Vísir - 08.06.1956, Side 10

Vísir - 08.06.1956, Side 10
10 HAMMOND INNES: $ÁtÍ9* w wnannf£iMWiMim, ,,‘Ég hef verið að hugsa um að segja þér þetta síðan fyrsta iskeytið kom, en þú varst svo veikur. En núna, þegar þú ert orðinn svo frískur að þú getur ferðast, er eins gott að þú fáir að vita að.... “ „Ég hlusta ekki á þetta.“ Bland reyndi að bæla niður reiði sína. „Fjandinn hafi það! Þetta ér'þó maðurinn þinn!“ „Ég hef nú fengið að verða vör við það!“ Rödd hennar var nístandi nöpur. „Heldurðu að hann hafi ekki látið mig verða vára við það hverja einustu stund sólarhringsins síðan við giftum okkur?“ Bland starði á hana gegnum þykk gleraugun. „Elskarðu hann ekki enn þá?“ spurði hann. „Elska hann!“ æpti hún. „Ég hata hann! Ég hata hann!“ Hún æpti þetta upp. „Hvernig stóð á því að þú sendir hann með næstæðstu völd yfir flotann." „Þú virðist gleyma þvj að hann er sonur minnt“ Rödd Blands .var hógvær en ógnþrungin. „Ég hef ekki gleymt því. En það er kominn tími til að þú vitir sannleikann.“ „Bíddu þá þangað til við erum ein.“ Stúlkan leit á mig og sá að ég horfði á hana. „Þá það“, sagði hún lágt. „Franz!“ Maðurinn, sem sat við hlið mér, hrökk við, „Komdu og setstu hérna aftur.... Hafðu sætaskipti við Franz“, sagði hann við stúlkuna,“ og reyndi að vera róleg. Hún stóð þunglega á fætur og hafði sætaskipti við Franz Weiner. Ég var víst of æstur til að geta sofið. Lpks stóð ég á fætur og fór fram í til flugmannanna. Fenton sat við stýrið. Tim var að hella kaffi úr hitabrúsa. „Jæja, líttu þarna út um gluggann11, sagði hann. „Það verður langt þangað til þú færð að sjá Eng- land aftur. Hvernig geðjast þér annars að Bland’s-fólkinu?" „Ég get varla sagt, að ég hafi talað við það“, sagði ég. „Bland og stúlkan voru rétt áðan að hnakkrífast. Nú er hann að tala Við Franz Weiner um einhvern nýjan útbúnað við hvaldráp. Er ekki Weiner Þjóðverji?“ „Jú, svo mun vera. Hann er sérfræðingur í rafmagnsskutlum. Veslings maðurinn. Hugsaðu þér. Hann þarf að vera í fjóra mánuði í Suður-íshafinu.“ „Ætlar Bland líka suður í Suður-íshafið?“ „Já, þau ætla þangað öll, að því er ég bezt veit. Það bíður bátur eftir þeim í Höfðaborg og hann ætlar að flytja þau út í bræðsluskipið. Það eru víst einhverjir örðugleikar um borð í Suðurkrossinum. Að minnsta kosti vissi ég að Bland bráðlá á að komast þangað sem fyrst.“ „Ætlar stúlkan virkilega þangað líka?“, spurði ég. Hann yppti öxlum. „Það hef ég ekki hugmynd um. Hún kom ínn í félagsskapinn á síðustu stimdu. Samkvæmt skilríkum hennar er hún fædd í Noregi en gift Suður-Afríkumanni. Hún virðist vera hálfgert fiðrildi." „O, ekki finnst mér það nú“, sagði ég. „Mér finnst hún miklu fremur líkjast villiketti. Og hún virðist vera bálreið út af ein- hverju. Þetta er einkennilegur félagsskapur.“ VÍSIR Föstudaginn 8..júní 1956 „Hafðu engar áhyggjur af því. Þú fékkst farið. Ef þér leið- ist, skaltu fara og tala við Aldo Bonomi. Það hlýtur að vera eitthvað mikið á seiði. því að hann er einn af beztu Ijós- myndurum heimsins. Langar þig í kaffi?“ „Nei, þakka þér fyrir“, sagði ég. „Ég sef betur, ef ég drekk ekki kaffi.“ Hann setti frá sér flöskuna. „Þetta minnir mig á að ég ætti að fara með fáeinar ábreiður aftur í til farþeganna. Þú gætir hjálpað mér svolítið til, Duncan, viltu gera það?“ Þegar við komum aftur inn í farþegarýmið, var allt eins og þegar ég fór. Við réttum farþegunum ábreiðuniar. „Þið fáið moi-gunverð í Ti’eviso“, sagði Tim, um leið og hann gekk fram eftir flugvélinni. Ég settist í sæti mitt á móti stúlkunni hinum megin við ganginn. Hún hafði sveipað sig ábreiðunni, en hún var sýnilega enn í æstu skapi og augun voru uppglennt. Hugur minn reikaði til Suður-Afríku og hins nýja heims, sem lá framundan. Hvers konar verk skyldi Kramer ætla að láta mig vinna, þegar ég kæmi á vettvang? Loks sofnaði ég við drunur vélarinnar, í dögun sáum við Alpafjöllin snæviþakin. Þar voru gínandi jökulsprungur og skriðjöklar í hlíðunum. Því næst flugum við yfir Langbarðaland og loks lækkuðum við okkur til að lenda í Treviso til að borða morgunverð. Ég var í’étt fyrir aftan Bonomi, þegar við gengum inn í mat- salinn. Hann valdi sér sæti við boi’ð fjarri hinum og ég settist andspænis honum. „Ég heyri að þér séuð Ijósmyndari, herra Bonomi“, sagði ég. „Auðvitað! Ég er Aldo Bonorni. Allir sækjast eftir Ijósmynd- um mínum. Eina vikuna er ég í Ameríku, aðra í París. Alltaf á ferðalagi. Ég er alltaf annað hvort í hraðlest eða í flugvél.“ „Og nú eruð þér á leið til Suður-íshafsins með Bland höfuðs- manni. Hvað getið þér annars sagt mér um hann? Þér heyrðuð rifrildi hans og tengdadóttur hans var ekki svo? Er eitthvað að um borð í bræðsluskipinu?" „Ég tala aldrei um viðskiptavini mína, hei’ra Ci-aig,“ sagði hann. „Það er ekki heppilegt fyrir viðskiptin, þér skiljið.“ Hann strauk hendinni um svart hárið. „Við skulum heldur tala um yður,“ sag'ði harin. „Þér eruð að flytjast alfarinn til Suður- Afríku, er ekki svo?“ Ég kinkaði kolli. „Það er mjög æskilegt, sagði hann. „Þér flytjist til annars lands og byrjið þar að nýju. Þér hafið ekki fengið neina atvinnu, en farið samt. Það þarf kjark til. Þér eruð karl í krapinu. Mér geðjast vel að mönnum, sem eru karlar í krapinu.11 „Af hverju dragið þér þá ályktun, að ég hafi enga atvinnu?“ spurði ég, um leið og þjónninn var farinn. „Ef þér hefðuð haft atvinnu, hefðuð þér ekki farið. En segið mér annars, hvers vegna þér farið frá Englandi.11 Ég ypp.ti öxlum. „Ég veit ekki,“ sagði ég. „Ég var bara orðinn leiðir á lífinu þar. Það var allt og sumt. „En eitthvað hefur valdið því, að þér tókuð svo skyndilega ákvörðun, var ekki svo? Ég á ekki við neitt alvarlegt, þér skiljið. Það eru alltaf hinir smærri atburðir, sem valda því, að við tökum ákvarðanir.“ Ég ’hló að þessu. „Þar hafið þér á rétta að standa.“ Og allt í einu var ég farinn að tala við hann og sagði honum alla sög- una: „Ég held, að mér hafi fundizt ég vera einskis nýtur síðan stríðinu lauk,“ sagði ég. „Ég fór beina leið úr Oxford í sjóliðið. Þegar ég kom úr stríðinu, fannst mér skipstjórn á korvettu ekki heppileg leið á viðskiptabraut. Svo gerðist ég bókari hjá fyrir- tæki, sem flytur inn tóbak.“ „Það er lítilfjörlegt starf eftir að hafa stjórnað skipi, finnst yður það ekki?“ Hann kinkaði kolli af mikilli samúð og skiln- ingi. „Og hvað var það svo, sem kom yður til að taka þessa ákvörðun?“ „Fimrn punda seðill,“ sagði ég. „Herra Bridewell, maðurinn, sem átti fyrirtækið, gaf okkur sinn fimm punda seðilinn hverj- um á gamlárskvöld. En hann þurfti að halda ræðu um leið, fíflið að tarna.“ „Og yður geðjaðist ekki að þessum Bridewell11 A kitöífyöktmHi 4. Foringi kommúnistaflokksins, Krúsjov, forsætisráðherrann, Búlganin, og utanríkisráðherr- ann, Molotov, voru á leið heim að samyrkjubúi einu, sem þeir ætluðu að skoða. Þá komu þeir að kú, sem lá endilöng þvert yfir þjóðbrautina. Bifreiðar- stjórinn flautaði kröftuglega nokkrum sinnum, en dýrið hreyfði sig ekki. Fór þá Molotov út úr bifreið- inni, klappaði kúnni blíðlega og lofaði að sjá henni fyrir góðu beitilandi. En dýrið hreyfði sig ekki. Þá kom Búlganin út og hét kúnni að gefa henni fallegt fjós og nóg að éta. En hún bærði ekki á sér. Loks greip Krúsjov í taum- anna, gekk að kúnni og hvíslaði nokkrum orðum í eyra hennar. Kýrin stóð samstundis upp og flýtti sér burt. Búlganin og Mo- lotov undruðust þetta mjög og spurðu Krúsjov, hvað hann hefði sagt dýrinu, eða hví það hefði hlýtt honum svona um- yrðalaust. „Það var svo sem ekkert,“ sagði Krúsjov. ,Eg sagði henni bara, að hún yrði send á sam- yrkjubú, ef hún færi ekki strax burt.“ Hinn lögboðni samyrkjubú- skapur kommúnista er ein af mörgum ástæðum fyrir því, að svo mikill fjöldi flóttamanna streymir frá Austur-Þýzka- landi og öðrum leppríkjum til Vestur-Þýzkalands. Flóttamenn að austan segja, að í Austur-. Þýzkalandi gangi saga um ein- hvern fulltrúa kommúnista- flokksins, sem hefði fengið boð um að hejmsækja stjórnanda samyrkjubús í Austur-Þýzka- landi. „Þú átt að sjá svo um, félagi; að allar rússnesku dráttarvél- arnar verði fengnar í hendur bændum, sem flúið hafa til Vestur-Þýzkalands, en snúa aftur heim.“ „En, félagi, fulltrúi,11 svai’aðí bústjórinn, „við höfum aðeins þrjár rússneskar dráttarvélar, og þær eru allar bilaðar.11 „Það gerir ekkert til,“ sagði fulltrúinn. „Það koma hvort eð er engir bændur aftur til okkar að vestan.“ C & Surmfki mmm TAR7AM — 2102 Dag nokkurn, þegar Tarzan átti — Ég var inni í skóginum og sá Tarzan eins og vaknað af draumi. — Komið, sagði hann. — Við skulfi sér einskis ills von, kallaði Golar til hvíta menn og svarta með þrumu- Nú mundi hann sina liðnu ævi. um drepa óvini. hans- . , . ..L.^uj^ll! stafi’

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.