Vísir - 03.10.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 03.10.1955, Blaðsíða 6
VÍSIR 75 tk'rm i eSfgag: Bjarni Jónsson, bíóstjóri. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1880 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.P. Lauss'iala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. tfWVV\%MVWWW\VVVVWA/VVWVVUVUWA/VWU'i/WVV^ j Sumner, Mississippi. jfT'yrir örfáum vikum vissi varla nokkur maður í heiminum, að til væri þorp eða borg í Mississippi-fylki í Bandaríkjunum, er bæri nafnið Sumner. Og naumast hefur þorpsbúa sjálfa grunað, að nafnið myndi berast á öldum ljósvakans um gervalla veröld, ekki vegna þess, að þar hefði verið unnið frábært afrek, stórmerkileg uppfinning gerð eða eitthvað borið gleði- legt til tíðinda, sem alþjóð mætti gleðjast af, heldur vegna hins, •að tólf „valinkunnir“ menn í kviðdómi í morðmáli unnu níð- ingsverk, stungri gyðju réttlætisins svefnþom og settu smánar- blett á þjóð sina. í þessari smáborg, sem sjálfsagt er hvorki betri né verri en títt er um aðrar slíkar i bessu sólríka fylki í suðurríkjum Bandaríkjanna gerðist það fyrir nokkru, að fjórtán ára blökku- drengur frá Chicago, sem var þar í heimsókn hjá ættingjum sínum, gerði sig sekan um þá óhæfu, að sagt er, að hann hafi blístrað, er hann sá unga, hvíta konu inni í sölubúð. Meðal íbúa Sumner, Mississippi, mun það vera höfuðglæpur, ef blakkur maður blístrar, ef hann sér hörundsljósa konu, enda þótt hvítum mönnum sé vafalaust frjálst að blístra að svertingjastúlkum. j I>etta glæpsamlega atferli fjórtán ára barns orkaði svo á! eiginmann hinnar hvítu konu, að hann og hálfbróðir hans fórui heim ■ til manns þess, sem drengurinn bjó hjá, höfðu hann. á * brott með sér, og segir síðan ekki af drengnum, fyrr en lík hans finnst í fljóti. Hafði bamið vérið myrt, og þannig gengið frá .líkinu, að ósennilegt væri, að það myndi fljóta upp. Að sjálfsögðu fór fram réttarrannsókn í málinu, mál var höfðað gegn hinum tveim, hvítu mönnum, sem þannig höfðu haldið í heiðri rétti hins hvíta kynstofns, og síðan hófust réttar- höld í málinu. Þau fóru fram í Sumner, Mississippi, og þar ■dreif að fréttaritara hvaðanæva að frá. Bandaríkjunum og mörgum löndum heims. Mál þetta var annað og yfirgripsmeira en réttarhöld yfir tveim, hvítum fúhnennum, ógeðslegum morð- ingjum, sem myrt höfðu saklausan landa si)in, þeldökkan. Það var jafnframt prófsteinn á réttarfarið í Mississippi, — hér gafst tækifæri til þess að svna, hvort menn væru jafnir fyrir lögunum í þessu suðurríki. _ Augu heimsins mændu til Sumner, Mississippi, en Suinner, Mississippi, leit undan. Það furðulega gerðist, að fúlmennin tvö voru sýknuð af ákærunni og gátu yfirgeíið réttarsalinn sem frjálsir menn. Konan, sem blístrað var að,.lét svo ummælt við . blaðamenn, sem þama voru, að hún fagnaði mjög þessum málalokum, og er henni það e. t. v. ekki láandi, en samvizka hennar má hafa sofið þungum svefni, er hún sagði það. Hálf- bræðurnir létu síðan taka mynd af sér, þar sem þeir kveiktu sér í vindlum, en lögreglustjóri þorpsins sagði, að „málið væri úr sögunni“, og að þýðingarlaust væri að vekja frekari úlfaþyt um það. Ekki veit Vísir, hvort Sumner, Mississippi, er ómerkilegt 'þláss, eða ekki. En hitt veit alþjóð, að það hefur komizt ræki- lega á landabréfið, eins og það ér stundum orðað, og er stundir líða, mun þessa þorps verÓá minnzt, þar sem börn eru rriyrt bótalaust. Kviðdómendur létu hafa Jsað eftir sér, að þeír teldu ekki sannað, að líkið, sem fannst, hefði verið af umræddum blökku- dreng, þrátt fyrir það, að móðir drengsins hefði þekkt það og' a.uk þess hring, sem var á fingti drengsins. Meira að segja létu þeir liggja að því, að einhverjir norðanmenn hefðu falið þétta lík í fijótinu til þéss að koma a'f stað kýnþáttaóeirðum, EJtki er vitað, hvort-má sín meira, heimska þessai’á kvikdcm- enda, sem allir voru hvítir, eða fúlmemiskan og ínntaskapurinn. Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjajiióðarinnar stendur höggdofa andspænis slíkri ,,rétíaryörzlu“, en það stoðar ekki. Mississippi er sjálfstætt ríki innan Bandaríkjanna, hefur sín lög og sínar réttarvenjur. En hefðu kviödómendur haft mann- 1 dóm eða greind til þess að sjá, hvílikan óleik þeir gerðu þjóð ! sinni og öllum hinum hvíta kynstofni, hefðu þeir ef til vill ekki lýst morðingjana skalausa. i Um allun heim í Bandaríkjuntim, i Bretlandi, á Norður- löndum, fordæma menn slikar aðfarir, og hvítir menn, hvar sem. er, hljóta að sjtaixur\ast,síi}. fy,riiv ,að: Sjijj^f skuli geta átt sér stað. En Summer, Missíss-iþpi, sefur áfrám værum blun.di. Tíl fcvers eru allar þessar æsingar? Er máiið ekki búið? ýf Einn af mætustu borgurum bæjarins, Bjarni Jónsson frá Galtarfelli, er 75 ára gamall í dag. Bjarni fæddist að Galtafelli í Hrunamannahreppi 8. okt. 1880, sonur Jóns bónda Bjarna- sonar og Gróu Einarsdóttur konu hans, albróðir Einars myndhöggvara. Bjarni var snemma hagur á allý sem hann tók höndum til. Stóð hann um hríð fyrir búi foreldra sinna, en hóf síðan trésmíðanám og lauk því. Því næst lagði hann stund á tréskurðarnám hjá Stefáni Einarssyni, en sigldi síðan og hélt áfram námi í út- skurði og húsgagnasmíð í Kaupmannáhöfn. Þegar heim kom gerðist hann meðeigandi húsgagnafyrirtækisins „Jóns' Halldórssonar & Co.“ og vann þar árum samari. Árið 1914 gerðist hann fram- kvæmdastjóri „Nýja Bíó“. Fór hann þá utan til að kynna sér rekstur kvikmyndahúsa. Því næst keypti hann „Nýja Bíó“ og hefur nú stundað kvik- myndahúsrekstur í um 40 ár. Enda þótt Bjarni hafi stund- að umsvifamikinn atvinnu- rekstur hér í höfuðstaðnum um áratuga skeið og sé. þjóð- hagasmiður að eðli og upplagi, er hugur hans löngum bundinn ættaróðaiinu, Galtafelli, og hefur hann gert þar mjög mik-1- ar umbætur. Bjarni er ljúfmenni hið inesta Arekstur og slys í gær. Síðdegis á föstudag lentu þrjár bifreiðar í árekstri liér í bænum og faiþegi í einni'beirra slasaðist. Árekstur þessi varð kíukkan rúmlega 5 á mótum Mikiu- brautar ög Suðurlandsbrautar. Farþegi í einni bifreiðinni, Björgvin Bjarnason, ■ Flókagötu 69, skarst á höfði og var hann fluttur í Slysavarðstofuna til aðgerða. Meiðslin voru ekki talin alvai Leg. Annað umferðarsiys varð iip hádegisbilið á föstudag inr,- arléga á Lap.garvéginum. Þar hafði fimm ára gömul telpa hlaupið út. á 'götuna en í sómu mund bar'að hjóiíðai;d i mac n .og varð telpan fyrír hjólirtu og . télj á göiunav Teipan var flutt í 'Slysa- vaxðstofuhá og kom þar í ljcs að hún .hái'ði hiotið skrámui1 á þriakka, _ en ao öðru iéýti '. ó- meidd. Ekið n hest. Aðfaránótt laugardags varð liestur f.vrir bíl á Sogavéginuin ng skarst hésturinn éiíthýþð, eri ekki alvarlega, að því er talið var. ölvflji v’ö aj'sfii'r. Á föstudagskvöld lentu tvær bifreiðir i ■•Irs: ••i í bænum, á mótum Framnesveg- ar og Hringbrautar og iék grunur á að annar ökuþóraniia hafi verið undir áhrifum á- fengis. — Aðfaranótt föstudags var ölvaður bílstjóri. tekinn við akstm tér í bænum. og mjög vinsælþ maðor ?f öll- um, som þekkja hann. Israeis ©§ Egypfa. Nasser, fo rsæ t Ls r á ðherra Egypta, ítrekaði í gær þá á- kvörðun sína að kaupa vopn af Tékkum og Rússum. Forsætisráðherrann lýsti yfir því, að egypzka stjórnin hefði komizt yfir leyniskjöl, þar sem sannað væri, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu selt Israelsmönnum skriðdreka og flugvélar, samtímis því, sem þessar þjóðir hefðu bannað her- gagnaútflutning til Egypta. Frá Prag hafa borizt þær fréítir, að Nasser hafi þegið. boð tékknesku leþpstjórnarinn- ar um að koma þangað í opin- bera heimsókn innan tíðar. Sendiherra ísraels í \j(/ash- ington sagði í viðtali við blaða-1 menn í gær, að hann gerði ráð fyrir því, að Bandaríkjastjóm myndi nú leyfa að ísraelsmönn- um væru seld yopn og önnur hergögn viðstöðulaust. Virðist vígbúnaðarkapphlaup Egypta og ísraelsmanna því nú evra að komast , alglejTning, og eru menn mjög uggandi um firðarhorfur við Miðjarðarhaf. Ástralia takmarkar Stjórn Astraliu hefir tilkynnt skerðingu á innflittningi á síð- asta fjórðungí ársitis. Nemur skerðingin um 80 .millj, Ástralíupunda (3 mill- jórðum kvor.a), og verður dregið úr Innflutningi á klæða- vorutn, bílum, fjárfestingar- \ örum ög hráefnum. Eftir ára- mp,t kann a<5 verða dregið enn mriíra úr innflutningi Ástralíu. ítítaenn IþróttafélagiS Melbovrne A.A. heíur boðið nokkru.m írábæruaa, evTópskum íþróttamðnuam tii koppni í Ástzalíu. t nóvember n. k., og verSa það eins konax litl- ír olympiaieikar. Meðal þeirra ent Sandör íivarós frá I lungverjalitndi, lutvdi hans Laszló Taþorí, Iirétanvir Iiewson og Pirie og' Tékkinn ZáM>pek.,KiMipsysiummn í Mei- bourne ' hafa tekiA að . sér - a§ graiða ieröakosuiað íþrótta- Mánudaginn 3. október 1955. Kvikmyndahúsgestir hafa nú skorið úr um það, hvort híé séu æskileg á sýnin.gum kvikmynda- húsa eða ekki. Mikill meirihluti kvikmyndahúsagesta sem . þatt tóku i aíkvæSagreiðslunn4, 'en þeir voru alls ekki svo fair, úrn 25 þúsund, greiddu atkvæði gegn hléum. — Eigendur kvikmynda- húsa höfðu ákveðið að láta gest- ina ráða, svo nú munu kléin væntanlega verða afnumin, kvern ig svo sem það fyrirkomulag íik- ar, þegar á herðir. Kvikmyndahús in eru svo snar þáttur í skemmf- analífinu í bænum, að mál þetta hefur vakið eftirtekt mikla, bæði þeirra, sem að staðaldri stekja kvikmyndahús og ltinna, seni ^sjaldan koma þangað. ; Ilækkar verðið? | Ýmsir hafa verið að leiða get- i um að því, að eftir að ivléin hafa | verið afnumin, og saman dregst ’ sala sælgætis- og gosdrykkja i kvikmyndalvúsvtnum, muni verð aðgöngumiða ltækka. Og hef ég iieyrt raddir um það, að úrslit at- kvæðagreiðslunnar hefðu getað orðið önnvtr, þ. e. a. s. miklu meiri fjöldi manna greitt atkvæði nteð afnámi hléa, en óttinn við að þessi breyting yrði notuð sem afsökun fyrir nýjum hækkunum á aðgangseyri, haft nokkur áhrif á niðurstöðuna. Þetta segja menn sín á milli, og sel ég ekki dýrar en ég keypti. En þar sem meiri- hlutinn hefur nú kveðið upp sinn dóm, má ætla að gestir séu níi almennt ánægðir og a. m. k. verð- ur hætt að ræða um þessi leiðin- legu hlé, sem tíðum hafa verið efni rabbdálka blaðanna. Óvenjuleg sjón. Það var mjög svo nýstárleg og óvenjuleg sjón, er bar fyrir augu á Snorrabraut í fyrradag. En þar hafði sprungið hitaveitú- æð, ein aðalæðin, en við það myndaðist goshver ttpp úr göt- unni. Svo mikill kraftur var á \ atninu, að fyrst eftir að æðiit sprakk, stóð sjóðheitur vatns- strókurinn tvo metra i loft upp, \rarð mörgúm starsýnt á, en fljót- Jéga komu til viðgerðarmenn, er stöðvuðu vatnsflauminn. En ný- stárlegt var þetta, innanbæjar að minnsta kosti, því þótt flestir hafi séð goshveri gjósa utan bæjarins, mun þetta í fyrsta skipti, sem hver myndast innan bæjartalc- markanna. Hitinn hvarí:. En bilunin hafði sín áhrif, þvi taka varð heita vatnið af stórurn hluta bæjarins, og þóttust menn enn í gær finna, að ekki væri kominn góður straumur á ýmis hverfi súðatisturbæjarins, því víða var þá Ukalt í húsunt, en kalt'ýár í veðri og nauðsyn- legt að skrúfa dálitið frá heita vatninu. En viðgerð hefur nú víst farið fram, svo enginn þarf að kvíða þvi, að ekki verði heitt í íhúðinni. Það er farið að hausta og kvöldin orðin nöpur, enda liggur við frosti nú á hverri nóttu. — ltr. MÁRGT A SAMA STAP V MAÍiNlTS THOELACIUS hæstaréttarlögmaður vi a i f t utntngsskrif stof a Aðalstræti 9. —- Sími 1876. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.