Vísir - 08.06.1956, Blaðsíða 7

Vísir - 08.06.1956, Blaðsíða 7
Föstuetaginn 8, júnf 1956 vlsm Bjarni Benediktsson ritar um varnamáiin: Ot er kominn ritlinpir eítir Bjarna Benediktsson am VÁRNÁR- MÁLIN, sem aílir ættu aS lesa er vilja átta sig á hinu rétta samhengi þessa máls. — Efiiríarandi grein er tekin úr ritinu og munu fleiri kaflar birtir síðar. Flóttinn frá staðreyndunum og harmakvein NATO-ráðherrans. Veikleiki Framsóknarmanna lýsir sér bezt í því, að þeir hafa aiveg gefizt upp við efnislegar uraræður málsinsý en halda sig :nær eingöngu að dylgjum og' ósönnum sakargiftum. Þeir á- .saka MorgunblaðiS t. d. fyrir ranga þýðingu á yfirlýsingu Atlantshafsráðsins 6. maí, án þess að þora sjálfir að' láta al- menning kynnast yfirlýsingunni í heild. Ymsar spurningar hljóta að vakna í hugum manna' af því tilefni: Af hverju hefur Tíminn t. d. ekki birt í heiki þessa yfirlýs- ingu og í „réttri'- þýðingu? Af hverju las utanríkisráð- herrann aðeins hrafl úr yfirlýs- ingunni í útvarpsræðu. sinni hinn 12. maí? Af hverju hefur Tíminn ekki 'birt alla þessa ræðu? Af hverju notaði utanríkis- ráðherrann í ræðu sinni orðin, .,að Vesturveldin geti ekki vik- ið af verðinum“f í stað þess sem Morgunblaðið hafði sagt: „Vestrænar þjóðir geta ekkert síakað á viðbúnaði sínum“, en lætur síðan utanríkisráðuneyt- ið afhenda þýðing.u, sem segir aðeins: „Vesturveldin mega ekki draga úr árvekni sinni?“ Af hverju lætur ráðherrann ráðuneytið þazinig'. ómerkja sína eigin þýðingu? Af hverju var ekki leitað til löggilts skjalaþýðanda, úr því að vafi var? En hann þýðir þetta svo: „Vesturveldin geta ekki slakað á varðgæzlu sinni“. Af hverju las utanríkisráð- herra í útvarpsræðu sinni ekki þann kafla úr yfirlýsingunni, sem hér fer á eftir? „Það eru því öryggismálin, sem ex’u grundvallaratriðiðf og Atlantshafsríkin verða fram- vegis að meta það mest af öllu að viðhalda samheldni sinni og styrkleika. En nú er svo að sjá sem möguleiki sé á því fyrir .Atlantshafsríkin að beita sér á friðsamlegum grundvelli. Og þannig eru þau ráðin í að beita sér af sama kappi og þau sýndu í því að koma skipulagi á varnir sinar og af sama kappi og þau þunu viðhalda þeim vörnum.“ Þessi kafli yfirlýsingarinnar lýsir beinum ásetningi aðil- 38075 .39281 40007 40653 40961 42158 42723 43666 44388 44910 46128 48980 47717 48271 49562 38337 38551 39398 39678 40044 40075 40700 40817 41158 41446 42196 42373 43310 43362 43954 44082 44407 44488 44958 45070 46550 46578 47136 47208 47797 48054 48729 49063 49638. (Birt án 38990 39870 40213 40835 41980 42661 43477 44296 44504 45194 46795 47211 48065 49065 39088 39969 40328 40872 42020 42673 43546 44351 44533 45274 46947 47451 48158 49249 anna um að viðhalda vörnum þeim, sém upp hefur verið komið. Á þetta meginatriði, sem yfirlýsingin sjálf nefnir „grundvallaratriðið“, minnist ráðherrann ekki, en fjölyrðir um annaðf sem út af fyrir sig er fróðlegt, en varðar okkur minna eins og nú stendur á hér. Svo að sleppt sé harmakveininu yfir þvi, að „ljóstað“ hafi vei’ið upp þögn hans á fundinum um sérstöðu íslands. En ráðheiranum er þetta ekki nóg, heldur lætur hann ráðunejdi sitt afhenda þýðingu yiirlýsin’garinnar, er mjög dregur úr þéirri áherzlu sem þar var raunverulega lögð á viShald varnanna. Um slík vinnubrögð þarf ekki að fjölyi’ða. Þau lýsa sér sjálf og bera með sér sinn dóm. Tví- sögli Framsóknarmanna, dylgj- ur, vafningar og þagnir, þegar ekki má þegja, allt talar þetta skýru máli, þótt á annan veg sé en þeir í upphafi höfðu vænzt. Hrópyrði og skammir bæta sízt málstað Framsóknarmanna. Bezta svarið við slíku hjali eru ummæli Hermanns Jónassonar í útvarpinu 23. júní 1953, þegar hann sagði: „Ef það eru svik við þjóðina, glæpamennska og landráð — •— — að hafa landið ekki varnar- laust, eru þá ekki allir stjórn- málamenn Bretlands svikarar og landráðamenn? Eru þá ekki allir stjói’nmálamenn í Belgíu landráðamenn? Og það má taka Frakkland með og fleiri lönd, sem lxafa miklar hervarnir, en öll hafa talið sér það nauðsyn- legt vegna hættuástandsins, að hafa erlendan her í landinu til viðbótar". Af hverju kalla „hinir æfðu stjórnmálamenn“ í forystu Framsóknar það nú „lepp- mennsku" og öðrum illum nöfn- um, ef standa á við það fyrir- mæli 7. gr. vai’narsamningsins, að leita skuli álits Atlantshafs- ráðsins um þörf á vörnum hér, áður en ákvörðun er tekin um uppsögn samningsins? Sjálfir voru þeir þessu fyrir- mæli fyllilega samþykkir é sínum tíma. Geta „hin bi’eyttu viðhorf“ þeirra nú, þegar þeir vilja ekki standa við sín eigir fyrirheit, komið af öðru en því að þeir óttast, að álxtið verði þeirn andstætt? Að sjálfsögðu hefur það ekki farið fram hjá foryStumönnum Framsóknarflokksins, | 1) að hinn 20. des. 1955 skýrði þeirra eigin utanríkisráðherra þjóðinni frá „hinum almennu . vonbrigðum11, sem skapazt höfðu „vegna Genfarfundarins", j 2) að hinn 27. marz 1956 ábyrgðar). skýrði hann utanríkismála- nefnd Alþingis frá því, að varn- armögúleikar aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins í heild „mundu ef til vill eitthvað veikjast" við brottför varnar- liðsins á íslandi, 3) að strax á eftir lýsti hann yfir, að það „mundi ekki auka friðai’horfurnar“, að dregið væri úr öryggi og varnarmögu- leikum Atlantshafsbandalags- ins, 4) að hinn 6. maí 1956 sendi hann ásamt 14 öðrum utanrík- isráðherrum Atlantshafsvanda- i lagsins umheiminum þennan! boðskap: „Vesturveldin geta ekki slak- að á vai’ðgæzlu sinni.----Það eru því: — öryggismálin, sem eru grundvallaratriðið og At- lantshafsríkin verða framvegis að meta það mest af öllu að við- halda samheldni sinni og styrk- leika“.------ Og boðskajDurinn heldur á- fram með því að vitna til þess kapps, sem fram hafi komið, þegar varirnar voru skipulagð- ar og ríkin muni sýna í að „við- halda“ þeim. Framsóknarmenn reyna nú rneð öllu móti að dylja fyrir al- menningi þessar yfirlýsingar og staðreyndirnar, sem þær hvíla á, en véla í þess stað um fyrir mönnum með hve.rskonar undanbrögðumog fyrirslætti. Það er vitundin um hina al- gerlega misheppnuðu stjórn varnarmálanna, frá því að Framsóknarílokkurinn tók við henni, og óttinn við Þjóðvarnar- flokkinn, sem leitt hefur Fram- sókn í allar þessar ógöngur. Þess vegna hafa forystu- mennirnir, sem sannanlega vita betur, nú leiðzt til þess að breyta skyndilega um stefnu í afdrifaríkustu málum þjóðar- innar. Það eru ekki hin „breyttu viðhorf" í alþjóðamálum, sem ráða þessari stefnubreytingu, heldur hin „breyttu viðhorf" innan Framsóknarflokksins. Þau viðhorf að forystumenn Framsóknar gátu ekki með neinu móti haldið áfram sam- vinnu sinni, nema gerð væri ör- væntingarfull tilraun til að ná forystu í íslenzkum stjórnmál- um, hvað sem það kostaði. I Menn greinir með’ eðlilegum thætti á um, hvort þjóðinni muni vegna betur undir annarri for- ystu en hún hefur notið að undanförnu. Það þarf og síður en svo að vera af illum toga spunnið, þótt einhver telji sig einan þess umkominn að leiða bjóðina af villigötum á betri vegu. Slíkt er mannlegt, og um þvílíka hluti hefur verið barizt og mun verða barizt um ófyrir- sjáanlega framtíð. En baráttan verður þjóðinni því aðeins til góðs, að hún sé uni raunverulegan skoðana- mun. Sízt spáir það góðu, ef hlaupið er frá þeim skoðunum, sem studdar eru staðreyndum og réttum rökuni, til þess eins að ryðja sér braut til málefna- lausra valda. Tjöld Sólskýli Tjaldsúlur Tjaldbotnar Garðstólar Vindsængur Sveínpokar Bakpokar Ferðatöskur Ferðaprímusar Spritttöíkr Sportfatnaður allskonar fjölbreyít úrvaL Geysir h.f. VeiSarfæradeildm Vesturgöiu 1. 7 Það eru ekki börnin ein, sem eru hriíin af BÚÐINGI ¥or ©g symar í fjðlbreyttu úrvali. þýzkar, tvöfaldar, tvílitar eru komnar áftur. Hagstætt verð. Peysufatafrakkar fallegir litir, vönduð efni. Einnig mikið úrval af kvenpeysum, blússum og pilsum. Kápu- og dönwbú&n Laugavegi 15. Poplinírakkar úilendir, einhnepptir og tvíbnepptir. Nýkomnir. AUSTLRSTRÆTJ 17 SKIPAUTCeRÐ RIKISINS $Í ÉS Fallegt grátt Rayon-efni hentugt í pils og buxur á unglinga og fullörðna. H. Toft Skólavörðustíg 8, sími 103.5 austur um land i hringferð hinn 13. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrú'ðsfjarðar. Reyðarfjarðar, Eskifjarðar. Nórðfjaréar, Seyðisfjarðar. Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir á mánudag. sumarkjólar í fallegu úrvali seldir ódýrt fyrir 17. júní Sig, Guðmundsson, Laugavegi 11, 3.-hæð t.h. Sími 5982.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.