Vísir - 08.12.1955, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1955, Blaðsíða 3
rimmtudaginn 8. desember 1955. a Á motum Sifs og dauða. Guðundur Daníelsson hefir þegar skrifað margar bækur. Kunnastur er hann fyrir langar sögur og sagnaflokka, en ferða- bækur hans, sem skera sig mjög úr öðrum slíkum bókum, er komið haf a ¦ út hér á íslandi, vöktu einnig mikla athygli — þá einkahlega sú, sem segir frá för.hans til Bandaríkjanna. En fram að þessU hefir hann ekki lagt mikla rækt við smásagna- gerð, þó að sú listgrein haf i allt fráþví áð skrifaðir voru þætt- irn;r af Auðunni vestfirzka, Þorsteini stangarhögg, Hreiðari heimska og Sneglu-Halla,. náð miklum þróska á íslandi. Fyrir ellefu árum kom þó út eftir Guðmund uq. smásagnasafnið Heldri menn á húsgangi. Þar voru flestar. sögurnar læsilegar og sumar fullar af fjöri og glett- um» og tyær þéirra ,bentu; til þess, að Guðmuhdurgæti prðið smásagnahöfundur í fremstu röð. •.-, ¦ ••• fe#«-i<v Nu er kömið úfc nýtt: smá- sagnasafn . eftir Guðmund. á kostnað .ísafoldarprentsmiðju. Bókin heitir Vængjaðir hestar, og'flytur hún tíu sögur. ; Allar eru sögurnar vel skrif- aðar, stíllinn þróttmikill, fullur af fjöri og sérkermilegum mynd um. En aðeins f jórar af sögun- um verða lesandanum verulega minnisstæðar. Þær sögur heita: Fasteignir hreppsins, Styrkir, Pytturinn botnlausi og Vígsla. Fasteignir hreppsins er bitur saga, og í henni félst hörð á- deila. Höfundur gengur mjög djarflega til verks, lætur gömul hjón kveikja í kofa, sem hefir verið þeirra vistarvera, og aldraðan einstæðing krókna í því kalda og óþrifalega hreysi, sem hreppsforsjónin hefir séð henni fyrir, með almennings- heill fyrir augum, en samt sem áður verður ádeilan þannig frá hendi höfundar, að lesandinn getur ekki yppt öxlum og sagt: Þetta eru staðlausar öfgar. Oddvitinn og frú hans eru hreint ekkert verri en gerist og gengur, og jafnvel inn í kofa gömlu hjónana og Petru gömlu lætur höfundur strjálast geisla lífsánægju, Sagan Styrkir er lausari í reipunum og ekkií henni Önn- ur eins fylling lífrænna til- brigða og í Fasteignum hrepps- ins, því að persónurnar eru dregnar mjög risskenndum dráttum og raunar atburðirnir líka. En sú hugmynd höfundar- ins, sem felur í sér reisn sög- unnar^ er svo kosulega hnyttin og varpar svo skæru og snöggu bliki biturs háðs og bráð- skemmtilegrar glettni yfir á- deiluefnið, að lesandinn leggur frá sér sína mælistiku og klappar höfundinum lof í lófa. Hinar tvær sögurnar eru mjög af annarri veröld en þess- ar. Sá veruleiki, sem þær lýsa, er ekki bundinn stað, stimd eða neinum sérstökum einstakling- um. Með drengnum í sögunni Pytturinn botnlausi erum við látin rif ja upp þá staðreynd, að einmitt á bernskuárunum er ógn dauðans manneskjunni furðulega nálæg sem ægileg og þá um leið dulrömm og heill- andi andstæða hinnar öru grózku er saltið og piparinn í hinum ijúffenga og fjörefna- ríka rétti, seni lífið í ofraúsh ber fram af gnægð' sinni. Einn jóðán veðurdag kemur i lj6s, að'Pyttufihh bótnláusi er éhg- an végihn botnlaus. Þá hverf a lífsins töfrár — én aðeins í bili. Það sýnir sig; að í lifsins miklu Fénjamýri ér marguf varhuga- verður pytturinn — og allrá bíður að lokum ætternisstap- inn, — það er vísara en víst. í Vígslu lætur höfundur okk- ur fylgjast með ungum, sak- lausum dreng5 þá er hann — fyrir það adamseðli að girnast eplin á skilningstrénu — mætir fyrst blóðugu miskunnarleysis- lögmáli válegrar tilveru. Hann þarf ekki að ganga lengi, lengi með nesti og nýja skó til þess að mæta þessu. Hann þarf ekki nema upp á grastyrfða fjós- þekjuna heima hjá sér og horfa þaðan í laumi á föður sinn og hraustmanninn slá af hinn löngum þarfa þjón og hollin, íBlesa gamla. Dyrum heimsins hefir verið upp lokið fyrir drengnum. Og hann: „Heldur heimleiðis sömu göt- una og hann gekk fyrr, en þó allt aðra götu, eða kannski öllu hedlur hann sjálfur allt annar, þó að hann hugsaði ekki út í það, því þegar hann gekk inn stofúna og móðir hans kallaði til hans úr herberginu innar af og sagði: „Húni minn, komdii til míh, hvaf hefirðu verið?" þá svaraði hann hikíaust: „Úi í skemmu að tálga sþýtu, mamma." Hann hefir etið af skilnings- trénu. Eftir þann atburð hikar hann ekki við annað eins smá- ræði og það að-firra sig óþæg-» indum með því, að ljúga að. henni móður sinni. Þarna dugir höfundi lítiS spegilbrot til þess að geta sýnfe okkur stóra og ógnþrungna á» sýnd. Guðm. Gíslason Hagalín. j MABGT A SAMA STAÉ er dásamlegastí handáburður. d@¥er hefur forustuna Enn ein Hoover-nýungin: :'¦¦ ¦. ¦": ¦'¦;¦'¦'¦ .¦¦.'".¦ ;¦;¦ .'¦ .¦'¦¦¦ ¦'¦¦: ¦ . ¦¦¦¦¦ ¦¦.¦¦.¦¦..¦:.¦• .;¦:¦: ¦ ¦;¦: ¦¦ ¦:y..y.:.i ¦;¦;;.¦:,.,;;;;,- ;;,.;¦: / ;¦;¦:¦:,¦ ::¦¦¦¦¦.¦ ' ¦ ¦: ¦:¦¦¦¦¦ ':¦': .':."¦¦¦" ¦¦ ':¦ .'¦" ¦ ¦ 5 tepndir af Hoover-þvottavélum eru nú til að velja um Hoover-þvottavél með rafmagnsviudu og 2000 kw. sjóðara. Hoover-þvottavél stærri gerS. " (;-'¦¦• * nieS rafmagnsvœdu Hoover-þvottavél meS 2000 kw. sióoara. Hoover-þvottavél

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.