Vísir - 30.09.1955, Blaðsíða 12

Vísir - 30.09.1955, Blaðsíða 12
VlSIR er ódýrasta blaBið og þó það fjö!- bseyttasta. — Hringið i síma 1060 ©g gerist ésbrifendur. Þ®lr» sem gerast kaupendor VtSIS eftir 10. bvers mámaðar, fá blaðið ókeypis tsl mámaðamóta. — Sími 1660. Föstuclagiim 3®. september 1955 Eim belið svsrs við afvopa- unaítiHöpfm Eisenhowers. Bulganin ges*ði li vorki að fallast á |»ær né Italnn ]»eiii) í ín'éfi sími. Þjóðir heimsins bíða enn eft- ir svari frá sovétstjórninni >við tillögum Eisenhowers Banda- ríkjaforseta, Varðandi skipti á ■upplýsingum hernaðarlegs eðlis <og að leyfð verði ljósmyndun úr lofti á hernaðarmannvirkjum bæði í Sovétríkjunum og Banda- jrikjunum. Bréf það, sem Bulganin sendi 'tforsetanum og birt var í Hvíta húsinu í s.l. viku gefur ekkert svar við þessari spurningu, seni milljónir manna bíða eftir að i'á svar við. í bréfi Bulganins, dagsettu 19. |>. m., er forðast að samþylckja tillögur þær, sem Eisenhower bár ffram á Genfarráðstefnunni. En ibréfið, sem er rúmlega 2000 orð, er heldur ekki beín neitun. Bulganin sagði, að vikisstjórn ■Sovétríkjanna geri sér það ljóst, að þessar tillögur hafi verið ibornar fram af einlægri óslc um að binda endi á aljjjóðlegar deil- ur og bæta sambúð þjóða i mill- stími En þó að Bulganin viðurkenni •einlægni forsetans, þá lieldur hann þvi fram, að framkvæmd l'pessara tillagna múui ekki liafa jþýðingu í sambandi við lausn á sjálfu afvopnunarvandamál inu. Og þetta er einmltt ástæðan tfyrir þvi, að Sovétstjórnin virðist ekki enn hafa fyllilegá skilið megintilganginn, sem felst i tiliög ‘«m forsetans, Það hefur verið skýrt tekið tfram frá upphafi að tillögur fór- setans eigi að lcoma til fram- kvæmda áður en hin eiginlega ítfvopnun á sér stað. Dulles skýrði Sameinuðu þjóð- unúm frá þvi' nýlega, að tillögúr Eisenliowers séu „upphafið" og að „athuganir úr lofti myndu 'veita nægilega nálcvæmar upp- lýsingar til þess að útiíoka inestui Iiætturnar, og mundu sem siíkar ryðja braut til frekari atliugana og að lokum til afvopnunar.“ Það sem forsetinn gerði í Genf var að bera fram tiílögur, sem, • ef þær væru samþykktar, mundu , skapa hreinskilni og gagnkvæmt trúnaðartraust, er mundi leiða til þess að auðveldara yrði að senija um afvopnun. Hann bar fram þessar tillögur végna þess, að niu ára samninga- umleitanir um afvopnvm hafa engan árangur bori'ð, en stjórn Bándarílcjanna og forseti liafa enn sem fyrr fidlan hug á því að ná samkbmulagi um eins víðtæka afvopnun og unnt er. Eisenhower forscti álítur sjálf- ur að tillögur sinar' séu stórt skref i þá átt. Oggvænlegar horfur á Kýpur. Horfur eru mjög ískyggilegar á Kýpur, en í gær hófst þar 24ra stunda allsherjarverkfall. Verkfall þetta er- háð í mót- mælaskyrvi við þá ákvörðun dagskrárnefndar Sþ.. að taka ekki Kýpurmálið á dagskrá þingsins að þessu sinni. Bretar gripu þegar til ýmiása varúðar- og gagnráðstafana. — Þeir settu á samkomubann og bönnuðu, a ðfleiri en fimm menn mættu standa saman á götum úti o. s. frv. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir kom víða til óreiða, einkum í Nikosia, höf- uðborg eyjarinnar, og í Fama- gusta, sem er þriðja stærsta borg ■ þar í landi. Brezku her- mennirnir beittu táragasi, en eyjarskeggjar vörpuðu að þeim grjóti og' öðru lauslegu; • Ekki var kunnugt um manntjón eða meiðsl í morgun, en ástandið var talið úggvænlegt. Slys við Aðfaranótt síðastl. suiuiudags | varð bifreiðarslys austur undir Ingéifsfjalli. Ók foifreiðin E- ; 5491 þar út af vegimun, og slösuðust tvær stúlkur er í, bílnum voru. 1 bifreiðhuni voru alls 81 manns, og sluppu allir lítt meiddir nema systurnar Erlaj og Stella Guðvarðsdætur, Birkimel 8. Erla skarst á enni og' hnakka og' Stella _ meiddist á fæti. Voru þær fluttar í lækna- varðstófuna til aðgerðar en síðan heim. Þegar vegalögregl- an kom að bílnum rmi kl. 3.45 um nóttina var bifreiðarstjór- inn ekki á staðnum. Aðfaranó-tt þriðjudags ók bifreiðin R-755 ’á jeppakerru á mótum Miklubrautar og Háa- leitisvegar, Auk bifreiðastjór- ans voru í bílnum tveir piltar, 16 og' 18 ára og sluppu þeir ó- meiddir, ennfremur voru í bílnum tvær stúlkur og meidd- ust. þær nokkuð og fóru á læknavarðstofuna en síðan heim. Bifreiðai-stjórinn skarst á enni. Hanrí' mun hafa verið ölvaður. Tveir aðrir bifreiðastjórar voru teknir um helgina grun- aðir um ölvun, og tveir voru teknir réttindalaush: við akst- ur, og hafði annar valdið árekstri. JRr« MÍArpm rtifjji: bæjarfógeta opn- uh mri Miiija næstii viko. SIsíss verðsir á IVeðsíntröð 4, ela»- kennislafiir bálo. kanp$tað- ariiis verðiir Y. Tíðar físksölur Skjálfandafljótsbrij tekii i notkun. Hin nýja bm ó Skjálfanda- fljóti við StóniveHi liefur nú verið tekin i notkun en vígsla brúarinnar hefur ekki farið fram ennþá. Brúarsmíðinni var lokið í sumar, og er þetta hið mesta umannvirki, Fimmtudaginn í vikunni sem leið, var styrkleiki •og burðarþol brúarinnar reynt með því að ekið var á hana 80 .smálestum af sandi og möl, og stóðst Mn þá raun með prýði. Biffeiðar eru nú 'teknar áð aka ■.brúna. Togariiui Askur seldi í Þýzkalandi i gær, en ekki hef- ur en l’rétzt imi sölu hans. í dag á Harðbakur að selja en í næstu viku selja: Kald- bakur, Svalbakur á miðvikudag og Egili Skallagrímsson á föstudag. •a, Frá frétiariiara Vísis á Akureyri í morgun, — I nótt var kalsaveður með norðanátt mieð ' talsverðri slvddu, ea smjókomu til fjalla. Fjöll eru orðin hvít niður í miðjar hlíðar og Vaðiaheiðin töluvert grá. í morgun var að létta tii en liiti aðeins 2 stig og sjógangur mikill. ★ Nasser, eimvaWur á Egypta- lauadi, hefur þegið heimboð til Tékkóslóvakíu á næsta ári. Jafnteflí Svía og Norömamm. S.l. sunnudag kepptu Norð- menn og Svíar í knattspyrnu, og lauk leikmum með jafntefli, 1 marki gegn 1. Raunar voni háðir knatt- spyrnukappleikir á þrem víg- stöðvum. A-leikurinn fór fram á R.á'sunda-velli í Stokkhólmi, og lauk með 1;1, eins og fyrr segir, en B-leiknum,' sem fram fór í Þíándhimi, iauk með 3 mörkum gegn 3. Þá var háð drengjakeppni í Oslo, og þar sigruðú' Svíar með '3:1. Þykir Svíum ’ frammistaða sinna manna 'heldur slæleg. Sænskum blöðum 'ber saman um, að Thorbjörn Svenssen, miðframvörður Norðmanna, og Asbjörn 'Hansen markvörður, hafi staðið sig með miklum á- gætum í Arieikmum, en þeim fiiinst . „tríóið“ frá- Málmey, .Gustafsson— Áke'Jönsson — „Kajan“1&ande'il,"hafa haft litla sæmd af leikmum, 27 þús, manns sáu.. Norðmemi. gera jafntefli. við , Svía á Rasunda- .vellii Japanir sniíða núí meiri skipasíói til áiflsntniiigs en nokkur þjóð ömiMur. Bretar 'háfa; lömgunuverið í ■fyrsta sæti I þessu' eftii,. en eru orðnir lamgt á eftir'Japönum. í japöns,kum skipásmíðastöðv- um er verið að smíða .172 skip Skrifstofa foæjarfógetaem- bættisms í Kópavogi, sem skip- að var í fyrir skenuntu, mim verða opnuð eftir nokkra daga. Vísir hefir snúið sér til bæj- arfögetans, Sigurgeirs Jóns- sonar, og aflaö Upplýsingar hjá honum um aðsetur skrifstof- unnar, starfslið og fleira, sem Kópavogsbúum er nauðsyn að vita. „Hefir skrifstofuhúsnæði ver- ið tekið á leigu fyrir embætt- ið?“ spurði tíðindaxnaðurinn, ,,og starfslið ráðið?“ „Já,“ svaraði bæjarfógetinn, „tekin hafa verið þrjú herbergi á leigu í Neðstutröð 4 til bráða- birgða. Skrifstofan verður opn- uð um miðja næstu viku. — Fulltrúi verður Stefán Pétursson, cand. jur., sem ráð- inn hefir verið fyrst'um sinn, en hamr hefir verið fulltrúi fræðslumálastjóra. Gjaldkeri og skrifari verður ungfi-ú Sólveig Guðnumdsdóttir, sem lengi hefir stai-fað við bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði en verið nú síðast í skrifstofu fræðslu- málastjóra. Símanúmer embætt isins verða tvö — 82626 í al- mennu skrifstofunni, og 7864 hjá bæjarfógeta og fulltrúa hans.“ „Hvaða mál flytjast til bæj- arf ógetaskrif stofunnar ?“ „Öll dómsmál, bæði opinber mál og einkaniál, öll innheimta gjalda til ríkissjóðs, þinglýs- Vaxandi viðsfár vegna vopnakaupa Egypta. ingar allar, útgáfa veðbókai-- vottorða, útgáfa ýmissa leyfis- bréfa, svo sem verzlunarleyfa, ■iðnaðarleyfa, veitingaleyfa og þess háttar, lögreglumál og bif- reiðaskráning. Þess má geta í sambandi við síðast nefnda ac- riðið, að einkennisstafur um - dæmisins verður Y.“ „Hvað \un slcrifstofutímann og annað, sem honum viðkem- ur?“ . „Skrifstofan verður opin daglega frá kl. 10—12 árdegis og 1—3 síðdegis, þótt vinnutími starfsliðs verði að öðru leyti eins og í opinberum skrifstof- um. I athugun er að hafa opið einn dag í viku utan venjulegs skrifstofutíma, til þess að auð- velda þeim, sem starfa á venju- legum vinnutíma, að inna af hendi greiðslu opinberra gjalda. Rétt er að bæta því við, að ó- ráðið er enn um greiðslu bóta fyrir almannatryggmg'ar í kaupstaðnum, en sú bráða- birgöaráðstöfun hefir verið gerð, að skrifstofa bæjarfóget- ans í Hafnarfirði inni þæf af hendi til næstu áramóta.“ „Hvað má segja um lög- gæzlumálin?" „Eg hefi ekki enn tekið *við embættinu, og hefi þ-v í ekki haft tækifæri til að gera mér grein fyrir, hvaða háttur verður á hafður í því efni, enda mun.það verða afgreitt í samráði við væntanlega bæjarstjórn kaup- staðarins." Bersýnilegt er, að sá ákvörð- un egypzku stjómarmaar að fesía kaup á v®pmum og her- gögmiim Iijá Eássœn og Tékk- am, liefur vsMð ugg og gremju meðal vesturveldamia og reiði- meðal Isráelsmamia. Nasser, forsætisráðherra E- gypta, hefur séð ástæðu til að láta sendiherra.sinn í Washing- ton skýra opinberlega frá ástæð um þeim, er hann telur vera fyr ir vopnakaupum Egypta frá járntjaldslöndunum. Sendiherr ann. skýrði s.vo frá í gær, að egypzka stjórnin hefði hvað eft- ir annað 'réýnt að fá vopn keypt-frá Bandaríkjunum, en því hefði ávallt verið synjað. Samtímis því, sagði sendiherr- ánn, fengu Israelsmenn, vopn í stórum stíl frá Bandaríkjunum. Þá sagði send.iherrann,, að vopnakaup Egypta myndu ekki „raska styrkleikahlutföilunum“ í löndunum við botn Miðjarð- arliafs. {3.5 miilj. lesta) fyrir útlenda eigendur, en í Bretlandi aðeins liðlega milljÓD, iesfca. Þessar upplýsingar egýpzku sendiherrans stinga mjög í stúf við fréttir, sem bárust ffá New York seint í gærkveldi, en þar var m. a. sagt, að þessi ákvörð- un egyzku stjórnarinnar um. vopnakaup frá kommúnstalönd unum, myndi leiða til þess, að sennilega fengju ísraelsmenn nú að kaupa öll þau vopn, er þeir teldu sig hafa þörf fyrir, hjá Bandaríkjamönnum. Sam- kvæmt þessu virðast ísraels- menn til þessa ekki hafa feng- ið að afla sér hergagna að vild frá Bandaríkjamönnum, eins og sendiherrann vildi vera láta. Fréttamenn í Washington og London líta flestir svo á, að er vopnaflutningar frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu til Egypta- lands hefjist fyrir alvöru, muni enn stórlega aukast viðsjár um, og var þé ekki á þær bæt- andi. Hvað eftir annað hafa orðíð árekstrar í landamærahéruðum þesaræ landa, og slcella aðilar skuldinni hvor á annan, og oft erfitt að henda reiður á, hvor eigi sökina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.