus sér föður sinn, en síðan fóru þeir feðgar inn í hljóðdeyfðan klefa, til þéss, að ekki gætu áheyréndur með néinu móti léiðbeint þéiift um svörin. Matseðill í veizlu Breta- konungs var á þessa leið: Consommé Quenelle, Filet de Truite Sáumonés, Sauce Maíta- ise, Petits Pois á la Francaise. Corbeille, Chateau Yquem and Madeifa Sercial. McCutchen skýrði matseðil- ínn á þessa leið: „Consommé er seyði af kjöti, fiski eða fugli. Quenelle er hér smábollur úr kjöti,, fiski eða fugli, Truite Saumopée er silungur, sem klakið hefur verið út í fersku vatnij.síðan fario í sjó en snúið aftur. Filet er beinlaust flak Maltaise er hollenzk sósa með er Opið frá kl. 6 a« morgni, til kl. UVz að kvöldi. Heitur matur. Smurt brauð. Kaífi o. f Vita-Bar, Bergbórugötu 21 WUVVbtfWWWWVWWWV Poplinkápur þýzkar. tvöfaldar poplin- kápur eru komnar. Verð frá kr. 425..00. Úrval af tkwmpfj&unti ntf blits.su/tt úr velour og ull. Piis úr tv.’eedefmmi. Allar gerðir a£ kven- sokkum. - fí í/ tlöm ii fottffriti. ; Laugavegi 15. Hreinsum og pressum fatnað á 2 dögum. Efnaiaugin Björg Sólvallagötu 74, sími 3237. Bar.mahlíð 6. AV-VAWVW.%W«VVWWV% Kápur Úrval af vetrarkápum komið. vwvwwv *wwv yviAvr-vvvwv'A-v^ fwwwwv w Atvinna Atvinna Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Dönsku og ensku- kunnátta nauðsynleg. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. jBifmiiht&íöð islmrttls'. wvwiívwvwvvwtfvvvwwwwwutfwywywwwwAWMwwvi Gamall Reykvikingur, sem hættur er vinnu, sendir Bergmáli eftirfarandi bróf: „Það er vist af því að ég. er orðinn.gamall, að mér finnst gamla fólkinu of litill gaumur gefinn. En það var þeg- ar ég var ungur, þá var stofnað- ur sjóður og hver karlmaður, sem var orðinn 16 ára átti að bórga í sjóðinn tvær krónur en kven- menn cina krónu. Þá var verka- mannskaup karla 60 krónur yfir árið og kvenna 30 krónur syo Jietta var þritugasti hluti af árs- kaupinu, Sjö ára styrkur glatast. Þetta var kallaður ellistyrktar- sjóður og átti garnalt fólk að fá styrk úr honum, þegar það hafði náð 60 ára aldri, og éngar skórð- ur voru settar um, hve mikið hver mætti innvinna sér, en fá samt styrk úr sjóðnum. Svo er lögunum siðan brcytt, eða sett ný . lög, og cr þá gamla fólkinu fýrst ætlað ð fá styrkinn, er það hafði náð 67 ára aldri, og voru þá um leið settar takmarkanir í þá átt, að þetta fólk, sem styrks varð að- njótandi, mátti ekki vinna sér inn eða liafa tekjur, nema mjög litlar. Lífeyririnn. Og Jiað var kallaður lifeyrir.- Og á þenna liátt var þessi litli styrk- ur tekinn af gamla fólkinu í sjö ár. Svo er sagt, að fólk, sem nú er á gamalsaldri geti ekki öðlast rétt til að fá eins háan ellistyrk og það fólk, sém nú sé á unga aldri, þv| það sé svo stutt síðan þetta fólk hafi byrjað að greiða í þenna nýja sjóð. Það er samt vonandi að öklruðu fólki siðar meir lllotnist betri lifeyrir en nú er. Og það kunna að vera sann- indi, að enn þá'séu sjóðirnir of litlir. Ymsu er lofað. Það er margt, scm fólki er lof- að. Til dæmis er þáð, að ef ekki er tekinn lífeyririnn, strax þcgar maðurinn cr orðinn 67 ára, þá léggist 5 af hundráði við upphæð :ina, þangað til að komin eru 40 prósent, en J>á sé ekki farið lengra, En ég vissi, að gamall mað ur, sem varð veikur og varð að hætta þeim starfa, er hann hafði með höndum, sótti um ellistyrk. Hanri liélt að liánn myndi orðinn nógu gamáll, j)ví hann var 76 ára. Til þess að fá styrkinn, varð hann að skrifa undir skjal, þar sem tilgreint var, hvað hann ynni fýrir miklu. Maðurinn spurðisf fyrir um 5 prósentin, sem leggj- ast áttu við. Ilonum var sagt; að hann fengi þau ekki, því þau væru bundiri við þá, sem hefðn náð aldrinum árið 1951 og cft- ir. Þeir fcngju liækkunina, en aðrii-. ekki. Ruglingslegar reglur. Þetta er það sem gerir gamla fólkið ruglað og ergilegt. Og svo þegar verkföllin koma, þá er aldrei luigsað urn gamla fólkið, þótt eftirleikurinn komi jafnl iiiður á þeiui sem öðrum. Með liyerju verkfallinu þyngist róð- uriun hjá þéim, sem ekkert getft unnið. Galnall.“ Þannig lítur ástandið út frá sjónarhóli gamals manns. — kr. Sigurður Reynir Pélursson bæataréttarlögmaSor Laugavegi 10. Sfmi 824T8. ítKAi i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.